Morgunblaðið - 03.05.2021, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
Atvinnuauglýsingar
Álnabær
Verslunarstarf
Starfskraftur óskast í verslun okkar
í Síðumúla 32, Reykjavík.
Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18
alla virka daga.
Áhugasamir sendi umsókn á
ellert@alnabaer.is
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Kraftur í KR kl. 10.30,
rútan fer frá Vesturgötu kl. 10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og Afla-
granda kl. 10.20. Útskurður kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Vegna fjölda-
takmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur. Grímuskylda er í
Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með eigin grímu og
passa uppá sóttvarnir. Upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Leikfimi með
Hönnu kl. 10. Opin vinnustofa kl. 9 -12. Handavinnuhópur kl. 12-16.
Enskukennsla kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-
15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að
skrá sig í viðburði eða hópa. Sími 411 2600.
Boðinn Myndlist með leiðbeinanda kl. 13. Munið sóttvarnareglur.
Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá
Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10 og 11. Bónusrúta fer frá
Jónshúsi kl. 12.40. Zumba í sal í kjallara Vídalínskirkju kl. 16.30. Vatns-
leikfimi Sjálandi kl. 14 og 14.40. Áfram skal gæta að handþvotti og
smitvörnum og virða 2 metra. Ahugið grímuskylda.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 9.15. Minningahópur kl. 10.30.
Jóga með Ragnheið Ýr á netinu kl. 11.15. Stólaleikfimi 13.30. Göngu-
hópur – lengri ganga kl. 13.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 8.30 í Borgum. Morgunleikfimi
útvarpsins kl. 9.45 og gönguhópur Korpúlfa kl. 10. Gengið frá
Borgum, inni í Egilshöll og frá Grafarvogskirkju. Dansleikfimi með
Auði Hörpu kl. 11 í Borgum. Prjónað til góðs og frjáls skartgripagerð
kl. 13 í Borgum.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag. Línudans
með Guðrúnu kl. 14 í Borgum. Minnum á grímuskyldu og sóttvarna-
reglur.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
með
morgun-
!$#"nu
Amma ruddi erf-
iðan veg fyrir aðra
og var okkur bros-
andi leiðarljós í líf-
inu.
Hún smellpassaði undir væng-
inn hans afa frá Ameríku til Vest-
fjarða og var endalaus uppspretta
hláturs, hlýju og jákvæðni.
Minningarnar eru mýmargar
og þakklætið algjört.
Amma heyrði það sem ósagt
var. Hún veitti athygli innri
manni.
Sigurbjörg Hervör
Guðjónsdóttir
✝
Sigurbjörg
Hervör Guð-
jónsdóttir fæddist
27. janúar 1931.
Hún lést 2. apríl
2021. Útför Her-
varar fór fram 30.
apríl 2021.
Hún samgladdist
á góðum stundum
með lífsglöðum
dansi og þegar ég
var dapur strauk
hún mér um vang-
ann. Hún umvafði
mig skilyrðislausri
væntumþykju. Ástin
hennar ömmu var
hlý og kröfulaus.
Blessuð sé minning
hennar.
Guðmundur Egill Árnason
og Sigfús Jóhann Árnason.
Sigurbjörg Hervör Guðjóns-
dóttir, fyrrum formaður Félags
heyrnarlausra og einn stofnenda
þess, er látin, 90 ára að aldri. Hún
lést á föstudaginn langa umvafin
ást og kærleika fjölskyldu sinnar
og eiginmanns síns, Guðmundar
Egilssonar. Hervör var einstök
kona og markaði djúp spor í sögu
Félags heyrnarlausra, hún var
formaður félagsins um árabil
ásamt því að hafa átt sæti í mörg-
um nefndum og kom þar á meðal á
fót norrænu samstarfi heyrnar-
lausra og þau hjón voru heiðurs-
félagar Félags heyrnarlausra.
Hervöru var ávallt annt um félag-
ið og lagði áherslu á að hugsa vel
um félagið og gefast aldrei upp í
baráttunni, var hún meðal annars
fyrsta heyrnarlausa konan á Ís-
landi sem fékk bílpróf. Hjónin
Hervör og Guðmundur tóku á sig
fórnir til að félagið gæti eignast
sitt eigið félagsheimili. Í kringum
Hervöru var alltaf gleði og já-
kvæðni og minnast margir hennar
með hlýju og væntumþykju, þegar
hún var ung stúlka í heimavist
Heyrnleysingjaskóla þar sem ung
börn komu í skólann og söknuðu
foreldra sinna sárt, tók Hervör
þau að sér og veitti þeim hlýju og
ást. Minning hennar mun lifa í
sögu Félags heyrnarlausra.
