Morgunblaðið - 03.05.2021, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
✝
Guðmundur
Hallgrímsson
fæddist í Hafn-
arnesi við Fá-
skrúðsfjörð 19.
maí 1936. Hann
andaðist á dvalar-
og hjúkr-
unarheimilinu
Uppsölum á Fá-
skrúðsfirði 23.
apríl 2021.
Foreldrar hans
voru Valgerður Sigurð-
ardóttir, f. 1.10. 1912, d.
12.10. 2000, og
Hallgrímur Bergsson, f. 4.5.
1904, d. 23.3. 1975. Guð-
mundur var einn af sex systk-
inum: Bergur látinn, Svava,
maki Marteinn Már Guð-
geirsson.
Barnabörnin eru 11 og
langafabörnin eru 5.
Guðmundur stundaði nám
fyrst á Eiðum og svo við Iðn-
skólann á Akureyri. Hann
lauk meistaraprófi í rafvirkjun
í Keflavík.
Guðmundur starfaði sem
rafvirki á Fáskrúðsfirði vel
fram yfir sjötugt og var í
slökkviliði Fáskrúðsfjarðar,
síðar Fjarðabyggðar, um ára-
tuga skeið. Þá var hann mikill
frjálsíþróttamaður og keppti á
18 Landsmótum ungmenna-
félaganna. Auk þess keppti
hann á Norðurlanda-, Evrópu-
og heimsmeistaramótum öld-
unga þar sem hann vann til
verðlauna.
Útför Guðmundar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 3.
maí 2021, og hefst athöfnin kl.
13 að viðstöddum nánustu fjöl-
skyldu og vinum.
Jóhanna látin,
Már látinn og
Jóna.
Guðmundur
gekk að eiga eft-
irlifandi eig-
inkonu sína, Dóru
Gunnarsdóttur,
12.1. 1964.
Þau eignuðust
fjögur börn og
þau eru: 1) Gunn-
ar Vignir, f.
19.12. 1963, maki Hugrún
Ingimarsdóttir. 2) Birna, f.
30.6. 1965, maki Kristján
Jónsson. 3) Kristín, f. 30.6.
1965, maki Guðlaugur Björn
Birgisson. 4) Jóhanna Vigdís
Guðmundsdóttir, f. 21.2. 1969,
Í dag kveð ég þig með djúpum
söknuði en um leið með miklu
þakklæti, elsku pabbi. Ég á eftir
að sakna margs en í hjarta mínu
lifa margar ljúfar minningar um
besta pabba sem ég hefði getað
óskað mér og fyrir það er ég
þakklátur.
Þú varst ekki bara pabbi held-
ur líka vinur minn sem ég deildi
með áhugamálum og lífssýn. Þú
lagðir rækt við að lifa heilbrigðu
líferni og iðkaðir frjálsar íþróttir
af miklu kappi fram á efri ár með
góðum árangri. Hvers kyns veiði-
skapur var þér hugleikinn líkt og
mér. Þær eru ófáar veiðiferðirn-
ar sem við fórum í saman, hvort
sem var rjúpnaveiði, hreindýra-
veiði eða lundaveiði. Þér var
Hafnarnesið í Fáskrúðsfirði hug-
leikið enda fæðingarstaðurinn
þinn.
Þær eru margar sögurnar sem
þú varst búinn að segja mér frá
uppvexti þínum í nesinu og alla
tíð skynjaði ég stolt þitt af því
vera Hafnnesingur.
Þú áttir þér nokkra eftirlæt-
isstaði til að heimsækja og einn af
þeim er Skrúðurinn, eyjan í
mynni Fáskrúðsfjarðar. Ófáar
ferðirnar vorum við búnir
af fara þangað til eggjatínslu
og lundaveiða. Þú sagðir að
svartfuglseggin væru allra meina
bót og trúi ég því. Við hrifumst
báðir af fjallahringnum á Fá-
skrúðsfirði sem við þekktum svo
vel enda búnir að ganga til rjúpna
þar saman frá því er ég var smá-
polli. Vorum sammála um að
hvergi fyrir fyndist fallegri fjalla-
sýn en heima. Veðrið var þér ætíð
hugleikið og byrjuðu samtöl okk-
ar í gegnum síma, eftir að ég
fluttist að heiman, ávallt á: „Hvað
segirðu þá“ og síðan „hvernig er
veðrið“ og að sjálfsögðu hafði
veðrið fyrir austan alltaf vinning-
inn yfir veðrið fyrir sunnan. Þú
varst maður sólarinnar, ávallt
brúnn á hörund og vel útitekinn á
sumrin. Þegar farið var að vanta
D-vítamín í kroppinn á veturna
þá flaugst þú til Kanaríeyja
ásamt mömmu. Þetta var árviss
viðburður hjá ykkur frá árinu
1971 til 2018. Kanaríeyjarnar
voru ykkar staður og eignuðust
þið þar marga af ykkar bestu vin-
um og kunningjum. Ég náði
ófáum ferðunum með ykkur
mömmu og áttum við margar frá-
bærar stundir þarna saman bæði
sem fjölskylda og við tveir sem
æfingafélagar
á hlaupabrautinni. Síðar þegar
Hugrún og Kristinn komu inn í líf
mitt áttum við öll fjölmargar dýr-
mætar ánægjustundir saman í
sólinni. Elsku pabbi, þú varst
ekki maður margra orða og barst
sjaldan tilfinningar þínar torg.
En þú varst ætíð tilbúinn til að
aðstoða þá sem á aðstoð þurftu að
halda og áttir í raun mjög erfitt
með að segja nei við nokkurn
mann þegar til þín var leitað. Þú
varst mikill fjölskyldumaður,
góður eiginmaður, faðir, afi og
langafi.
En að baki góðs eiginmanns er
góð eiginkona. Það má segja að
þú hafir unnið í lottói lífsins þeg-
ar þú kynntist henni mömmu sem
hefur staðið þétt við bakið á þér í
lífsins ólgusjó og elskað þig til
tunglsins og til baka aftur. Elsku
pabbi, þú háðir hetjulega baráttu
í veikindum þínum við dauðann
en ákvaðst að lokum að nú væri
nóg komið og hélst af stað í Sum-
arlandið og ert örugglega farinn
að hlaupa þar um grundir. Elsku
pabbi, takk fyrir allt sem þú gafst
mér. Ég mun halda minningu
þinni á lofti og passa upp á hana
mömmu fyrir þig.
Þinn sonur,
Gunnar.
Mig langar til að minnast
tengdaföður míns í fáum orðum
enda var hann með eindæmum
hæverskur maður sem vildi aldr-
ei neitt tilstand.
Þegar við Gunnar fórum að
vera saman fékk ég með honum
þá bestu tengdaforeldra, Gumma
og Dóru, sem hægt er að hugsa
sér og Kristinn minn fékk um leið
aukasett af afa og ömmu sem
tóku honum strax sem einu af
barnabörnunum. Ferðirnar aust-
ur á Fáskrúðsfjörð urðu fjöl-
margar og þangað var alltaf gott
að koma til ykkar Dóru.
Þú varst ekki maður margra
orða en það var alltaf gott að vera
í kringum þig og nærvera þín
þægileg enda skiptir sú aldrei
skapi, alltaf glaður.
Í gegnum fjölskylduna kynnt-
ist ég Kanarí enda uppáhaldstað-
ur þinn og Dóru. Við fjölskyldan
höfum átt margar góðar stundir
þar með ykkur hjónum. Síðustu
ár höfum við Gunnar vanalega
eytt með ykkur síðustu tveimur
vikunum af ykkar ferðum. Við
fengum gjarnan að heyra það frá
þér þegar við lögðumst í sólbað
fyrsta daginn: „Passið ykkur á að
brenna ekki.“ Svo hlóstu enda
orðin vel sólbrúnn sjálfur. Í þeim
ferðum sem Kristinn kom með
okkur þegar hann var yngri
varstu alltaf tilbúinn að hafa ofan
af fyrir honum og þá var gjarnan
gripið í pool, þythokkí eða gamla
góða ólsen-ólsen. Ég má til með
að minnast á samband ykkar
Gunnars míns, fallegra og betra
feðgasambandi hef ég aldrei
kynnst.
Það voru ófá samtölin sem þið
áttuð í gegnum síma allt fram í
andlátið.
Það var sárt að horfa upp á þig
í veikindum þínum þótt þú kvart-
aðir aldrei undan hlutskipti þínu.
Þú misstir aldrei móðinn enda
með mikið keppnisskap.
Ég er þakklát fyrir að við
Gunnar skyldum ná að koma
austur til að kveðja þig og fylgja
þér síðasta spölinn og þá um leið
að vera til staðar fyrir Dóru þína.
Kveðja,
þín tengdadóttir,
Hugrún.
