Morgunblaðið - 17.05.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
sóttkvíarhóteli, sem myndi vonandi
létta á hótelunum, en flestir gesta
þeirra núna koma frá Póllandi.
Gylfi sagði sömuleiðis að búið væri
að ráða starfsfólk á Hótel Rauðará
og öll hótelin væru því hæfilega
mönnuð.
„Það hefur nú ekki verið erfitt fyr-
ir okkur að finna fólk. Eins og staðan
er núna er samningurinn við okkur
bara út þennan mánuð, það gæti ver-
ið erfitt ef við þurfum að fara að ráða
fólk í kannski eina eða tvær vikur.
En eins og staðan er núna erum við
þokkalega mönnuð,“ sagði Gylfi og
vísaði þar í samning Sjúkratrygg-
inga Íslands við Rauða krossinn um
rekstur á sóttkvíarhótelum. „Við
sjáum bara örugglega í næstu viku
hvert framhaldið verður á því,“ segir
Gylfi. Samningur SÍ við Rauða
krossinn um rekstur á farsóttarhús-
um verður áfram í gildi.
eru nokkrir sem við höfum þurft að
frávísa aftur til síns heima, en það er
enginn fjöldi,“ segir Arngrímur.
Hann bætir við að fyrirkomulagið sé
mun þægilegra fyrir þá farþega sem
koma bólusettir til landsins, en þeir
þurfa einungis að fara í eina sýna-
töku, og kemur niðurstaðan jafnan
samdægurs.
Samningur SÍ að renna út
Fjölgun ferðamanna til landsins
hefur kallað á fleiri rými á sóttkvíar-
hótelum, og gerði Gylfi Þór Þor-
steinsson, forstöðumaður farsóttar-
húsa Rauða krossins, ráð fyrir því að
Hótel Rauðará yrði tekin í notkun
sem slíkt farsóttarhús, en það hefur
áður verið notað fyrir einangrun inn-
lendra kórónuveirusjúklinga.
Gylfi Þór sagði að bráðum myndu
einstaklingar frá Spáni og Póllandi
geta sótt um undanþágu frá dvöl á
Fimm greindust með kórónuveiruna
í skimunum laugardagsins og voru
allir í sóttkví samkvæmt bráða-
birgðatölum almannavarna. Fjögur
smitanna voru í Skagafirði og ná-
grenni, en aðgerðastjórn almanna-
varna á Norðurlandi vestra ákvað
um helgina að aflétta í dag þeim sér-
stöku takmörkunum sem verið hafa í
gildi í Skagafirði og Akrahreppi und-
anfarna viku.
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni á Norð-
urlandi vestra, sagði í samtali við
mbl.is í gær að allt stefndi í eðlilegt
horf í sveitarfélaginu eftir þær hörðu
aðgerðir sem ráðist var í vegna hóp-
smitsins á Sauðárkróki. „Það er okk-
ar von að við séum komin með yfir-
höndina,“ sagði Stefán Vagn og
bætti við að gríðarleg samstaða hefði
einkennt bæjarfélagið meðan glímt
var við veiruna.
Mikið álag á landamærunum
Arngrímur Guðmundsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn í flugstöðvar-
deild lögreglunnar á Suðurnesjum,
sagði í samtali við mbl.is að álag á
landamærunum væri mikið, þar sem
upp undir þúsund farþegar færu nú í
gegnum Keflavíkurflugvöll á hverj-
um degi. „Það er stígandi í komu far-
þega til landsins og við sjáum bara
aukningu í spilunum,“ sagði Arn-
grímur.
Vegna þessa stendur til að færa þá
aðstöðu sem lögreglan hefur til að
skoða þau gögn sem farþegar leggja
fram, sem og aðstöðu til sýnatöku.
Með flutningnum verða fleiri vinnu-
stöðvar og starfsmenn sem geta ann-
að fjöldanum. Meðal annars standi
til að flytja skoðun á vottorðum far-
þega í komusalinn, en hún hefur ver-
ið í suðurbyggingu flugstöðvarinnar.
„Þar verður hægt að setja upp mun
fleiri vinnustöðvar þar sem verður
hægt að greina vottorð og sýnatakan
verður líka færð þangað,“ segir Arn-
grímur.
Hann segir að reglulega komi
hingað til lands einstaklingar sem
ekki uppfylli skilyrði um nauðsyn-
legar ferðir frá ákveðnum löndum.
