Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 6
Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths þarf aðstoð Facebook til að kaupa bensín í London og kaupir í matinn á netinu. Ný könnun YouGov sýnir að yfir helmingur Breta er óánægður með hvernig Brexit hefur gengið. thorvardur@frettabladid.is BRETLAND Meirihluti Breta telur að útganga Bretlands úr Evrópu- sambandinu um áramótin hafi ekki tekist vel. Þetta kemur fram í nýrri könnun YouGov en kosið var um útgönguna sumarið 2016. Þótti einungis 18 prósentum svarenda Brexit hafa gengið vel eða afar vel. Samkvæmt könnun YouGov í júní voru 38 prósent svarenda sátt. Frá júní hefur þeim sem ósátt eru við stöðuna eftir Brexit fjölgað um 15 prósent. Nú segja 53 prósent Brexit hafa tekist illa, þar af segja 32 prósent að hún hafi tekist afar illa. Þá telja 21 prósent að útgangan hafi hvorki gengið vel né illa og átta pró- sent vissu það ekki. Undanfarið hefur gætt vöru- skorts á Englandi, einkum á elds- neyti í London og í suðausturhluta landsins. Breski herinn hefur verið kallaður til og aðstoðað við elds- neytisf lutninga. Sömuleiðis hafa viðskiptavinir oft gengið fram á tómlegar hillur í verslunum. Skortur er á vörubílstjórum í Bret- landi, en er landið var enn í sam- bandinu sinntu bílstjórar frá megin- landinu einkum slíkum störfum. Nú þurfa þeir vegabréfs áritun til þess, en stjórnvöld hafa tilkynnt að 5.500 erlendir bílstjórar fái tíma- bundið starfsleyfi í Bretlandi. Í nýrri könnun Byline Times sögðu 74 prósent svarenda að Brexit væri ástæða skorts á vörubíl- stjórum. Einungis 13 prósent töldu að fyrir því væru aðrar ástæður. Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, tón- listarkona og kennari við Guildhall School of Music & Drama, er búsett í suðausturhluta London ásamt eiginmanni sínum og börnum. Hún segir að ástandið hafi ekki fram hjá sér, einkum þar sem þau búi í næstu götu við bensínstöð. Þau reyni að nota fjölskyldubílinn sem minnst. „Bensínskor tur inn er mjög áberandi. Við heyrum kór af bíl- flautum, við vitum alltaf þegar það er til bensín þar því þá kemur bíl- flautukórinn í hverfið. Það myndast röð upp alla götuna og fólk situr þar. Ferlið við það að kaupa bensín er þannig að fyrst setur maður póst inn á Facebook-hóp fyrir það svæði sem maður býr og spyr samfélagið hvort einhver viti hvar sé bensín. Þá fær maður skilaboð um hvar það sé fáanlegt og hve löng bið sé eftir bensíni. Svo fer maður af stað.“ Sigrún hefur minna orðið vör við vöruskort í matvöruverslunum í hverfinu. Fjölskyldan kaupi aðal- lega inn í gegnum netið en listinn yfir þær vörur sem ekki eru í boði þar hafi lengst mikið að undan- förnu. Hlutir sem voru áður hefð- bundinn hluti af innkaupum hafi oft og tíðum ekki verið fáanlegir svo vikum skiptir. „Þetta er búið að vera hægfara bílslys síðan 2016,“ segir Sigrún um ástandið. Sú staða sem nú sé uppi sé nákvæmlega sú staða sem andstæð- ingar hafi varað við í aðdraganda Brexit-kosninganna 2016. „Brexit- liðar eru að segja að þetta sé ekki það Brexit sem við kusum. Það sem hinir segja er að ykkar Brexit var aldrei til, það var fantasía. Það var aldrei raunveruleikinn, þið voruð aldrei að fara að fá það.“ n Óánægja með Brexit fer enn vaxandi Óvirkar eldsneytisdælur á bensínstöð í London enda ekkert eldsneyti að hafa þar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA græn matvælaframleiðsla Orka, tækni og dass af snjallræði Með hátæknilausnum getum við framleitt matvæli á umhversvænan hátt, skapað spennandi störf og nýtt orkuna okkar betur en nokkru sinni fyrr. landsvirkjun.is/framtidin Notendur Twitch voru berskjaldaðir. hjorvaro@frettabladid.is TÆKNI Gríðarlegt magn gagna lak frá streymisþjónustunni Twitch og tölvuþrjótar komust yfir trúnaðar- upplýsingar fyrirtækja og fjárhags- upplýsingar notenda þjónustunar. Meira en 100 gígabæt af gögnum notenda Twitch birtust á vefnum. Þar segir að þeir sem nota Twitch mest hafi þénað milljónir dollara síðustu tvö ár, á því að nota veituna. Fortnite-spilarar staðfestu við BBC að upplýsingar sem fram komu um þá í lekanum væru réttar. Í yfir- lýsingu Twitch sem birt var á Twitt- er staðfesti fyrirtækið lekann. n Mikill gagnaleki varð hjá Twitch Við heyrum kór af bílflautum, við vitum alltaf þegar það er til bensín þar því þá kemur bílflautukórinn í hverfið. Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths hjorvaro@frettabladid.is FÆREYJAR Frumvarp hefur verið lagt fram á færeyska þinginu sem takmarkar eignarhald erlendra ein- staklinga og aðila á fasteignum. Verði lögin samþykkt þurfa ein- staklingar, búsettir utan Færeyja, leyfi ráðherra til fasteignakaupa. Lögin munu ekki ná til þeirra sem hafa búið í Færeyjum eða ann- ars staðar í Danaveldi í fimm ár. Í greinargerð segir að Íslendingar muni áfram njóta sömu réttinda og Færeyingar við fasteignakaup. n Spyrna fótum við kaupum að utan hjorvaro@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL M i k i lvæg u r áfangi hefur náðst í baráttunni við hinn illvíga sjúkdóm malaríu, sem leggst aðallega á börn og ungbörn. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur veitt samþykki fyrir notkun bóluefnis gegn malaríu smiti á stærra svæði í Afríku en áður hefur verið gert. Sýnt var fram á virkni bólu- efnisins RTS, S gegn malaríusmiti á rannsóknarstofu fyrir sex árum síðan, en það var breska fyrirtækið GlaxoSmith sem þróaði það og framleiddi. Bóluefnið hefur verið prófað undanfarin ár á um það bil 800.000 börnum í Gana, Kenýa og Malaví. WHO hefur nú veitt sam- þykki fyrir því að að bólusetja börn sunnan Sahara og á öðrum svæðum Afríku. Doktor Tedros Adhanom Ghe- breyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir þetta sögulega og langþráða stund og bólusetning gegn malaríu fyrir börn sé bylting fyrir læknavís- indin og heilsu barna. „Bólusetning með þessu bóluefni getur bjargað tugum þúsunda barna á hverju ári,“ segir hann. Bóluefnið virðist veita 39 pró- senta vörn gegn malaríusmiti og 29 prósenta vörn gegn alvarlegum malaríueinkennum hjá börnum. Þá sé vörnin umtalsvert meiri sé bóluefnið notað samhliða öðrum malaríu lyfjum. n Sögulegur áfangi hefur náðst í baráttunni við malaríu TIl stendur að bólusetja gegn malar- íu um alla Afríku. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Bólusetning með þessu bóluefni getur bjargað tugum þúsunda barna á hverju ári. Doktor Tedros Adhanom Ghebreyeos, framkvæmdastjóri WHO 6 Fréttir 7. október 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.