Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021 Í skýrslu sem unnin var fyrir sjáv-arútvegsráðherra um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi er margt áhugavert að finna. Í kafla um gjaldtöku í sjávarútvegi segir að auðlindaskattar séu fátíðir um heiminn. Auðlindaskattur hafi ver- ið lagður á þegar kvótakerfið var tekið upp á Nýja-Sjálandi fyrir meira en þremur áratugum en hann hafi síðar verið lagður af og tekið upp gjald sem eigi að standa undir beinum kostnaði. Á Græn- landi sé ýmiskonar gjaldtaka, en endurskoðun fiskveiðilöggjafar- innar standi nú yfir. Í Færeyjum hafi fyrir fáeinum árum verið hald- in uppboð á aflaheimildum, en nú hafi ný stjórnvöld á eyjunum hætt við uppboðin. - - - Þar með eru upp talin dæmin umslíka skattheimtu í sjávar- útvegi í heiminum, en hann er hins vegar víða mikið niðurgreiddur og eins og fram hefur komið er Ísland eina ríkið í OECD sem niðurgreiðir greinina ekki. Í skýrslunni er jafn- framt bent á að aðrar þjóðir fram- leiði mun meiri fisk en við og að ís- lensk fyrirtæki séu ekki stór miðað við sjávarútvegsfyrirtæki annarra landa. - - - Þá segir: „Sú staðreynd að ís-lensku sjávarútvegsfyrirtækin geta staðist samkeppnina jafn vel og raun ber vitni er annars vegar merki um góða stjórn fiskveiða og fjárhagslegan styrk sjávarútvegs á Íslandi en einnig um bágt ástand í fiskveiðum annars staðar.“ - - - Þrátt fyrir þetta er samfellt tal ísumum stjórnmálaflokkum hér um að hækka sértæka skatta á sjáv- arútveginn. Hvað gengur þeim til? Ísland sér á báti STAKSTEINAR Morgunblaðið/Börkur Kjartansson • Verð frá: 250.000 m/vsk. • Stærðir 3-600 persónueiningar • Ekkert rafmagn • Meira en 2ja þrepa hreinsun • Verð frá 510.000 m/vsk. • Stærðir 3-1500 persónueiningar • Rafræn vöktun (valkvæmt) • Getur hreinsað eColi allt að 99,9% INNIFALIÐ Í VERÐI ANAEROBIX HREINSIVIRKI með síu yfir 90% hreinsun ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ allt að 99% hreinsun • Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald • Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl. • Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil • Mikið pláss fyrir seyru • CE vottað • Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum svæðum t.d við Þingvallavatn • Afhending á verkstað innan 100km frá Reykjavík • Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi komist óhindrað út í jarðveg Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Nokkuð var um þjófnaði og innbrot í gær samkvæmt dagbók lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Um klukkan 12:30 var t.d. tilkynntur þjófnaður úr verslun í miðbænum, en gerendur, sem voru þrír, voru farnir af vettvangi þegar lögregla birtist. Skömmu síðar sáu vegfar- endur til þriggja manna stela raf- magnsvespu í miðbænum, en þeir höfðu klippt á hjólalás sem var fest- ur í hjólið. Lögregla fann mennina nokkru seinna og reyndust þetta sömu aðilar og í þjófnaðarmálinu stuttu áður. Nokkuð um þjófnaði og innbrot í gær Andrés Magnússon andres@mbl.is Nokkuð hefur borið á frásögnum og hviksögum af því að fólk, sem bólu- sett hafi verið með bóluefni Astra- Zeneca, hafi ekki komist inn til Bandaríkjanna og verið snúið við á landamærunum á þeim forsendum. Morgunblaðinu hefur ekki tekist að staðfesta slíka frásögn, enda ganga þær þvert á hið almenna ferðabann sem Bandaríkin hafa sett, þar á meðal á Íslendinga. Á því eru þó ýmsar undanþágur, en bólusetn- ing skiptir þar ekki máli. „Ferðatakmarkanir til Bandaríkj- anna eru enn í gildi, óháð því hvort fólk er bólusett eða ekki,“ segir Pat- rick Geraghty, talsmaður banda- ríska sendiráðsins í Reykjavík, í svari til Morgunblaðsins. „Hins vegar eru ýmsar undanþág- ur á almenna banninu, þar á meðal til maka bandarískra borgara,“ segir hann og bætir við að allir ferðamenn til landsins, hvort sem þeir hafi verið bólusettir eða ekki, þurfi að framvísa nýju neikvæðu PCR-prófi eða vott- orði um yfirstaðin veikindi. „Okkur er ekki kunnugt um að landamæraverðir athugi hvort far- þegar til landsins séu bólusettir,“ segir Geraghty. Hafi menn undan- þágu frá almenna ferðabanninu megi þeir koma til landsins, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki, svo framarlega sem þeir fullnægja öllum öðrum skilyrðum til landvistar. Í leiðbeiningum sóttvarnastofnun- ar Bandaríkjanna (CVC) um ferða- lög er fólki eindregið ráðlagt frá ferðalögum nema það hafi verið bólusett með bóluefnum, sem fengið hafi leyfi bandaríska lyfjaeftirlitsins (FDA) eða Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (WHO). Bóluefni Astra- Zeneca hefur bráðaleyfi WHO. Bandaríkjaferð ekki háð bóluefni - Ferðabann enn í gildi óháð bólusetningu CBP Bandaríkin Undanþágur eru athug- aðar við komuna en bóluefni ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.