Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ | 9 Í farangursrýminu má finna fjóra ágæta hanka til að hengja á inn- kaupapoka, en einnig fylgja bílnum lítil skilrúm. Þau er hægt að festa með frönskum rennilás á skottgólfið til að stífa af hluti svo þeir rúlli ekki út um allt þegar ökutækið er á ferð. Sígildir Skoda-aukahlutir eru ekki langt undan. Regnhlífin er á sínum stað í ökumannshurðinni og rúðusköfu er haganlega komið fyrir í afturhleranum. Bíllinn er með glæsilegan 13 tommu snertiskjá í miðjunni frammi í sem er bæði skýr og auðveldur í notkun. Fyrir neðan skjáinn er takkabrík sem er tengd við skjáinn en þar er hægt að ýta á hnappa til að kalla fram miðstöðvarstillingar og fleira. Neðsti hluti skjásins er upp- sveigður lítið eitt en þar er hægt að renna fingri til að hækka og lækka í tónlistinni, sem er mjög skemmti- legur eiginleiki. Hiti er í sætum og takkinn til að hita stýrið er í stýrinu sjálfu. Bíllinn er innréttaður með fáguðu tauáklæði. Aukinn beygjuradíus Undir bílnum eru nítján tommu dekk. Afturdekkin eru breiðari en framdekkin, sem gefur bílnum betri aksturseiginleika. Bifreiðin er aft- urdrifin og því er beygjuradíusinn einnig meiri en væri hún framdrifin. Einn skemmtilegur eiginleiki sem vert er að minnast á er að aftur- ljósin loga alltaf á bílnum. Ekki er þörf á að kveikja á þeim sérstak- lega. Þetta er öryggisatriði. Skoda Enyaq er rúmgóður og notadrjúgur bíll sem á án efa eftir koma vel til greina hjá öllum þeim sem hafa beðið eftir meira úrvali af stærri rafmagnsbílum með góða drægni. Auk þess er hægt að fá bíl- inn í dýrari útgáfu með opnanlegu glerþaki og hita í aftursætum svo eitthvað sé nefnt. irferðarmeiri. Í bílnum er þónokkuð af rúmgóðum geymslum. Hanska- hólf, hólf í miðjunni milli sæta, hólf undir gírskiptingunni, hólf í hurðum og svo í miðjunni hjá gírskipting- unni. Einnig er lítið geymsluhólf sem opnast með takka vinstra meg- in við stýrið. 585 lítra skott Talandi um geymsluhólf þá er skottið einnig stórt og rúmgott, 585 lítrar, auk þess sem hægt er að grípa þar í sveifar og fella niður aft- ursætin. Til að fullkomna plássið grípur maður gólfplötuna og hækk- ar hana upp til að gera afturrýmið slétt alla leið. opna aftur í skott og stinga inn löngum hlutum eins og skíðum eða timbri. Höfuð- og fótapláss er gott og útsýni sömuleiðis, bæði fram og aftur og út til hliðanna. Þá geta aft- ursætisfarþegar sett síma sína í þar til gerða vasa á sætunum, horft á Netflix og dregið niður gardínurnar á meðan. Bíllinn er að mörgu leyti einfald- ur. Til dæmis er skjárinn í mæla- borðinu beint fyrir framan ökumann óvenju lítill en í raun þarf hann ekk- ert að vera stærri. Þá minnir gír- skiptingin á rafmagnsrúðuopnara, svo lítil og nett er hún. Líkt og raun- in er með hraðamælaskjáinn þá þarf gírskiptingin ekkert að vera fyr- Sagt er að Skoda vilji halda grillinu enn um sinn upp á punt, en síðar meir muni það hverfa. Undir húdd- inu er meðal annars varmadæla sem eykur virkni miðstöðvar og drægni. Einnig má þarna finna tank undir rúðupiss og fleira. Fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar maður sest upp í öku- tækið og stígur á „bensínið“ er hve praktískt það er og notadrjúgt. Þar á ég einkum við að innra byrðið er rúmgott og auðvelt er að fara inn og út úr bifreiðinni. Aftur í er pláss fyr- ir þrjá fullorðna, en þegar tveir sitja þar saman geta þeir fellt niður miðjubrík og fundið þar hólf fyrir tvo drykki. Ennfremur er hægt að Morgunblaðið/Árni Sæberg Hér má setja tvo drykki. Einnig má opna lúgu aftur í skott. Hæfilega stórt mælaborð er í bílnum og glæsilegur 13 tommu upplýsingaskjár. Allt eins og það á að vera. Engin vél er undir húddinu en þar má finna varmadælu og rúðupiss m.a. » Árgerð 2021 » 77 kWst rafhlaða » Drægni allt að 536 km » Afturdrif » 310 hestöfl » 0-100 km/klst – 8,5 » Hámarskhraði 160 km/klst » CO2-losun 0 g/km » Eigin þyngd 2.090 kg » Stærð farangursrýmis 585-1.004 l » Umboð HEKLA » Grunnverð 5.790.000 kr. » Verð eins og prófaður 6.490.000 kr. Skoda Enayq – Ambition Vel fer um ökumann og farþega í framsæti enda er bíllinn rúmgóður. Bíllinn er búinn fáguðu tauáklæði. Útsýni er gott um hliðarspeglana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.