Morgunblaðið - 03.05.2021, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.05.2021, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021 Magnússon rektor MR veitti mér góðfúslega leyfi til fararinnar og við ferðuðumst víða um Svíaríki, lékum í skólum og ýmsum tón- leikasölum, aðallega íslenska tón- list. Alltaf spilaði Sigga Vikivaka Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í miðju efnisskrárinnar við dúndr- andi undirtektir. Í slíkri ferð myndast eðlilega sterk vinabönd. Eftir útskrift úr Tónó fluttist ég til London þar sem ég bjó rúmlega allan áttunda áratuginn og þar lágu leiðir okkar Siggu aftur sam- an. Hún kom til borgarinnar til að mennta sig frekar í píanóleik með áherslu á meðleik. Þar hafði hún fundið frábæran kennara, Rex Stephens, virtan listamann, sem verðlaun í samleik í Royal Aca- demy of Music eru nú heitin eftir. Hann var með stúdíó í fallegri íbúð sinni í Earls Court og nem- andinn var beðinn um að koma með sólista með sér svo frekara gagn yrði að tímunum. Mér var bæði ljúft og skylt að fylgja Siggu minni í allmarga tíma og prófessor Rex kenndi okkur báðum margt í listinni að leika saman á tvö hljóð- færi svo sem best mætti verða. Minnisstætt er mér þegar hann bað okkur um að ganga með sér um gólf með sitt hvora hönd á baki okkar og ýmist þrýsti mjúklega eða gaf eftir. „Svona á accomp- agniment að vera!“ Við æfðum okkur oft heima hjá okkur Helgu uppi í Notting Hill og spiluðum og æfðum allt mögulegt, sumt stund- um á léttari nótum. Sonur okkar Daði, þá lítill snáði, stóð við píanó- ið og hlustaði á okkur spila Scott Joplin og síðan hefur The Enter- tainer alltaf verið lagið hennar Siggu Sveins í hans huga. Hún var ein allra traustasta og hreinskilnasta persóna lífs míns. Við Ívar sendum fjölskyldu Sig- ríðar Sveinsdóttur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð veri með sálu hennar. Einar Jóhannesson. Í dag kveðjum við yndislega vinkonu og soroptimistasystur. Sigga, eins og hún var ávallt köll- uð, glímdi við erfið veikindi und- anfarin tvö ár. Í veikindunum sýndi hún einstaka þolinmæði og æðruleysi. Sigga kom í klúbbinn okkar, Soroptimistaklúbb Bakka og Selja, árið 1988, þ.e. um leið og Arnheiður. Hún varð fljótt mjög virkur félagi, sinnti m.a. gjald- kerastörfum og síðan formennsku á árunum 2000-2002. Á formanns- árunum varð vinkona okkar fyrir þeirri miklu sorg að missa mjög snögglega eiginmann sinn, Guð- mund. Sigga tók jafnframt að sér störf fyrir Landssamband sorop- timista. Hún sá um nafnalistann til fjölda ára. Það verkefni lenti sannarlega í góðum höndum því samviskusemi, nákvæmni og vandvirkni voru aðalsmerki Siggu. Síðar gerðist hún ritstjóri Fregna, blaðs landssambandsins, ásamt Snjólaugu og að lokum störfuðu þær Snjólaug saman sem verkefnastjórar Bakka- og Selja- klúbbsins. Þessi nána samvinna „systranna“ Snjólaugar og Siggu varð að djúpri vináttu. Sem verk- efnastjórar höfðu þær á sinni könnu létta íslenskukennslu fyrir erlendar konur og bar Sigga hag kvennanna mjög fyrir brjósti. Vin- kona okkar var afar ljúf og um- hyggjusöm, hugaði vel að þeim sem áttu í erfiðleikum og opinn faðmur beið nýrra systra. Látum hér fylgja nokkur viðbrögð klúbb- systra þegar þær fregnuðu andlát Siggu okkar. „Sigga var formaður þegar ég byrjaði í klúbbnum og var alltaf svo hlý og notaleg.“ „Þegar ég kom í klúbbinn lét Sigga mér strax finnast að við hefðum alltaf þekkst.