Gummi tengdapabbi var þægi-
legur maður, traustur og greið-
vikinn. Hann vann mikið um æv-
ina og var vinnudagurinn langur
hvort sem það var virkur dagur
eða helgi. Við það ólst hann upp í
Hafnarnesi yst í Fáskrúðsfirði
þar sem hafa þurfti fyrir lífinu.
Gummi reri til fiskjar, tíndi egg í
Skrúðnum og lærði kornungur að
skjóta af riffli. Hann var sendur
gangandi yfir á Stöðvarfjörð þeg-
ar eitthvað vantaði og fannst það
aldrei tiltökumál.
Gummi fór í Alþýðuskólann á
Eiðum, svo Iðnskólann á Akur-
eyri og varð í framhaldinu raf-
virkjameistari hjá mági sínum í
Keflavík. Fyrir sunnan kynntist
hann Dóru sinni sem flutti með
honum til Fáskrúðsfjarðar. Þar
stofnuðu þau fjölskyldu sem
Gummi lagði hart að sér við að
koma þaki yfir. Hann veiddi
fugla og hreindýr í matinn og
tíndi allskyns egg við mismikinn
fögnuð Dóru og krakkanna. Hon-
um var útivist í blóð borin, leið
vel uppi á fjöllum og var lengi
hreindýraeftirlitsmaður á Fá-
skrúðsfirði.
Samhliða vinnu, eigin æfing-
um og keppni þjálfaði hann börn
og unglinga í frjálsum íþróttum í
mörg ár, auðvitað launalaust.
Hann hafði yndi af því að um-
gangast ungt fólk, hvetja það
áfram og miðla af reynslu sinni.
Gummi æfði og keppti í frjáls-
um íþróttum fram yfir sjötugs-
aldurinn en þá stöðvaði brjósklos
í baki ferilinn. Hann fór í margar
keppnisferðir innanlands og utan
og Sumarhátíðir á Eiðum og
Landsmót UMFÍ skipuðu stóran
sess í lífi hans. Mótin sem hann
keppti á skipta tugum og hann á
ennþá Íslandsmet í 200 metra
hlaupi 50-55 ára. Hann tók líka
virkan þátt sem sjálfboðaliði og
gekk í þau verk sem þurfti. Hann
var fenginn til að tendra Lands-
mótseldinn á Landsmótinu á Eg-
ilsstöðum árið 2001 og þótti afar
vænt um það.
Gummi var formaður Ung-
mennafélagsins Leiknis á Fá-
skrúðsfirði á þeim tíma sem fé-
laginu barst símtal frá fólki sem
var að stofna íþróttafélag í
Reykjavík og spurði hvort nýja
félagið mætti heita Leiknir.
Gummi hélt það nú enda hans
stíll að vinna með fólki en ekki á
móti.
Ég kom inn í fjölskylduna árið
1995 þegar við Jóhanna rugluð-
um saman reytum. Á samskipti
okkar Gumma bar aldrei neinn
skugga og við urðum góðir mát-
ar. Hann var ekki mikið fyrir það
að biðja aðra um aðstoð en þáði
aðstoðina með þökkum ef hún
bauðst. Keppnisskapið sá ég
þegar hann var að spila við börn-
in mín. Hann gaf sjaldan eftir,
hristist af góðlátlegum hlátri
þegar hann vann þau en fannst
ekki gaman að tapa. Hann var
frábær afi og elskaði fjölskyld-
una sína skilyrðislaust, líka þeg-
ar gaf á bátinn í samskiptum.
Hann var sáttasemjarinn, átti
aldrei upptökin en reyndi að
miðla málum. Öfundsýki og af-
brýðisemi þekkti hann eingöngu
af afspurn.
Það er ekki hægt að minnast
Gumma án þess að tala um veðr-
ið og sólina. Það var yfirleitt sól
þegar við heyrðumst eða það var
alveg að rofa til. Ég hef aldrei
kynnst jafn miklum sóldýrkend-
um og þeim hjónum en þau fóru
til Kanarí á hverju ári í áratugi.
Sólpallurinn sem við byggðum
við húsið þeirra varð sælureitur
hans og Dóru, óháð sól eða sól-
arleysi.
Að leiðarlokum þakka ég
elskulegum tengdaföður fyrir
kynnin og samveruna.
Marteinn Már Guðgeirsson.
Elsku afi.
