Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 27
á 21. mínútu áður en Caroline Hansen skoraði fjórða markið á 36. mínútu. Kvennalið Barcelona var stofnað árið 1988 en liðið lék einnig til úrslita í Meistaradeildinni árið 2019 þar sem það tapaði 4:1 fyrir Lyon í úrslitaleik í Búdapest. _ Leicester varð enskur bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar lið- ið lagði Chelsea að velli í úrslitaleik á Wembley í London á laugardaginn. Leiknum lauk með 1:0-sigri Leicester en það var Youri Tielemans sem skor- aði sigurmark leiksins á 63. mínútu. Belginn fékk þá boltann utan teigs, lét vaða á markið, og boltinn söng í net- inu. Þetta var í fimmta sinn sem Leic- ester leikur til úrslita um enska bik- armeistaratitilinn en liðið lék síðast til úrslita tímabilið 1968-69 þegar það tapaði 1:0 fyr- ir Manchester City á Wembley. _ Kúluvarparinn Erna Sóley Gunn- arsdóttir bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi á svæðismeistaramóti í Murfreesboro í Tennesse í Bandaríkj- unum í gær. Erna kastaði kúlunni 16,77 metra og bætti eigið Íslandsmet um fimm sentímetra en kastið skilaði henni öðru sæti á mótinu. Maia Camp- bell frá Texas-háskóla vann mótið með kast upp á 17,33 metra. Erna á bæði Íslandsmetið innan- og utanhúss en hún kastaði lengst 16,95 metra inn- anhúss í vetur. Erna keppir fyrir Rice University þar sem hún er að klára annað árið sitt. _ Hamar og KA eru í vænlegri stöðu eftir fyrstu leiki sína í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki sem fram fóru í gær. Hamar vann 3:1-sigur gegn Vestra á Ísafirði og þá vann KA 3:1-sigur gegn HK á Akureyri. Liðin mætast á nýjan leik á miðvikudaginn kemur en vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Íslands- mótsins. Fari svo að Vestri eða HK vinni síðari leikinn verður spiluð gull- hrina til þess að knýja fram sigurveg- ara. _ Willum Þór Will- umsson reyndist hetja BATE Borisov þegar hann kom inn af varamanna- bekknum og skoraði sigurmarkið í 3:2- sigri liðsins gegn Rukh Brest í hvít- rússnesku úrvals- deildinni á laugardaginn. Willum Þór kom inn á á 67. mínútu í stöðunni 1:2 fyr- ir Rukh Brest en hann skoraði sigurmark leiksins á 83. mínútu. Um var að ræða fyrsta deildarmark hans á tímabilinu en áður var hann búinn að skora tvö mörk í fimm bikarleikjum. BATE er eftir sigurinn í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, níu stigum á eftir toppliði Shakhter. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021 Selfoss er með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, eftir 3:1- sigur gegn Stjörnunni á Jáverks- vellinum á Selfossi í 3. umferð deild- arinnar á laugardaginn. Þetta var fyrsti heimaleikur Sel- fyssinga á tímabilinu. Liðið er með níu stig í efsta sætinu en Stjarnan bíður ennþá eftir sínum fyrsta sigri í deildinni og er með eitt stig í níunda og næstneðsta sætinu. _ Þá unnu Íslandsmeistaraefnin í Val 1:0-sigur gegn Fylki á Origo- vellinum á Hlíðarenda þar sem Mist Edvardsdóttir skoraði sigurmark Valskvenna á 25. mínútu. Valskonur eru í öðru sæti deildarinnar með sjö stig. Fylkiskonur eru á botni deild- arinnar án stiga en liðið á leik til góða á hin lið deildarinnar eftir að leik liðs- ins gegn Tindastól í annarri umferð- inni var frestað vegna kórónuveiru- faraldursins. _ Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu mikilvægan 3:1-sigur gegn Þór/ KA á Kópavogsvelli þar sem Agla María Albertsdóttir skoraði tvívegis fyrir Blika. Blikar eru með sex stig í þriðja sæti deildarinnar en Þór/KA er með þrjú stig í sjöunda sætinu. _ Þá unnu nýliðar Tindastóls sinn fyrsta leik í efstu deild þegar liðið fékk ÍBV í heimsókn á Sauðárkróks- völl. Leiknum lauk með 2:1-sigri Tindastóls en Tindastóll er með fjög- ur stig í fjórða sæti deildarinnar og á leik til góða á liðin fyrir ofan sig. ÍBV er í fimmta sætinu með þrjú stig. _ Þá gerðu Keflavík og Þróttur úr Reykjavík 2:2-jafntefli á HS Orku- vellinum í Keflavík. Keflavík er með tvö stig í áttunda sæti deildarinnar en Þróttarar eru í sjötta sætinu með þrjú stig. Selfyssingar með fullt hús stiga - Breiðablik og Valur á beinu brautina Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Tvenna Agla María sækir að marki Þórs/KA á Kópavogsvelli. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: HS Orkuvöllur: Keflavík – KA................. 18 Norðurálsvöllur: ÍA – Stjarnan........... 19.15 Kórinn: HK – FH ................................. 19.15 Meistaravellir: KR – Valur.................. 19.15 Mjólkurbikar kvenna, 3. umferð: OnePlus-völlur: Álftanes – Grindavík 19.15 Boginn: Hamrarnir – Völsungur......... 19.15 Kaplakriki: FH – Víkingur R .............. 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit kvenna, annar leikur: Dalhús: Fjölnir – Valur........................ 18.30 Blue-höllin: Keflavík – Haukar ........... 20.30 Umspil karla, undanúrslit, fyrsti leikur: Hveragerði: Hamar – Selfoss.............. 19.15 Ísafjörður: Vestri – Skallagrímur....... 19.15 Í KVÖLD! Úrslitakeppni karla 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Stjarnan – Grindavík............................ 90:72 Keflavík – Tindastóll ............................ 79:71 Þór Þ. – Þór Ak..................................... 95:76 Valur – KR.................................... (frl.) 98:99 Umspil kvenna 8-liða úrslit, annar leikur: Vestri – Njarðvík.................................. 48:92 _ Njarðvík vann einvígið, samanlagt 2:0. Tindastóll – ÍR...................................... 36:68 _ ÍR vann einvígið, samanlagt 2:0. Hamar/Þór – Ármann.......................... 67:76 _ Ármann vann einvígið, samanlagt 2:0. Stjarnan – Grindavík............................ 69:95 _ Grindavík vann einvígið, samanlagt 2:0. 57+36!)49, Olísdeild karla Grótta – Þór .......................................... 27:21 Stjarnan – Valur ................................... 31:28 Haukar – FH ........................................ 34:26 KA – ÍBV............................................... 29:27 Afturelding – ÍR ................................... 33:27 Selfoss – Fram...................................... 32:28 Staðan: Haukar 20 17 1 2 596:482 35 FH 19 11 4 4 561:526 26 Selfoss 20 11 2 7 526:504 24 Stjarnan 20 10 3 7 576:552 23 ÍBV 20 11 1 8 586:560 23 Valur 20 11 1 8 580:540 23 Afturelding 20 10 2 8 537:541 22 KA 19 8 6 5 511:492 22 Fram 20 8 2 10 528:525 18 Grótta 20 5 4 11 513:536 14 Þór Ak. 20 4 0 16 446:555 8 ÍR 20 0 0 20 470:617 0 Olísdeild kvenna 8-liða úrslit, annar leikur: Stjarnan – ÍBV ..................................... 26:29 _ ÍBV vann einvígið, samanlagt 2:0. Haukar – Valur..................................... 22:28 _ Valur vann einvígið, samanlagt 2:0. Umspil kvenna Undanúrslit, annar leikur: Fjölnir/Fylkir – HK ............................. 17:28 _ HK vann einvígið, samanlagt 2:0. ÍR – Grótta............................................ 23:22 _ Staðan í einvíginu er jöfn, 1:1. Þýskaland RN Löwen – Erlangen ........................ 26:30 - Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk fyr- ir Löwen. Coburg – Flensburg ............................ 25:29 - Alexander Petersson var ekki í leik- mannahópi Flensburg. Magdeburg – Leipzig.......................... 33:34 - Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist- jánsson er frá keppni. Kiel – Balingen .................................... 38:34 - Oddur Gretarsson skoraði fjögur mörk fyrir Balingen. Danmörk Úrslitakeppnin, 1. riðill: GOG – Bjerringbro/Silkeborg .......... 37:35 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimm skot í marki GOG. SönderjyskE – Kolding....................... 39:29 - Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir SönderjyskE. - Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot í marki Kolding. Úrslitakepnin, 2. riðill: Aalborg – Holstebro............................ 36:38 - Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. - Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir Tvis Holstebro. Skjern – Skanderborg ........................ 26:25 - Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyr- ir Skjern. Sviss 8-liða úrslit: Kadetten – Bern .................................. 24:27 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten sem leiðir 2:1 í einvíginu. Frakkland Aix – Chambéry................................... 29:28 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjög- ur mörk fyrir Aix. %$.62)0-# TINDASTÓLL – ÍBV 2:1 1:0 María Dögg Jóhannesdóttir 32. 2:0 Hugrún Pálsdóttir 51. 2:1 Clara Sigurðardóttir 79. M Bryndís R. Haraldsdóttir (Tindastóli) María D. Jóhannesdóttir (Tindastóli) Jacqueline Altschuld (Tindastóli) Hugrún Pálsdóttir (Tindastóli) Murielle Tiernan (Tindastóli) Liana Hinds (ÍBV) Hanna Kallmaier (ÍBV) Dómari: Valdimar Pálsson – 9. Áhorfendur: Ekki leyfðir. VALUR – FYLKIR 1:0 1:0 Mist Edvardsdóttir 25. M Bergdís Fanney Einarsdóttir (Val) Mist Edvardsdóttir (Val) Arna Eiríksdóttir (Val) Dóra María Lárusdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylki) Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Fylki) María Eva Eyjólfsdóttir (Fylki) Dómari: Steinar Berg Sævarsson – 6. Áhorfendur: Um 150. KEFLAVÍK – ÞRÓTTUR R. 2:2 1:0 Aerial Chavarin 10. 1:1 Shea Moyer 53. 1:2 Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir 56. 2:2 Amelía Rún Fjeldsted 67. M Natasha Anasi (Keflavík) Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Aerial Chavarin (Keflavík) Dröfn Einarsdóttir (Keflavík) Amelía Rún Fjelsted (Keflavík) Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti) Katherine Cousins (Þrótti) Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þrótti) Shea Moyer (Þrótti) Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þrótti) Dómari: Jóhann Atli Hafliðason – 8 Áhorfendur: 55. SELFOSS – STJARNAN 3:1 1:0 Anna María Friðgeirsdóttir 32. 1:1 Betsy Hassett 52. 2:1 Unnur Dóra Bergsdóttir 63. 3:1 Hólmfríður Magnúsdóttir 66. M Guðný Geirsdóttir (Selfossi) Anna María Friðgeirsdóttir (Selfossi) Eva Núra Abrahamsdóttir (Selfossi) Brenna Lovera (Selfossi) Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfossi) Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfossi) Ingibjörg L. Ragnarsd. (Stjörnunni) Betsy Hassett (Stjörnunni) Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason – 8. Áhorfendur: 131. BREIÐABLIK – ÞÓR/KA 3:1 1:0 Agla María Albertsdóttir 32 2:0 Agla María Albertsdóttir 51. 2:1 Sandra Nabweteme 56. 3:1 Tiffany McCarthy 62. M Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Breiðabliki) Tiffany McCarty (Breiðabliki) Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki) Áslaug M. Gunnlaugsd. (Breiðabliki) Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) Colleen Kennedy (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson – 8. Áhorfendur: Um 100. Haukar urðu deildarmeistarar í þrettánda sinn í sögu félagsins þeg- ar liðið vann stórsigur gegn ná- grönnum sínum FH í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, á Ásvöllum í Hafnarfirði í 20. umferð deildarinnar um helgina. Leiknum lauk með 34:26-sigri Hauka sem voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12, en Haukar eru með 35 stig í efsta sæti deildarinnar þeg- ar tveimur umferðum er ólokið í deildinni. FH-ingar koma þar á eftir með 26 stig en liðið á leik til góða á Hauka. _ Selfoss er komið í þriðja sæti deildarinnar eftir fjögurra marka sigur gegn Fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi, 32:28. Selfoss er með 24 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir tuttugu spilaða leiki, stigi meira en Stjarnan, ÍBV og Valur. Framarar eru svo gott sem úr leik í baráttunni um sæti í úr- slitakeppninni en liðið er með 18 stig í níunda sæti deildarinnar, fjórum stigum minna en KA, sem á leik til góða á Framara. _ KA er með örlögin í sínum höndum eftir þýðingarmikinn tveggja marka sigur gegn ÍBV í KA- heimilinu á Akureyri, 29:27. KA þarf nú eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum til þess að gulltryggja sæti sitt í úrslitakeppn- inni en liðið er í áttunda sæti deild- arinnar með 22 stig. ÍBV missteig sig hins vegar illa og er nú jafnt Stjörnunni og Val með 23 stig í fimmta sætinu. _ Stjarnan skaust upp fyrir Val í fjórða sætið með 31:28-sigri gegn Valsmönnum í TM-höllinni í Garða- bæ en Valsmenn eru með 23 stig í sjötta sætinu. _ Afturelding átti ekki í teljandi vandræðum með ÍR á Varmá í Mos- fellsbæ og vann fimm marka sigur, 33:27, en Afturelding er með 22 stig í sjöunda sæti deildarinnar og þarf stig til að tryggja sæti í úrslita- keppninni. ÍR er á botni deild- arinnar án stiga. _ Þá er Þór frá Akureyri fallinn úr deildinni eftir 27:21-tap gegn Gróttu í Hertz-höllinni á Seltjarn- arnesi en Þórsarar eru með átta stig í ellefta sætinu en Grótta er öruggt með sæti sitt í deildinni með 14 stig í tíunda sætinu. Meistarar í þrettánda sinn - Grótta tryggði sætið og felldi Þór ÍBV og Valur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik í gær. Valur vann öruggan sex marka sigur gegn Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði þar sem Lovísa Thomp- son fór mikinn. Leiknum lauk með 28:22-sigri Vals en Lovísa skoraði átta mörk í leiknum og var markahæsti leik- maður vallarins. Valur vann einvígið afar sann- færandi 2:0 en liðið mætir Fram í undanúrslitum Íslandsmótsins. Þá voru þær Harpa Valey Gylfa- dóttir og Hrafnhildur Hanna Þrast- ardóttir drjúgar fyrir ÍBV þegar liðið vann þriggja marka sigur gegn Stjörnunni í TM-höllinni í Garðabæ. Harpa Valey og Hrafnhildur Hanna skoruðu átta mörk hvor fyr- ir ÍBV sem vann 29:26-sigur en ÍBV leiddi 13:10 í hálfleik. ÍBV vann einvígið 2:0 og mætir deildarmeisturum KA/Þórs í und- anúrslitum en undanúrslitin hefjast sunnudaginn 23. maí. Morgunblaðið/Eggert Öflug Haukar réðu ekkert við Lovísu Thompson í Hafnarfirðinum í gær. ÍBV og Valur örugg- lega í undanúrslitin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.