Morgunblaðið - 03.05.2021, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Við erum instrumental popp/rokk-
hljómsveit og erum búnir að vera
starfandi frá árinu 2019 og höfum
verið að fókusera á þetta instrumen-
tal vibe,“ segir Gunnar Benediktsson
gítarleikari um hljómsveitina Fjöru
sem gaf fyrir fáeinum vikum út EP-
plötuna Blue
Hour. Auk hans
skipa Fjöru
trommuleikarinn
og upptökustjór-
inn Sölvi Snær
Jónsson, gítar-
leikarinn Matt-
hew Eisman frá Bandaríkjunum og
bassaleikarinn Felix Starker frá
Þýskalandi. Allir eru þeir búsettir á
Íslandi.
En hvernig varð þessi hljómsveit
til? Þekktust þeir allir fyrir?
„Nei, ég og Sölvi, trommarinn, við
þekktumst fyrir og höfum verið að
spila saman. Sölvi kynntist Matt í
gegnum Facebook-hóp sem heitir
Hljóðfæraleikarar óskast/á lausu, eft-
ir það kom Felix inn í verkefnið og
svo kem ég inn í þetta,“ segir Gunnar.
Og úr varð Fjara.
EP frekar en LP
Tónlistinni lýsir Gunnar sem þægi-
legri instrumental popp- og rokk-
tónlist og það er hún vissulega og um-
fram allt þægileg áheyrnar. Gunnar
segir þá alla hafa spilað nokkuð lengi
á hljóðfæri og nokkuð vel spilandi og
tónlistarlega þenkjandi. Allir hafa
þeir verið í einhvers konar tónlistar-
námi, segir Gunnar.
Fjara gaf í fyrra út sína fyrstu EP-
plötu, Cold Wind, og eru á henni þrjú
lög. Smáskífuna „Lucky“ gáfu þeir út
í fyrrasumar og var hún sumarleg
áheyrnar.
Og nú er komin út önnur EP-plata
Fjöru og segir Gunnar hljómsveitina
frekar hafa lagt áherslu á slíkar plöt-
ur en breiðskífur. „Það hentar eig-
inlega betur þessu Spotify-systemi,“
segir hann. Hvatinn sé ekki mikill
fyrir því að gefa út langar plötur.
En hvað lögðu þeir félagar upp
með þegar þeir gerðu þessa plötu?
„Það var kannski þetta rólega, þægi-
lega vibe. Þetta er mestmegnis tekið
upp live, við tökum allt upp saman í
hljóðverinu okkar og reynum svolítið
að ná stemningunni frekar en að vera
að ofvinna þetta. Við tökum allt upp
sjálfir,“ svarar Gunnar. „Þetta er
skemmtileg samsetning og hefur ver-
ið að þróast og gerjast hjá okkur. Við
erum kampakátir með þessa plötu.“
Ekki bundin við stíl eða stefnu
Allir liðsmenn hljómsveitarinnar
koma að lagasmíðinni og segir Gunn-
ar mikla samvinnu í hópnum. „Það
kemur kannski einhver með hug-
mynd og svo setja allir sitt mark á
hana,“ útskýrir hann og að hljóm-
sveitin telji sig ekki bundna við
ákveðinn stíl tónlistar eða stefnu.
„Sem gerir þetta skemmtilegt, fyrir
vikið,“ segir Gunnar. Í grunninn sé
tónlistin instrumental popp og rokk,
sem fyrr segir.
Spurður út í fyrirmyndir segir
Gunnar þær margar og fjölbreyttar
þar sem hljómsveitarmenn séu með
ólíkan bakgrunn. „Allt frá gömlu
rokki yfir í eitthvað nýrra,“ nefnir
hann.
Platan heitir Blue Hour og plötu-
umslagið með heiðbláum himni. Er
verið að vísa í ákveðinn tíma dags
með þessum titli? „Þetta er þessi tími
áður en sólin kemur upp eða í ljósa-
skiptunum. Okkar fannst það passa
við stemninguna á plötunni,“ svarar
Gunnar og nefnir að umslagið prýði
ljósmynd eftir Matthew sem er ljós-
myndari.
Góðar viðtökur
Tónleikahald Fjöru hefur verið lít-
ið líkt og hjá öðrum tónlistarmönnum
út af kófinu og nefnir Gunnar að
sveitin hafi haldið litla tónleika á
Bókasafni Hafnarfjarðar á milli tak-
markana. „Það var lítið og þægilegt
gigg,“ segir hann og að Fjara hafi
nýtt Covid-tímann í að taka upp,
semja og æfa.
Blue Hour hefur að geyma mjög
þægilega tónlist, eins og nefnt hefur
verið og segir Gunnar hljómsveitina
hafa fengið merkilega góðar viðtökur
á Spotify. „Við erum spilaðir meira
erlendis og svolítið skemmtilegt hvað
Spotify kemur manni út um allan
heim,“ nefnir hann og að hljómsveitin
hafi þróast skemmtilega. „Við bíðum
bara eftir því að geta spilað meira og
þá vonandi í sumar.“
Hægt er að hlusta á plötuna „Blue
Hour“ á Spotify auk þess sem hægt
er að fylgja hljómsveitinni á öllum
helstu samfélagsmiðlum eins og
Facebook og Instagram.
Ljósmynd/Matthew Eisman
„Kampakátir með þessa plötu“
- Fjara gefur út plötuna Blue Hour - Þægileg tónlist án söngs - Ljósaskiptin
eiga vel við stemninguna á plötunni, segir gítarleikarinn Gunnar Benediktsson
Fjara Félagarnir í
hljómsveitinni Fjöru.
Um aldir mótuðu handverksmenn í
afríska konungsríkinu Benín, sem
nú er innan Nígeríu, rómuð verk úr
bronsi. Þegar breskir hermenn réð-
ust inn í landið árið 1897 fluttu þeir
heim með sér til Bretlands hundruð
bronsgripa sem höfðu prýtt kon-
ungshöllina og enduðu flestir grip-
irnir í evrópskum listasöfnum – þá
er að finna í 160 söfnum í dag – en
sumir eru enn í einkasöfnum.
Á síðustu árum hafa stjórnvöld í
Nígeríu krafist þess að þessum
merku bronsgripum, sem kenndir
eru við Benín, verði skilað en í undir-
búningi er að reisa mikið safn utan
um þá í Nígeríu, hannað af stjörnu-
arkitektinum David Adjaye. Nokkr-
um gripum sem hafa verið í breskum
söfnum hefur þegar verið skilað og
nú hefur þýski menningarmála-
ráðherrann, Monika Grütters, til-
kynnt að þýsk stjórnvöld og stjórn-
endur nokkurra þýskra safna hafi
ákveðið að setja upp áætlun um skil
á gripum frá Benín sem eru í söfnum
þar í landi. Ráðherrann fundaði með
stjórnendum safna í Berlín, Köln,
Leipzig og Hamborg, sem öll varð-
veita nokkra gripi frá Benín, og var
samþykkt að vinna að samkomulagi
við nígerísk stjórnvöld um skil á
gripunum. Alls eiga 25 þýsk söfn
bronsverk frá Benín. Að sögn Grüt-
ters eru skilin á bronsverkunum lið-
ur í því að Þýskaland geri upp við
fortíð sína í nýlendumálum.
Þýsk söfn
skila gripum
frá Benín
Sögulegt Verk frá Benín sem er í
safni í Köln og mun verða skilað.