Morgunblaðið - 17.05.2021, Qupperneq 12
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Franski tryggingarisinn Axa upp-
lýsti um helgina að starfsstöðvar fé-
lagsins í Asíu hefðu orðið fyrir
gagnagíslatökuárás tölvuþrjóta.
Árásin náði til útibúa Axa í Taílandi,
Malasíu, Hong Kong og á Filipps-
eyjum, að því er Financial Times
greinir frá.
Athygli vekur að fréttir af árásinni
berast skömmu eftir að Axa tilkynnti
að félagið myndi ekki lengur bjóða
frönskum viðskiptavinum sínum upp
á gagnagíslatökutryggingar. Slíkar
tryggingar bæta fórnarlömbum
tölvuárása tjónið af að greiða tölvu-
þrjótum lausnargjald til að fá aftur
aðgang að gögnum sínum og tölvu-
kerfum. Að sögn FT á árásin að hafa
átt sér stað áður en Axa upplýsti um
breytinguna á tryggingaframboði fé-
lagsins í Frakklandi.
Axa, sem er í hópi fimm stærstu
tryggingafélaga Evrópu, ákvað fyrr í
mánuðinum að hætta að selja þessar
tryggingar á Frakklandsmarkaði og
bregðast þannig við ábendingum
þarlendra löggæslu- og tölvu-
öryggisstofnana, en gagnrýnendur
hafa bent á að gagnagíslatökutrygg-
ingar kunni að auka á vandann og
herða tölvuþrjóta í árásum sínum.
Greiðslur eins og olía á eld
AP greinir frá aðgerðaáætlun sem
Hvíta húsið gaf út í lok apríl þar sem
bent er á að með því að greiða tölvu-
þrjótum lausnargjald sé verið að efla
þá, ýta undir frekari glæpastarfsemi
og jafnvel fjármagna starf hryðju-
verkahópa. AP hefur eftir Brett
Callow, tölvuöryggissérfræðingi hjá
Emsisoft, að fyrirtæki og stofnanir
virðist viljugri að greiða tölvuþrjót-
um lausnargjald ef greiðslan kemur
ekki beint úr þeirra eigin vasa. „Eina
leiðin til að rjúfa þennan vítahring er
að stöðva fjárstreymið – og að hætta
að greiða út tryggingakröfur vegna
gagnagíslatöku kann að gera gæfu-
muninn,“ sagði Callow.
Er skemmst að minnast tölvuárás-
ar sem gerð var á kerfi Colonial-olíu-
leiðslunnar í Bandaríkjunum. Vegna
árásarinnar þurfti að loka olíuleiðsl-
unni og olli það miklum röskunum á
eldsneytismarkaði á austurströnd
Bandaríkjanna. Var lokað í tæpa
viku og lauk með því að stjórnendur
Colonial greiddu þeim sem að árás-
inni stóðu lausnargjald að upphæð
75 bitcoin, jafnvirði um það bil fimm
milljóna bandaríkjadala. Hafa
bandarískir embættismenn í kjölfar-
ið hvatt til þess að veita viðbótarfjár-
magn til stofnana og sveitarfélaga
svo þau geti bætt tölvuvarnir sínar.
Náðu í viðkvæmar upplýsingar
Í árásinni á Axa var notast við svo-
kallaðan Avaddon-hugbúnað og voru
það tölvuþrjótarnir sem greindu
fyrst frá árásinni með færslu sem
þeir birtu á huldunetinu. Þar sögðust
þeir hafa náð að koma höndum yfir
þrjú terabæt af gögnum frá trygg-
ingafélaginu. Gögnin hafa m.a. að
geyma persónugreinanlegar upplýs-
ingar um viðskiptavini Axa, þar á
meðal heilsufarsupplýsingar og upp-
lýsingar um tryggingakröfur þeirra.
Axa á eftir að sannreyna fullyrð-
ingar tölvuþrjótanna en segir að ef
rétt reynist að þeir hafi komist yfir
viðkvæmar upplýsingar verði gripið
til viðeigandi ráðstafana og við-
skiptavinum veittar þær upplýsingar
og stuðningur sem þeir þurfa.
Axa fórnarlamb tölvuárásar
MARCO BERTORELLO / AFP
Skotmark Tryggingarisinn Axa er nýjasta fórnarlamb tölvuþrjóta. Æ styttra virðist á milli stórra tölvuárása.
Klípa
» Deilt er um hvort fyrirtæki
auki á vandann með greiðslu
lausnargjalds.
» Árásin á Colonial-olíu-
leiðsluna gerði tölvuþrjóta
fimm milljónum dala ríkari.
» Axa ákvað fyrr í mánuðinum
að hætta sölu gagnagíslatöku-
trygginga í Frakklandi.
» Árásin á Axa nær til starf-
semi félagsins í fjórum Asíu-
löndum.
