Morgunblaðið - 03.05.2021, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
✝
Ragnar Alex-
ander Þórsson
fæddist í Þýska-
landi 28. júlí 1958.
Hann andaðist á
heimili sínu á Sel-
fossi 11. apríl 2021.
Foreldrar hans
voru Eysteinn Þor-
valdsson, prófessor
emeritus, f. 23.6.
1932, d. 8.9. 2020
og Helga María
Novak rithöfundur, f. 8.9. 1935,
d. 24.12. 2013. Ragnar var ung-
ur ættleiddur af Þór Vigfússyni
skólameistara, f. 2.4. 1936, d.
5.5. 2013, þáverandi manni
Helgu. Þau skildu. Fósturfor-
eldrar Ragnars voru Auðunn
Gestsson, f. 24.2. 1913, d. 26.12.
2006, og Kristín Alda Guð-
mundsdóttir, f. 18.3. 1920, d.
27.10. 1998, frá Kálfhóli á
Skeiðum.
Fóstursystkini Ragnars: Guð-
leif Selma Egilsdóttir, f. 31.3.
Frá 12 ára aldri bjó Ragnar
til skiptis í Þýskalandi og á Ís-
landi. Hann stundaði grunn-
skólanám hér á Íslandi og einn-
ig í Þýskalandi. Frá því Ragnar
var rúmlega tvítugur bjó hann
alfarið á Íslandi. Hann stundaði
ýmis störf, til sjós og lands,
m.a. við blaðamennsku og á
hótelum. Ragnar lauk námi
sem leiðsögumaður 1991 og
starfaði eftir það aðallega við
ferðaskipulagningu og leið-
sögn.
Ragnar var mikill áhuga-
maður um stjórnmál. Hann sat í
alls kyns nefndum og ráðum á
vegum Alþýðubandalagsins, var
virkur félagi í Æskulýðsfylk-
ingu sama flokks og tók virkan
þátt í stofnun Vinstri hreyfing-
arinnar – græns framboðs.
Ragnar var ævinlega mikill
áhugamaður um stjórnmál og
samfélagsmál yfirleitt. Hann
fylgdist vel með og var mjög
minnugur á menn og málefni
og alltaf til í að ræða pólitíkina
og viðra skoðanir sínar, þótt
hann væri hættur að taka þátt í
hefðbundnu flokksstarfi.
1942, d. 3.6. 2020,
Valgerður Auð-
unsdóttir, f. 14.6.
1947, Gestur Ólafur
Auðunsson, f. 12.5.
1951, Guðrún Auð-
unsdóttir, f. 22.8.
1953, og Ingileif
Auðunsdóttir, f.
19.12. 1954. Systir
Ragnars: Nína Þórs-
dóttir, f. 12.2. 1962.
Í október 1991
kvæntist Ragnar Guðrúnu Lilju
Magnúsdóttur f. 19.8. 1973. Þau
skildu í desember 1999.
Börn Ragnars eru: 1) Guð-
mundur Andri Ragnarsson, f.
27.11. 1983. Móðir hans er Mar-
grét Rún Guðmundsdóttir. Dæt-
ur Ragnars með Guðrúnu Lilju
eru: 2) Helga María Ragn-
arsdóttir, f. 31.1. 1992, og 3) Júl-
ía Sif Liljudóttir, f. 15.3. 1996.
Sambýliskona Ragnars síð-
ustu árin var Daiga Jirjena, f.
8.11. 1963.
Okkur Ragnari bróður auðn-
aðist ekki að alast upp saman.
En hann var samt í vitund minni
frá unga aldri. Að alast upp sem
einbirni var stundum einmana-
legt, en vitneskjan um það að ég
ætti stóran bróður var viss
huggun. Samfundir okkar í
æsku voru stopulir, en alltaf
ánægju- og tilhlökkunarefni.
Hann var alltaf til í að leika við
litlu systur sína, þrátt fyrir fjög-
urra ára aldursmun. Eitt sinn
eyddum við löngum tíma í að lita
saman í litabækur, hann senni-
lega tólf ára og ég átta; trúlega
hafði ég meira gaman af því en
hann, en hann lét sig hafa það.
