Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is M itsubishi Eclipse Cross PHEV er tvinngerð á grunni bensínútgáf- unnar af Eclipse Cross, sem raunar hefur fengið ágæta andlitslyftingu. Þetta er fjöl- skyldujepplingur og um margt sportlegri að sjá en menn eiga að venjast frá Mitsubishi, en þar á bæ eru menn yfirleitt frekar íhalds- samir í útlitshönnun. Sportlegur en ekki sportbíll Þrátt fyrir útlitið er Eclipse Cross enginn sportbíll, heldur þægilegur fjölskyldubíll, góður í innanbæjarsnattið en líka alveg prýðilegur í langferðir, svona að því marki sem drægið leyfir. Ec- lipse Cross PHEV getur farið allt að 45 kílómetra á rafmagninu ein- göngu, en með 2,4 lítra sparneyt- inni bensínvél og 13,8 KWst raf- hlöðu má komast allt að 600 kílómetra á tankinum. Þar fyrir ut- an endurhleðst rafhlaðan með við hemlun eða þegar ekið er niður á við. Það er því vel hægt að fara í sæmilega langan akstur án þess að fyllast hleðslukvíða. Sem fyrr segir er þetta sportleg- ur bíll að sjá og það á líka við um innra byrði bílsins. Þar hefur tals- vert meira verið lagt í hann en áð- ur og hann er þægilegur að vera í, hvort sem er í stuttum ferðum eða löngum. Rúmgóður að innan Þetta er ekki bíll í yfirstærð, en samt sem áður er mjög drjúgt pláss um ökumann og farþega fram í og alls ekki slæmt fyrir farþegana aftur í heldur. Þar geta fullorðnir vel komið sér fyrir til langferða án þess að kúldrast. Það þýðir að vísu að farangursrýmið er örlítið minna en búast mætti við, en þar má samt koma fyrir fullum helgarinn- kaupum, nokkrum hóflegum ferða- töskum, nú eða barnakerru. Fyrir ökumanninn er þetta þægi- legur bíll að sitja í, allt vel innan seilingar og snertiskjárinn hárrétt staðsettur, svo það þarf ekki að teygja sig í hann og hann er líka með sneriltökkum til þess að létta lífið í akstri. Og það er nóg af öll- um þessum fídusum sem gera akst- urinn þægilegri og öruggari, með bakkmyndavél og akstursviðvör- unarkerfi, sætishiturum, hleðslu- tengjum fyrir síma og öllu því. Þegar bíllinn er ræstur (lyk- illaust auðvitað) opnast lúga ofan á mælaborðinu og upp sprettur lítill sjónlínuskjár sem sýnir hraðann. Það er svolítill James Bond-bragur á græjunni, en hins vegar veltir maður því fyrir sér hvort þar sé ekki fullmargt sem geti bilað eftir því sem tíminn líður, hvort ekki hefði mátt varpa þeim upplýsingum beint á rúðuna. Rólyndislegur í akstri Sem fyrr segir er þetta sportleg- ur bíll að sjá, en hann er ekki til- takanlega sportlegur í akstri. Þann- ig er hann ekki með neitt sérstakt viðbragð þótt hraðapinninn sé stig- inn í botn. Ekki svo að það sé til neinna vandræða, en kemur samt eilítið á óvart. Eins eru aksturseig- inleikarnir bara svona og svona, hann getur verið svagur í beygjum, maður finnur svolítið fyrir misfell- um á veginum og hraðahindranir eru ekki vinir þessa bíls. En hann er þægilegur að öðru leyti og þegar maður er kominn á beinu brautina er fínt að láta Þýður og þægilegur Mitsubishi er kominn með tvinnútgáfu af fjölskyldujepplingnum Eclipse Cross, sem er sportlegur í útliti án þess að vera sportbíll. Útlitið er orðið aðeins gæjalegra en Mitsubishi leggur yfirleitt í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.