Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Page 22
V
ið lifum á stafrænum tímum og það endurspeglast einnig í því hvernig fólk fylgist með
tímanum. Undanfarin ár hafa æ fleiri látið símann duga til þess að gá hvað klukkan er,
fyrir nú utan hin notin öll, að geta stillt marga vekjara, sett upp tíma svo eggin harðs-
jóði ekki og þar fram eftir götum. Það er því kannski ekki skrýtið þótt hefðbundin úr séu
ekki lengur á hverjum úlnlið. Margir hafa auðvitað fengið sér snjallúr, en þau eru ekki
síður notuð til þess að fygjast með hreysti og heilbrigði.
Samt er það nú svo að enn má finna úraverslanir og það sem meira er: þeim geng-
ur alveg ágætlega að selja hefðbundin úr, sem einhver gæti kallað tímaskekkjur!
Ástæðan er sjálfsagt sú, að öðrum þræði eru slík úr munaðarvara, skartgripir,
iðulega slegin góðmálmum og dýrum steinum, tímalausir hönnunargripir, sem
fólk setur upp spari. Það segir kannski sína sögu að síðastliðin ár hefur salan rokið
upp á úraöskjum, sem taka 5-20 úr. Af því að til er fólk sem safnar þeim, eins og
aðrir safna málverkum, dýrum veigum eða þaðan af skrýtnari hlutum.
Velflest úr eru merkjavara, en það eru ekki allir Rolexar jafnir. Sum úr eru tíma-
laus klassík, meðan önnur ámóta – jafnvel sjaldgæfari og miklu dýrari – ná því ekki. Það
er erfitt að segja til um hvar skilur milli feigs og ófeigs í því, flest er það huglægt, jafnvel hend-
ing.
Kannski það megi einfaldlega segja að bestu og tímalausustu tímaskekkjurnar séu auðþekkt-
ar og áberandi á hógværan hátt, jafnvel þvert yfir salinn á úlnliði og hálffalin af ermastúku. Hér á
síðunni má sjá nokkur slík úr og jafnvel upprennandi klassík.
Hefbundin úr með vélrænu úrverki eru tæki síðan úr iðnbylt-
ingu og ættu með réttu að vera horfin. En það er öðru nær, því
slík listasmíð heillar enn marga, safnara sem munaðarseggi.
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.4. 2021
LÍFSSTÍLL
Patek Philippe Nautilus
Þetta úr rammar mjög inn úra-
hönnun áttunda áratugarins,
en það var teiknað af Gérald
Genta (hannaði einnig Royal
Oak frá Piguet). Patek hefur
smíðað urmul undursam-
legra úra, en Nautilus, sem
heitir eftir kafbáti Nemo kapt-
eins úr hugarheimi Jules Vernes,
er sennilega mest afgerandi. Og
Patek tilkynnti fyrir skömmu að
framleiðslunni yrði senn hætt, svo
verðið á þeim hefur rokið upp.
Jaeger-LeCoultre
Reverso
Reverso-úrið var upp-
haflega smíðað að beiðni
pólóleikara á Indlandi, sem
vildu óbrjótandi armbands-
úr til þess að bera í keppni.
Úrsmiðirnir áttu í miklum
erfiðleikum með það, þar
til einn fékk þá hugljómun
að snúa mætti því við, þannig
að í leik sneri bakið út og
glerið inn. Og ekki er verra að
á það má grafa kveðju gefand-
ans, merki pólóklúbbsins eða hvað
annað.
Breguet Classique
Tourbillon
Þetta er ekki aðeins ákaflega fal-
legt úr, heldur með verk-
fræðilega sögu í forgrunni.
Abraham Louis-Breguet tók út
einkaleyfi á
hinu sýnilega
sigurverki
árið 1801, en
það vegur
gegn
þyngdarafl-
inu. Við
bætast
hinir ein-
kennandi
vísar hans og
tölur, sem gera
þetta að sögu-
legum grip, þótt
nýr sé.
Omega Speedmaster
Það er varla hægt að
undirstrika nægilega
hversu vel hannað
Omega Speed-
master er og hví-
líkt verkfræðilegt
undur þar er á
ferð. Það var
hannað 1957 og
svo vel, að 12 árum
síðar var það notað á
tunglinu, getur þolað
gríðarmikla hröðun og
hnjask, gríðarleg segulsvið
og já, fínlegt tunglrykið.
TAG Heuer
Carrera
Carreran kom fram
1953 og var smíðað
fyrir kappakst-
ursmenn eða
aðra ámóta
íþróttamenn,
þar sem
hraði og álag
fylgjast að.
Þessi útgáfa er
eilítið stílfærð út-
gáfa og er á sinn hátt
stílhreinni en frum-
gerðin. Og silfurslegin
eins og hún.
Vacheron Constantin
Fiftysix
Vacheron hefur
smíðað úr í 250 ár,
svo það er ávallt
áhugavert þegar
ný úr koma
þaðan. Hér
er enginn
sjens tek-
inn, heldur
er þetta
„nýja“ úr til-
brigði við stef
frá 1956, sem er
vitaskuld byltingar-
kennt á sinn hátt.
En eitthvað sér-
stakt við það.
Cartier Tank
Louis Cartier lét hanna þetta
úr fyrir skriðdrekaherdeild-
irnar sem héldu óvinahern-
um í skefjum frá París í fyrri
heimsstyrjöldinni og þess
vegna er það kallað Tank.
Það hefur frá fyrsta degi
notið ómældra vinsælda hjá
þjóðhöfðingjum og kvik-
myndastjörnum, íþrótta-
mönnum sem aðalsfólki. Seg-
ir sína sögu að bæði Muham-
med Ali og Andy Warhol báru
það vel.
Blancpain Fifty Fat-
homs Barakuda
Nú orðið er auðvelt að
verða sér úti um góð
kafaraúr fyrir ekki of
mikla peninga, þótt
fæstum sé þeim
nokkru sinni dýft í
kalt vatn. Þetta er
hins vegar alvörukaf-
araúr, upphaflega
smíðað fyrir sérsveitir
kafara franska flotans
1957, þótt Barakuda sé
raunar útgáfa fyrir þýska
kollega þeirra.
Audemars Piguet
Royal Oak
Royal Oak er auð-
þekkjanlegt á færi,
hin átthyrnda,
skrúfaða skífa
sér til þess. Það
var hannað 1972
en náði sér virki-
lega á strik sem
úr fyrir „áttuna“,
sem við hin nefnum
níunda áratuginn.
Með því var búinn til
nýr stíll og raunar
mótaði hann alla hönn-
un Piguet upp frá því.
Hermès Gal-
op d’Hermès
Fóki fyrirgefst
þótt það
haldi að hér
sé endur-
lífguð 100 ára
hönnun á
ferð hjá
Hermès, en
hún er ekki nema
tveggja ára gömul
og engu lík. Við
blasir að þetta er úr
allra alvöruhesta-
manna eða -kvenna,
enda í laginu eins og ístað,
og stærðin ekki bundin við
eitt kyn umfram annað. Ef
það er ekki nógu dýrt þá
getur Hermès selt þér arm-
bönd í stíl.
Rolex Oyster Perpetual 41
Rolex er þekktasta mun-
aðarúragerð heims og þetta ein-
falda úr er rót ætt-
artrésins þar á
bænum. Öll
önnur Rolex-
úr eru ein-
hvers konar
tilbrigði
eða snún-
ingur af
þessu úri. Það
er einfalt að sjá,
en hönnunin má
heita fullkomin, ein-
föld en geometrísk,
20. öldin í öllu sínu
veldi.
IWC Portugieser
Portúgalinn frá IWC hefur verið svo
að segja óbreyttur áratugum sam-
an, enda nánast fullkomnun í arm-
bandsúri. Það var hannað fyrir
tvo portúgalska kaupmenn á
fjórða áratugnum og þótti þá í
stærsta lagi, en það má segja að
Portúgalinn hafi breytt smekk
manna um það, en á stríðsárunum
komu stórar skífur raunar í góðar þarf-
ir. Það verður vafalaust óbreytt eftir
aðra átta áratugi.
Zenith
Chronomaster Sport
Zenith sýnir að það er vel
hægt að búa
til nýja klassík,
en framleið-
andinn var
fyrstur á
markað
með
hárnákvæman
tímastilli, sem
dugar til þess að
taka tíma þótt
sitthvað gangi
á. Það var afrek ár-
ið 1969 og er það í
raun enn, þegar allt
innvolsið er vélrænt
og þarf að verja fyrir
tregðu, hröðun og
þyngdarafli.
Tímalausar
tímaskekkjur