» Alvarlegar tölvuárásir virð-
ast vera að færast í vöxt.
- Félagið hafði skömmu áður ákveðið að hætta sölu gagnagíslatökutrygginga í
Frakklandi - Vaxandi umræða um að best sé að greiða ekki lausnargjald
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
17. maí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.47
Sterlingspund 175.31
Kanadadalur 102.65
Dönsk króna 20.292
Norsk króna 15.075
Sænsk króna 14.903
Svissn. franki 137.79
Japanskt jen 1.1391
SDR 179.16
Evra 150.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.5999
Hrávöruverð
Gull 1833.5 ($/únsa)
Ál 2422.5 ($/tonn) LME
Hráolía 67.0 ($/fatið) Brent
« Markaðsgreinandi Wells Fargo spáir
því að á komandi áratug muni banda-
rískir bankar fækka starfsfólki um
200.000 eða sem nemur 10% stöðu-
gilda. FT greinir frá þessu og segir að
ef rétt reynist muni það marka nýja
stefnu fyrir greinina en fjöldi starfa í
bandaríska bankageiranum hefur hald-
ist n.v. óbreyttur við tveggja milljóna
markið undanfarinn áratug.
Telur Wells Fargo að fækka þurfi
störfum til að bæta rekstrarafkomu
bankanna og um leið gera þá betur í
stakk búna til að bregðast við breyttri
neytendahegðun. Má reikna með að
störf í bankaútibúum og þjónustu-
verum séu í mestri hættu og stemmir
það við spá bandaríska atvinnumála-
ráðuneytisins sem áætlar að störfum
afgreiðslufólks í bönkum muni fækka
um 15% næsta áratuginn.
Bendir wells Fargo á að tækni-
framfarir og innreið fleiri aðila á lána-
markaði verði líklega til þess að saxist á
hefðbundin viðskiptasvið bankanna en
fyrirtæki eins og PayPal og Amazon eru
í hópi þeirra sem hafa verið að gera sig
meira gildandi á markaði með ýmiss
konar fjármálaþjónustu. Til að viðhalda
samkeppnishæfni sinni verði bankar því
að reiða sig meira á snjallar og sjálf-
virkar lausnir og um leið halda starfs-
mannafjölda í lágmarki. ai@mbl.is
200.000 störf hverfi í
bandarískum bönkum
STUTT
Rishi Sunak fjármálaráðherra Bret-
lands hyggst að svo stöddu ekki
taka þátt í verkefni ríkisstjórnar Jo-
es Bidens um að ríki heims taki
höndum saman um 21% lágmarks-
skatt á hagnað
fyrirtækja. Vill
Sunak að Banda-
ríkin geri fyrst
breytingar á
reglum um skatt-
lagningu alþjóð-
legra tæknirisa
svo tryggt sé að
þau greiði skatta
sína í þeim lönd-
um þar sem tekj-
urnar verða til, frekar en í heima-
landi sínu.
FT hefur eftir ráðherranum, sem
stýrir G7-hópnum um þessar mund-
ir, að hann myndi vilja taka þátt í
samstarfi um lágmarksskatt svo
fremi sem samstarfið verði víðtæk-
ara og tryggi að fyrirtæki greiði
ekki skatta sína „í Kaliforníu þegar
þá ætti að greiða í Bretlandi“.
Ríkisstjórn Bidens liggur á að
koma á samkomulagi um lágmarks-
skatt og hækka fyrirtækjaskatta
heima fyrir og vilja breskir embætt-
ismenn nota tækifærið til að gera
úrbætur á rótgrónum alþjóðlegum
skattareglum svo að alþjóða-
fyrirtæki verði skattlögð í þeim
löndum þar sem sala fer fram frek-
ar en þar sem þau hafa höfuð-
stöðvar sínar.
500 milljóna stafrænn skattur
Hefur skattlagning hagnaðar al-
þjóðlegra fyrirtækja af sölu staf-
rænnar þjónustu í Bretlandi verið
þarlendum stjórnvöldum sérstakur
þyrnir í augum. Snemma á síðasta
ári var ákveðið að leggja nýjan
skatt á stafræna þjónustu og áætlað
að nýi skatturinn verði til þess að
árlegur skattareikningur banda-
rískra fyrirtækja af starfsemi
þeirra í Bretlandi hækki um sem
nemur u.þ.b. 500 milljónum punda.
Sunak hefur lofað að leggja nýja
skattinn niður ef tekst að koma á
milliríkjasamningi sem kveður á um
breytta skattlagningu alþjóðlegrar
stafrænnar þjónustu.
Er reiknað með að Sunak freisti
þess að hækka skatta á fyrirtæki
upp í 25% árið 2023 en til saman-
burðar eru skattar á Írlandi mun
hóflegri eða aðeins 12,5%. ai@mbl.is
Bíða með að
styðja samráð
- BNA lagi skattlagningu tæknirisa
Rishi Sunak