Morgunblaðið - 17.05.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Koma hefði mátt í veg fyrir
skemmdir sem urðu á flugvél, sem
lenda þurfti í hliðarvindi á Reykja-
víkurflugvelli, hefði vélin getað nýtt
flugbraut sem nýlega hefur verið
lokað. Efnishrúgu og hindrunum
hefur verið komið fyrir á aflagðri
flugbrautinni. Matthías Sveinbjörns-
son, formaður Flugmálafélags Ís-
lands, segir að hindranirnar séu ekki
í þágu öryggis, enda útiloki þær að
unnt sé að nota brautina í neyðar-
tilvikum.
„Vélin sem þarna átti í hlut lenti á
braut sem var í notkun en vegna
þess að það var hliðarvindur á þeirri
braut lenti hún í vandræðum,
skemmdist illa og þurfti að fara í
miklar viðgerðir í kjölfarið,“ segir
Matthías.
Hann tekur undir sjónarmið flug-
manna sem hafa bent á að hindr-
anirnar skapi hættu á svæðinu. „Við
höfum ekki séð svona hindranir á
öðrum flugvöllum. Mölin gerir það
að verkum að það er erfitt að opna
brautina ef á þarf að halda. Okkur
finnst þetta svo mikill óþarfi því
þetta er ekki í anda flugvirkja og
ekki í þágu öryggis,“ segir hann.
„Við gerðum alvarlegar athuga-
semdir við þetta á sínum tíma vegna
þess að það var notast við gallaðar
verkfræðiskýrslur til stuðnings
ákvörðuninni,“ segir Ingvar
Tryggvason, formaður öryggis-
nefndar Félags íslenskra flugmanna.
„Það er búið að gera þessa flug-
braut ónothæfa fyrir almennan
rekstur en það er líka búið að gera
hana ónothæfa til að nota í neyðar-
tilfellum,“ segir Ingvar og telur slíkt
óeðlilegt.
Framkvæmdastjóri innanlands-
flugvalla Isavia sagði við Morgun-
blaðið á laugardag að svæðið sem um
ræddi væri ekki lengur flugbraut og
ekki skilgreint sem slíkt á kortum.
Þarna væri um að ræða aflagt svæði.
Haugurinn sem lægi á brautinni
væri malbiksfræs sem væri geymt til
síðari notkunar og stæði um 50
metra frá endamörkum svæðisins.
Lokun flugbrautar skapi hættu
- Koma hefði
mátt í veg fyrir
skemmdir á vél
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haugurinn Flugmenn telja þessa tilhögun geta skapað hættu í neyð.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis-
og þróunarsamvinnuráðherra sagði í
samtali við mbl.is í gær að Ísland
myndi taka þátt í sameiginlegu ákalli
alþjóðasamfélagsins um að komið
skuli á vopnahléi
hið fyrsta milli
Ísraels og Palest-
ínu. Óviðunandi sé
að á hverjum degi
látist óbreyttir
borgarar og börn.
Guðlaugur Þór
mun mæta fyrir
utanríkisnefnd
Alþingis í dag til
að ræða stöðuna
fyrir botni Miðjarðarhafs.
Sagði Guðlaugur Þór að Ísland
myndi ekki ráðast í þvingunar- eða
refsiaðgerðir gegn Ísrael eins og kall-
að hefur verið eftir hér á landi. „Ég
hef ekki heyrt hugmyndir á alþjóða-
vettvangi um að setja eigi á viðskipta-
þvinganir. Og við Íslendingar munum
auðvitað halda áfram að beita okkur
fyrir mannréttindamálum og höfum
gert það í mannréttindaráðinu svo
eftir er tekið,“ sagði Guðlaugur Þór
og bætti við að Ísland hefði ekki tekið
þátt í slíkum aðgerðum nema með
öðrum þjóðum, enda myndu þær
aldrei bíta neitt nema í samstarfi við
önnur lönd.
