Morgunblaðið - 03.05.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.05.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021 ÚRVAL AF LJÓSUM FRÁ BELID Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Þótt tvær aldir séu liðnar frá því Napóleon Bónaparte Frakklands- keisari lést í útlegð á eyjunni St. Helenu í Suður-Atlantshafi eru enn harðar deilur um hvað hafi orðið honum að aldurtila. Hin opinbera niðurstaða, sem breskir líkskoðarar gáfu út, var sú að Napóleon hefði látist af völdum magakrabba 5. maí 1821, 51 árs að aldri. En margir hafa dregið þá nið- urstöðu í efa og eru fjölbreyttar og litríkar samsæriskenningar uppi um hvernig dauða keisarans fyrrverandi hafi í raun borið að höndum. Eitur eða hármeðal? Sú kenning, sem að sögn frönsku fréttastofunnar AFP nýtur mestrar hylli meðal samsæriskenningasmiða í Frakklandi, er að eitrað hafi verið fyrir Napóleon. Þar hafi verið ann- aðhvort að verki Bretar, sem höfðu Napóleon í haldi, eða einn af helstu trúnaðarmönnm hans, Charles de Montholon greifi. Hann hafi gengið erinda franskra konungssinna sem vildu ekki að keisarinn sneri aftur til Frakklands. Vísindaleg stoð undir þessari kenningu er efnagreining, sem gerð var árið 2001 á hárlokk sem klipptur var af höfði Napóleons eftir dauða hans en hárlokkurinn innihélt mikið magn af arseniki. Ári síðar var eitrunarkenningin raunar dregin í efa í grein í blaðinu Science et Vie, en þar var fjallað um rannsókn á 19 hárum, sem klippt voru af Napóleon árið 1804. Í þess- um hárum fannst einnig mikið af arseniki. Skýringin á þessu var talin vera hármeðal sem Napó-leon notaði við hárlosi en á 19. öld innihéldu slík meðöl mikið af arseniki. Dagleg stólpípa Aðrir kenna áköfum læknum um örlög keisarans. Bandaríski rétt- armeinafræðingurinn Steven Karch hélt því fram árið 2004, að læknar á St. Helenu hefðu látið Napóleon nota stólpípu daglega til að draga úr krampa og magaverkjum. Þetta hafi, ásamt neyslu hans á upp- sölulyfi, valdið kalínskorti í líkama Napóleons. Það geti valdið hjart- sláttartruflunum sem geri það að verkum að blóðflæði til heilans rask- ist og valdi dauða. Árið 2005 birti bandaríska líf- tæknistofnunin, NCBI, niðurstöður rannsóknar á buxum keisarans sem studdu kenninguna um að hann hefði þjáðst af magakrabbameini. Vísindamenn frá háskólasjúkra- húsinu í Basel og háskólanum í Zü- rich í Sviss rannsökuðu tólf pör af buxum sem Napóleon gekk í á ár- unum milli 1800 og 1821 til að leggja mat á þyngd hans þegar hann lést og hvernig hún hefði breyst áratugina tvo á undan. Niðurstaðan var sú, að Napóleon hefði lést um rúm 10 kíló á þessu tímabili sem bendi til þess að hann hafi þjáðst af krónískum sjúk- dómi sem hafi ágerst og það renni stoðum undir að keisarinn hafi þjáðst af magakrabbameini. Hrekkur? Árið 1840 voru jarðneskar leifar Napóleons fluttar til Parísar þar sem hann hvílir nú í stóru marm- aragrafhýsi undir gullskreyttu hvolfþaki Invalides-hersjúkrahúss- ins. En ýmsir eru þeirrar skoðunar að Bretar hafi skipt um lík til að ná sér niðri á sínum gömlu óvinum og láta Frakka heiðra einhvern óþekkt- an mann. Nokkrir af helstu stuðnings- mönnum keisarans halda því þó enn fram, að Napóleon hafi tekist að flýja frá St. Helenu líkt og honum tókst eftir að ann var fyrst fluttur í útlegð til Miðjarðarhafseyjarinnar Elbu árið 1814. Þeir trúa því, að Napóleon hafi komist til Ameríku og hafiðþar nýtt líf. Enn deilt um dauða Napóleons - 200 ár eru liðin frá því Napóleon Bónaparte Frakkakeisari lést í útlegð á St. Helenu - Samsær- iskenningar eru enn uppi um hvernig dauða hans bar að höndum og hvort honum hafi tekist að flýja AFP Krýning Málverk sem sýnir krýningu Napóleons Frakklandskeisara og Jósefínu keisaraynju í Notre Dam- dómkirkjunni í París árið 1804. Málverkið málaði Jacques Louis David og það er til sýnis í Louvre-safninu í París. AFP Keisarinn Kona gengur fram hjá auglýsingaskilti með mynd af Napóleon Bónaparte í bænum Ajaccio á eyjunni Korsíku þar sem hann fæddist. Aldrei hafa jafnmargir látist af Co- vid-19 á einum sólarhring og á laug- ardaginn á Indlandi en alls létust 3.689 manns vegna veirunnar sam- kvæmt tölum frá heilbrigðisráðu- neytinu þar í landi. Sjúkrahús þar líða nú skort á sjúkrarúmum og súr- efniskútum en Narendra Modi for- sætisráðherra Indlands átti fund með heilbrigðisráðherra á sunnu- dagsmorgun þar sem rædd voru við- brögð við ástandinu. Meðan á þessu stendur fara fram kosningar í landinu í fimm ríkjum: Assam, Vestur-Bengal, Tamil Nadu, Kerala og Puducherry. Úrslit kosn- inganna munu væntanlega gefa til kynna hvort Modi og þjóðernisflokk- ur Hindúa njóti stuðnings þjóðarinn- ar en hann hefur þá verið gagnrýnd- ur fyrir að leyfa fólki að safnast saman á kosningafundum í aðdrag- anda kosninga. Í Vestur-Bengal er útlit fyrir að TMC-flokkurinn, þar sem stjórnarandstæðingurinn Ma- mata Banerjee er fremst í flokki, muni bera sigur úr býtum. Alls hafa nú 19 milljónir greinst smitaðar á Indlandi og um 215.000 látist síðan faraldurinn hófst en útlit er fyrir að þær tölur fari hækkandi. veronika@mbl.is AFP Indland Alls hafa um 215.000 látist síðan faraldurinn hóf göngu sína. Metfjöldi dauðsfalla mælist enn á Indlandi - Á laugardag létust 3.689 úr Covid-19 Napóleon Bónaparte (1769- 1821) fæddist á Korsíku og hækkaði hratt í tign innan franska hersins meðan á frönsku byltingunni stóð (1789- 1799). Hann hrifsaði völdin í landinu 1799 og ĺét krýna sig keisara 1804. Á næstu árum fór hann með hernaði gegn fjölda Evrópuríkja og réð um tíma yfir stórum hluta álfunnar en eftir misheppnaða innrás í Rússland 1812 neyddist hann til að segja af sér. Napóleon náði völdum á ný 1815 en sagði aftur af sér eftir ósigur Frakka fyrir Bretum í orrustunni um Waterloo síðar sama ár. Í kjölfarið sendu Bretar hann í útlegð til eyjarinnar St. Helenu. Réð stórum hluta Evrópu NAPÓLEON BÓNAPARTE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.