Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 1
M Á N U D A G U R 1 7. M A Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 115. tölublað . 109. árgangur . ÞJÓÐIN HEFUR LÆRT MIKIÐ AF FARALDRINUM MILLJARÐAR FYRIR VERK VÍKINGAR HÖFÐU BETUR GEGN BLIKUM BASQUIAT Á UPPBOÐI 29 ÍÞRÓTTIR 26GUÐBJÖRG Í VIÐTALI 10 Andrés Magnússon andres@mbl.is „Það sýnir vel hve vægi Norðurskautsráðsins og norðurslóða hafa aukist, að það er orðin reglan að allir utanríkisráðherrar aðildarríkj- anna, þar á meðal risaveldanna, komi til árs- fundar ráðsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðar- son utanríkisráðherra. Hann bendir á að fyrirhugað sé að samþykkja sameiginlega ráð- herrayfirlýsingu ásamt framtíðarstefnu til 10 ára í fyrsta sinn í sögu ráðsins. Allra augu munu beinast til Reykjavíkur á fimmtudag þegar ráðherrafundur Norður- skautsráðsins verður settur í Hörpu, en til hans koma allir utanríkisráðherrar aðildarríkj- anna. Þar á meðal verða þeir Sergei Lavrov og Antony Blinken, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, sem ætla að nota tækifærið til tvíhliða viðræðna. Þeir hafa ekki hist áður. „Það er augljóst að valdaskipti í Washington höfðu ekki áhrif á endurvakinn áhuga Banda- ríkjanna á norðurslóðum,“ segir Guðlaugur Þór. Skýr skilaboð um það þegar Biden forseti tók við völdum. „Ég hef átt símafund með Tony Blinken og það fór ekkert á milli mála að áhug- inn á norðurslóðum er óbreyttur, sem er gleði- efni. Það er mikilvægt fyrir okkur að viðhalda nánari tengslum vestur, sem tekist hafa á síð- ustu árum,“ segir Guðlaugur Þór. Ekkert ákveðið með Höfða „Það hefur svo sem engin ákvörðun verið tekin um það, en Norðurskautsráðsfundurinn er haldinn í Hörpu, svo það er afar líklegt að tvíhliða fundir verði haldnir þar líka,“ segir Guðlaugur Þór þegar hann er spurður hvort þeir Lavrov og Blinken ættu ekki að hittast í Höfða, eins og heyrst hafa hugmyndir um. „Nema menn ákveði annað,“ bætir hann við. Risaveldin auka vægi norðurslóða - Fyrsta ráðherrayfirlýsing Norðurskautsráðsins - Óbreyttur áhugi í Washington eftir valdaskiptin _ Fastlega var gert ráð fyrir að taka þyrfti fimmta sóttkvíarhótelið í notkun á höfuðborgarsvæðinu í nótt, og voru sextíu herbergi tilbú- in á Hótel Rauðará. Gylfi Þór Þor- steinsson, forstöðumaður farsóttar- húsa Rauða krossins, sagði í samtali við mbl.is í gær að gert væri ráð fyrir að um 600 manns myndu dvelja á hótelunum fimm eftir nótt- ina, en komufarþegum til landsins hefur fjölgað nokkuð síðustu daga. „Vonandi verður þetta nú þolanlegt fram eftir vikunni, en það eru alltaf fleiri og fleiri að koma til landsins. Það er líka búið að bæta við fleiri rauðum löndum á listann,“ segir Gylfi. »6 Morgunblaðið/Ásdís Sóttkvíarhótel Gylfi Þór Þorsteinsson stendur hér vaktina á Hótel Rauðará. Fimmta hótelið tekið í notkun í nótt _ Íslenski Euro- vision-hópurinn fór í skimun í gær eftir að með- limur hópsins greindist með kórónuveirusmit. Fari svo að hljómsveitin stígi ekki á svið á fimmtudaginn verður notast við upptöku af æfingu sveitarinnar, sem fram fór í síðustu viku. Ísland tekur því þátt í keppninni, sama hvernig fer. Hópurinn missti þó af opnunarhátíðinni og gilda strangar reglur um viðbrögð við veirusmiti. Lítil nánd er á milli Daða og Gagnamagnsins og þeirra Íslend- inga sem vinna á bak við tjöldin og því bindur hópurinn vonir við að enginn úr hljómsveitinni sé smit- aður. Smit kom einnig upp innan pólska hópsins, sem er á sama hót- eli og sá íslenski. »6 Íslenski Eurovision- hópurinn í skimun Daði Freyr Pétursson Eldgosið í Geldingadölum hrífur enn þá sem leggja leið sína að því. Helst þar í hendur hið til- komumikla sjónarspil náttúrunnar, sem sýnir um leið hvað maðurinn getur verið ógnarsmár þegar hann stendur frammi fyrir fítonskrafti gossins. Hafa nú rúmlega 94.000 manns farið að skoða eldgosið samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þar af fóru um tíu þúsund manns í síðustu viku. Ljósmynd/Guðlaugur J. Albertsson Kraftur og þor á eldstöðvunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.