“ „Hún var eitthvað svo góð manneskja og við áttum stundum svo góð samtöl.“ Sigga var menntaður píanó- kennari og nutum við soroptim- istasystur aldeilis góðs af því, fundir okkar í Bakka og Selja hóf- ust iðulega með söng við undirleik hennar. Jafnframt lék hún oft á píanóið í stærri samkvæmum systra. Kolbrún sótti um tíma píanókennslu hjá vinkonu sinni. Sigga var mikill húmoristi og gat verið manna skemmtilegust þeg- ar sá gállinn var á henni en okkar kona vildi síður að sér yrði sagt fyrir verkum. Sigga var trúuð og þótti mjög vænt um kirkjuna sína, Selja- kirkju, en fjölskyldan bjó til margra ára í Seljahverfi. Hún saumaði út í undurfagran altaris- dúk fyrir kirkjuna og þegar kertavax skemmdi því miður dúkinn þá saumaði hún snarlega nýjan ásamt servéttum undir kertin til að afstýra frekari slys- um. Sigga erfði handavinnukunn- áttu móður sinnar og var sífellt að prjóna fallegar og litríkar flík- ur handa dótturdætrunum. Sigga átti sælureit í Úthlíð þar sem hún dvaldi oft ásamt dætrum sínum og fjölskyldu. Þær mæðg- ur voru afar nánar og samrýndar og sjá nú á eftir einstakri móður og ömmu. Fyrir hönd systra í Bakka- og Seljaklúbbi sendum við þeim Kristínu og Gerði ásamt fjöl- skyldu þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Arnheiður Ingólfsdóttir, Kolbrún Valdimarsdóttir, Snjólaug Sigurðardóttir. Ég kynntist Siggu fyrst í Verslunarskólanum þegar við sátum þar saman á skólabekk. Við urðum fljótt vinkonur og sú vinátta entist alla tíð. Við áttum góðar stundir saman í Versló og brölluðum ýmislegt. Sigga var alltaf glaðvær og hafði smitandi hlátur. Það var skemmtilegt að vera með henni. Eitt sinn fórum við í ferðalag saman í Þórsmörk og sú ferð átti eftir að verða afdrifarík fyrir mig. Við vorum nokkur glöð ungmenni sem fórum í ferð til að leyfa tveimur ungum mönnum frá Ír- landi og Ameríku að sjá dýrðina í Þórsmörkinni. Með í þessari ferð voru systkini sem voru vinir Siggu, þau Margrét og Eiríkur. Eiríkur varð svo eiginmaður minn. Þannig var Sigga örlaga- valdur í mínu lífi. Við héldum svo hópinn og gerðum margt skemmtilegt sam- an, Margrét og Bjarni, Eiríkur og ég, og svo bættist Guðmundur í hópinn þegar þau Sigga fundu hvort annað. Við fórum saman í fjalla- og veiðiferðir eða áttum einfaldlega góðar kvöldstundir. Þessar samverustundir og vin- átta okkar lifir og er dýrmæt í minningunni. Sigga og Guðmundur eignuð- ust tvær yndislegar dætur, þær Kristínu og Gerði, og samband þeirra mæðgna var alltaf mjög fallegt og náið og þær reyndust mömmu sinni mjög vel eftir and- lát Guðmundar og þegar heilsan bilaði hjá Siggu. Ég sendi þeim og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Jónína Eggertsdóttir. Sigríður Sveinsdóttir, Sigga, lét af embætti formanns Félags tónlistarskólakennara árið 1999 og hóf störf hjá Kennarasam- bandi Íslands. Þar starfaði hún til 2012. Meðal verkefna hennar var að halda utan um félagaskrá KÍ og aðildarfélaga. Samstarfsfólk hennar minnist hennar með hlý- hug enda lét hún sér annt um það þótt hún gæti vissulega verið föst fyrir þegar henni þótti það þurfa. Á góðum stundum átti hún það til að setjast við píanóið og leiða söng sem fyllti Kennarahúsið af hlýju og gleði. Sigga var félagsmálamann- eskja með stéttarfélagshjarta. Hún var einn þeirra máttarstólpa sem byggðu upp samtök kenn- ara. Skólafólk á henni mikið að þakka. Fyrir hönd Kennarasam- bands Íslands votta ég aðstand- endum hennar okkar dýpstu samúð. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kenn- arasambands Íslands. ✝ Emil fæddist í Reykjavík 31.5. 1967 og lést 18.4. 2021. Foreldrar hans eru þau Anna J. Hallgrímsdóttir og Ólafur Emilsson. Þau skildu. Eig- inmaður Önnu er Jóhannes B. Helgason og eig- inkona Ólafs er Sigrún Ragna Jónsdóttir. Systkin Emils eru: 1) Hrefna Björk Ólafsdóttir, dætur hennar eru þær Harpa Dís og Anna Sara. 2) Hallgrímur Ólafsson, eiginkona hans Ásdís Elva Pétursdóttir, börn þeirra eru Ísabella Ýrr og Kormákur Logi. 3) Líney Jóhannesdóttir, eiginmaður Hafþór Kjerúlf Jörgensson, dóttir þeirra Anna Karólína. 4) Hildur Ólafs- dóttir, börn henn- ar, Díana Lilja, Mikael Darri og Jökull Ólafur. Dætur Sigrúnar Rögnu eru Ás- gerður Ein- arsdóttir og María Helga Ein- arsdóttir. Emil gekk fyrst í Melaskólann, en eftir að fjöl- skyldan fluttist í Kópavoginn, í Kársnesskóla og svo Þing- hólsskóla. Emil varð stúdent frá Fjölbraut í Garðabæ 1993. Hann lauk prófi sem málari 1998 og varð það hans ævi- starf. Hann var vandvirkur málari og var sóst eftir að fá hann í vandasöm verk. Bálför Emils fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 3. maí 2021, kl. 15. Að lifa afkvæmi sín eru í senn óeðlileg og afar grimmileg örlög. Lífið gengur jú út á það að hlúa að afkomendum sínum, styrkja þá í lífsbaráttunni og yfirleitt reyna að vera til staðar ef eitt- hvað bjátar á hjá þeim. Oftast gengur þetta vel og hinir eldri sofna svo í lok síns lífshlaups og þeir yngri taka við keflinu. En stundum snýst þetta við, hinir ungu falla frá í blóma lífsins og skilja foreldrana eftir ráðvillta og hnípna, hafandi oft ekkert annað eftir en minningarbrot að ylja sér við. Loftur Emil, eins og hann hét fullu nafni, var fimm ára gamall þegar hann kom inn í líf mitt. Kátur strákur, svolítið baldinn og uppátækjasamur og átti auð- velt með að koma sér í mjúkinn hjá rosknum konum, enda þótti hann afar laglegt barn. Ég hafði ekki búið lengi með móður hans þegar hann var farinn að kalla mig pabba og sama gerðu bæði systkini hans líka, enda leit ég alltaf á hópinn sem minn eigin án þess að einhver faðir úti í mannhafinu truflaði að ráði það samband. Og árin liðu fljótt. Emil gekk fyrst í Melaskóla og seinna, eftir að fjölskyldan flutti í Kópavog, í Kársnes- og Þinghólsskóla og líf- ið virtist ganga að óskum. En því miður sannaðist á honum eins og svo mörgum öðrum, að ekki fer alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Emil var óheppinn í vali á fé- lögum og fylgdi þeim oft út á þær brautir sem foreldrar síst vilja vita af. Vegna þessa átti hann stundum erfið unglingsár sem settu mark sitt á hann og samband hans við annað fólk. En Emil átti líka sínar sól- skinsstundir. Hann bjó yfir ýms- um hæfileikum og sá hlutina oft í öðru ljósi en annað fólk og hafði ánægju af því að sökkva sér ofan í djúpar heimspekilegar vanga- veltur og umræður. Hann lauk stúdentprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ 1993 og hafði þá hug á sálfræðinámi, en hætti við og lærði málaraiðn í staðinn, sem hann stundaði síðan það sem eftir var ævinnar. Hann var vandvirkur fagmaður og eftir- sóttur í vinnu og fólki fannst þægilegt að hafa hann í vinnu inni í íbúðum sínum. Emil var mikið ljúfmenni og viðkvæm góð sál. Hann kvæntist aldrei og átti ekki börn