Stjórn og starfsfólk Félags
heyrnarlausra sendir eiginmanni
Hervarar, Guðmundi Egilssyni,
og börnunum Bryndísi, Magnúsi,
Ragnheiði, Guðjóni og Maríu og
fjölskyldu þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hún var hetja,
dugnaðarforkur,
yfirveguð og úrræðagóð,
ætíð í hlutverki hins sterka.
Sönn fyrirmynd,
trúföst og ráðagóð.
Viðmótið elskulegt
og nærveran notaleg.
Hún jós af digrum sjóði
umhyggju og kærlæeika
sem virtist óþrjótandi.
Ósérhlífin máttarstólpi
sem ástæða er til
að minnast með þakklæti
og hlýju.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Fyrir hönd Félags heyrnar-
lausra,
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir,
formaður.
Minningar og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum.
Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar
öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.
Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að
höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
ww.mbl.is/andlát
Minningargreinar
Hægt er að lesa minningargreinar,
skrifa minningargrein ogæviágrip.
Þjónustuskrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki sem
aðstoða þegar andlár ber að höndum.
Gagnlegar upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti fyrir
aðstandendum við fráfall ástvina
Minningarvefur á mbl.is
Ómar, Ómar
minn! Þannig eru
mínar fyrstu minn-
ingar um Hauk
mág minn, þar sem
hann kallaði til
mín, fjögurra ára guttans sem
hafði haft einhverjar slæmar
draumfarir og Haukur var að
vekja mig af þeim. Ég fékk oft
að heyra þessa lýsingu og smá
háðsglósur með, þannig var
Haukur, skemmtilegur.
Guðlaug systir mín og Hauk-
ur hafa gengið sömu götu nán-
Haukur Ottesen
✝
Haukur Otte-
sen fæddist 29.
maí 1953. Hann lést
8. apríl 2021. Útför-
in fór fram í kyrr-
þey.
ast í þann tíma sem
ég hef munað eftir
mér og Haukur er
því fyrir löngu og
hefur raunar frá
fyrsta degi verið
stór hluti af okkar
fjölskyldu. Það var
alltaf stutt í bros,
hnyttin tilsvör,
hlátur og gleði í
kringum Hauk.
Hann gat líka verið
alvarlegur, traustur og ákveð-
inn.
Það hefur verið gott að vera
samferða Hauki. Öll samskipti
hrein og bein, málin rædd, alltaf
jákvæður og sagði sína skoðun.
Keppnisskapið í Hauki var
aðdáunarvert, ekki nóg með að
hann hafi spilað hundruð leikja
með KR í bæði handbolta og
fótbolta, heldur var hann búinn
að taka það með á golfvöllinn
líka. Við spiluðum ekki oft golf
saman, en þó nokkur skipti og
hann vann nú oftast holurnar.
Ef ég var að vinna holu, þá tal-
aði gamli sig í gang og mig úr
gangi og oftast heppnaðist það
hjá honum. Og keppnisskapið
kom í ljós í veikindunum, það
var ekki gefist upp fyrr en í
fulla hnefana.
Það eru margir KR-ingar í
fjölskyldunni, en Haukur sá al-
harðasti. Það var alltaf gaman
að ræða KR, Haukur hafði mikl-
ar skoðanir, var ekki alltaf sátt-
ur en áfram KR var málið.
Það verður ekki skilið við
Hauk Ottesen án þess að nefna
hvað hann sinnti sínu fólki vel.
Foreldrum sínum, ömmu Guð-
ríði og nú síðustu ár tengda-
móður sinni svo einhverjir séu
nefndir, hefur hann ávallt verið
tilbúinn að gefa tíma. Kíkja við í
einn kaffibolla og ræða málin,
passa upp á allt væri í lagi og
vera til staðar, þetta verður ekki
fullþakkað.
Það er stórt skarð hoggið í
okkar raðir. Svo ég vitni í orð
eins sonar míns þegar ég til-
kynnti honum andlát Hauks:
„Þar er stór karakter fallinn
frá.“ Það eru orð að sönnu,
Haukur var stór karakter sem
hafði mikil áhrif á umhverfi sitt.
Hann þurfti ekki alltaf að hafa
hæst í margmenni, en í sínum
innsta hring var hann stærstur,
bestur og flottastur.
Elsku Gulla, Ester, Biggi og
Hildur og krakkarnir. Sendi
ykkur mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Foringinn er farinn
til nýrra heimkynna en skilur
eftir sig djúp spor. Minningarn-
ar eru óþrjótandi og góðar eftir
því.
Ómar Geir Þorgeirsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
Íslensku þjónustufyrirtækin
eru á finna.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?