Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021
Það var einn síð-
sumarsdag í lok 9.
áratugarins að ég
var að rölta um göt-
ur borgarinnar.
Allt í einu gekk ég fram á
skilti við hús sem tilheyrði ferða-
málaráði og þar stóð að nú stæði
yfir áheyrnarpróf leiðsöguskól-
ans á erlendum málum.
Þar sem ég hafði um skeið bú-
ið í Svíþjóð og hafði náð ágætis
tökum á því máli sló ég til og fór
inn. Þarna tók ég ein örlagarík-
ustu spor lífsins því nokkrum
dögum síðar var ég mættur í
✝
Ragnar Alex-
ander Þórsson
fæddist 28. júlí
1958. Hann and-
aðist 11. apríl 2021.
Útför Ragnars
fór fram 3. maí
2021.
Menntaskólann í
Kópavogi í fyrsta
tíma Leiðsöguskól-
ans.
Þarna var kom-
inn saman stór hóp-
ur, yfir 60 manns ef
ég man rétt. Eins
og oft er þá gætir
ákveðinnar feimni
og hlédrægni þegar
svo margir koma
saman án þess að
þekkjast.
En einn var sá maður sem
strax við fyrstu kynni skar sig
úr. Feimni og hlédrægni var
nokkuð sem ekki var til í orða-
forða þess manns. Hann kynnti
sig sem Ragnar Þórsson og var
komin með uppeldisbróður sín-
um Ólafi Auðunssyni til að læra
til leiðsögumanns.
Þeir voru búsettir á Selfossi
en höfðu alist upp á Skeiðunum.
Við náðum vel saman og hafði
ég strax mög mikla ánægju af
þessum kynnum.
Það þynntist í hópnum í skól-
anum og vorum við held ég bara
rúmlega 20 sem kláruðum.
Sum okkar komu lítið að leið-
sögn en önnur gerðu þetta að
aðalstarfi. Ég hef verið mikið
starfandi en tekið góðar pásur á
milli og sinnt öðru. Ragnar tók
hins vegar alveg frá byrjun starf-
ið mjög föstum tökum. Hann var
ofboðslega duglegur og mér
fannst hann alltaf vera að.
Þegar ég hugsa til Ragnars þá
koma orð móður minnar upp í
hugann, en hún sagði að maður
ætti að tala hátt, skýrt og lýta-
laust. Ekki þannig að Ragnari
lægi hátt rómur en hann hafði
þessa skýru rödd sem náði í
gegn.
Einnig hafði Ragnar sérstakt
lag á að segja skemmtilega frá og
koma með sinn vinkil á hlutina og
þótt maður væri ekki alltaf sam-
mála þá var bara svo gaman að
heyra hvað Ragnar hafði að
segja að maður gat ekki annað en
hlustað og brosað.
Hann var algjör snillingur í að
sjá það spaugilega í tilverunni.
Þau skipta sennilega hundruðum
skiptin sem ég hef setið á Geysi
eða Gullfossi í hádegishléinu á
Gullhringnum og hlustað á frá-
sagnir Ragnars og þegar hann
var í essinu sínu átti tíminn það
til að líða alltof hratt.
Ragnar gerði ökuleiðsögn að
sínu starfi. Hann var mikið
snyrtimenni og ég man aldrei
eftir honum nema í skjannahvítri
skyrtu. Skyrtan var svo hvít að
maður gat séð langar leiðir hver
það var sem var undir stýri. Þá
vissi maður einnig að nú yrði há-
degið fljótt að líða.
Nú er genginn sögumaður af
guðs náð.
Ég vil þakka Ragnari fyrir
frábæra viðkynningu og allar
stundirnar sem hann hefur stytt
mér.
Ég á virkilega eftir að sakna
míns hressa vinar.
Jón Örn Kristleifsson.
