Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 4
20 Um aldamótin reynd- ist mittismál akur- eyrskra kvenna 20 sentimetrum meira en hjá hinum hafnfirsku. UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ALVÖRU BREYTTIR RAFBÍLAR KOMDU OG REYNSLUAKTU 40” BREYTTUM PRUFUAKSTURSBÍL JEEP WRANGLER RUBICON PLUG-IN HYBRID ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID 35” BREYTING 40” BREYTING Fréttaskýring um tíðni offitu barna á landsbyggðinni í þættinum Kveik á RÚV fyrr í vikunni vakti mikil viðbrögð í samfélaginu. Fréttamaður RÚV segir umfjöllunarefnið viðkvæmt vegna fordóma. bth@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Holdafarsfor- dómar eru einu fordómarnir sem enn virðast samfélagslega viður- kenndir, að sögn Brynju Þorgeirs- dóttur fréttamanns hjá RÚV, sem vann umtalaða fréttaskýringu fyrir Kveik í fyrrakvöld. Í þættinum var fjallað um offitu sem sjúkdóm þar sem sláandi munur er á landsbyggð- inni og höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fjölda barna í ofþyngd. Offita hrjáir nær tíunda hvert grunnskóla- barn utan höfuðborgarsvæðisins. Æ fleiri börn leita á Landspítala með alvarlega fylgikvilla eins og fitulifur, kæfisvefn og undanfara sykursýki. Fordómarnir skýra að hluta hve umfjöllun um holdafar og heilsu er viðkvæm, að sögn Brynju. „Þetta er hópur sem hefur orðið fyrir kerfis- bundinni smánun og fordómum frá upphafi vega.“ Brynja segir að viðbrögð yfir- gnæfandi meirihluta haf i að sýningu þáttarins lokinni verið jákvæð, enda hafi viðmælendur þáttarins verið einlægir og tjáð sig vel. Um neikvæðu viðbrögðin um samband landsbyggðar og offitu og efnahag heimila, vísar Brynja í orð barnalæknis í þættinum um töl- fræðilega fylgni milli menntunar, tekna og offitu. En landsbyggðin sé fjölbreyttari en svo að hægt sé að setja íbúa hennar undir einn hatt. „Þessi mál hvetja heilbrigðisyfirvöld sveitarfélaganna til að skoða hvort eitthvað sé í samfélagsgerðinni sem þurfi að breyta og auka þá framboð á aðstoð,“ segir Brynja. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rannsóknir sýna mun á holdafari á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Í október 2002 var kynnt rannsókn á áhættuþáttum hjarta- og æða- sjúkdóma þar sem mittismál akur- eyrskra kvenna reyndist 20 senti- metrum meira en hinna hafnfirsku. Akureyrskar konur voru að meðal- tali sex kílóum þyngri en hafnfirsk- ar konur. Í fréttum sagði þá að konur á Akureyri væru í meiri áhættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma en kyn- systur þeirra í Hafnarfirði. Emil Lárus Sigurðsson, yfir- læknir heilsugæslunnar á Sólvangi í Hafnarfirði, sagði í Morgunblaðinu að niðurstöðurnar hefðu komið verulega á óvart og velti upp sem hugsanlegri skýringu hvort kon- urnar fyrir norðan væru meiri kyrr- setukonur en kynsystur þeirra fyrir sunnan. Rannsóknin vakti reiði og mikla úlfúð á Akureyri. Sama sagan virðist hafa endurtekið sig í mörg- um tilfellum nú, ef marka má tíst á Twitter og Facebook-færslur um landsbyggðar- og fátæktarfordóma. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Sam- taka um líkamsvirðingu, segist hafa saknað þess að fjallað væri í Kveiksþættinum um þyngdarhlut- lausa nálgun. Aðeins hafi verið fjallað um offitu út frá þyngdar- miðaðri nálgun, einblínt hafi verið á þyngd sem rót vandans. Betra væri að nálgast málið út frá heilsuvenjum og öðru en þyngd. „Þetta var ein- hliða umfjöllun, sem var synd því að margra mati er þyngdarhlutlaus nálgun skaðaminni,“ segir Tara Margrét, en segir þó að mjög margt gott hafi komið fram í þættinum. Tuttugu og þrjú prósent þungaðra kvenna hafa líkamsþyngdarstuðul 30 eða hærri samkvæmt nýjum tölum frá landlækni. Hefur hlut- fallið hækkað frá árinu 2016 þegar hann var 19 prósent. Embættið segir að ef stuðullinn mælist 30 eða hærri séu auknar líkur á ýmsum vanda- málum á meðgöngu hjá konum, svo sem meðgöngusykursýki, háþrýst- ingi, meðgöngueitrun, blóðtappa, þungbura og vaxtarseinkun í lok meðgöngu og fósturdauða. Auk þess séu meðfæddir sköpulagsgallar og fósturlát algengari hjá þessum hópi kvenna. ■ Tölfræðin svari gagnrýni á efnistök Kveiks um offitu á landsbyggðinni Viðkvæmt er að fjalla um offitu sem sjúkdóm og heilbrigðismál vegna for- dóma í samfélaginu. FRÉTTALBAÐIÐ/GETTY Brynja Þorgeirsdóttir, fréttamaður hjá RÚV ingunnlara@frettabladid.is DÓMSMÁL Blómasalarnir Mosad Badr Abdel Salam Mansour og Kristín Jónsdóttir eru ákærð fyrir að hafa veitt tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar í tengslum við innflutning á blómum. Háttsemi Mosad og Kristínar laut samkvæmt ákærunni aðallega að smygli á afskornum rósum og blönd- uðum blómvöndum. Þau eru sögð hafa skotið rúmum 5,7 milljónum undan álagningu aðflutningsgjalda, vegna fjögurra sendinga. Nánar er fjallað um málið á frettabladid.is. ■ Saka blómasala um undanskot benediktboas@frettabladid.is SKÓLAMÁL Verkalýðsfélagið Hlíf hefur sent Hafnarfjarðarbæ bréf vegna grafalvarlegrar stöðu sem ríki á leikskólum bæjarins. Illa gengur að manna skólana, veikindi eru algeng og skemmri fjarvistir eru tíðar vegna veikinda. Mörg dæmi séu um að fólk sem hafi unnið árum saman í Hafn- arfirði hafi farið til starfa í öðrum sveitafélögum. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Í meira en ár hefur Verkalýðs- félagið fundað með bæjarstjóra og embættismönnum vegna f lótta starfsmanna en á þeim fundum hefur verið farið yfir að samanburð- ur kjara við nágrannasveitafélögin sé óhagstæður. Meðal annars vegna þess að nágrannasveitarfélögin greiði starfsmönnum fyrir að sitja í mat með börnunum. Þetta hafi verið í bænum áður fyrr, en verið tekið af vegna efnahagshrunsins og ekki breytt til baka. Undirmönnun bitni á starfsfólki sem þurfi sífellt að hlaupa hraðar. Það bitni á gæðum og heilsu starfs- fólks, segir í bréfinu. Mörg dæmi séu um að loka þurfi deildum og senda börn heim vegna undirmönnunar. Fleiri dæmi eru um að átt hafi að loka en það ekki verið gert – sem sé alvarlegt því slíkt geti ógnað öryggi barna og starfsfólks. Bent er á að þolinmæði sé á þrotum. Nauðsyn- legt sé að bregðast við strax og ekki bíða fjárhagsáætlunar næsta árs. ■ Bréf Hlífar um leikskólamál í Hafnarfirði sýnir dökkt ástand Alvarleg staða er í leikskóla- málum í Hafnar- firði. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK urduryrr@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Drífa Snæ dal, for- seti ASÍ, segir ákvörðun Seðla- bankans um að hækka stýrivexti um 0,25 prósent setja kastljósið á rót vandans í ís lensku efnahagslífi, ó stöðugan hús næðis markað. „Það er ekki nóg fram boð og það þarf að koma ein hvern veginn böndum og reglum á hús næðis- markaðinn,“ segir Drífa. „Á meðan það er ekki gert þá lifum við í þessu ó stöðuga um hverfi þar sem hús- næðis verð þenst upp.“ ■ Komi böndum á húsnæðismarkað Drífa Snædal, forseti ASÍ 4 Fréttir 7. október 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.