Sorgin er mikil og söknuður-
inn líka. Það er svo margt sem
þú skilur eftir þig og margar
minningar sem hringla í höfðinu
á mér. Afi sem var alltaf til í allt
og það þurfti aldrei að mikla
hlutina fyrir sér, það var allt
bara ekkert mál. Það er mér til
dæmis ofarlega í huga eitt sum-
arið þegar ég var lítil í heimsókn
hjá ykkur ömmu og mig langaði
í húllahring, þú varst ekki lengi
að búa bara til einn handa mér
úr rafmagnsrörum sem þú áttir
til.
Spennan og gleðin sem ég
fann þegar við keyrðum upp að
húsinu ykkar ömmu í æsku var
enn þá til staðar eftir að ég varð
eldri. Húsið ykkar á Hlíðargöt-
unni er nefnilega einstakur stað-
ur, þar sem allir eru velkomnir í
heimsókn og alltaf til nóg af kök-
um, bakkelsi og gleði. Þegar ég
loka augunum sé ég mig litla
koma inn í húsið ykkar og þar
stendur þú við forstofudyrnar,
beygir þig í hnjánum, baðar út
höndunum og hrópar: Hæ. Ná-
kvæmlega sömu móttökur og
mín börn, langafabörnin þín,
fengu á meðan þú hafðir heilsu
til. Þú varst einstaklega barn-
góður og ég er svo heppin að
börnin mín hafi fengið að kynn-
ast þér og eiga með þér dýrmæt-
ar gæðastundir. Ég vildi óska
þess að þær yrðu fleiri. Í staðinn
fá börnin að heyra skemmtileg-
ar sögur af þér, samverustund-
um okkar og þínum afrekum. Þú
ert og verður okkar fyrirmynd.
Vonandi hefur þú það gott
núna, verkja- og áhyggjulaus,
hvort sem þú ert að laga raf-
magnið fyrir einhvern, hlaup-
andi um, að spila, í sólbaði eða
borðandi pönnukökur og búinn
að sulla rjóma á fötin þín.
Takk fyrir allar ísferðirnar,
göngutúrana, sögurnar úr Hafn-
arnesinu, spilastundirnar,
hlýjuna og gleðina. Takk fyrir
allt.
Guðný Björg
Guðlaugsdóttir.
Elsku afi minn, ég veit að þú
ert mættur á betri stað í þínu
besta hlaupaformi enn á ný.
Takk fyrir allar frábæru stund-
irnar sem við áttum saman. Þú
varst magnaður maður og
mögnuð fyrirmynd sem átt eftir
að lifa með mér þar til ég hitti
þig aftur. Ég man alltaf hvað
það var gaman þegar ég var að
hrekkja þig í gegnum símann.
Eitt skiptið hringdi ég í þig og
þóttist vera starfsmaður í bygg-
ingarverslun sem var að fara
senda á þig risa borðplötu. Þú
vildir meina að þú hafir ekkert
pantað neina borðplötu, en ég
vildi alltaf meina annað. Sama
hvaða símahrekk ég tók á þig
trúðir þú mér alltaf. Ég veit að
það var bara af því þú ert svo
góðhjartaður að þú myndir aldrei
búast við að einhver gerði svona
nokkuð.
Hvíldu í friði afi, við sjáumst
seinna.
Alexander Kristjánsson.
Nú er elsku afi farinn frá okk-
ur. Kominn á betri stað og örugg-
lega mættur beint í sólbað enda
var hann mesti sólardýrkandi
sem ég þekki. Hann var mættur
út á pall þegar hitinn var rétt
kominn fyrir frostmark og sólin
skein. Þegar ég hringdi í afa úr
ofsaveðri á Seyðisfirði var hann
oftar en ekki í sólbaði á Fá-
skrúðsfirði. Honum fannst ekki
leiðinlegt að dást að veðrinu sem
var alltaf best á Fáskrúðsfirði, að
hans sögn. Hann og amma fóru í
ófáar ferðirnar í sólina á Kanarí
þar sem Corona Blanca var nán-
ast orðið þeirra annað heimili.
Afi var alltaf tilbúinn með
spilastokkinn á lofti þegar maður
mætti í heimsókn, hvort sem það
var heima hjá þeim ömmu eða á
Kanarí. Hann þoldi ekki að tapa
enda var hann nánast ósigrandi í
Olsen Olsen og lönguvitleysu og
þurfti ég oftar en ekki að svindla
til að vinna hann.
Afi var mikill hlaupari og hafði
oft reynt að fá mig til að keppa á
sumarhátíðum þegar ég var
yngri. Í fyrra þegar ég hringdi í
hann til að segja honum frá því að
ég væri byrjuð að hlaupa sagði
hann strax við mig að nú þyrfti ég
að fara að keppa í hlaupum. Það
hefur ekki tekist enn, en einn
daginn mun ég keppa fyrir þig afi
minn.
