Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ að er á allra vitorði að það getur verið dýrt að kaupa viðbótartryggingu þegar bíll er tekinn á leigu á ferðalagi erlendis, og gæti trygg- ingin jafnvel kostað meira en leigan. Margir telja sig geta sleppt viðbót- artryggingunum, s.s. vegna þeirrar bílaleigutryggingar sem fylgir mörgum betri greiðslukortum, en þegar betur er að gáð er kortatrygg- ingin háð ákveðnum takmörkunum. Einungis bestu kortin eru með sér- stakar bílaleigutryggingar, sem eru þá eingöngu viðbótarkaskótrygging og ábyrgðartrygging, en ekki sér- stök slysatrygging. Kortin innifela hins vegar almennt slysatryggingar, sem gilda m.a. um slys í bílum á ferðalagi erlendis. Sigurður Óli Kolbeinsson er fram- kvæmdastjóri tjóna- og stofnstýr- ingar hjá Verði og segir að greiðslu- kortatryggingin veiti ekki jafngóða vernd og ef fólk t.d. lenti í bílslysi á Íslandi: „Munurinn snýr aðallega að slysum sem kunna að verða á öku- manni og mögulega farþegum, og þá einkum ef farþegi og ökumaður eru tengdir. Algeng vátryggingaupphæð betri kortatrygginga er í kringum 12 milljónir króna að hámarki og er það ekki há upphæð ef um alvarlegt slys er að ræða.“ Ökutækjatryggingar á Íslandi greiða þannig mun hærri bætur vegna örorku og tryggja að öku- menn og farþegar njóti fullrar verndar. Sigurður Óli segir að til að flækja málin geti reglur verið mjög breytilegar á milli landa og í sumum löndum séu bílaleigur skyldaðar til að leigja bíla með góðum grunn- tryggingum á meðan skyldutrygg- ingar eru í lágmarki í öðrum löndum og vernda jafnvel bara þriðja aðila gegn tjóni en ekki t.d. ökumanninn. Bílaleigutryggingarnar leysa ekki allan vanda Þá þarf að skoða tryggingaskil- mála bílaleiganna vel, ef fólk hyggst verja sig með því að kaupa tryggingu frá þeim. Sigurður gerði óformlega könnun á þeim tryggingum sem voru í boði hjá alþjóðlegum bílaleigu- keðjum á Ítalíu og í Frakklandi og var ekki hrifinn: „Hjá einni bílaleig- unni voru í boði tveir flokkar trygg- inga þar sem ódýrari tryggingin greiddi allt að 7 milljónir vegna slyss og sú dýrari allt að 26 milljónir, sem er samt mun lakari vernd en fólk myndi fá með íslenskum skyldu- tryggingum ökutækja,“ útskýrir hann. „Þá eru þetta ekki ódýrar tryggingar og mætti orða það þannig að reiknað á ársgrundvelli eru upp- hæðirnar þannig að ég væri alls ekki ósáttur við að geta selt tryggingar á þessu verði.“ Spurður hvað er til ráða segir Sig- urður að íslensk tryggingafélög bjóði víðtækar slysatryggingar en sumum geti þótt kostnaðarsamt að kaupa þannig tryggingu til þess eins að hafa mjög góða tryggingavernd þá fáu daga á ári sem bíll er tekinn á leigu í útlandinu. Þá kunni einnig að vera möguleiki á að fá bætur úr hefð- bundnum fjölskyldutryggingum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Hátt flækjustig Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, tekur undir með Sigurði að tryggingaumhverfi bíla- leigubíla geti verið mjög flókið og erfitt fyrir fólk að átta sig á rétt- indum sínum og valkostum. Runólfur starfaði á sínum tíma hjá alþjóðlegri bílaleigu og veit að sala á trygg- ingapökkum er stór tekjuliður hjá mörgum bílaleigunum. „Þær viðbót- artryggingar sem bílaleigurnar bjóða snúa aðallega að því að minnka eigin áhættu ökumanns ef slys eða tjón ber að hendi,“ útskýrir hann. „Og stundum er einfaldlega verið að hafa fé af fólki.“ Runólfur hvetur ökumenn til að lesa tryggingaskilmála í þaula og hafa samband við tryggingafélög sín til að ganga úr skugga um hvaða verndar þeir njóta. Þannig geti t.d. sumir fjölskyldutryggingapakkar veitt góða sjúkra- og slysatryggingu á ferðalögum en mögulega undan- skilið slys vegna ökutækja. Að mati Runólfs er það verulegt vandamál hve mikilli óvissu neyt- endur standa frammi fyrir þegar þeir leigja bíl. Nógu erfitt sé fyrir suma að skilja skilmála íslensku trygginga- félaganna í þaula, og hvað þá átta sig á skilmálum bílaleiganna sem ritaðir eru á erlendu og lagatæknilegu máli. Viðskiptavinurinn sé líka oft settur í erfiða stöðu við afgreiðsluborð bíla- leigunnar, þreyttur og stressaður eftir langt ferðalag. „Starfsmenn bílaleiganna leggja stundum hart að fólki að kaupa tryggingar sem það hefur ekki endilega þörf fyrir,“ bætir hann við. Runólfur segir að FÍB fái endrum og sinnum á sitt borð mál þar sem fé- lagsmenn hafa lent í vandræðum með bílaleigur, s.s. ef deilt er um skemmdir og bótaupphæðir, og hefur félagið þá milligöngu til að gæta hagsmuna leigjandans. Íslendingar geta líka freistað þess að leita að- stoðar Evrópsku neytendaaðstoð- arinnar sem finna má á slóðinni www.eccisland.is. Muna að taka myndir af rispum Að sögn Runólfs eru viðmið bíla- leiganna mjög breytileg eftir löndum og sum vilji rukka fyrir minnstu risp- ur á meðan önnur kippa sér ekki upp við tiltölulega stórar dældir. „Sumar bílaleigurnar höfum við grunaðar um að reyna að rukka viðskiptavini fyrir sprautun á t.d. hurð vegna lítils hátt- ar rispu, og endurtaka svo leikinn með mörgum viðskiptavinum á eftir áður en bíllinn er sendur til spraut- unar.“ Þar til betri valkostir verða í boði á tryggingamarkaði ráðleggur Run- ólfur fólki á ferðinni að sýna aðgát þegar bíll er tekinn á leigu og fylgja nokkrum einföldum ráðleggingum: „Alltaf ætti að skoða bílinn vand- lega og taka myndir af minnstu skrámum sem fólk kemur auga á. Stundum þarf að sækja bílana í bíla- stæðahús þar sem birta er ekki góð og ætti þá að aka bílnum þangað sem lýsingin er betri og leita að dældum, rispum og hvers kyns skemmdum. Ef skemmdir hafa ekki verið merkt- ar inn á leigusamninginn ætti að hafa strax samband við starfsmann og benda á skemmdina, eða til vara senda tölvupóst á bílaleiguna með myndum af skemmdinni svo ekki leiki vafi á að bíllinn var skemmdur þegar hann var afhentur.“ Góð ráð að finna á YouTube Þá er gott að hafa vaðið fyrir neð- an sig þegar ekið er í ókunnugu landi og m.a. kanna hvort krafa er gerð um alþjóðlegt ökuskírteini (sjá nán- ar á slóðinni www.fib.is/is/ferdalog/ althjodlegt-okuskirteini) en bílaleig- ur geta gert alþjóðlegt skírteini að skilyrði varðandi útleigu á bíl. Run- ólfur segir að sumum geti líka þótt það mjög streituvaldandi að aðlagast umferðinni á nýjum stað enda hafi hvert land sín sérkenni þegar kemur að umferðarmenningu, vegahönnun og útliti merkinga og skilta. „Mörg- um finnst það hjálpa mikið að vera með leiðsögutæki frekar en t.d. að sitja með kort í fanginu, og svo er góð regla að gefa sér tíma til að læra á bílinn áður en lagt er í hann, s.s. með því að finna takkann til að stilla ljósin og kveikja á rúðuþurrkunum. Þá er upplagt að spyrja starfsmann bílaleigunnar hvort hafa þurfi ein- hverjar sérreglur í huga, s.s. um hægribeygjur á rauðu ljósi eða um forgang í hringtorgum,“ útskýrir hann og bætir við að FÍB aðstoði fé- lagsmenn og veitir ráð varðandi akstur erlendis.“ Þá mælir Runólfur eindregið með því að kíkja á YouTube áður en bíl er ekið í ókunnugu landi. „Það á við um næstum öll lönd að einhver hefur gert stutt myndskeið þar sem farið er í saumana á helstu atriðum sem erlendir ökumenn reka sig á.“ Kortatryggingarnar veita ekki endilega næga vernd Huga þarf vandlega að tryggingamálunum þegar bíll er tekinn á leigu erlendis. Sú vernd sem fæst með góðu greiðslukorti eða með því að kaupa við- bótartryggingu hjá bílaleigunni er hugs- anlega ekki eins góð og fólk heldur. AFP Viðskiptavinir bíða í röð hjá bílaleigu í Miami. Eflaust kannast margir lesendur við það álag og óvissu sem fylgir því að taka bíl á leigu erlendis. Reglurnar eru flóknar og viðskiptahættirnir misgóðir hjá bílaleigunum. Algeng vátrygginga- upphæð betri korta- trygginga er í kring- um 12 milljónir króna að hámarki og er það ekki há upphæð ef um alvarlegt slys er að ræða. Runólfur Ólafsson Sigurður Óli Kolbeinsson Góðar líkur eru á því að þú, lesandi góður, hafir aldrei heyrt um ítalska bílamerkið Automoboli Estrema. Framleiðandinn hefur nú kynnt nýjan of- urrafbíl sem mun afmá keppinautana af yfirborð- inu, ef svo mætti segja. Meira en nóg virðist aflið á fullhlöðnum fastefn- israfgeymi bílsins eða heil 2.040 hestöfl, eigi menn að trúa því sem sagt var er bíllinn var kynntur á bílasafninu í Tórínó. Með það úr að spila er Estrema Fulminea aðeins tvær sekúndur úr kyrr- stöðu í hundraðið en til að mynda eru keppnisbílar úr formúlu-1 svifaseinni á sprettinum. Mun þá reyna verulega á drifrásina en til að létta bílnum álagið dreifist það á fjóra rafmótora við hvert hjól. Til að undirstrika snerpu bílsins enn frekar er hann sagður ná topphraða eða 350 km/klst. á innan við 10 sekúndum. Vissulega glæsileg og ógnvekj- andi rennireið, ekki síst afturendinn en besti hluti bílsins er rafgeymispakkinn. Automobili Estrema segir hann tvíþættan og að hann samanstandi af bæði ofurskilvirkum storkuþéttum og fastefnis- sellum. Í þágu jafnrar þyngdardreifingar verður hvorum hluta rafgeymispakkans komið fyrir á tveimur stöð- um í bílnum í afar léttum kassa úr koltrefjaefni. Au- tomobili Estrema segir pakkann í heild vega aðeins 300 kíló og vera af áður óheyrðri rafþéttni, 500 kílóvött. Samanlögð afköst beggja hluta pakkans eru 100 kílóvattstundir og hlaða má bílinn úr 10% í 80% hleðslu á innan við kortéri með hraðhlöðu. Þá segir ítalski bílsmiðurinn að heildarþyngd Estrema Fulminea verði um 1.500 kíló sem er of- urlétt í samanburði við aðra rafbíla. Heiti Estrema Fulminea vísar til anda hönnunarinnar. Eldingin endurspeglar raforku, hraða og hreinorku en orðið fulminea þýðir á eldingarhraða. Af þessum áhuga- verða bíl verður aðeins smíðað 61 eintak, nái áform höfundanna fram að ganga en eintakið kostar jafn- virði um 250 milljóna króna. agas@mbl.is Raf-raketta tvær sekúndur í hundraðið Estrema Fulminea sprengir flest viðmið í smíði hrað- skreiðra bíla. Laufléttur og rándýr ofurbíll. Breska bílaritið Autocar stundar samanburðarfræði í gríð og erg þegar um bíla er að ræða. Njóta úttektir af því tagi vinsælda meðal les- enda ritsins og þótt víðar væri leitað. Eitt nýjasta viðfangsefni ritsins var að meta drægi rafbíla út frá raunaðstæðum. Rafgeymatækni fyrir raf- bíla og hleðslustöðvar tekur stöðugum framförum en hversu langt bíll getur ekið á einni hleðslu er spurning sem brennur ætíð á vörum. Uppgefnar tölur framleiðenda geta verið mjög breytilegar og jafnvel ókleift að ná þeim í akstri í venjulegri umferð. Systursíða Autocar á netinu, What Car?, spurði hversu langt bíll drægi á einni hleðslu. Rafbílar voru sendir í gegnum drægispróf þar sem tilgangurinn var að draga nákvæmlega fram hversu langt þeir kæmust áður en raforku þryti. Tekið skal fram að bílarnir voru búnir misjafnlega afkastamiklum rafgeymum en drægi þeirra mæld- ist sem hér segir: 1. Hyundai Kona Electric, 414 km =2. Jaguar I-Pace, 404 km =2. Kia e-Niro, 404 km 4. Tesla Model 3, 382 km 5. Tesla Model X, 372 km 6. Nissan Leaf e+, 347 km 7. Mercedes-Benz EQC, 332 km 8. Audi e-tron, 313 km 9. Renault Zoe R135, 307 km 10. Tesla Model 3 Standard Plus, 289 km agas@mbl.is Kona dró lengst allra rafbíla Morgunblaðið/AFP Hyundai Kona vekur verðskuldaða athygli á sýningu í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.