Morgunblaðið - 03.05.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Laugavegurinn er einstök leið
þar sem farið er um fagurt og fjöl-
breytt landslag,“ segir Ólafur Örn
Haraldsson, forseti Ferðafélag Ís-
lands. Hann er höfundur 94. ár-
bókar félagsins, sem fjallar um
Laugaveginn og Fimmvörðuháls.
Gönguleiðirnar um þessar slóðir
eru fjölfarnar. Ferðafélag Íslands
hefur byggt upp Laugaveginn og
haft umsjón með leiðinni frá upp-
hafi; byggt gistiskála, stikað og
merkt, brúað ár og gefið út bækur
og kort og veitt ferðafólki ýmsa
þjónustu. Árbókin nýja er hluti af
þessari viðleitni; er ætlað að vera
öllum til fróðleiks og leiðsagnar
um Laugaveginn.
Í litríkri líparítöskju
„Að fræða fólk um landið,
náttúru þess og sögu, er eitt af
grunnstefjunum í starfi okkar og
því hlaut að koma að því að skrifuð
yrði árbók um þetta svæði,“ segir
Ólafur Örn. Hann skrifaði Árbók
FÍ 2010 hvar sagði frá Friðlandi
að Fjallabaki. Bókin nú getur að
einhverju leyti talist framhald.
Laugavegurinn milli Land-
mannalauga og Þórsmerkur er 55
kílómetra langur. „Næst og suður
að Landamannalaugum er farið
um litríka líparítöskju Torfajök-
ulssvæðisins. Þegar henni sleppir
taka við svartir eyðisandar en síð-
an, rétt eins og stigið sé yfir þrösk-
uld, er komið inn í græna og fal-
lega skóga Þórsmerkur. Þessar
skörpu andstæður gera svæðið
einstakt,“ segir Ólafur Örn.
Í bókinni nýju segir m.a. frá
ferðalagi háskólastúdenta sem ár-
ið 1953 gengu frá Þórsmörk norð-
ur í Landmannalaugar. Að fara
sér til gamans upp um fjöll og firn-
indi var fátítt á þessum tíma og að
því leyti mörkuðu Axel Krist-
jánsson, seinna lögmaður í Reykja-
vík, og félagar hans nýja braut í
tvöfaldri merkingu þeirra orða.
Frá þessum leiðangri segir í bók-
inni og svo því þegar Ferðafélag
Íslands fór að bjóða skipulagðar
ferðir um þessar slóðir 1978.
Leið á heimvísu
„Einn félagsmanna okkar fór
um þessa leið með vinafólki sínu
sem hafðist við í skálum okkar
þarna. Kom svo á skrifstofuna með
lyklana og sagði að svo margir
hefðu verið á svæðinu að minnti
helst á miðborgina og Laugaveg-
inn. Þarna small allt saman og
þetta fína nafn var komið, Lauga-
vegurinn, sem Þórunn Lárusdóttir
framkvæmdstjóri FÍ kynnti í fé-
laginu og fékk það strax hljóm-
grunn,“ segir Ólafur Örn.
Sæluhús Ferðafélags Íslands í
Landmannalaugum var reist 1951-
1952, en staðurinn var þá kominn
á kortið sem viðkomustaður ferða-
fólks. Þegar Laugavegurinn
komst svo á blað var hafist handa
um byggingu skála á þeirri leið,
það er í Hrafntinnuskeri, við
Álftavatn og á Emstrum. „Við höf-
um líka í samstarfi við heimafólk
og Vegagerðina brúað árnar á
leiðinni sem margar voru erfiðir
farartálmar, einnig í því tilliti að
gjarnan tók þær af í flóðum og
vegna snjóþyngsla á veturna. Því
voru á síðari stigum reistar sterk-
byggðari brýr samkvæmt út-
færslum sem eru verkfræðilegt af-
rek,“ segir Ólafur Örn um
Laugaveginn sem er á lista bæði
Lonely Planet og The National
Geographic sem einstakar leiðir á
heimsvísu.
Vörðurnar eru fimm
Meðal fjallagarpa eru Lauga-
vegurinn og Fimmvörðuháls
greini kannski á um hverjar þær
nákvæmlega eru. En hvað sem því
líður er þetta stórbrotið svæði,
gönguleiðin er mikið farin á sumr-
in og komst á kortið með eldgos-
inu 2010. Þá urðu til gígarnir
Magni og Móði, áberandi kenni-
mörk sem segir frá í bókinni eins
og svo mörgu öðru merkilegu,“
segir Ólafur Örn að síðustu.
gjarnan nefndir í sömu andránni.
Því var eðlilegt að þessir tveir
staðir væru í einni og sömu árbók,
segir Ólafur Örn. Raunar má segja
að hálsinn sé framhald af Lauga-
veginum, þótt flestir fari frá Skóg-
um undir Eyjafjöllum og þaðan
niður í Bása á Goðalandi.
„Hálsinn ber nafn með rentu,
vörðurnar eru fimm þótt menn
Laugavegurinn og Fimmvörðuháls í Árbók Ferðafélags Íslands 2021 sem var að koma út
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Höfundur Að fræða fólk um landið, náttúru þess og sögu er eitt af grunn-
stefjunum í starfi okkar, segir Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ.
Andstæður landsins
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
MYRKVA RÚLLUGARDÍNUR
- Ólafur Örn Haraldsson er
fæddur 1947 og er landfræð-
ingur að mennt, með áherslu
meðal annars á skipulagsmál
borga og bæja. Sinnti ýmsum
ráðgjafastörfum fyrr á tíð og
var alþingismaður 1995-2003.
Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum
2010–2017 og hefur verið for-
seti Ferðafélags Íslands frá
árinu 2004. Hefur skrifað
fjölda greina og bóka, meðal
annars um land og ferðir.
Hver er hann?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fimmvörðuháls Eldgosið árið 2010 var mikið sjónarspil og áhugavert.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sæluhús Skálar Ferðafélags Íslands í Botnum á Emstrum við Laugaveg.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Illasúla Drauminn um fjallavötnin
fagurblá, eins og Hljómar sungu.
Þingflokkur Miðflokksins leggur til
að sjóvarnargarður verði byggður á
Siglunesi, til þess að verja höfnina á
Siglufirði fyrir landbroti vegna sjáv-
argangs sem verið hefur á nesinu
síðustu ár.
Leggur flokkurinn fram tillögu til
þingsályktunar um að fela sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
að hefja undirbúning að uppbygg-
ingu sjóvarnargarðs á Siglunesi í
samstarfi við Fjallabyggð.
Siglunes er nyrsta táin milli
Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og
var eitt sinn töluvert stærra en það
er nú en sagnir eru til um mikil
landbrot af völdum sjávargangs.
Eins eru dæmi þess að landeyðing
hafi orðið mikil í einstökum stór-
viðrum og grynningar og skerja-
klasi út af nesinu bendir einnig til
þess að sjór hafi haft mikil áhrif á
landið, að því er segir í þingsálykt-
unartillögunni.
Flutningsmenn tillögunnar, allir
þingmenn Miðflokksins, telja að
vernda beri þær mannvistarleifar
sem enn eru órannsakaðar á Siglu-
nesi fyrir niðurbroti sjávar. Þá telja
þeir mikilvægt að uppbygging sjáv-
argarðsins hefjist sem fyrst, til þess
að bjarga sögulegu landsvæði áður
en hafnarmannvirkni á Siglufirði
verða fyrir óafturkræfum skemmd-
um af völdum sjávargangs.
Á nesinu má finna minjar frá því
stuttu eftir landnám en nokkuð af
þeim hefur glatast vegna sjávar-
gangsins. Fóru fornleifarannsóknir
fram á Siglunesi sumarið 2011 og
voru hreinsuð fram snið í sex rústa-
hólum sem lágu undir skemmdum af
völdum sjávar. Komu þar í ljós
minjar allt frá fyrstu öldum byggðar
og fram yfir árið 1300, bæði leifar
bygginga og gríðarlegir öskuhaugar
með mikið af vel varðveittum dýra-
beinum. Meðal mikilvægra minja
sem fundist hafa á svæðinu eru
svínskjálki og taflmaður frá 13. eða
14. öld úr ýsubeini. veronika@mbl.is
Vilja sjóvarnar-
garð á Siglunesi
- Vilja vernda höfnina fyrir sjávargangi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Siglufjörður Þingmenn vilja fá sjó-
varnargarð á Siglunesi.