Morgunblaðið - 03.05.2021, Síða 27
í körfuknattleik á laugardaginn. Valur
þarf nú aðeins einn sigur úr síðustu
tveimur leikjum deildarinnar til þess
að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Í
liði Vals var Kiana Johnson öflug og
náði tvöfaldri tvennu; skoraði 21 stig,
gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst.
Í liði Hauka var Alyesha Lovett drjúg
og náði einnig tvöfaldri tvennu. Skor-
aði hún 15 stig, tók 14 fráköst og gaf
fimm stoðsendingar.
Staða KR á botni deildarinnar versnaði
enn þegar liðið tapaði fyrir Breiðabliki
á heimavelli 65:76 á laugardaginn en
KR var þá tveimur stigum á eftir
næsta liði, Snæfelli. Í gær tók Snæfell
sig til og vann stórsigur á Skallagrími í
Borgarnesi 87:67 og þar með er KR
fallið. Anna Soffía Lárusdóttir skoraði
27 stig fyrir Snæfell og átti stórleik.
_ Albert Guð-
mundsson var á
skotskónum og
lagði upp mark
fyrir AZ Alkmaar
þegar liðið vann
mikilvægan 3:1
sigur gegn RKC
Waalwijk í hol-
lensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu á laugardaginn.
Með sigrinum jafnaði Alkmaar PSV
Eindhoven að stigum en er þó áfram í
þriðja sæti því PSV gerði jafntefli í
gær. Annað sætið gefur þátttökurétt í
undankeppni Meistaradeildar Evrópu.
_ Ísak Bergmann Jóhannesson var
áberandi hjá Norrköping þegar liðið
vann öruggan 3:0 útisigur gegn
Örebro í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak
Bergmann lagði upp eitt mark og þótti
leika afar vel á miðjunni. Liðið er í
fjórða sæti deildarinnar með sjö stig
að loknum fyrstu fjórum umferðunum.
_ Arna Sif Ásgrímsdóttir kom liði
sínu Glasgow City á bragðið í góðum
3:1 sigri gegn Spartans í skosku úr-
valsdeildinni. Arna Sif skoraði með
skalla af stuttu færi á fjærstönginni á
22. mínútu og þurfti svo að fara meidd
af velli á 24. mínútu.
_ Í gær urðu þau tíðindi að Int-
ernazionale frá Mílanó er búið að
tryggja sér sigur í ítölsku A-deildinni í
knattspyrnu. Þar sem Atalanta gerði
jafntefli getur liðið ekki lengur náð Int-
er að stigum. Inter bindur þar með
enda á níu ára
sigurgöngu Ju-
ventus. Liðið hef-
ur borið af og er
með 13 stiga for-
skot á Atalanta,
Napoli og AC Mil-
an.
_ Hallbera
Guðný Gísladóttir komst í gær í fá-
mennan hóp íslenskra knatt-
spyrnukvenna þegar hún lék með liði
sínu AIK gegn Djurgården í sænsku
úrvalsdeildinni. AIK fagnaði sigri, 2:1,
en þetta var 300. deildaleikur Hall-
beru á ferlinum, samanlagt á Íslandi, í
Svíþjóð og á Ítalíu, og hún er aðeins
sjöunda íslenska knattspyrnukonan
sem nær þeim áfanga.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Hertz-höllin: Grótta – ÍBV ....................... 18
Framhús: Fram – Þór.......................... 19.30
TM-höllin: Stjarnan – ÍR..................... 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
MVA-höllin: Höttur – Þór Þ ................ 19.15
Hertz-hellir: ÍR – Stjarnan ................. 19.15
Origo-höllin: Valur – Haukar .............. 20.15
Í KVÖLD!
Dominos-deild karla
Njarðvík – Þór Ak ................................ 97:75
KR – Grindavík..................................... 83:85
Tindastóll – Keflavík ............................ 71:86
Staðan:
Keflavík 20 18 2 1890:1606 36
Þór Þ. 19 13 6 1850:1709 26
Stjarnan 19 13 6 1733:1647 26
KR 20 10 10 1767:1799 20
Grindavík 20 10 10 1755:1817 20
Valur 19 10 9 1625:1607 20
Tindastóll 20 9 11 1800:1800 18
Þór Ak. 20 8 12 1725:1866 16
Njarðvík 20 7 13 1641:1694 14
ÍR 19 7 12 1701:1737 14
Höttur 19 6 13 1647:1744 12
Haukar 19 6 13 1589:1697 12
Dominos-deild kvenna
KR – Breiðablik.................................... 65:76
Keflavík – Fjölnir ................................. 87:85
Haukar – Valur..................................... 58:66
Skallagrímur – Snæfell ........................ 67:87
Staðan:
Valur 19 16 3 1456:1172 32
Keflavík 19 14 5 1516:1379 28
Haukar 19 13 6 1390:1272 26
Fjölnir 19 12 7 1454:1386 24
Skallagrímur 19 8 11 1318:1389 16
Breiðablik 19 7 12 1238:1284 14
Snæfell 19 4 15 1373:1515 8
KR 19 2 17 1272:1620 4
Spánn
Zaragoza – Real Madrid..................... 89:98
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig
fyrir Zaragoza, tók tvö fráköst og gaf eina
stoðsendingu á 11 mínútum.
Valencia – Estudiantes ..................... 100:89
- Martin Hermannsson skoraði þrjú stig,
fyrir Valencia tók þrjú fráköst og gaf þrjár
stoðsendingar á sautján mínútum.
Þýskaland
Fraport Skyliners – Oldenburg......... 59:82
- Jón Axel Guðmundsson skoraði 10 stig
fyrir Fraport, tók átta fráköst og gaf 6
stoðsendingar á 31 mínútu.
>73G,&:=/D
Olísdeild kvenna
KA/Þór – Valur..................................... 21:19
Stjarnan – ÍBV ..................................... 28:26
FH – Fram............................................ 20:35
HK – Haukar ........................................ 27:30
Staðan:
KA/Þór 13 8 4 1 325:282 20
Fram 13 10 0 3 386:306 20
Valur 13 6 3 4 344:289 15
ÍBV 13 6 2 5 318:299 14
Stjarnan 13 6 1 6 334:340 13
Haukar 13 5 3 5 326:334 13
HK 13 4 1 8 317:348 9
FH 13 0 0 13 250:402 0
Grill 66-deild kvenna
Fjölnir/Fylkir – Afturelding ............... 21:33
Selfoss – Valur U.................................. 26:33
HK U – ÍR............................................. 22:29
Víkingur – Grótta ................................. 24:33
Staða efstu liða:
Fram U 15 13 0 2 457:351 26
Afturelding 15 11 0 4 389:337 22
Valur U 15 10 1 4 432:373 21
Grótta 16 10 0 6 403:377 20
Grill 66-deild karla
Víkingur – Fram U............................... 27:24
HK – Hörður......................................... 38:14
Haukar U – Valur U............................. 39:34
Fjölnir – Vængir Júpíters ................... 37:26
Selfoss U – Kría.................................... 34:28
Staða efstu liða:
HK 15 13 0 2 454:317 26
Víkingur 15 13 0 2 405:355 26
Valur U 15 9 1 5 450:436 19
Fjölnir 15 7 3 5 425:397 17
Þýskaland
B-deild:
Sachsen Zwickau................................. 18:29
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 1 mark
og gaf 4 stoðsendingar fyrir Sachsen Zwic-
kau.
Undankeppni EM karla
4. riðill:
Ísland – Ísrael....................................... 39:29
Portúgal – Litháen ............................... 30:25
Lokastaðan:
Portúgal 6 5 0 1 185:158 10
Ísland 6 4 0 2 188:147 8
Litháen 6 2 0 4 159:189 4
Ísrael 6 1 0 5 162:202 2
%$.62)0-#
Á ÁSVÖLLUM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Karlalandsliðið í handknattleik lauk
undankeppni EM 2022 í gær með
sannfærandi sigri á Ísrael á Ásvöll-
um, 39:29. Ísland hafnar í 2. sæti í
riðli 4 í undankeppninni og fer á EM
ásamt Portúgal sem tryggði sér sig-
ur í riðlinum með sigri á Litháen
30:25 eftir jafnan leik í Portúgal.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu lá fyrir á fimmtudaginn
að Ísland myndi fara upp úr riðl-
inum og keppa á EM í janúar. Ís-
land vann sér þar með keppnisrétt á
EM í tólfta sinn í röð.
