Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 40
frettabladid.is 550 5000RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf.DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Stefáns Ingvars Vigfússonar n Bakþankar Ég er kominn á þá skoðun að 40 stunda vinnuvika sé svik við manneskjuna, það er brjálæði að vinna átta tíma á dag, fimm daga vikunnar og sitja uppi með tvo daga þar sem við erum krafin um að hlúa að okkur, sinna áhuga- málum, rækta sambönd, hvílast, heimsækja ömmu, fara í bústað, kíkja á tónleika eða í leikhús, sitja á kaffihúsi, drekka okkur full, borða þynnkumat og horfa á Squid Game eins og það leggur sig til þess að vera umræðuhæf á kaffistofunni. Síðan þarf líka að horfa á Silfrið, mótmæla spillingu, fara í kaffi til mömmu og pabba þar sem er bannað að tala um pólitík af því að við (lesist ég, Stefán Ingvar) erum svo ósammála bróður okkar. Fara fínt út að borða með Hófí kærust- unni okkar (ok, þetta er kannski minna almennt en ég sá fyrir mér), skipuleggja ferðir til útlanda, ræða barneignir og endurfjármögnun og uppgreiðslugjald og James Bond myndina og heimsækja tengdó vestur í Súgandafjörð. Skúra, skrúbba og bóna, þvo þvott, elda mat, velja hillu inn í stofu, setja hilluna saman, fá lánuð verkfæri frá Alberti, drekka kaffi með honum og Gígju, djóka eitt- hvað í börnunum þeirra, reyna að hengja hilluna upp, fá Albert til þess af því að við erum svo óverkleg og fá lánaðan bíl til þess að fara með gömlu hilluna í Góða hirðinn. Í vinnunni minni þarf ég að senda tölvupósta, búa til kostnað- aráætlun – kannski mánaðarlega, skrifa brandara og segja brandara. Í vinnunni er ég með fimm verkliði en í einkalífinu eru þeir allavega þrjátíu. Eðlilegt fyrirkomulag væri að vinna tvo daga og sinna sjálfum okkur í fimm. Hvernig útfærum við það? Ekki. Hugmynd. Það kemur mér ekki við en ég er viss um að hagfræðingar Samtaka atvinnu- lífsins og verkalýðsfélaganna gætu komist að einhverri málamiðlun. n Halda áfram nova.is Forskráning í fullum gangi! Sjö, níu, þrettán Vertu með þeim fyrstu sem næla sér í iPhone 13, smelltu þér á forskráningarlista á nova.is og við látum þig vita þegar græjan lendir hjá Nova!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.