Ragnar Þórsson
Það er þungt yfir
mér þessa dagana
þar sem ég kveð
góðan vin. Síðustu
daga hef ég verið að
rifja upp kynni okkar og eftir
sitja góðar minningar og hugs-
unin um hlýja brosið hans. Það
var eitt sinn á unglingsárunum,
að ég var staddur sem oftar við
gamla Fram-völlinn undir Stýri-
mannaskólanum. Það stóð yfir
fótboltaleikur, þar sem Fram og
Valur áttust við, líklega var
þetta 3. flokkur. Það var fallegt
veður og rykið rauk upp af mal-
arvellinum, þar sem ungu fót-
boltamennirnir tókust á. Þetta
er mér minnisstætt vegna þess
að þarna sá ég Gulla í fyrsta
sinn. Miðað við félaga sína var
hann stór og stæltur strákur.
Þarna stóð hann á stuttbuxum á
réttum stað á vellinum, á milli
stanganna á markinu. Hann
varði markið af miklu áræði og
hörku, kastaði sér á milli stang-
Guðlaugur
Björgvinsson
✝
Guðlaugur
Björgvinsson
fæddist 16. júní
1946. Hann lést 4.
maí 2021.
Útför hans fór
fram 14. maí 2021.
anna og blóð lagaði
úr sárum á hnjám
hans. Þarna var
keppnismaður að
verki sem gaf allt
sitt í leikinn.
Guðlaugur var
þannig alla sína
ævi, bæði í leik og
starfi, lagði sig
fram af mikilli ósér-
hlífni. Ég kynntist
Guðlaugi fyrst í
gamla Versló á Grundarstígnum.
Hann lék knattspyrnu í yngri
flokkum með Val með góðum
árangri. Ég var í yngri árgangi í
skólanum en við náðum að spila
saman fótbolta ásamt mörgum
góðum köppum, því skólinn
sendi keppnislið m.a. til að etja
kappi við skólann í Bifröst. Gulli
hélt alla tíð mikla tryggð við sitt
gamla lið Val.
Árin liðu og heilladísirnar sáu
til þess að leiðir okkar lágu sam-
an á ný. Mér bauðst að koma til
starfa hjá MS þar sem Guðlaug-
ur var við stjórnvölinn. Samstarf
okkar Guðlaugs stóð yfir í tugi
ára og verkefnin voru spennandi
og krefjandi. Guðlaugur var far-
sæll yfirmaður og treysti starfs-
fólki sínu til að vinna verkin og
hafa frumkvæði. Hann var
skemmtilegur og með ríka
kímnigáfu sem ávallt var
skammt undan. Á þessum árum
efldist vinskapurinn og við áttum
góðar stundir saman í TBR og
spreyttum okkur í badminton.
Við lögðum stund á stangveiði
ásamt eiginkonum okkar Ragn-
heiði og Þórunni og svo eru
skíðaferðirnar til Austurríkis
ógleymanlegar.
Þær eru margar góðar minn-
ingarnar með Gulla. Það er sorg-
legt að vita að heilsa hans fór sí-
fellt versnandi síðustu árin. Þá
yfirgaf Þórunn þennan heim um
aldur fram og skyggði þetta mik-
ið á lífsgæði vinar míns. Blessuð
sé minning þeirra beggja.
Um leið og ég kveð minn
gamla vin og félaga votta ég
dætrum Guðlaugs og öllum ást-
vinum í fjölskyldu hans mína
dýpstu samúð og bið Guð að vera
með þeim á þessum erfiða tíma.
Baldur Jónsson.