„Það er rosalega mikið afrek fyrir
Ísland og íslenskan handbolta. Ég
verð að segja það. Það er hætta á
því að menn fari að líta á þetta [að
komast á stórmót] sem sjálfsagðan
hlut sem það er alls ekki. Mörg góð
lið hafa dottið út árum saman og
ekki komist inn á stórmótin. Eftir
að ég kom að landsliðinu aftur árið
2018 þá er þetta fjórða stórmótið í
röð sem við vinnum okkur inn á. Ef
ég tel rétt þá er þetta þrettánda
stórmótið hjá mér sem þjálfara Ís-
lands í fjórtán tilraunum. Auðvitað
hugsar maður aðeins út í þetta og
þetta er ekki sjálfgefið. Ég er stolt-
ur af árangri liðsins,“ sagði Guð-
mundur Þ. Guðmundsson landsliðs-
þjálfari þegar Morgunblaðið bar
þetta undir hann í gær.
Fyrirliðinn Aron Pálmarsson tók í
svipaðan streng og segir einnig að
hann kjósi að hugarfar Íslendinga
sé að liðið eigi að vera á stórmót-
unum. „Þessi stöðugleiki er alls ekki
sjálfgefinn vegna þess að við höfum
sé margar stórþjóðir missa af EM
sérstaklega vegna þess að það er
gríðarlega sterkt mót. Við fögnum
því að fara á EM. Það er mikill
áfangi. En að sama skapi þá vill
maður að það teljist í rauninni eðli-
legt að íslenska landsliðið sé á stór-
móti. Þótt við þurfum að hafa fyrir
því. Við eigum að setja okkur á þann
stall að Ísland eigi heima á öllum
stórmótum,“ sagði Aron þegar
Morgunblaðið ræddi við hann að
leiknum loknum.
Eigum að vera komnir lengra
Ísland var með betri stöðu gegn
Portúgal í innbyrðisleikjum liðanna.
Ísland gat því unnið riðilinn en tapið
gegn Litháen í Vilnius kom í veg
fyrir það. „Við ætluðum okkur sigur
í riðlinum og vorum komnir í kjör-
stöðu til þess. Auðvitað er fyrsta
markmið að komast á stórmót og við
náðum því. Ég er ekki nógu sáttur
við annað sætið miðað við þessa
stöðu sem við vorum búnir að koma
okkur í. Þetta tap gegn Litháen sit-
ur í okkur og við eigum að vera
komnir lengra en þetta finnst mér.
Við eigum ekki að láta þetta ger-
ast með þessum hætti, sérstaklega
þar sem þetta var úrslitaleikur fyrir
okkur. Við eigum að vera betra liðið
gegn Litháen og með spilamennsku
okkar fyrstu tuttugu mínúturnar
gáfum við þeim færi á því að vinna
leikinn. Það er ekki boðlegt af okkar
hálfu og við verðum að læra af því
sem lið. Okkar markmið eru að vera
í fremstu röð og ef við ætlum að ná
þeim þá verðum við að hætta að
tapa leikjum sem þessum,“ sagði
Aron Pálmarsson.
Fögnum því að fara á EM
- Ekki vafðist fyrir Íslandi að leggja
Ísrael að velli í síðasta leiknum
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Fyrirliðinn Aron Pálmarsson kominn í gegnum vörn Ísraela í gær.
Ásvellir, Undankeppni EM, sunnu-
daginn 2. maí 2021.
Gangur leiksins: 3:1, 7:3, 12:5, 15:9,
18:10, 21:14, 24:18, 27:19, 30:23,
33:25, 36:27, 39:29.
Mörk Íslands: Sigvaldi Björn Guð-
jónsson 7, Sveinn Jóhannsson 5,
Ólafur Guðmundsson 4, Ómar Ingi
Magnússon 4/3, Elvar Örn Jónsson
4, Viggó Kristjánsson 4, Aron Pálm-
arsson 3, Teitur Örn Einarsson 3,
Oddur Gretarsson 3, Bjarki Már El-
ísson 2.
ÍSLAND – ÍSRAEL 39:29
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson
8, Ágúst Elí Björgvinsson 2/1.
Utan vallar: 10 mínútur
Mörk Ísraels: Adir Cohen 7, Gil Po-
meranz 6/1, Daniel Mosindi 4, Yoav
Lumbroso 3, Yonatan Dayan 3, Lior
Gurman 1, Ofir Cohen 1, Omri Kus-
hmaro 1, Tomer Bodenheimer 1, Sah-
ar Shahak 1, Ben-Saadon 1.
