Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 11
hraðastillinn á og láta bílinn líða áfram. Það er fyrir slíkan akstur, sem fjöðrunin er gerð, og af því þetta er fjölskyldujepplingur, þá er það að líkindum einmitt sá akstur sem hann er notaður í. Það fær sér enginn svona bíl til þess að fara í spyrnu eða bílaeltingaleiki í Þing- holtunum. Léttur í stýri Það þarf hins vegar að hrósa stýrinu, það er létt og nákvæmt, frábært til að leggja honum í þröngt stæði í Kringlunni, en kannski síðra þegar komið er á möl. Í því samhengi verður þó að minnast á að það má stilla bílinn fyrir akstur á möl (eða í snjó þótt ekki hafi reynt á það í reynslu- akstrinum) og sú stilling virkaði ágætlega. Þegar bensínvélin er keyrð heyr- ist líka að þetta er enginn sportbíll, það er svona frekar óspennandi niður án þess að það sé nokkur galli. Eiginlega alveg eins og mað- ur býst við fjölskyldubíl í þessum flokki, kannski alveg eins og það á að vera í svoleiðis bíl. Hljóðlátur en hefur vindgnauð Hins vegar er eilítið skrýtið að þó að maður finni lítið fyrir vél- arhljóði eða veghljóði, þá lekur miklu meira vindhljóð inn í bílinn en búast mætti við, aðallega við frampóstana. Ef vindurinn truflar er er gott að láta tónlistina tempra það. Hljómgæðin eru ágæt í bílnum (og má stilla mikið að eigin smekk), en græjurnar eru ekki yf- irmáta kraftmiklar. Græjurnar eru að vísu eitthvað mismunandi eftir tegundum og þá geta menn tengt snjallsímana við til þess að gera alls kyns kúnstir. Innra byrðið er sem fyrr segir þægilegt og það er líka frekar smekklegt án þess að vera íburð- armikið. Efnisvalið er gott og þótt nóg sé af plastinu, þá er það hvorki ódýrt í útliti né viðkomu. Það er ekki leður á sætunum, en efnið er sterklegt og þægilegt (og lítur út fyrir að það sé auðvelt að þrífa það ef ísbíltúrinn endar með ósköpum). Praktískur fjölskyldubíll Þar sem þetta er tvinnbíll má gera ráð fyrir að reksturinn á hon- um verði ekki verulega þungbær, þó að tölurnar gefi til kynna að hann sé ekki yfirmáta sparneytinn. En hann er afar þægilegur í öll- um venjulegum akstri fyrir vísi- tölufjölskylduna með nægt rými að innan, en hóflega mikið að utan, svo að það er auðvelt að fara um þröngar götur og í þröng stæði. Enn frekar auðvitað þar sem sjá má afstöðu nálægra bíla, auk þess sem bakkmyndavélin kemur sterk inn þegar mest á reynir. Þegar það þarf meira pláss undir farangur en skottið leyfir má svo vitaskuld leggja sætin aftur og þá er hann talsvert notadrýgri en ætla mætti í fyrstu. Öll þessi þægindi koma svo einn- ig í góðar þarfir á lengri ferðum og sætin eru fullboðleg í slík ferðalög. Fjölskyldubíll í dulargervi Hið eina, sem út á mætti setja er að snerpan mætti vera ögn meiri, en á móti kemur að það er ekki unnt að gera of miklar kröfur að því leyti á bíl, sem er ætlaður sem fjölskyldubíll. Þar er það kannski einmitt sportlegt útlitið sem vekur einhverjar óraunhæfar og óþarfar vonir um slíkt. Þetta er nefnilega fjölskyldubíll í dul- argervi. En meðan maður lætur það ekki setja sig út af laginu og man eftir því til hvers þessi bíll er gerður, þá eiga menn að vera ánægðir með Mitsubishi Eclipse Cross. Í því samhengi er líka rétt að hafa verðið í huga sem er ágætt, sérstaklega auðvitað tilboðsverðið, þótt síðan megi auðvitað bæta við það með aukabúnaði eftir því sem hugurinn býður. Afturendinn á Eclipse Cross er með hefðbundnu lagi, raunar hefðbundnara en á fyrri árgerðum. Afturrúðan er aðeins minni og ekki lengur tvískipt. Sem er til bóta. Morgunblaðið/Eggert Það er ágætisrými fyrir farangur aftur í, en farangursrýmið er minna fyrir vikið. Lítið er hægt að finna að áferðargóðri umgjörð ökumannsins. Felgurnar eru býsna sportlegar, sem hæfir útlitinu á Eclipse Cross. Vélarrýmið er vel notað í þessum tvinnbíl, öllu vel fyrir komið. Það er nær að tala um gírhnúð en -stöng. Hann er þægilegur í notkun. Mitsubishi Eclipse Cross er vígalegur að sjá, þótt hann sé enginn sportbíll í akstri, held- ur notalegur og notadrjúgur fjölskyldujepplingur. Hann kann bæði á snjó og möl, en á lítið erindi utanvega. MORGUNBLAÐIÐ | 11 » Bensínvél 2,4 l, fjórir ventlar og tveir rafmótorar. » Fjórhjóladrif » 204 hö., 184 Nm » 0-100 km/klst. á 10,9 sek. » Hámarkshr. 162 km/klst. » CO2 losun 46 g/km WLTP (39 NECD) » Eyðsla í blönduðum akstri 1,7 l /100 km » Eigin þyngd: 1.900 kg » Umboð: Hekla » Verð frá 5.390.000 kr. (kynningarverð 4.990.000 kr.) » Verð á prófuðum bíl - 6.290.000 kr. (kynningarverð 5.890.000 kr.) Mitsubishi Eclipse Cross PHEV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.