Kær æskuvinur og traustur
vinur gegnum tíðina Gulli Björg-
vins hefur hvatt þessa jarðvist-
.Leiðir okkar Gulla lágu saman í
barnaskóla og síðan í gagn-
fræðaskóla Austurbæjar.Eftir
það skildu leiðir hvað skóla-
göngu varðaði,fórum í sitt hvora
áttina en það breytti litlu hvað
vináttuna snerti.Sameiginlegt
áhugamál okkar á þessum ung-
lingsárum var knattspyrnan,
báðir félagar í knattspyrnufélag-
inu Val,og lékum saman í yngri
flokkum félagsins fórum meðal
annars til Danmerkur þar sem
siglt var með Dronning Alex-
andrine út og heim með Gull-
fossi.Á þessum árum var ekki
mikið um ferðalög til útlanda og
var þessi ferð mikið ævintýri
fyrir okkur.Það er margs að
minnast frá okkar unglingsárum
en stutt var á milli heimilanna en
Gulli bjó á Miklubraut 42 en ég á
Eskihlíð 9. Alls staðar var hægt
að setja upp sparkvelli og fyrir
utan Valssvæðið var Klambrat-
únið helsti keppnisvöllurinn. Þar
voru settir upp leikir á milli
gatna og nálægra hverfa.Alltaf
var mikið fjör og tilhlökkun i
kringum þessa leiki.Nú er öldin
önnur.Oft kom ég á Miklubraut-
ina og alltaf var tekið vel á móti
mér af foreldrum Gulla sæmd-
arhjónunum Björgvini og Ástu.
Eftir því sem árin liðu og við
Gulli í ábyrgðarstöðum hvor á
sínu sviði voru samskiptin ekki
eins mikil og áður en vissum þó
alltaf hvor af öðrum og héldum
sambandi með t.d afmælis og
jólakveðjum.Það er oft þannig að
eiga góðan og traustan vin þarf
ekki alltaf að vera daglegur sam-
gangur. Þegar ég nú kveð þenn-
an æskuvin minn hrúgast upp
minningar frá mótunarárum
okkar og allar eru þær jákvæðar
og fallegar. Ég votta dætrum
Gulla, systur og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð og bið
Guð að styrkja þau í sorginni.
Hvíl í friði minn kæri vinur.
Lárus Loftsson
Elsku Sigga mín
er látin.
Við kynntumst í
píanókennaradeild
Tónlistarskólans
haustið 1967. Sigga hafði þá verið
í skólanum í mörg ár, en ég hafði
þá hætt í skólanum eftir að hann
flutti í Skipholtið og var í einka-
kennslu eftir það. Að koma inn í
skólann var mikið ævintýri en
líka margt nýstárlegt. Við vorum
þrjár í bekknum, ég, Guðrún
Guðmundsdóttir og Sigga, og
það var dásamlegt að kynnast
þessum stelpum. Sigga var af-
skaplega hlý og hjálpleg mann-
eskja og það fékk ég svo sann-
arlega að finna strax á fyrsta
degi. Við Sigga hittumst oft eftir
skólatíma og komum heim til
hvor annarrar, heimilið hennar
var yndislegt og foreldrar henn-
ar voru dásamlegar manneskjur.
Við vorum þó nokkur sem út-
skrifuðumst úr skólanum vorið
1969 og alltaf var það Sigga sem
hóaði okkur saman á stór-
afmælum, án hennar hefði það
farið fram hjá okkur og við ekki
átt okkar góðu stundir saman.
Nú sé ég að við áttum 50 ára út-
skriftarafmæli 2019 og það bara
Sigríður
Sveinsdóttir
✝
Sigríður
Sveinsdóttir
fæddist 27. nóv-
ember 1946. Hún
lést 18. apríl 2021.
Útför fór fram 3.
maí 2021.
rann fram hjá okk-
ur, því að Sigga mín
var veik.
Eftir að Sigga og
Guðmundur kynnt-
ust fóru þau bráð-
lega að huga að
byggingu einbýlis-
húss. Þau fengu lóð
en þá vantaði arki-
tekt. Og þá kom
Rúnar minn til sög-
unnar en hann
teiknaði húsið þeirra í Strýtuseli
7. Samstarfið við þau gekk af-
skaplega vel. Við vorum flutt er-
lendis, en það kom ekki að sök
því þau skoðuðu teikningarnar
sem hann sendi þeim af þeirri ná-
kvæmni og yfirvegun sem þeim
einum var lagið og þegar við
hringdumst á, þá var allt á
hreinu hvað þau vildu.
