Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 14
Í villtustu draumum: Bugatti Veyron. Þetta er mjög hraðskreiður bíl, með 1.500 hestafla vél,
og sjaldgæfur. Það væri æðislegt að geta keyrt svona bíl hér á Íslandi en það eru of margar
hraðarhindranir á götum borgarinnar.
Einn ómissandi í viðbót: Ford Pickup 350. Það
er ómissandi að vera á svona tæki þar sem
maður er að ferðast út um allt land í kringum
akstursíþróttir og oftast með eitthvert keppn-
istæki í eftirdragi.
Sunnudagabíllinn: Ford Mustang
2020, á flottum felgum. Ég leita
mikið í bíla sem hægt er að keyra
hratt en samt vil ég hafa þægindin.
14 | MORGUNBLAÐIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
H
elga Katrín Stef-
ánsdóttir, formaður
Akstursíþrótta-
sambands Íslands, er
gott dæmi um það að bílaáhugi
fólks getur tekið á sig mjög ólíkar
myndir. Helga Kristín hefur verið
viðloðandi akstursíþróttir frá því
hún man eftir sér en hún hefur
samt takmarkaðan áhuga á að
setjast á bak við stýrið á trylli-
tæki og unir sér best utan braut-
ar. „Mér þykir skemmtilegra að
halda utan um skipulag og keppn-
ishald frekar en að keppa sjálf.“
Að sögn Helgu Katrínar er mik-
ið líf í tuskunum utan brautar og
þar gefst líka tækifæri til að
rækta vinskapinn við þann góða
hóp fólks sem stundar aksturs-
íþróttir. „Ég tala oft um að þegar
keppnisárið hefst hitti ég sumar-
fjölskylduna mína. Keppnisatburð-
unum fylgir skemmtilegur og
samheldinn félagsskapur. Góður
andi er í hópnum og allir af vilja
gerðir að vera hver öðrum innan
handar.“
Helga Katrín smitaðist af bakt-
eríunni í gegnum foreldra sína
sem voru virk í rallíkrossi á fyrri
hluta 10. áratugarins. Þaðan lá
leiðin yfir í torfæruna og í dag er
það sonur Helgu Kristínar sem
leggur stund á fjölskyldusportið
sem rallíkrossökumaður en Helga
Katrín tók við formannsstarfinu
hjá Akís snemma á síðasta ári.
Konur og hermar sækja á
Blessunarlega varð ekki mikil
röskun á keppnishaldi Akís í kór-
ónuveirufaraldrinum en Helga
Katrín segir að um 30% viðburða
hafi fallið niður og í sumum til-
vikum hafi keppnir þurft að fara
fram án áhorfenda til að fullnægja
sóttvarnareglum. „Ég er bjartsýn
á að þetta sumar gangi vel. Við
þurftum að færa tvo viðburði til í
byrjun sumarsins en það sem af er
keppnisárinu hefur allt gengið
ótrúlega vel.“
Helga Katrín segir aksturs-
íþróttir vera að sækja á og þykir
henni gaman að nefna að konur á
öllum aldri sjást æ oftar í keppn-
um. Hermikappakstur er sú grein
sem hefur vaxið hvað hraðast,
enda tiltölulega hagkvæm leið til
að komast inn í sportið en eins
hefur verið bætt við nýjum keppn-
issviðum eins og t.d. 1000-flokki í
rallíkrossi. „Í daglegu tali er þessi
flokkur stundum kallaður Yaris-
flokkurinn og hægt að keppa á til-
tölulega ódýrum bílum. Þá var ný-
lega gerð lagabreyting sem greiddi
fyrir þátttöku unglinga í aksturs-
íþróttum svo að í dag geta ung-
menni frá 15 ára aldri tekið þátt. Í
því sambandi er gaman að nefna
að í fyrstu umferð rallíkross um
helgina voru 24 bílar skráðir til
keppni og þar af 12 sem ekið er af
unglingum.“
Einfaldara að byrja
en fólk heldur
Margir ímynda sér að það sé
mjög kostnaðarsamt að stunda
akstursíþróttir enda þekkt að á
bak við t.d. teymin í Formúlu-1
eru heilu hóparnir af vélvirkjum og
verkfræðingum og eins og að reka
stórt fyrirtæki að halda úti keppn-
isliði. Helga Katrín segir að íþrótt-
in geti verið aðgengilegri en fólk
heldur og þannig eigi t.d. ekki að
þurfa að kosta áhugasama meira
en 100-200.000 kr. að koma sér
upp ágætis aðstöðu til að stunda
hermikappakstur heima í stofu.
„Fyrir marga keppnisflokka ætti
fólk að geta keypt sér mjög ódýran
bíl til að byrja keppni og má
reikna með að kosti um hálfa millj-
ón að koma fyrir nauðsynlegum ör-
yggisbúnaði eins og veltibúri.“
Þá þurfa keppendur ekki endi-
lega að greiða allan kostnað úr
eigin vasa. „Margir eru duglegir
við að sækja sér styrki til fyrir-
tækja og lágmarka þannig kostn-
aðinn.“
Svo má hreinlega mæta á æf-
ingu á heilmilisbílnum, ef því er að
skipta. „Hjá Akstursíþróttafélagi
Hafnarfjarðar eru t.d. haldnar æf-
ingar í drifti þar sem fólk kemur
einfaldlega á sínum óbreytta heim-
ilisbíl. Einnig er hægt að keppa í
hringakstri og kvartmílu í flokkum
sem eru fyrir ósköp venjulega
heimilisbíla.“
Draumabílskúr Helgu Katrínar Stefánsdóttur
Útlit fyrir gott akstursíþróttasumar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Helgu Katrínu þykir skemmtilegast að stússa á bak við tjöldin. Það er nóg að gera utan brautar.
Ljósmyndir:
Hondanews.com
Media.volvocars.com
Media.daimler.com
Corporate.ferrari.com
Newsroom.bugatti
Media.ford.com
Draumabílskúrinn
Fíni bíllinn: Mercedes-Benz GLE 2015. Flottur bíll sem mig hefur lengi langað að eignast.
Hann er á draumaspjaldinu mínu þannig að einn daginn verð ég akandi á þessum bíl. Þetta er
þægilegur bíll til að keyra en ég pæli mikið í þægindum bílsins þar sem ég er mikið á ferðinni.
Fyrir lottóvinninginn: Ferrari Sport 488 með opnanlegum toppi. Þennan fal-
lega bíl er unun að sjá. Hann hefur heillað mig í nokkur ár. Ég þekki ein-
stakling sem á rauðan Ferrari í bílskúrnum hjá sér og ég hef alltaf sagt að í
mínum bílskúr muni verða, þegar ég verð stór, eitt stykki rauður Ferrari.
Hinn fullkomni íslenski hversdagsbíll: Volvo
XC90. Finnst nýjasta árgerðin 2021 mjög
heillandi. Þarf að vera á bíl sem er aðeins
hærri en venjulegur fólksbíl þar sem ég er
mikið á ferðinni út um allt land. Ég er að
fylgjast með öllum akstursíþróttagreinum
og þarf að komast að rallleiðum sem eru t.d.
við rætur Heklu og inn að Djúpavatni.
Litli borgarbíllinn:
Honda Civic Type R
2020. Hef alltaf verið
hrifin af Hondu og hef
átt nokkrar í gegnum
árin. Þessi eyðir mjög
litlu bensíni og mætti
stundum halda að bíll-
inn framleiði það sjálf-
ur. Útlitið skiptir máli
og hann þarf að vera á
flottum sportlegum
felgum, helst blár á lit
og með dökkar rúður
að aftan.