Morgunblaðið - 17.05.2021, Side 15

Morgunblaðið - 17.05.2021, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021 Gæsir í golfi Það er ekkert grín að vera gæs, en þessar gæsir ákváðu að gera sig heimakomnar á einni flötinni eða „gríni“ hjá Golfklúbbi Álftaness. Eggert Í nýlegri skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi er fjallað með ítarleg- um hætti um innlenda matvælaframleiðslu, innflutning matvæla og aðfanga og mikilvægi þess að stjórnvöld móti stefnu um fæðuöryggi landsmanna. Í skýrsl- unni er fjallað um veik- leika íslenskrar matvælaframleiðslu og lagt mat á áhrifin ef upp kæmi skortur á aðföngum sem eru nauð- synleg fyrir framleiðsluna. Innlend matvælaframleiðsla stendur fyrir stórum hluta fæðu- framboðs á Íslandi og þá sérstak- lega prótíni. Garðyrkjan sér fyrir um 43% af framboði grænmetis, bú- fjárrækt um 90% af kjöti, 96% af eggjum og 99% af mjólkurvörum en aðeins um 1% í korni til manneldis. Framleiðslan er þó mjög háð inn- fluttum aðföngum, sérstaklega elds- neyti og áburði, en einnig fóðri og sáðvöru. Að nýta tækifærin til fulls Náttúruhamfarir, loftslagsbreyt- ingar, farsóttir, einangrun landsins og fleiri hættur geta ógnað fæðu- öryggi. Í áhættumatsskýrslu sem utanríkisráðuneytið lét vinna kemur fram að staða Íslendinga sé veikari en nágrannaþjóða þegar kemur að fæðuöryggi, þrátt fyrir að stefna stjórnvalda í almannavarna- og ör- yggismálum sé hluti af þjóðarörygg- isstefnu fyrir Ísland og þar sé tekið mið af ógnum sem tengjast lofts- lagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heil- brigðisöryggi og farsóttum. En það er vissulega jákvætt skref í rétta átt að stjórnvöld tali fyrir fæðuöryggi þjóðar og stefni að því að efla tæki- færi innlendrar matvælaframleiðslu til fulls, en þá þarf jafnframt að huga að framkvæmdinni. Með viðeigandi ráðstöfunum, t.a.m. birgðahaldi á aðföngum, væri hægt að tryggja meirihluta inn- lendrar framleiðslu í einhvern tíma, háð framleiðslugreinum. Þá eru mikil tækifæri sem liggja í að efla framleiðslu á korni, bæði sem fóðri fyrir búfé og til manneldis, efla úti- ræktun grænmetis og innlenda áburðarframleiðslu með bættri nýt- ingu hráefna. Til að tryggja að það land sem hentugast er undir ræktun tapist ekki undir aðra starfsemi þarf að liggja fyrir skýr stefna um land- notkun og flokkun landbúnaðar- lands af hálfu stjórnvalda og frá sveitarfélögum. Í Skandinavíu hefur á síðustu ár- um verið ráðist í umfangsmiklar að- gerðir með það að markmiði að efla kornrækt. Í tillögum til aukins fæðuöryggis með kornrækt, sem birtust í grein eftir Hrannar Smára Hilmarsson og Egil Gautason, komu fram hugmyndir um að hið opinbera myndi styðja við stofnun kornsam- lags hér á landi að norrænni fyrir- mynd. Áhugaverð tillaga sem vert er að skoða nánar því hún gæti leitt til verulegrar aukningar í fram- leiðslu á korni og þar með aukins fæðuöryggis. Hlutverk korn- samlagsins væri þá að kaupa, þurrka, geyma og selja korn til sér- hæfðra fyrirtækja í fóðurgerð og matvælaframleiðslu þar sem fram- leiðslan er núna mest háð innflutn- ingi á erlendu hráefni. Framlína ekki það sama og framlína Hlutverk stjórnvalda er að setja fram viðbragðsáætlanir sem tryggja fæðu- og matvælaöryggi, sjálfbærni í matvælaframleiðslu og birgða- geymslu matvæla. Stjórnvöld þurfa því að huga að matvæla-, fæðu-, neysluvatns- og fráveitukerfi sem þjóðhagslega mikilvægum innviðum til jafns við fjarskipta-, samgöngu- og orkukerfi landsins. Fæðuöryggi og heilbrigðisöryggi eru á allra vörum. Sjónarmið um mikilvægi staðbundinnar framleiðslu mun vaxa ef eitthvað er. Árið 2020 lokuðu margar þjóðir landamærum sínum fyrir fólksflutn- ingum. Veruleg hætta var á sam- drætti matvælaframleiðslunnar vegna minni umsvifa í flestum sam- félögum og takmörkunum á flutn- ingi vinnuafls milli landa. Röskunin sem þetta leiddi af sér hefur hækkað verð á ýmsum matvælum síðasta ár- ið, m.a. vegna þess að u.þ.b. þrjátíu ríki settu útflutningstakmarkanir á matvæli, þar á meðal stór útflutn- ingslönd á korni. Vissulega standa vonir til þess að faraldurinn sé á undanhaldi með tilkomu bóluefnis og bólusetningar ganga vel hér á landi og langflestir forgangshópar hafa verið bólusettir. Það kemur svo sem ekki á óvart að bændur og þeir sem starfa í frumframleiðslu matvæla og hrá- efna eru ekki í forgangi til bólusetn- ingar, þrátt fyrir að fæðuöryggi landsmanna teljist hluti af þjóðarör- yggisstefnu landsins. En að starfa í framlínu þýðir víst ekki það sama og að starfa í framlínu. Heilbrigðis- starfsmenn og viðbragðsaðilar starfa í framlínu, um það verður ekki deilt. En þá má velta því fyrir sér hvort þeir aðilar sem jafnframt bera ábyrgð á ómissandi innviðum á grundvelli þjóðaröryggisstefnu eigi ekki að vera skilgreindir sem hluti af forgangshópi til framtíðar litið? Í landbúnaðartengdum greinum eru þetta aðilar sem starfa við eftirlit í matvælaframleiðslu, ráðunautar sem leiðbeina bændum og dýra- læknar, en við búum við framsækna dýravelferðarlöggjöf hér á landi. Og hverjir eru það síðan sem þurfa að taka á móti þessum fagaðilum? Jú, það eru bændur og annað starfsfólk sem starfar í landbúnaði. Það er mikil ábyrgð sem stjórn- völd fela þeim sem starfa í íslensk- um landbúnaði og hafa með höndum framleiðslu matvæla komi til þess að innflutningur á aðföngum til lands- ins stöðvist. Því er mikilvægt að endalausnin sé skýr og fyrir hendi sé aðgerðaáætlun um hvernig fæðu- öryggi verður treyst. Eftir Gunnar Þorgeirsson og Vigdísi Häsler »Hlutverk stjórnvalda er að setja fram viðbragðsáætlanir sem tryggja fæðu- og matvælaöryggi, sjálf- bærni í matvælafram- leiðslu og birgða- geymslu matvæla. Gunnar Þorgeirsson Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Það var þetta með fæðuöryggið Vigdís Häsler Þessar vikurnar ræðir Alþingi stefnu- mörkun landsins í málefnum norður- slóða. Kveðið er á um að Íslandi muni sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli norðurskautsríkja í austri og vestri, taka virkan þátt og styðja við alþjóðlega sam- vinnu um málefni norðurslóða sem fest hefur sig farsællega í sessi. Þingsályktunardrög um norður- slóðastefnu sem Alþingi nú ræðir byggjast á niðurstöðum þver- pólitísks starfshóps, sem ég sat og skilaði nýverið tillögum meðal annars um eflingu Akureyrar sem miðstöðvar norðurslóðamála á Ís- landi. Lykilatriði stefnunnar er um þátttöku Íslands í alþjóðlegu sam- starfi um málefni norðurslóða á grundvelli gilda sem höfð hafa verið að leiðarljósi í íslenskri utanríkisstefnu um frið, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Ísland mun áfram styðja norðurskauts- ráðið og efla það sem mikilvæg- asta vettvang til samráðs og sam- starfs um málefni svæðisins. Þar sitjum við við sama borð og hin norðurskautsríkin sjö, auk fulltrúa frumbyggja, sem hafa tekið mjög virkan þátt í starfi ráðsins. Alþjóðasamningur um leit og björgun á norðurslóðum Í þremur tilvikum hafa aðild- arríki gert með sér lögbundna samninga um sameiginleg hags- munamál. Það er samningur um leit og björgun á norðurslóðum frá 2011, samningur um viðbrögð við olíumengun í norðurhöfum frá 2013 og samningur um vísinda- samstarf á norðurslóðum frá 2017. Að auki hefur vinna ráðsins mótað regluverk alþjóðastofnana til að mynda svonefndan pólkóða innan Alþjóðasiglingamálastofnunar- innar, þar sem eru sérstakar reglur um öryggi og umhverfis- vernd vegna skipa- siglinga á hafsvæðum heimskautasvæða. Sjálfbærni byggðarlaga Sjálfbærni er ann- að leiðarljós þeirrar norðurslóðastefnu sem Alþingi ræðir. Stefnunni er ætlað að taka mið af sjálf- bærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt þeim er hvatt til jákvæðra efna- hags-, félags- og umhverfislegra tengsla milli þéttbýlis, þéttbýlla svæða í borgarjaðri og dreifbýlis- svæða með því að styrkja áætlanir um byggðaþróun á landsvísu og innan svæða. Þannig eru lífsgæði, byggða- festa, samfélagslegt jafnræði og framþróun atvinnulífs órjúfanlega tengd sjálfbærni. Að sama marki miðar sú byggðaáætlun sem Al- þingi samþykkti fyrir árin 2018- 2024, að jafna beri tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjón- ustu, lífskjarajöfnun og stuðla beri að sjálfbærri þróun byggðarlaga um allt land. Leit og björgun á norðurslóð Mikilvægt atriði í norðurslóða- stefnunni er að byggja upp og styrkja viðbragðsgetu varðandi leit og björgun, auk viðbragða við mengunarslysum, með uppbygg- ingu innlends björgunarklasa og alþjóðlegs samstarfs. Björgunar- klasann þarf að byggja í samráði við Landhelgisgæsluna og aðra viðbragðsaðila. Á Akureyri, þar sem norður- heimskautsbaugur liggur í gegn- um nyrsta byggðakjarna, Gríms- ey, verður Norðurslóðamiðstöð Íslands. Þar hefur í hartnær alda- fjórðung byggst upp sterkur þekkingarklasi um norðurslóðamál sem samanstendur af skrifstofum á vegum norðurskautsráðsins, stofnunum og fyrirtækjum. Þær búa yfir mikilli sérhæfingu í mál- efnum norðurslóða, í innlendu og alþjóðlegu samhengi. Björgunarklasi og Norð- urslóðamiðstöð Íslands Staðsetja ætti þennan innlenda björgunarklasa á Akureyri. Styrkja þarf og byggja upp leit- argetu og björgun á norðurslóð, meðal annars í alþjóðlegu sam- starfi, en ekki síst á þeirri inn- lendu þekkingu sem fyrir er. Það fer vel á að slíkt starf sé byggt upp samhliða sterkum norður- slóðaklasa sem fyrir er við Eyja- fjörð. Björgunarklasann skyldi byggja samhliða þeirri miðstöð læknisfræðilegrar þjónustu sjúkraflugs í landinu sem fyrir er við sjúkrahúsið á Akureyri. Það fellur einnig vel að þeim metnaði forystumanna sjúkrahússins að verða í fararbroddi við þróun og notkun fjarheilbrigðisþjónustu. Það fer vel saman við þá menntun sjúkraflutningamanna á Íslandi sem nú er rekin við sjúkrahúsið hjá Sjúkraflutningaskólanum. Fyrir björgunarklasann mæla einnig mörg rök fyrir fastri stað- setningu þyrlu á Akureyri. Auk þess að vera miðsvæðis í landinu er augljós tenging við sjúkraflug sem staðsett er í bænum og læknar á Akureyri gætu mannað hluta þyrluáhafnar. Ólíkt borg- aryfirvöldum, sem hafa staðið gegn framþróun Reykjavík- urflugvallar, yrði leyfi til bygg- ingar flugskýlis auðsótt á Akur- eyri. Björgunarklasi á norðurslóðum Eftir Njál Trausta Friðbertsson » Leitar- og björg- unarklasi á norð- urslóðum á heima með þekkingarklasanum um norðurslóðamál á Akureyri. Njáll Trausti Friðbertsson Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis. ntf@althingi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.