Sigga var mikil félagsvera og
formaður Félags tónlistarskóla-
kennara um árabil og var í mörg-
um stjórnum og nefndum fyrir
okkur tónlistarkennara. Það var
mikil gæfa fyrir okkur að hafa
Siggu í brúnni í öll þessi ár. Hún
var heilsteypt manneskja og var
föst fyrir á sinn rólega og yfir-
vegaða hátt ef á þurfti að halda,
en hún var líka góður hlustandi
og tók rökum. Ég þakka henni
allt það góða starf sem hún vann
fyrir okkur tónlistarkennara og
alla hennar hlýju og tryggð við
mig. Elskulegum dætrum henn-
ar votta ég mína dýpstu samúð.
Brynja Guttormsdóttir.
✝
Birgir Ragn-
arsson fæddist í
Reykjavík 22. nóv-
ember 1956. Hann
lést á bráðadeild
Landspítala 26. apr-
íl 2021. Foreldrar
hans eru Ragnar
Jónsson. f. 22.12.
1931 og Greta Jón-
asdóttir, f. 19.9.
1933, d. 5.8. 2018,
bændur á Brúsa-
stöðum. Alsystir Birgis er Krist-
rún, f. 28.7. 1962 og hálfsystkini
Gerður, f. 28.3. 1950, Hrönn, f.
8.10. 1952 og Sigfús, f. 16.3. 1954,
Kristinsbörn.
Birgir ólst upp á Brúsastöðum
við hefðbundin sveitastörf, gekk
í barnaskólann á Ljósafossi og
var í heimavist eins og tíðkaðist á
þeim tíma. Hann fór í gagn-
fræðaskólann í Vestmanna-
eyjum, en kláraði í
Hagaskóla. Hann
fór seinna í Iðnskól-
ann að læra prent-
iðn og lauk sveins-
prófi 1992.
Birgir kvæntist
Elínu Traustadótt-
ur, f. 28.12. 1960,
þann 10.6. 1982.
Þau skildu. Dóttir
þeirra er Júlía, f.
2.4. 1982.
Birgir las mikið og aflaði sér
fróðleiks víða, hann söng í kór
um tíma, æfði badminton og
hafði mikinn áhuga á íþróttum
almennt. Birgir vann síðustu ár
hjá Matfugli uns hann varð að
hætta vegna veikinda. Síðustu
árin bjó hann í þjónustuíbúð að
Hlaðhömrum.
Útförin fór fram í kyrrþey frá
Lágafellskirkju 6. apríl 2021.
Dagur líður, fagur, fríður,
flýgur tíðin í aldaskaut.
Daggeislar hníga, stjörnurnar stíga
stillt nú og milt upp á himinbraut.
Streymir niður náð og friður,
nú er búin öll dagsins þraut.
(Valdimar Briem)
Elsku pabbi. Nú ertu kominn á
betri stað og erfiðleikarnir að
baki. Það er ekki auðvelt að eiga
við þennan mikla heilsubrest sem
þú glímdir við síðustu ár. Þrátt
fyrir það kvartaðir þú aldrei og
tókst á við þínar aðstæður með
æðruleysi sem er ekki öllum gef-
ið. Sorgin að missa þig er mikil en
ég leita huggunar í því að nú þjá-
ist þú ekki lengur. Þegar við sát-
um saman og fórum yfir lífs-
hlaupið þitt rifjuðust upp góðu
stundirnar sem þú áttir og fyrir
veikindin eltir þú draumana þína.
Það er gott að eiga góðu minning-
arnar eftir.
Hvíl í friði elsku pabbi.
Þín
Júlía.
Birgir Ragnarsson
Kveðjum okkar
elstu systur eftir
langvinn veikindi.
Ljósmóðir, það
lýsir henni svo vel
bæði í lífi og starfi.
Alltaf brosandi eins og sólin,
geislandi fögur bæði innan sem
utan.
Tók stóran þátt í fæðingu
barna okkar, einnig hjá systur-
dóttur sinni Hrafnhildi.
Snillingur var hún í eldhúsinu,
elskaði ítalskan mat, handavinn-
an lék í höndum hennar, bæði
prjóna- og saumaskapur.
Naut sín í lestri rómantískra
bóka og las hún aðallega á ensku.
Uppáhaldsrithöfundur hennar
var Santa Montefiore.
Þóra fór sem au-pair til Am-
eríku í nóvember 1971 og eftir
María Jóna
Hreinsdóttir
✝
María Jóna
Hreinsdóttir
fæddist 11. febrúar
1953. Hún lést 1.
apríl 2021.
Útförin fór fram
8. apríl 2021.
áramót kom Maja
einnig sem au-pair
og kveikti það
áhuga okkar á að
ferðast, því upplif-
unin var mikil fyrir
ungar konur kom-
andi úr 5.000 manna
samfélagi á Akra-
nesi yfir í margra
milljóna samfélag.
Það eru afar ólíkir
heimar.
Í nokkur ár bjuggu Maja og
Þóra saman ásamt tveggja ára
dóttur Þóru, henni Hrafnhildi.
Við fórum á ferðakynningar-
kvöld á bingó og vann Þóra
þriggja vikna ferð til Sikileyjar
fyrir einn og það vildi þannig til
að samstarfskona Þóru vann líka
slíka ferð en vildi selja miðann
sinn og Maja keypti hann og út
fórum við. Fyrsta kvöldið hitti
Maja sinn lífsförunaut hann
Saro.
Það má segja að hann hafi ver-
ið hennar happdrættisvinningur.
Áfram heldur ævintýraþráin,
komin með tvö börn, Mariu og
Giuseppe (Peppino) og ákveða
þau að flytja til Sikileyjar keyr-
andi á Lödunni sinni fullri af far-
angri með viðkomu hjá Írisi í
Hamborg.
Dvölin á Sikiley var styttri en
áætlað var og fluttu þau heim aft-
ur.
Synir Bryndísar, Alex og
Kristófer, sem búa á Englandi
komu í nokkur skipti yfir sum-
artímann og dvöldu hjá Maju og
Saro, Alex í sumarvinnu, Krist-
ófer í fríi.
Við systur heimsóttum Bryn-
dísi til Englands á aðventunni.
Þessar ferðir voru dásamleg-
ar, mikið verslað, hlegið og borð-
að.
Stundum farið á tónleika eða í
leikhús. Þetta voru dýrmætar
stundir og við nutum samverunn-
ar í botn.
En svo kom að ekki var lengur
hægt að fara með Maju til út-
landa, þar sem sjúkdómurinn
taugahrörnun tók yfir og þá kom
Bryndís til okkar í staðinn.
Maja varð amma í fyrsta skipt-
ið í janúar á þessu ári, þar sem
Peppino og Anna Lilja eignuðust
son, frumburðinn sinn.
Mikil gleði er að Maja fékk að
upplifa að vera amma og ljómaði
hún þegar sá litli kom í heimsókn.
Ástar- og saknaðarkveðjur,
þínar systur,
Þóra, Bryndís og Íris.
Elsku eiginmaður minn, pabbi,
tengdapabbi, afi og langafi,
INGIMUNDUR GUNNAR HELGASON,
Bylgjubyggð 14, Ólafsfirði,
lést föstudaginn 7. maí.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju
föstudaginn 21. maí klukkan 14.00.
Arndís Friðriksdóttir
Sigríður Ingimundardóttir Jón Hjörtur Sigurðsson
Arndís Lilja Jónsdóttir Ágúst Örn Jónsson
Malín Mist Jónsdóttir Aþena Mist Ágústsdóttir
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi,
INGVAR SVEINBJÖRNSSON,
lést á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur
sunnudaginn 16. maí.
Eygló Óskarsdóttir
Óskar Örn Ingvarsson Kjartan Ingvarsson
Ágúst Ingvarsson Sólborg Erla Ingvarsdóttir
Skúli Ingvarsson makar og barnabörn