Varin skot: Dan Tepper 4, Tom Shem
Tov 3.
Utan vallar: 8 mínútur
Áhorfendur: Ekki heimilaðir.
Njarðvíkingar tryggðu sér í gær
langþráðan sigur í Dominos-deild
karla í körfuknattleik þegar þeir
lögðu Þórsara frá Akureyri, 97:75.
Fyrir leikinn voru Njarðvíkingar
búnir að tapa tveimur leikjum í röð
og komnir í neðsta sæti deild-
arinnar. Sigurinn lyftir Njarðvík-
ingum tímabundið upp í 9. sæti
deildarinnar.
Njarðvík er með 14 stig eins og
ÍR en Höttur og Haukar eru með 12
stig. Þessi lið eiga öll leik til góða á
Njarðvík. Akureyringar voru í fín-
um málum með sín 16 stig þegar
keppni hófst aftur eftir síðasta
samkomubann. Þór hefur hins veg-
ar gefið mjög eftir og er nú undir
aukinni pressu þótt liðið sé í 8. sæti
sem stendur.
Grindvíkingar sýndu klærnar í
gær og unnu KR í Vesturbænum.
Leiknum lauk með tveggja stiga
sigri Grindavíkur, 85:83, en Ólafur
Ólafsson tryggði Grindavík sigur
með flautukörfu á lokasekúndum
leiksins. Leikirnir í deildinni hafa
margir hverjir verið hreint ótrú-
lega spennandi og dramatískir upp
á síðkastið. Björgvin Hafþór Rík-
harðsson minnkaði muninn fyrir
Grindavík í eitt stig með þriggja
stiga körfu þegar sex sekúndur
voru til leiksloka. KR-ingar fóru í
sókn, Matthías Orri Sigurðarson
kastaði boltanum frá sér og Ólafur
Ólafsson komst inn í sendinguna.
Hann brunaði upp völlinn, setti nið-
ur þriggja stiga körfu og tryggði
Grindavík ótrúlegan sigur.
Ekkert hik er á deildarmeist-
urunum frá Keflavík sem unnu
Tindastól á Sauðárkróki 86:71 og
virðast afar sannfærandi.
Njarðvíkingar bitu
loks frá sér í gær
Fram og KA/Þór eru áfram jöfn að
stigum í efstu sætum úrvalsdeildar
kvenna í handknattleik, Olísdeild-
arinnar, eftir leiki helgarinnar.
Fram og KA/Þór eru með 20 stig í
efstu sætum deildarinnar en liðin
mætast í Safamýri í hreinum úr-
slitaleik í lokaumferðinni um hvort
liðið verður deildameistari og fær
heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.
KA/Þór vann afar sterkan 21:19-
sigur gegn sterku liði Vals í KA-
heimilinu á Akureyri þar sem stað-
an var 11:8, KA/Þór í vil, í hálfleik.
Matea Lonac átti stórleik í marki
Akureyringa, varði tólf skot og var
með 40% markvörslu, en Aldís Ásta
Heimisdóttir var markahæst með
sjö mörk. Hjá Val var Lovísa
Thompson atkvæðamest með sex
mörk og Thea Imani Sturludóttir
skoraði fimm mörk.
Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði
sjö mörk fyrir Fram þegar liðið
vann stórsigur gegn FH í Kapla-
krika í Hafnarfirði, 35:20, en Sara
Sif Helgadóttir átti mjög góðan leik
í marki Fram, varði níu skot og var
með 56% markvörslu.
Þá vann Stjarnan afar þýðing-
armikinn 28:26-sigur gegn ÍBV í í
Garðabæ en bæði lið eru í harðri
baráttu í efri hlutanum. Helena Rut
Örvarsdóttir var atkvæðamikil hjá
Stjörnunni og skoraði níu mörk en
hjá ÍBV var Harpa Valey Gylfadótt-
ir markahæst með sjö mörk. Stjarn-
an fer með sigrinum í 13 stig og er
áfram í fimmta sæti deildarinnar en
ÍBV er í fjórða sætinu með 14 stig.
Sigríður Hauksdóttir fór á kost-
um í liði HK og skoraði tólf mörk
gegn Haukum en það dugði ekki til
og Haukar unnu 30:27.
Úrslitaleikur hjá
Fram og KA/Þór