Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 4
FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rann út á föstudag og buðu 13 sig fram, þar á meðal allir þingmenn flokksins í höfuðborginni. Prófkjörið fer fram fyrstu helgi næsta mánaðar, dagana 4. og 5. júní, en síðast fór fram prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosningar árið 2016. Sjálfstæðismenn í Reykjavík halda sameiginlegt prófkjör fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö, en sá sem þar hlýtur efsta sætið velur sér kjördæmi, sá sem fær annað sætið leiðir listann í hinu kjördæminu og svo raðast menn koll af kolli til skipt- is í kjördæmin. Athyglin þar mun einkum beinast að oddvitaslagnum milli dómsmála- ráðherra og utanríkisráðherra, þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörns- dóttur og Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar. Baráttan um næstu sæti á eft- ir verður þó sjálfsagt alveg jafn- athyglisverð. Langflestir frambjóð- endur tilgreina sæti, sem þeir óska eftir, og enginn biður um minna en 5. sætið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fimm þingmenn í Reykjavíkur- kjördæmunum. Lítið um ný andlit í framboði Fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík er úr vöndu að ráða, því auk ráð- herranna eru þrír þingmenn aðrir í framboði (Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen) og tveir varaþingmenn (Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Hildur Sverrisdóttir). Annar þeirra fv. varaborgarfulltrúi og hinn auk þess aðstoðarmaður ráðherra, en svo er raunar annar aðstoðarmaður einnig í kjöri (Diljá Mist Einarsdótt- ir) og einn fyrrverandi borgarfulltrúi (Kjartan Magnússon). Þá er í kjöri formaður upplýsinga- og fræðslu- nefndar flokksins, sem einnig situr í miðstjórn (Friðjón R. Friðjónsson). Þrír óbreyttir eru svo í kjöri, sem kalla má grasrótarframbjóðendur (Birgir Örn Steingrímsson, Ingibjörg H. Sverrisdóttir og Þórður Kristjáns- son), en ein þeirra er raunar formað- ur Félags eldri borgara í Reykjavík. Nær allt þetta fólk er vel kynnt meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík, áherslur og verk þekktar stærðir. Þorri frambjóðenda er fyrir í hópi helstu trúnaðarmanna flokksins, mjög á svipuðu reki, og því ekki gefið að mikil endurnýjun verði í þingliði sjálfstæðismanna í höfuðborginni nema fylgi flokksins aukist töluvert. Þátttaka í prófkjörum hefur verið upp og ofan undanfarin ár, en kunn- ugir telja að 4-5.000 manns kunni að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Þar er þó fráleitt á vísan að róa, sérstaklega í ljósi heimsfaraldursins sem riðlað hefur öllu félagsstarfi í landinu. Þannig er óvíst hvort hefð- bundnar kosningamiðstöðvar verði opnaðar eða fundir haldnir. Sím- hringingar eru þegar hafnar þótt kjörskráin liggi enn ekki fyrir og búist er við hörðum slag á fé- lagsmiðlum. Þröng á þingi í Reykjavíkurprófkjöri - Allir fimm þingmenn sjálfstæðismanna í borginni leita endurkjörs - Varaþingmenn, aðstoðarmenn og fyrrverandi borgarfulltrúar knýja dyra - Prófkjörsbaráttan mögulega með öðru sniði vegna Covid-19 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Borið hefur á því að einstaklingar mæli með að eitra fyrir köttum með því að blanda matvælum saman við frostlög, til þess að losna við ketti í nærumhverfinu. Voru ummæli á þessum nótum látin falla í athuga- semdakerfi við frétt Fréttablaðsins, sem fjallaði um hugsanlegt bann við lausagöngu katta. „Fiskur og frostlögur leysir