„Það sem er líklegast til árangurs
að mínu mati og þeirra kollega minna
sem ég hef rætt við er að alþjóða-
samfélagið sendi skýr skilaboð um að
semja skuli um vopnahlé. Um þetta
þarf samfélag þjóða að vera sameinað
enda hefur það lítið upp á sig að hvert
ríki taki sértæka afstöðu hvert fyrir
sig.“
Ísland reiðubúið til aðstoðar
Guðlaugur Þór ræddi við utanríkis-
ráðherra Noregs, Ine Marie Eriksen
Søreide, á laugardaginn um Ísrael og
Palestínu. Guðlaugur segist hafa lýst
því yfir að Ísland væri boðið og búið
til þess að aðstoða ef á þyrfti að halda,
þá við mögulegar friðarumleitanir
eða annað slíkt.
„Við skipum okkur auðvitað í hóp
þeirra fjölmörgu bandalagsþjóða
okkar sem kallað hafa eftir því að
vopnahlé verði sett á. Það er meðal
þess sem ég sagði við utanríkis-
ráðherra Noregs auk þess sem ég
tjáði henni að ef Ísland gæti eitthvað
gert myndum við leggja þau lóð sem
við gætum á vogarskálarnar.“
oddurth@mbl.is
Vopnahléi
komið á
sem fyrst
- Ísland mun ekki
ráðast í refsiaðgerðir
Guðlaugur Þór
Þórðarson
„Þetta gekk vonum framar,“ segir Bjarni Ólafur
Guðmundsson tónleikahaldari um hina árlegu
Eyjatónleika, sem fram fóru í Silfurbergi í Hörpu
á laugardaginn. Tónleikunum var streymt á net-
inu, en einnig máttu nokkrir áhorfendur vera í
salnum. „Listamennirnir höfðu orð á því hversu
gaman það var að fá loksins að stíga á svið, og
munaði öllu að fá fólk í salinn og viðbrögð þess
beint í æð,“ segir Bjarni Ólafur.
Þetta var í tíunda sinn sem tónleikarnir voru
haldnir, og segir Bjarni Ólafur að af því tilefni
hafi einnig verið tekin nokkur lög „af meginland-
inu“, eins og Eyjamenn kalla Ísland. Fram komu
listamenn á borð við Sigríði Beinteinsdóttur, Jón
Jónsson, Friðrik Dór og Katrínu Halldóru, sem
hér sést syngja ásamt stórsveit sem Jón Ólafsson
stýrði. Hægt verður að nálgast tónleikana hjá
Sjónvarpi Símans frá og með deginum í dag.
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Breytir öllu að fá viðbrögðin beint í æð
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Þrátt fyrir að eldsvoði hafi orðið við
Haðarstíg síðastliðið sumar og íbúar
þar vakið athygli borgaryfirvalda á
afleitum brunavörnum þar bólar
ekkert á endurbótum við stíginn sem
fyrirhugaðar voru 2018 og 2019.
Altjón varð í íbúð sem þar brann nú á
fimmtudag.
„Við höfum ekki fengið svar eftir
ítrekun á bréfi okkar, en fyrir tveim-
ur árum var okkur sagt að endurbót-
um við götuna hefði verið frestað án
skýringa,“ segir Halla Sólveig Þor-
geirsdóttir, formaður Samtaka íbúa
við Haðarstíg.
Haðarstígur er göngustígur, ein
þrengsta gata Reykjavíkur og ill-
mögulegt að koma stórum slökkvi-
liðsbíl þangað. Þar er enginn bruna-
hani, sem torvaldar enn slökkvistarf
í þessum þéttbýla reit, þar sem húsin
standa áföst hvert öðru.
Halla Sólveig kveðst engar skýr-
ingar hafa fengið á því hvers vegna
endurbætur við stíginn hafi tafist, en
þar sé a.m.k. fjárskorti um að kenna.
Hún segir að fram að því hafi íbú-
arnir verið ánægðir með aðkomu
borgarinnar, sem hafi haft þá með í
ráðum og m.a. tekið tillit til óska
barna í götunni. Ástand götunnar sé
orðið mjög bágborið, en við ónýtar
brunavarnir verði ekki unað.
„Við höldum samtalinu við borgar-
yfirvöld áfram, en við skiljum ekki
þessa frestun,“ segir Halla Sólveig.
Borgin svarar engu
- Bréfum íbúa við Haðarstíg ósvarað - Brunavarnir í ólestri
- Enginn brunahani í götunni - Ekkert bólar á endurbótum
Ljósmynd/SHS
Haðarstígur Íbúð brann við
Haðarstíg, en aðkoman er þröng.
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA