Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
FÁST Í BYGGINGA-
VÖRUVERSLUNUM
Bestu undirstöðurnar fyrir
SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA
DVERGARNIR R
Frábær hönnun, styrkur
og léttleiki tryggja betri
undirstöðu og festu í
jarðvegi.
Skoðið nýju
heimasíðuna
islandshus.is
Af viðbrögðum við
fyrri grein um ársreikn-
ingaskrá þykir þurfa að
bæta í.
Ofbeldi og
meint lögbrot
Ársreikningaskrá
hefur í auknum mæli
beitt sér óhóflega gegn
reikningsskilum fyr-
irtækja og notað til þess
aðferðir sem ekki hæfa hóflegu fram-
ferði stjórnvalds. Fjölmargir árs-
reikningar sem voru sendir inn í góðri
trú á réttum tíma og skráðir hjá árs-
reikningaskrá urðu skyndilega óhæf-
ir með öllu, strikaðir út af skrá og
600.000 króna sektum hótað ef ekki
yrði brugðist við og þeir leiðréttir í
samræmi við ýtrustu smásmuguleg-
heit ársreikningaskrár. Það er auðvit-
að ólíðandi að ársreikningar séu veru-
lega rangir efnislega en það er ekki
umræðuefnið hér.
Sömu ársreikningar voru sendir
skattyfirvöldum sem grunnur skatt-
framtala án athugasemda og einnig
lagðir fram víða til nota í viðskiptum.
Að mati starfsmanna ársreikn-
ingaskrár urðu þessir ársreikningar
snögglega með öllu ónothæfir og
felldir af skrá og sektum hótað ef ekki
yrði bætt úr. Samt seldi ársreikn-
ingaskrá þessa sömu meintu gölluðu
ársreikninga dýrum dómi mánuðum
saman. Ársreikningaskrá hefur þann-
ig beitt sér óhóflega gegn meintum
röngum ársreikningum vegna ársins
2019. Gleymist þá yfirvaldinu að fara
að lögum.
Eftirfarandi eru viðbrögð endur-
skoðenda við aprílgrein í mbl.:
- óheppilega valin tímasetning eða
þegar endurskoðendur voru upp-
teknir við framtalsgerð einstaklinga
undir þröngum frestum sömu stofn-
unar
- uppsafnaður bunki leiðrétt-
ingabréfa frá ársreikningaskrá var
sendur út í mars 2021 og svarfrestur
á allan bunkann var einungis 30 dagar
- sem bráðaaðgerð virðist hún
óþörf til að leiðrétta ársreikninga árs-
ins 2019
- áður innsendir ársreikningar,
góðir til síns brúks, urðu skyndilega
ónothæfir
- þeir sem keyptu
ársreikninga fyrir leið-
réttingu þurfa vænt-
anlega að afla sér
nýrrar útgáfu en
vænta má að þeir viti
ekki af breytingum að
öðru jöfnu og því hags-
bótin engin
- smáfyrirtæki
þurfa að leggja í um-
talsverðan kostnað að
þarflausu við leiðrétt-
ingar sem bæta oft
sáralitlu við fyrri árs-
reikninga ársins 2019 hvað varðar
upplýsingagildi
- einróma álit endurskoðenda að
aðfarirnar væru óboðlegar og án alls
lögbundins meðalhófs
Það hefði fallið betur að meðal-
hófsreglu stjórnsýslulaga að gera
aðvart um annmarka og óska eftir
að úr þeim yrði bætt á næsta reikn-
ingsári. Það virðist hins vegar ekki
falla að geðþótta ársreikningaskrár.
Þvert á þetta þurftu félög að leggja
út í ómældan kostnað við minni hátt-
ar leiðréttingar með tilheyrandi
óþægindum og óþarfa kostnaði. Síð-
an er stutt í ársreikning næsta árs.
Grundvöllur reikningsskila
Ársreikningaskrá virðist telja að
reikningsskil skuli byggjast á lög-
fræði einni saman. Í 5. gr. ársreikn-
ingalaganna er tilvísun í reiknings-
skilareglur, sem er allt sem þarf að
vita um einn ársreikning:
Ársreikningur skal gefa glögga
mynd af afkomu, efnahag og breyt-
ingu á handbæru fé.
Í 5. gr. laganna er ítrekað fjallað
um að víkja skuli frá ákvæðum lag-
anna ef þau leiða ekki til hinnar
glöggu myndar. Hin glögga mynd
lýtur að reikningsskilareglum, ekki
lögfræði. Það stendur ekki í lög-
unum að notendur, ólæsir á tölur og
meðferð þeirra, skuli mataðir með
teskeið út í hið óendanlega. Árs-
reikningaskrá er ekki gefið það vald
að hafa að engu skýr ákvæði 5. gr.
Það er hægt að lúslesa lögbókina
en litlu verður hér bætt við og er
nægilegt samkvæmt lögunum að
stjórnendur félagsins eru ábyrgir
fyrir að ársreikningur gefi glögga
mynd af þessum fyrirmælum. Það
gildir einu þótt ársreikningaskrá
skilji reikningsskilin ekki, fyrir því
skilningsleysi eru aðrar ástæður.
Það má síðan velta upp þeirri
spurningu hvort ársreikningur sem
samþykktur er utan aðalfundar sé
lögmætur.
Kæruleiðir
Dæmi eru um að breytingar sem
ársreikningaskrá mælir fyrir um
geri mynd af starfsemi félaga
ógleggri en vera mætti. Engum
vörnum verður hins vegar við komið
enda kæruleiðir lokaðar og ekki tauti
við starfsmenn ársreikningaskrár
komið og rökræða ekki í boði, aðeins
valdið.
Lög um ársreikningaskrá eru
óheppileg að því leyti að kæruleiðum
er verulega áfátt. Ágreiningur verð-
ur ekki leystur án sekta og ná fyrir-
tæki þannig ekki rétti sínum kárínu-
laust. Sektir eru forsenda kæru, svo
undarlegt sem það er, fyrr er ekki
hægt að kæra. Þannig er þvingað að
breyta efnislega áður réttum árs-
reikningi sem verður þá opinber út-
gáfa hvað sem öðru líður. Það er ekki
í boði að fá frest til úrbóta og forðast
þannig yfirvofandi sekt.
Eftirlitið
Það þarf að vera mikið að til að
hefðbundinn ársreikningur venju-
legs fyrirtækis komi lesandanum
ekki að gagni. Ársreikningur fyrir-
tækis getur hafa verið nánast
óbreyttur að efni til áratugum saman
án þess að komið hafi til athuga-
semda af hálfu opinbers yfirvalds
þar til nú. Með einhverjum hætti
skildu yfirvöld áður fyrr mætavel
reikningsskil í öllum sínum ófull-
komleika.
En ráðherra þarf að tempra það
vald sem beitt er stjórnlaust gegn
fyrirtækjum landsins. Eftirlitinu er
ekki ætlað að þjóna lund hinna
lægstu hvata.
Eftir Jón Þ.
Hilmarsson »Það gildir einu þótt
ársreikningaskrá
skilji reikningsskilin
ekki, fyrir því skilnings-
leysi eru aðrar ástæður.
Jón Þ. Hilmarsson
Höfundur er endurskoðandi.
jon@vsk.is
Enn af ársreikningaskrá
Það virðist nokkuð
ljóst að nú er hafinn
nýr kafli í mannkyns-
sögunni. Loksins eru
farnar að birtast „rétt-
ar upplýsingar frá
réttum aðilum“.
Fimmtugsafmæli
fyrstu tungllending-
arinnar var nýtt til að
undirbúa lýðinn fyrir
„uppljóstrun aldar-
innar: Við erum ekki ein í heim-
inum“.
„Réttar upplýsingar frá röngum
aðilum“ er nokkuð sem fólk hefur
fremur átt að venjast, t.d. frá Steven
Spielberg og mörgum fleirum í mis-
jöfnum miðlum.
„Rangar upplýsingar frá réttum
aðilum“, samanber „skýringar“ yfir-
valda á t.d. atvikinu í Roswell 1947
er lítið könnunarfar óskilgreint fórst
eftir að ofursterkur radar var gang-
settur í herstöð nærri þessum litla
bæ í BNA, eru vel kunnar ásamt
óteljandi öðrum tilfellum þar sem
fjöldi vitna skiptir tugum, jafnvel
hundruðum.
„Rangar upplýsingar frá röngum
aðilum“ hrúgast auðvitað upp í kjöl-
farið, enda fyrirferðarmestar á þeim
markaði sem almenningur hefur
hvað greiðastan aðgang að. Ná-
kvæmlega eins og Þjóðaröryggisráð
Bandaríkjanna bjóst við á öndverð-
um sjötta áratug síðustu aldar þegar
alvarlega kom til tals að fundur
Bandaríkjaforseta og framandi aðila
færi fram opinberlega. (Ike mun
hafa verið til í það!) Þess í stað var
komið á fót þessari fjórföldu at-
burðarás sem ætlað var að „undir-
búa jarðveginn í fimmtíu ár“ – en
síðan eru liðin yfir sjötíu ár.