Seinna meir þróuðust samskipt-
in úr leik í samræður. Maður
kom aldrei að tómum kofunum
með neitt málefni hjá Ragnari.
Hann hafði mikinn áhuga á
stjórnmálum, samfélagsmálum
og sagnfræði og var óþreytandi
að ræða þau áhugamál sín. Hann
hafði vit og skoðanir á öllu.
Hann var víðlesinn og minnugur
á það sem hann las og var nask-
ur að lesa á milli línanna og ofan
í kjölinn. Hann var líka rökfast-
ur og erfitt að kveða hann í kút-
inn. Hann skrifaði greinar í blöð
og vann um tíma við blaða-
mennsku.
Ragnar var glæsilegur í fasi
og með djúpa og fallega rödd og
það sópaði að honum. Fólk
hlustaði þegar hann tók til máls
og hann var sannfærandi í tali.
Hann gat talað við hvern sem er
um nánast hvað sem er. Einu
sinni vorum við stödd á krá í út-
löndum, þegar slagsmál brutust
út og menn börðust með hnúum
og hnefum. Við vissum ekkert
hvað gekk á, en Ragnar gekk inn
í þvöguna miðja og sagði eitt-
hvað og eftir stutta stund var
allt fallið í ljúfa löð, menn tókust
í hendur og vertinn bauð drykk
á línuna. Svona var Ragnar, ekk-
ert óx honum í augum.
Einna best kynntist ég Ragn-
ari þegar við dvöldum saman í
Þýskalandi í nokkra mánuði. Þar
kynntist ég listrænni hlið hans.
Hann skrifaði ljóð og prósa og
teiknaði og það hefði verið gam-
an að sjá meira frá honum á því
sviði. Hann var mikill húmoristi
og hafði gaman af eftirhermum.
Ragnar naut sín vel í starfi
sínu sem leiðsögumaður, sem
hann sinnti síðustu áratugina.
Það átti vel við hann að fá borg-
að fyrir að tala og hann var fróð-
ur um landið og söguna. Hann
var eftirsóttur í starfi og þótti
einstaklega laginn við að stilla
saman strengi ólíkra hópa. En
hrunið í ferðaþjónustunni í
kórónuveirufaraldrinum fór illa
með hann, eins og aðra í þeirri
grein. Verst að hann skyldi ekki
lifa það að sjá rofa til í þeim mál-
um.
Ég og fjölskylda mín sendum
börnum og öðrum ástvinum
Ragnars innilegar samúðar-
kveðjur um leið og við þökkum
Ragnari samfylgdina í gegnum
árin. Vonandi nær hann góðum
túr í síðustu ferðinni sinni.
Minningin um góðan mann lifir í
hugum okkar og hjörtum.
Nína Þórsdóttir.
Er óviðeigandi að skrifa
minningargrein um fyrrverandi
eiginmann sem ég er löngu skil-
in við? Ég tek símann til að leita
ráða en átta mig á að sá sem
hefði þurft að taka það símtal og
gefa mér ráð er maðurinn sem
um ræðir, sá sem er látinn. Ég
skil það fyrst þarna að ég kem
ekki oftar til með að eiga aðgang
að ráðum þessa manns, sem
hafði svör við nánast öllu, og
legg símann frá mér. Ragnar var
litríkur karakter og það var upp-
lifun að kynnast slíkum heims-
borgara. Ég var 17 ára en hann
15 árum eldri. Samt leið mér
aldrei eins og honum fyndist ég
barnaleg. Hann hafði hispurs-
lausa framkomu, gat talað við
alla um allt og hafði ómælda þol-
inmæði til útskýringa á spurn-
ingum eins og hver er munurinn
á repúblikönum og demókrötum
og hvernig stendur á því að sósí-
alismi, sem er svo fallegur á
prenti, virkar ekki í praxís?