„Það hefur verið eitthvað um að
hingað komi farþegar sem uppfylla
ekki skilyrði sem eru gefin fyrir svo-
kölluð rauð og dökkrauð lönd. Það
Aflétta takmörk-
unum í Skagafirði
- Upp undir þúsund farþegar fara í gegnum Leifsstöð á dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Komufarþegar Fjölgað hefur nokkuð í hópi komufarþega til landsins
síðustu daga og vikur og þarf því að fjölga sóttkvíarhótelum á næstunni.
Liðsmaður í íslenska Eurovision-
hópnum greindist smitaður af kór-
ónuveirunni í gær. Sá er ekki á með-
al þeirra sem stíga á svið næsta
fimmtudag en hópurinn er á leið í
skimun og bíður frekari fyrirmæla
frá Sambandi evrópskra sjónvarps-
stöðva (EBU). Þetta staðfesti Rúnar
Freyr Gíslason, einn skipuleggjenda
í íslenska hópnum, við mbl.is í gær.
Rúnar sagði það ekki verða gefið
upp hver smitaðist en viðkomandi
sé ekki í söngatriði Íslands eins og
fyrr sagði.
Hann segir að íslenski hópurinn
haldi ró sinni og sé bjartsýnn. Vitað
hafi verið fyrirfram að töluvert
væri um smit í Hollandi, þar sem
keppnin fer fram, og því hafi mátt
búast við þessu.
„Við erum bara róleg og bíðum
fyrirmæla. Svona er ástandið í
heiminum og við vitum að Holland
er rautt svæði og það eru smit
hérna,“ sagði hann og bætti við að
hópurinn hefði hlýtt öllum reglum
og fyrirmælum EBU síðan komið
var til Amsterdam.
Íslenski hópurinn dvelur á sama
hóteli og sá pólski en þar innan-
búðar kom upp veirusmit í gær.
„Við megum vera á tveimur stöð-
um; höllinni og hótelinu, og okkur
er leyft að fara í göngutúr utan-
dyra og í kringum hótelið. Maður
er því voða lítið innan um aðra,“
sagði Rúnar. Segir hann að bless-
unarlega sé utanumhald keppn-
innar gott og skipulag nokkuð
skýrt.
Veirusmit í ís-
lenska hópnum
- Enginn úr hljómsveitinni smitaður
Ljósmynd/Rúnar Freyr Gíslason
Hópurinn Íslenski hópurinn fer í skimun í dag vegna smitsins.
Guðbjörg Oddný
Jónasdóttir,
varabæjarfulltrúi
í Hafnarfirði,
sækist eftir 4.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins í Suðvestur-
kjördæmi, sem
fer fram dagana
10., 11. og 12. júní
nk.
Guðbjörg Oddný segir í framboðs-
tilkynningu sinni að það vanti full-
trúa ungs fjölskyldufólks á Alþingi
sem er í senn að ala upp börn, koma
sér upp heimili og skapa sér starfs-
vettvang.
„Mikilvægt er að hugað sé vel að
einstaklingunum, frelsi þeirra og
frumkvæði. Ég tala fyrir því að um-
gjörðin í málefnum barna virki þeim
til heilla. Ég brenn fyrir framþróun í
menntamálum og nýsköpun í
kennsluháttum. Einnig þarf að gera
ungu fólki auðveldara að eignast sitt
eigið húsnæði,“ segir Guðbjörg
Oddný.
Guðbjörg Oddný
býður sig fram
í 4. sætið
Guðbjörg Oddný
Jónasdóttir
Sauðburður í sveitum er nú vel á veg
kominn, ánægjulegur annatími hjá
bændum og búaliði. Í Víðimýrarseli í
Skörðum í Skagafirði búa þau Hólm-
fríður Jónsdóttir og Jón Gissurarson
bóndi með um 40 kindur og lömbin á
þessu vori verða á bilinu 60-70. Hér
sjást þau halda á þeim sem komu
undan þrílembu sem bar fyrir
nokkrum dögum. Víða um land er
aukafólk kallað til starfa í törn þess-
ari, en nauðsynlegt þykir að fólk sé
til taks og aðstoði í fjárhúsunum all-
an sólarhringinn meðan burður
stendur yfir.
Margt er þó að breytast í búskap-
armenningu þessari. Fé á vetrar-
fóðrum í landinu er nú um 414 þús-
und og hefur aldrei verið færra.
Sauðfjárbúskapur á ljóslega í vök að
verjast enda þótt margir haldi fé sér
til gamans. Eitt af ánægjuefnunum
þar er sauðburðurinn, því alltaf veit-
ir ánægju að sjá nýtt líf kvikna.
sbs@mbl.is
Lífið sjálft
í sauðburði
í sveitinni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi