Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 2
Þetta er bóluefni sem fólk hefur þekkt árum saman og tiltölulega fáir hræddir við það. Það leggst almennt ekki illa í fólk. Óskar Reykdalsson LAGERSALA LÍN DESIGN HEFST Á MORGUN FLATAHRAUNI 31 HAFNARFIRÐI Á MÓTI KAPLAKRIKA KL15.00 Rétt viðbrögð æfð Forvarnardagur Menntaskólans að Laugarvatni var haldinn í gær en þar voru meðal annars æfð viðbrögð við bílslysi. Slys var sviðsett á svæði skólans og mættu lögreglumenn, slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn á staðinn til þess að sýna rétt viðbrögð við slíku atviki. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR thk@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Mikið hefur verið að gera á heilsugæslum höfuðborg- arsvæðisins og töluvert er um símtöl frá foreldrum barna sem veikst hafa af kvefpest. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, segir pestina þó ekki óeðlilega í venjulegu árferði, sér í lagi nú þegar skólarnir eru byrjaðir. Hann segir hina árlegu inflúensu enn ekki farna að ganga í samfélag- inu þótt hefðbundnar kvefpestir leiki marga grátt um þessar mundir. Óskar telur að það sé álíka mikil- vægt og áður að láta bólusetja sig gegn inf lúensu. Von er á óvenju mörgum skömmtum af inflúensu- bóluefni til landsins og segir hann að það sé meðal annars vegna auk- ins áhuga almennings á að mæta í bólusetningu. Hingað til hafi bólu- efnið nánast alltaf klárast og fólk þekki efnið vel. „Þetta er bóluefni sem fólk hefur þekkt árum saman og tiltölulega fáir hræddir við það. Það leggst almennt ekki illa í fólk svo flestir þola það mjög vel.“ ■ Kvefið komið hingað en flensan ekki Atli Örvarsson mun ekki sitja auðum höndum í vetur en hann mun semja tónlist við 132 sjónvarpsþætti næstu mánuðina. Atli mun sjá um tónlistina fyrir Hollywood- þættina FBI International þar sem Heiða Rún Siguðardóttir verður í aðalhlutverki. bth@frettabladid.is SJÓNVARP Tveir Íslendingar gegna stóru hlutverki í nýrri Hollywood þáttaröð, FBI International. Tón- skáldið Atli Örvarsson semur tón- listina í þættinum og Heiða Rún Sigurðardóttir, Heida Reed, leikur annað aðalhlutverkið af tveimur. Atli segir að um sé að ræða þriðju syrpuna í FBI-röðinni. Fyrst hafi komið FBI, svo FBI Most Wanted og nú þessi nýja röð, sem hann bætir við fyrri seríur í Hollywood sem hann semur músík við. „Það eru þrjár Chicaco-seríur og nú eru komnar þrjár FBI-seríur. Það eru sömu framleiðendurnir á bak við þetta allt þannig að ég hef unnið með þeim árum saman. Ef maður nær að kynnast fólki mjög vel, bæði persónulega og í sköpunarferlinu þá er auðveldara að bæta við,“ segir Atli. Hann segir alltaf gaman að leysa þá listrænu áskorun sem birtist í byrjun hverrar seríu. Með nýrri þáttaröð þurfi að finna upp nýtt hjól, finna rétta tóninn, einhvern sannleik. „Síðan má segja að mitt starf verði meira að leggja hinar stærri listrænu línur og svo er ég með fólk sem klár- ar að vinna úr því. Það eru augljós- lega ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum fyrir einn mann að gera tónlist við 132 sjónvarpsþætti frá september fram í maí.“ Atli f lutti til Akureyrar frá Los Angeles fyrir nokkrum árum og stýrir þaðan hópi fólks um víðan völl. „Ég er með frábæra samstarfs- menn í kringum mig, bæði á Íslandi, í Los Angeles og París.“ Hann segir áhugavert við nýju þáttaröðina að hún sé tekin upp í Búdapest, sem sé óvanalegt fyrir amerískt sjónvarpsefni. Bragur tónlistarinnar, undirtónninn, sé því alþjóðlegri en oft áður, sem sé skemmtilegt verkefni. Engin sérstök Íslandstenging sé milli þess að Heiða og Atli vinni að sama verkefninu, heldur hafi Heiða einfaldlega gert frábæra hluti á alþjóðavísu og sé frábær leikkona. Fyrsti þáttur nýju raðarinnar er farinn í loftið í Bandaríkjunum. 21 milljón Bandaríkjamanna horfði í einni viku samtals á þá þætti sem Atli semur tónlist við. ■ Semur tónlist við á annað hundrað sjónvarpsþætti Heiða Rún Sigurðardóttir Atli Örvars hefur í nógu að snúast. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Það eru augljóslega ekki nógu margir klukkutímar í sólar- hringnum fyrir einn mann að gera tónlist við 132 sjónvarpsþætti frá september fram í maí. Atli Örvarsson tsh@frettabladid.is BÆKUR Bjarni Harðarson, eigandi Bókaútgáfunnar Sæmundar, þarf að fresta útgáfu tíu bóka sem áttu að koma út í komandi jólabókaflóði vegna pappírsskorts erlendis. „Maður sér að jólabókaf lóðið, það verður seinna á ferðinni heldur en venjulega og það gæti líka orðið minna að þessu sinni,“ segir Bjarni. Sumar bækurnar frestast um nokkra mánuði en útgáfur f lestra munu hins vegar færast aftur um eitt ár að sögn Bjarna. Bókaút- gefandinn segir að um sé að ræða afleidd áhrif vegna Covid-19. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, hefur aftur á móti ekki trú á því að pappírsskortur erlendis og tafir í prentsmiðjum muni hafa teljandi áhrif á jólabókaflóðið í ár. „Þvert á móti sýnist mér bara skráning í Bókatíðindi ganga nokk- uð vel og hljóðið í útgefendum vera almennt mjög gott,“ segir Heiðar Ingi um stöðu mála hjá bókaútgef- endum í aðdragana mikils anna- tíma hjá þeim. ■ Skortur á pappír frestar tíu bókum Bjarni Harðar- son, útgefandi 2 Fréttir 7. október 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.