Takk fyrir allt afi minn, hvíldu
í friði.
Thelma Rós Kristjánsdóttir.
Elsku langafi.
Ég er svo glaður að hafa þekkt
þig því þú varst mjög góður
langafi. Ég er þakklátur fyrir all-
ar góðu stundirnar með þér. Það
var gaman að spila og tefla við
þig. Ég vildi að ég gæti gert það
aftur. Það var alltaf gaman að
hitta þig því þú varst svo barn-
góður.
Takk fyrir að vera langafi
minn.
Ég sakna þín.
Andri Heiðar Sigurðsson.
Guðmundur
Hallgrímsson
Í öllum samfélög-
um manna koma
fleiri að uppeldi og
leiðsögn ungviðis en
bara foreldrarnir. Í
þeim fámennari er hlutfall þeirra
sem beint og óbeint hafa áhrif á
umhverfi og gerðir uppvaxandi
einstaklinga stærri hluti af heild-
inni.
Mín upplifun af uppvexti í til-
tölulega fámennu þéttbýli styður
framangreinda fullyrðingu. Einn
af þeim sem lögðu sitt af mörkum
til vegvísunar á þroskabraut
Benedikt
Jónasson
✝
Benedikt Jón-
asson fæddist
7. ágúst 1939. Hann
lést 14. apríl 2021.
Útför Benedikts
fór fram 26. apríl
2021.
textaritarans er nú
fallinn frá, vinur
minn Benedikt Jón-
asson frá Þuríðar-
stöðum. Við Benni
vorum nágrannar
fyrstu fimm æviár
mín og skýr sjónlína
er á milli Dynskóga
5 og þess húss sem
frá sjötta ári hefur
verið mitt heimili
nánast samfleytt.
Dynskóga 5 reisti Benni múr yfir
sitt fólk, Dúrru og stráka þrjá,
Snorra jafnaldra minn, Óla árinu
eldri og Kjartan nokkru yngri.
Um tíma hafði maður nánast
stöðu heimagangs hjá Benna og
Dúrru. Síðar var eitt af fyrstu
launuðu störfunum múrhandlang
hjá Benna ekki löngu eftir ferm-
ingu og síðan samskipti áfram
eins og gengur. Benni og Dúrra
fengu strax nokkurs konar stofn-
anaskilgreiningu hjá okkur
krökkunum, a.m.k. þegar Tóta
systir og Bjössi Hall voru í búst-
angsleik, þá var Tóta Dúrra en
Bjössi Benni. Ekki man ég til að
Ben hafi skammast eða yfirhöfð-
uð skipt sér mikið af okkur pilt-
um. Augljós ástæða náttúrlega
að langan daginn var hann að
vinna. Og ekki var hann erfiður
að vinna með og hverjum manni
fyrirmynd í dugnaði og vinnu-
semi. Sú mynd sem kemur oftast
upp í hugann þegar ég hugsa um
Ben er af honum bíðandi eftir
næstu hjólbörum af kastlögun
með hendurnar nánast í 45° frá
búknum, það þarf sterka skrokka
til að þola langa starfsævi í múr-
verki. Styrkur sá entist ekki til
eilífðar.
Kristrúnu, strákunum, fjöl-
skyldum þeirra og öðrum að-
standendum votta ég einlæga
samúð á erfiðum tímum en minn-
ingin um Benedikt Jónasson er
björt. Hann var góður karl.
Björn Sveinsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
BIRGIR HAFSTEINN ODDSTEINSSON,
Breiðumörk 16, Hveragerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hinn
30. apríl. Útför fer fram með nánustu
aðstandendum.
Guðrún Erna Jónsdóttir
Jónas Páll Birgisson Hugrún Ólafsdóttir
Sigurður Almar Birgisson Sólveig Rafnsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARTA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Fjólugötu 4, Vestmannaeyjum,
lést á Hraunbúðum Vestmannaeyjum
mánudaginn 26. apríl. Starfsfólki
Hraunbúða er þökkuð einstök umönnun.
Útförin verður auglýst síðar.
Ingólfur Þórarinsson
Sigurjón Ingi Ingólfsson Sigurrós Sverrisdóttir
Þórarinn Ingólfsson Anna Guðmundsdóttir
Gunnar Örn Ingólfsson Helga Barðadóttir
barnabörn og barnabarnabörn