Átta ára hjónaband okkar var
stormasamt því Ragnari fylgdi
skuggi sem stundum tók yfir,
Bakkus, sem var hans versti
óvinur. Með Bakkusi mættu
draugar fortíðarinnar en Ragn-
ar átti erfiða æsku sem markaði
hann alla ævi. Bakkus er harður
húsbóndi og gerði það að verk-
um að Ragnar nýtti ekki til fulls
þá hæfileika sem honum voru
gefnir. Hann var mikill tungu-
málamaður, gat leiðsagt á fjór-
um tungumálum. Hann var
flinkur penni og var einnig mik-
ill ræðumaður, gat talað blaða-
laust og óundirbúinn við alls
kyns tækifæri, lét gott tækifæri
til ræðuhalda sjaldan fram hjá
sér fara. Hann var mikill bar-
áttumaður fyrir hag hinna verst
settu, sósíalisti og verkamaður í
hjarta sínu. Ragnar var hafsjór
af fróðleik um stjórnmál og sögu
og áhugamaður um samsæris-
kenningar. Hann var stálminn-
ugur á það sem hann las og hafði
þann hæfileika að geta miðlað
því á eftirminnilegan hátt. Svo
hafði hann þessa seiðandi rödd
sem var hans aðalsmerki. Ragn-
ar var barn kalda stríðsins, móð-
ir hans fædd og uppalin í Aust-
ur-Þýskalandi og hennar saga
afar merkileg, sem mótaði ein-
lægan stjórnmálaáhuga Ragn-
ars. Þegar Berlínarmúrinn féll
’89 sást undir iljar hans út á
flugvöll þar sem hann tók næstu
vél til Berlínar til að fanga
augnablikið með eigin augum.
Ragnar var bíladellukarl,
þekkti allar bílategundir og með
enn meiri flugvéladellu. Nú er
vor og Ragnar floginn í sína
hinstu ferð. Ég vona að hann
hafi fengið að fljúga með Dou-
glas DC sem voru hans uppá-
haldsvélar. Ég þakka honum
samfylgdina, uppeldið, hláturinn
og grátinn. Engu hefði ég viljað
sleppa því þótt Ragnar hafi ver-
ið vonlaus eiginmaður og ég von-
laus eiginkona þá vorum við vin-
ir til enda og ég á eftir að sakna
hans. Umfram allt þakka ég
honum fyrir dæturnar okkar
tvær.
Daiga, Andri, Helga María,
Júlía Sif og Nína, ykkur sendi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Sumarlandið er ríkara
sonum í dag og það kæmi mér
ekki á óvart að nú væri búið að
boða til fundar með róttækum
vinstrimönnum, Ragnar búinn
að ákveða að halda ræðu en um
hvað hún verður veit enginn, síst
hann sjálfur. Hann ákveður það
þegar hann stígur á pallinn en
án efa á hann eftir að ljúka ræð-
unni með þessum orðum: og
hananú og hafðu það og ekki
meir um það!
Guðrún Lilja Magnúsdóttir.
Ég trúi því gjarnan að okkur
séu búin ákveðin forlög. For-
lagatrú byggist m.a. á því að við
komum til jarðar (fæðumst) til
þess að ákveðnir hlutir geti átt
sér stað. Það má líka orða það
svo að líf okkar hverju sinni sé
til að við upplifum ákveðna hluti
og aðstæður. Auðvitað held ég
að við getum líka ráðið töluvert
miklu um hvað gerist í lífi okkar.
Við Ragnar Þórsson störfuð-
um saman um skeið á Hótel Sel-
fossi og þar starfaði líka ung
stúlka, Lilja Magnúsdóttir.
Fljótlega fóru þau að draga sig
saman og úr varð samband sem
stóð í allmörg ár. Ávöxtur af
þessu sambandi voru tvær góðar
dætur, Helga María og Júlía Sif.
Ef þetta var hluti af örlögum
Ragnars og Lilju, ja þá var þessi
hluti allavega góður.
Sálarrannsóknarfélag Suður-
lands hélt alloft fundi með miðl-
um á Hótel Selfossi. Ég var van-
ur að fylgjast með þessum
fundum enda hef ég alltaf haft
áhuga á andlegum málum og er
forvitinn um hvað tekur við eftir
dauðann. Meðal gesta á þessum
fundum var oft kona úr Hvera-
gerði, „Dottí“, hún las gjarnan í
bolla fyrir fólk. Ragnar var
lengst af á varðbergi gagnvart
því að tala við Dottí, en eftir að
leiðir þeirra Lilju skildi hringdi
hann í mig og bað mig að athuga
með tíma hjá Dottí, það var auð-
sótt og Dottí tók vel á móti hon-
um og sannfærði hann algjör-
lega um skyggnihæfileika sína
og kom með skilaboð sem ég
held að hafi hjálpað Ragnari
með framhaldið.
Ragnar hafði á yngri árum
starfað á Þjóðviljanum með góð-
um mönnum eins og Svavari
Gestssyni og Ólafi Ragnari
Grímssyni. Ragnar var alla tíð
vinstrisinnaður eins og hann átti
kyn til sem fóstursonur Þórs
Vigfússonar (skólameistara).
Þegar Alþýðubandalagið gekk
að hluta til liðs við Alþýðuflokk-
inn undir merkjum Samfylking-
ar voru margir alþýðubanda-
lagsmenn ekki sáttir við það og
stofnuðu VG. Þegar flokkurinn
bauð fyrst fram á Suðurlandi var
Ragnar Þórsson þar í fyrsta
sæti, en flokkurinn átti tæpast
möguleika á þingsæti á þeim
tímum enda fór það svo að ekki
náðist inn maður þá.
Ragnar var lærður leiðsögu-
maður og starfaði við það meira
og minna allt til æviloka. Oft
kom Ragnar að Geysi og tókum
við þá gjarnan tal saman ef færi
gafst og var gaman að því. Covid
gerði leiðsögumönnum stóran
grikk og því hittumst við Ragnar
lítið síðasta árið.
Ragnar átti í glímu við Bakk-
us lengst af, ég vissi reyndar
ekki hversu hörð sú glíma var
fyrr en Ragnar sagði mér það
sjálfur fyrir 3-4 árum að það
væri allt of mikil áfengisneysla á
heimilinu. Sumir afgreiða áfeng-
isfíkn sem aumingjaskap og það
er auðvelt fyrir utanaðkomandi
sem er ekki með áfengisfíkn að
segja það, en það er með áfeng-
isfíkn eins og aðrar fíknir að sá
sem haldinn er fíkn getur oft
litla sem enga stjórn haft á
neyslunni!
Í bók Guðmundar Kristins-
sonar byggðri á samtölum miðla
við framliðna kemur fram að eft-
ir að jarðvist lýkur förum við á
stað sem Guðmundur kallaði
„Sumarlandið“. Ég trúi því að
Ragnar Þórsson dvelji þar nú í
góðu yfirlæti og við góða heilsu í
félagsskap Lóu Halls, Dottíar og
Þórs Vigfússonar.
Bestu kveðjur í „Sumarland-
ið“.
Heiðar Ragnarsson.
Mig langar að minnast Ragn-
ars með nokkrum orðum. Hann
var á vissan hátt fastur punktur
í tilveru minni frá því áður en ég
man fyrst eftir mér. Kannski er
ofmælt að hann hafi verið fastur
punktur, en það komu tímabil
sem við umgengumst hvor ann-
an mikið en líka tímabil sem við
hittumst ekki neitt.
Það er misjafnt hverjar rætur
okkar eru, hversu skýrar og
sterkar þær eru. Ég upplifði oft
sem barn og unglingur að hitta
ókunnugt fullorðið fólk sem gaf
sig á tal við mig og þá var gjarn-
an spurt „hvað heitir þú?“ og svo
„hvað ertu gamall?“, áfram var
spurt „hvaðan ertu?“ og jafnvel
„hverra manna ertu?“ Það var
auðvelt fyrir mig að svara svona
spurningum enda svörin einföld.
Það hefur hins vegar verið krefj-
andi fyrir Ragnar minn að svara
því hvaðan hann væri eða hverra
manna hann væri. Kannski
skipta svona spurningar engu
máli, en mögulega eru þær
óþægilegar fyrir þá sem eiga
ekki skýr svör við þeim.
Ragnar var fæddur í Þýska-
landi, hann átti þýska móður, ís-
lenskan föður, var ættleiddur af
öðrum Íslendingi sem varð þá
hans kjörfaðir. Hann var alinn
upp stóran hluta bernskunnar á
íslensku sveitaheimili á Kálfhóli
á Skeiðum hjá afa mínum og
ömmu. Þór kjörfaðir hans hafði
sjálfur dvalið mikið á Kálfhóli og
voru þeir feðgar, Þór og Ragnar,
alla tíð hluti af Kálfhólsfjöl-
skyldunni. Þór heitinn var mjög
náinn afa mínum og ömmu. Hjá
þeim átti Ragnar líka athvarf
sem hann nýtti sér á tímabilum,
en að mínu mati alls ekki í næg-
um mæli. Ragnar átti þar með
rætur upp á Skeið, tengdist
stórfjölskyldunni frá Kálfhóli og
var hluti af þeim hóp. En hann
átti líka nokkrar aðrar rætur,
missterkar. Ég held að það megi
leiða líkur að því að þetta flókna
rótarkerfi hans hafi haft áhrif á
hann og gert líf hans flókið og á
stundum erfitt bæði fyrir hann
og þá sem næst honum stóðu.
Jafnvel þótt hann hafi tengst og
haft ótakmarkaðan og nánast
skilyrðislausan aðgang að
mörgu öflugu og góðu fólki sem
þótti vænt um hann, held ég að
hann hafi oft upplifað sig sem
rótlausan einstæðing.
Ragnar hafði margt til brunns
að bera. Hann var glæsilegur
maður með mikla útgeislun að
mér fannst. Hann var vel máli
farinn bæði á íslensku og á er-
lendum tungumálum. Það var
gaman að spjalla við hann og svo
hafði hann brennandi áhuga og
sterkar skoðanir á pólitík. Þar
hafði hann allt á hreinu! Hann
var samviskusamur og vel liðinn
bílstjóri og fararstjóri í mörg ár,
en í þeim störfum virtist hann
hafa fundið fjölina sína og hafði
nóg að gera. Það var honum því
mikið áfall þegar hann missti
vinnuna í upphafi Covid-19-far-
aldursins. Hann ku hafa átt um
árabil erfitt með að takmarka
áfengisneyslu sína og sá veik-
leiki Ragnars mun hafa ágerst
mjög eftir að hann missti vinn-
una. Ég orða þetta með þessum
hætti vegna þess að það voru
ekki allir sem nálægt honum
stóðu sem þekktu þessa hlið
hans, hittu hann jafnvel aldrei
undir áhrifum áfengis, þar með
talið ég.
Nú er lífsgöngu Ragnars vin-
ar míns lokið. Eftir lifa minn-
ingar og líka ýmsar spurningar.
Ég votta öllum sem nálægt hon-
um stóðu samúð mína. Blessuð
sé minning hans.
Auðunn Guðjónsson.
Ragnar Þórsson
✝
Færeyski arki-
tektinn og rit-
höfundurinn
Gunnar Hoydal
var fæddur í
Kaupmannahöfn
12.9. 1941 og lést
15.4. 2021. Í Hoy-
dölum var berkla-
hæli og þar starf-
aði afi hans og tók
sér nafn af staðn-
um. Faðir Gunnars
var Karsten Hoydal, vís-
indamaður, rithöfundur og
stjórnmálamaður og móðir
hans Marie Louise, f. Falk
Rönne. Þau gátu fyrst flutt
heim til Færeyja 1945 með
soninn Egil og tvíburana
Gunnar og Kjartan. Yngri
systir þeirra er Annika, leikari
og söngvari. Stjórnmálamað-
urinn Högni Hoy-
dal er sonur Kjart-
ans. Börn Gunnars
og Jette Hoydal, f.
Dahl, kennara og
þýðanda, eru
Marianna, Kristina
og Dánial.
Gunnar lærði í
Kunstakademiets
Arkitektskole í
Kaupmannahöfn,
fékk áhuga á elsta
bæjarhlutanum í Tórshavn,
Tinganes og Reynið, og vann
samkeppni um framtíð þessa
hnignandi svæðis 1969. Eftir
að hafa unnið nokkur ár í
Kaupmannahöfn kom hann
heim í starf bæjararkitekts
1972.
Útförin var í Havnar kirkju
20. april 2021.
Gunnar skildi gildi gamalla
húsa fyrir framtíðina, en þegar
byggð tók verulega að aukast
var hann líka sá sem hannaði
húsalengjur norðan við bæinn.
Sveitarfélagið undirbjó svæðið
og lét steypa veggi milli tveggja
hæða raðhúsa áður en eigendur
gátu, nokkuð frjálst, skipulagt
hús sín.
Gunnar skrifaði alltaf, kvæði,
sögur, leikrit, bækur um list,
greinar og þýðingar. Þá var
hann fús til að axla ábyrgð í alls-
konar félagslífi. Eftir 1997 sinnti
hann einkum ritstörfum, en hann
stóð t.d. að Tórshavnar Býarat-
las 2007 til að opna augu manna
fyrir einkennum bæjarins.
Þegar söfn úr Færeyjum,
Grænlandi og Íslandi hófu sam-
starf 1980 sem nefndist Útnorð-
ursafnið var það Gunnar sem tal-
aði um verndun húsa í Tórshavn
og ég, þá borgarminjavörður, um
Reykjavík. Allt öðruvísi var það
þegar Skandinavisk
museumsforbund 1993 hélt fund,
líka í Færeyjum. Þema var
Museum og indentitet. Gunnar
sat einn við lítið borð í stóra
salnum í Norðurlandahúsinu og
virtist feiminn og dapur. Hann
talaði um Sandhed og samhed et
sted i havet, um erfiða stöðu
hugans eftir hrun efnahagsins.
Það varð dauðaþögn og mögnuð
stund.
Gunnar var sá sem alltaf var
til í norrænt samstarf og í að
taka á móti gestum, ekki bara
sem formaður arkitektafélags-
ins. Einu sinni, 2006, hjálpaði
hann mér með veislu fyrir nor-
ræna safnamenn, fór í Rúsuna
og náði líka í smurða brauðið.
Sátum við í Pæsastofu og Gunn-
ar hélt ræðu sem fékk þungu
grænu þekjuna til að lyftast.
Hann sagði frá J.C. Svabo sem
sat þar og safnaði kvæðum og
orðum í byrjun 19. aldar. Nótur
hans fundust í rjáfrinu þegar
gert var við húsið. Þá lýsti hann
William Heinesen sem horfði
niður á húsið, en hann bjó hinum
megin götunnar. Kristian Blak
sagði að orð lægju ekki fyrir sér
en hann gæti leikið og spilaði lög
Svabos á píanó. Jette sagði mér
að Gunnar hefði komið nokkuð
seint heim, en alsæll.
Góð áhrif Gunnars á Tórshavn
standa enn sem minnismerki um
hann og rit hans og vísurnar sem
Annika syngur lifa. Mér finnst
það heiður að hafa fengið að vera
meðal vina hans. Sorglegt var að
minnið brást honum og nú er
hann farinn.
Nanna Stefanía
Hermansson.
Gunnar Hoydal
Okkar ástkæra
GUÐRÚN IÐUNN JÓNSDÓTTIR
lést á Landsspítalanum í Fossvogi
30. apríl sl.
Útför hennar fer fram frá Fella- og
Hólakirkju miðvikudaginn 5. maí kl. 13.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánastu aðstandendur og
fjölskylda viðstödd og gestir þeirra.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á minningarsjóð Rebekkustúkunnar
I.O.O.F. - 0115 05 62100 / 440490 1079
Jón Hannesson
Hannes Jón Lárusson Elke Lárusson
Gunnar Hrafn Sveinsson