Vitnað hefur verið í
Enoksbók gamla testa-
mentis Biblíunnar, sem
er ugglaust ekki verri
heimild en mörg önnur
virðingarverð fornrit.
Nýja testamentið
stendur þó mörgum
miklu nær og þar er að
finna frásögn af því er
Jesús fór með tvo af
lærisveinum sínum upp
á fjall og mætti þar Elía
spámanni í eldvagni.
Kannski sú saga hafi verið rifjuð upp
þegar haldið var upp á 50. afmæli
Appollós 13. og þá sálarangist er sá
leiðangur olli okkur jarðarbúum á
sínum tíma. Allavega okkur krökk-
unum í Þinghólsskóla í Kópavogi.
Það var einmitt um sama leyti og
sovésku vísindamennirnir Vasil og
Sérbakow settu fram kenninguna
um að tunglið væri geimskip sem
vitsmunaverur (ef ekki guðir) hefðu
stýrt inn á þessa hárnákvæmu braut
um jörðina, sem haft hefur hin gríð-
arlegu áhrif með aðdráttarafli sínu,
bæði sýnileg (stóraukið fjöruborð)
og ósýnileg (stjörnuspeki m.a.). Svo
má ekki gleyma blessuðu „tunglslýs-
inu“ eða ljómanum (endurkasti
sólarljóssins) sem forfeður okkar og
-mæður treystu svo mjög á þegar
vetrarmyrkrið umlukti allt umhverfi
þeirra alla jafna.
Nú er aftur á móti vor í lofti og
bjartsýni á brá. Kannski rétti tíminn
til að leita að almættinu (lögmáli lífs-
ins).
Réttar upplýsingar
frá röngum aðila
Eftir Pál Pálmar
Daníelsson
Páll Pálmar Daníelsson
»Kannski rétti tíminn
til að leita að almætt-
inu (lögmáli lífsins).
Höfundur er leigubílstjóri.
Náttúra Íslands er
óviðjafnanleg og dýr-
mæt okkur öllum. Þeg-
ar við töltum af stað
með nesti og nýja skó
erum við alla jafna vel
búin, upplýst um veð-
uraðstæður og búin að
kynna okkur hvert
ganga skal það skiptið.
Annað er óráðsía í
landi sem getur auð-
veldlega boðið upp á
fjölda sýnishorna af veðri innan sama
sólarhrings.
Við getum heimfært þessar ferða-
aðstæður yfir á atvinnulíf okkar litla
lands. Dýrmæt eru störfin í smáu en
knáu hagkerfi 370 þúsund ein-
staklinga þjóðar. Krefjandi aðstæður
fela meðal annars í sér; hið titrandi
gengi krónunnar í alþjóðaumhverf-
inu sem við erum óhjákvæmilega og
eðlilega þátttakendur í sem og hvaða
atvinnuvegi skal helst næra og efla
innanlands svo okkur vegni sem best.
Þetta er dásamlega spennandi ferða-
lag allra sem í landinu búa, en við
þurfum að gæta að aðbúnaði atvinnu-
lífsins. Við erum því miður vanbúin
og getum auðveldlega bætt um bet-
ur.
Við erum með flís í fæti. Flís sem
veldur okkur óþægindum og tefur
okkur á atvinnugöng-
unni. Við gætum gengið
skarpar, náð betri
árangri og verið ánægð-
ari ef við myndum fjar-
lægja flísina. Það þarf
ekki nema eitt snöggt
handtak og við höldum
snarlega á flísinni í
hendi og segjum sigri
hrósandi: „Þetta var nú
mikill verkur yfir litlu
spreki!“ Flísin er að
sjálfsögðu jafnréttið
sem við eigum eftir að
raungera til fulls. Markvissar aðgerð-
ir að því að velja fjölbreytni í atvinnu-
lífinu eru flísatöngin sem mun grípa
flísina föstum tökum og fjarlægja.
Fjölbreytt atvinnulíf sem einkenn-
ist af grósku, samhug og samstöðu
um jafnan rétt, óháð kyni, aldri, upp-
runa og aðstæðum, er gönguleið sem
við eigum að velja. Fjarlægjum flísina
og ferðumst farsællega saman í flotta
landinu okkar.
Eftir Sigríði Hrund
Pétursdóttur
Sigríður Hrund
Pétursdóttir
» Flísin er að sjálf-
sögðu jafnréttið
sem við eigum eftir
að raungera til fulls.
Höfundur er eigandi Vinnupalla,
fjárfestir og FKA-kona.
Fjarlægjum flísina
Allt um sjávarútveg