Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021
Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands
þar sem rætt verður við fjölda viðmælenda á hinum ýmsu sviðum skólans
auk nokkurra sérfræðinga sem eiga gott samstarf við skólann.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ Á dagskráHringbrautar
í kvöld kl. 21.00
Landbúnaðarháskóli Íslands
– skóli lífs og lands - síðari hluti
í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 21.00 í kvöld
• Mikilvægi orkutengdrar matvælaframleiðslu
• Loftslagsmál og landbúnaður
• Skipulagsfræði og landslagsarkitektúr
• Mikil sóknartækifæri og háir rannsóknarstyrkir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegagerðin leggur til ýmsar ráð-
stafanir til að auka öryggi á Flat-
eyrarvegi og draga úr hættu á að
vegurinn lokist vegna snjóflóða eða
snjóflóðahættu. Ein tillagan gengur
út á að mælingar með ratsjám á
helstu upptakasvæðum snjóflóða
verði notaðar til að kveikja á aðvör-
unarljósum og loka veginum. For-
manni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar
líst vel á tillögurnar.
Vinna við athugun á aðgerðum á
Flateyrarvegi hófst eftir snjóflóðið í
janúar 2020. Þær ganga út á að
treysta atvinnulíf og búsetu á Flat-
eyri en á sínum tíma kom fram að
uppbygging atvinnulífs, til dæmis
vegna fiskeldis, væri háð því að allt-
af væri hægt að komast til og frá
staðnum.
Dagar sem lokað er vegna hættu-
stigs snjóflóða eða snjóflóðahættu
eru ekki margir á meðalvetri, tveir
til þrír, enda alltaf opið sumar og
vetur en í slæmum vetrum geta orð-
ið verulegar lokanir. Oftar er
óvissustig og eru vegfarendur þá
hvattir til þess að vera ekki á ferð-
inni að nauðsynjalausu.
Heildarkostnaður 450 milljónir
Veðurstofan hefur verið að gera
tilraunir með ratsjármælingar í
Skollahvilft ofan Flateyrar. Snjóflóð
þaðan geta einnig runnið yfir veginn
austan við þorpið. Vegagerðin legg-
ur til að ljósabúnaður verði tengdur
við ratsjána og vaktstöð Vegagerð-
arinnar. Þegar snjóflóð fara af stað
mun kvikna á aðvörunarljósum sem
loka kaflanum. Líklegt er talið að
skipta þurfi kaflanum á Hvilftar-
strönd í þrennt svo tryggt verði að
bílar nái út af hættusvæði áður en
flóð nær að vegi. Þá leggur Vega-
gerðin til að Selabólsurð, sem er
innar í Önundarfirði, verði vöktuð
með sams konar ratsjá og aðvör-
unarljósum komið upp. Áætlað er að
þessi búnaður kosti um 150 milljónir
króna.
Jafnframt er lagt til að skeringar
ofan við veginn við Selabólsurð
verði víkkaðar til að draga úr hættu
fyrir umferð en þar falla flest snjó-
flóðin niður á veg. Efnið verði notað
til að lagfæra öryggissvæði veg-
arins. Loks er lagt til að sett verði
upp stálþil við valda staði á leiðinni.
Ef farið verður í allar þessar
framkvæmdir yrði kostnaður um
450 milljónir kr.
Lokanir stæðu skemur
„Þetta yrði mjög gott fyrsta skref
og myndi laga ástandið mikið,“ segir
Daníel Jakobsson, formaður bæj-
arráðs Ísafjarðarbæjar. Hann bend-
ir á að lokanir stæðu skemur, ef far-
ið yrði í þessar aðgerðir.
Samgönguráðuneytið sem óskaði
eftir tillögum Vegagerðarinnar lýsir
því yfir í bréfi til Ísafjarðarbæjar að
það muni leggja áherslu á að þessari
vinnu verði veitt brautargengi við
gerð tillagna að nýrri fimm ára sam-
gönguáætlun sem nú er undirbúin.
Vegagerðin bendir á í tillögum
sínum að þótt aðgerðirnar sem til-
lögur eru gerðar um muni bæta
ástandið og auka öryggi vegfarenda
tryggi þær ekki öryggi og greið-
færni. Jafnframt er vísað til fyrri til-
lagna Vegagerðarinnar um nýja
veglínu yfir Holtsós og nýjan veg og
vegskála undir Skollahvilft. Um þær
tillögur er ekki einhugur meðal
heimamanna vegna áhrifa á Holts-
ós.
Snjóflóðaratsjá loki veginum
- Lagt til að ratsjár á upptakasvæðum kveiki aðvörunarljós á Flateyrarvegi þegar snjóflóð falla
- Hugmyndir um stálþil og að víkka skeringar - „Mjög gott fyrsta skref“ segir formaður bæjarráðs
Ljósmynd/Ingvar Jakobsson
Flateyri Snjóflóð úr Skollahvilft ofan Flateyrar geta runnið að þorpinu og á Flateyrarveg og mannvirki innan við.