sjálfur, en var ákaflega barngóður og var annt um alla þá sem voru minni máttar. Hann hafði yndi af tónlist og var vel lesinn á sumum sviðum, sérstaklega þeim sem snertu heimspeki. Því miður gætti hann ekki alltaf að sér í lífsins ólgusjó og galt fyrir það með heilsu sinni og þrótti. Hann lést á Akureyri þann 18. apríl sl. Við, fjölskylda hans, kveðjum hann með söknuði, en í þeirri von og vissu að honum verði bú- inn betri staður um aldur og ei- lífð. Pabbi, Jóhannes Helgason. Elsku bróðir minn, mikið er sárt að þú sért ekki lengur hér með mér. Við vorum alltaf eins og sín hliðin hvort á sama peningnum, skiptum með okkur verkum þannig að annað lærði á klukku og hitt að reima, svissuðum kjötbollum og kartöflum milli diskanna okkar án þess að segja orð og nokkur tæki eftir. Vorum eiginlega eins og nánir tvíburar alla tíð. Það er með mikilli sorg í hjarta sem ég kveð þig elsku Emil, en ég hugga mig við að nú vaknirðu upp í glampandi sól og hita, sért verkjalaus og gangir á fjöll hvern morgun, nú eða prílir upp í næsta krana. Síðla dags nýturðu þess svo að spjalla við löngu látna hugsuði um hin ýmsu hugðarefni þín sem eng- inn hér átti gott með að svara fyrir. Ég mun halda í minninguna um þig alla tíð, allar góðu stund- irnar saman og ég veit að stelp- urnar mínar gera það sama. Ég mun læra að lifa lífinu án þín þótt það sé eins og bakhliðina vanti á peninginn minn, en ég trúi því að þú sért á betri stað og þér líði vel. Ég sakna þín Emil, þín systir Hrefna Björk Ólafsdóttir. Hann stóri bróðir minn var alltaf kallaður Emil. Elstur af okkur systkinum og brautryðjandi okkar þriggja elstu systkinanna í uppátækj- um. Eldri systkini mín tvö voru ávallt gríðarlega samrýnd og í raun við öll þrjú. Út á við var samstaða okkar svo sterk að ekkert komst á milli. Okkar á milli var oft núningur en það vissu hins vegar fáir. Samband okkar Emils var misjafnt, allt eftir því hvað ald- ursskeið um var að ræða. Fyrstu ár mín og fram á ung- lingsaldurinn var hann þessi sem ég elti og gerði mitt besta í að apa eftir. Mínar fyrstu minn- ingar eru ég að elta hann upp á þak, upp í tré eða inn á vinnu- svæði. Hann var alltaf uppá- tækjasamur og fór sínar eigin leiðir í lífinu. Á unglingsárunum hélt það áfram. Það sem hann tók sér fyrir hendur, það gerði ég líka. Þvælast um helgar á planinu, inni í nýbyggingum, í gömlum ryðdalli hjá Vita- og hafnamála- stofnun eða annað ámóta gáfu- legt. Hann 13 – 14, ég um 11 ára gamall. Vinasambönd hans urðu sum mín vinasambönd. Ég átti gott aðgengi að vinum hans þrátt fyrir aldursmun. Þó að hann hafi eins og við systkinin misst samband við vinina þá vildu þeir alltaf fá fréttir af honum. Hann hafði einhvern sjarma sem fólk heillaðist af. Emil bróðir tók alveg nýja stefnu um 16 ára aldurinn þegar hann fór í meðferð. Á þeim tíma var það gríðarlega óvenjulegt að pjakkur á þessum aldri færi í meðferð. Það gekk vel hjá hon- um en samband okkar gliðnaði. Hann kláraði stúdentinn frá FG og skráði sig í félagsfræði í HÍ. Námið heillaði hann samt ekki og fór hann að kaupa gamlar kennitölur fyrirtækja og selja. Á þessu lifði hann sem var þá nokkuð óþekkt. Eftir tæplega sex ára edrú- mennsku var komin þreyta í hann og áhuginn á AA-samtök- unum fór dvínandi. Hann fór af landi brott og endaði á Spáni, þar endaði hans edrúmennska. Þá var ég kominn á leiðarenda í minni neyslu. Þegar Emil var kominn í vinnu sem málari náð- um við saman aftur. Ég hafði starfað þá sem málari um stund og unnum við saman hjá Blæ- brigði þar til að ég flyst til Nor- egs. Hann hélt áfram að starfa hjá Blæbrigði og endaði á náms- samningi. Alveg án þess að tala saman skráðum við okkur báðir í mál- araiðn í Iðnskólanum, og út- skrifuðumst 1998. Þar fundum við að samstaðan var enn þá til staðar ef eitthvað kom upp á. Emil bróðir var einn af fær- ustu málurum sem ég hef unnið með, gríðarlega vandvirkur og skilaði frábærri vinnu. Kannski ekki alltaf sá hraðasti en vinnan var framúrskarandi. Hann kom ávallt fram af góð- mennsku, þó að aðeins hafi glitt í sérlundarsemi hans við og við. Eftir sveinspróf flutti ég mig um starfsgrein, en af og til tók ég að mér verkefni í málningu, afsökun til þess að vinna með honum. Hann var leitandi, víðlesinn og fróður. Hann hafði alltaf löngun til að skoða heiminn. Hjálpsamur hvort sem um var að ræða flutning eða fram- kvæmdir, úrræðagóður og lausnamiðaður. Ekki átti ég von á að þú færir svona ungur. Ég kem til með að sakna þinna skrítnu samtala, sem líklega voru fyrirsláttur til að heyra í litla bróður. Ég kveð með sömu orðum og þú laukst öllum símtölum: Ég elska þig. Hallgrímur Ólafsson. L. Emil Ólafsson Í síðustu viku var ekki höggvið skarð í fjölskyldu mína heldur risa- stór gjá þegar elsku mágur minn og vinur féll frá eftir stutt en erfið veikindi. Ég hef á þess- ari viku gert ótal tilraunir til að skrifa kveðjuorð en hef ekki get- að komið frá mér orðunum þar sem ég hef átt erfitt með að trúa að þetta væri staðreynd. Eggart var nefnilega gull í gegn og á þeim 44 árum sem við þekktumst sá ég hann aldrei skipta skapi. Hann var eins og lognið sem allir elska, alltaf ró- legur, yfirvegaður, orðvar og einstaklega hjálplegur en þó alltaf svo stutt í húmorinn og djúpa hláturinn hans. Til Egg- Eggert Bergsveinsson ✝ Eggert Berg- sveinsson fæddist 15. ágúst 1956. Hann lést 7. apríl 2021. Útför Eggerts fór fram 16. apríl 2021. arts var alltaf hægt að leita og eftir spjall við hann varð bara allt betra. Minningarnar eru endalausar og þær ætla ég að varð- veita vel. Um leið og ég kveð þig elsku vin- ur minn vil ég þakka þér fyrir að hafa svo oft haft vit fyrir mér, fyrir að hlusta, fyrir að kenna mér lítilli stelpu að kasta og greiða úr línunni í mín- um fyrstu veiðiferðum, fyrir að hafa valið með mér fyrsta bílinn minn og gert við hann 40 sinn- um, fyrir að hafa deilt með mér góðu rauðvíni, fyrir öll skemmti- legu ferðalögin, fyrir hversu góður þú varst börnunum mín- um og fyrir allt og allt. Elsku ljúfurinn minn, mikið ósköp á ég eftir að sakna þín sárt. Guð geymi þig. Þín mágkona og vinkona, Arnbjörg Högnadóttir. Kveðjustundir eru alltaf erfiðar og þessi endanlega er nú svo erfið. Þú varst einstakur Jón, mikið þótti mér alltaf vænt um þig, rólegur og hægur en fylgdist vel með og húmoristi. Minntir mig svo oft á pabba og fann ég þá nærveru mikið. Við áttum okkar sérstöku stundir nú sérlega Jón Tómasson ✝ Jón G. Tóm- asson fæddist 11. apríl 1937. Hann lést 14. apríl 2021. Útför Jóns fór fram 27. apríl 2021. seinni ár í því sem var bannað og átt- um okkar sérlega góðu samtöl. Guð geymi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Elsku Þórey frænka, börn og fjölskyldur, ykkar söknuður er sár og mikill. Erna Friðriksdóttir. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.