svona vandamál,“ var skrifað við fréttina. Annar lesandi ritar: „Það hefur reynst vel í Hveragerði að marinera kjúkling upp úr frostlegi …“ Ummælin hafa verið tilkynnt til Matvælastofnunar (MAST) í sam- ræmi við tilkynn- ingaskyldu sem lögfest er í 8. gr. laga um velferð dýra, sem kveður á um að tilkynna skuli lögreglu eða MAST leiki grun- ur á að meðferð á dýrum brjóti gegn lögunum. Halldóra Björk Ragnarsdóttir, formaður Kattavina- félags Íslands, segir að erfitt sé að sanna hverjir beri ábyrgð á því að kettir drepist eftir að hafa innbyrt frostlög. Margir kettir drápust í Hveragerði haustið 2019. „Það hefur hingað til ekki verið hægt að standa neinn að verki né hafa uppi á einhverjum sem gerir svona lagað,“ segir Halldóra Björk Ragnarsdóttir, formaður Kattavina- félags Íslands. Hún bendir á tilkynn- ingaskyldu vegna gruns um meðferð á dýrum sem fer gegn lögum um vel- ferð dýra. „Mér sýnist þetta vera einhverjar hótanir frá þeim sem pirra sig út í ketti. Það eru margir þeim megin en þetta er auðvitað ekki rétta leiðin,“ segir hún. Ráðleggja að eitra fyrir köttum með frostlegi - Nokkrir hafa tilkynnt ummælin til Matvælastofnunar Halldóra Björk Ragnarsdóttir Opnað fyr- ir bókanir fljótlega Flugfélagið Play er komið með flugrekstrarleyfi fyrir eina af flug- vélum sínum. Fyrirhugað er að fyrsta flug þess verði 24. júní til Stansted- flugvallar í Lond- on. Opnað verður fyrir bókanir á allra næstu dögum. Forstjóri Play, Birgir Jónsson, sagði í samtali við mbl.is í gær að fé- lagið yrði komið með rekstrarleyfi fyrir þrjár vélar í lok júlí og lending- artíma á helstu flugvöllum í Evrópu, þar á meðal í Kaupmannahöfn, Par- ís, Berlín, London, Alicante og Ten- erife. Sagði Birgir að nú væri sigur- ganga félagsins að hefjast eftir hið langa og stranga ferli sem fylgi stofnun nýs flugfélags. „Þetta er svo sem ekkert óeðlilegt ferli við að stofna flugfélag. Þetta er auðvitað bara flókið, langt og dýrt ferli og þess vegna er ekkert skrýtið að þetta taki rúmlega eitt og hálft ár,“ sagði Birgir og bætti við að sömu kröfur væru gerðar til nýs flugfélags og annarra rótgróinna. Birgir sagði að 50 manns hefðu nú verið í vinnu hjá félaginu í um eitt og hálft ár. Hluti þess væru flugmenn og áhafnir sem hefðu þurft að við- halda þjálfun sinni. oddurth@mbl.is Birgir Jónsson - Play komið með flugrekstrarleyfi Sagt er að norður í Skagafirði séu hrossin ótelj- andi og enn bætist í hið stóra stóð þar um slóðir. Hryssurnar kasta nú hver af annarri og aðeins örskammri stundu eftir fæðingu brölta folöldin á fætur. Leita þá eftir kaplamjólk og vilja komast í móðurskjól rétt eins og dýrum merkurinnar á fyrstu dögum tilverunnar er eðlislægt. Víða má sjá hestamenn á ferðinni á fákum sín- um; fólk sem nú horfir til keppnishalds og reið- keppna sem vonandi verður hægt að halda í sum- ar. Útreiðartúrar upp til heiða og dala heilla líka, rétt eins og gaman er að fylgjast með ný- fæddum folöldunum stíga sín fyrstu skref á þess- um köldu vordögum. sbs@mbl.is Nepja hefur verið fyrir norðan að undanförnu, þurrviðrasamt, norðanátt og nýsnævi er í efstu brúnum hinna svipsterku Blönduhlíðarfjalla. Lítið sést enn til nýgræðings og bændur fara því gjarnan í úthagann með töðu í poka. Brátt mun úthaginn þó grænka og þá breytast allar að- stæður til hins betra. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Folaldið sækir í kaplamjólk í móðurskjóli Enn fjölgar í hrossastóðinu í Skagafirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.