Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 6
Starf akstursíþróttafélaganna er komið á fullt og von á annasömu sumri. Ljósmyndari Morgunblaðsins náði nokkrum myndum af æfingu á aksturssvæðinu í Kapelluhrauni um síðustu helgi. Þar var gleðin við völd og líf í tuskunum. Keppnisárið hófst 8. maí síðastlið- inn með torfærukeppni á Hellu og um síðustu helgi fór fram Íslands- mót í sandspyrnu og rallíkrossi í Hafnarfirði. Földi viðburða er á keppn- isdagatali Akís og síðasta Íslands- mótið á dagskrá 18. september. ai@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Æfingar eru haldnar með reglulegu millibili og keppnisdagatalið þétt skipað. Viðburðir fara fram um allt land. Miklu skiptir að öryggisbúnaðurinn sé í lagi.Það er ekki annað hægt en að brosa í kappakstursbíl. Kappaksturshetjurnar eru komnar á stjá Líf og fjör var á svæðinu og ekki skorti hraðann. sem bjóða upp á mismunandi út- færslur fyrir bíla í ólíkum stærð- arflokkum og mismunandi veg- hæð. Nýtist hann því jafnt fyrir stóra jeppa sem smáa og stall- baka. Þróunarbíllinn sem var til sýnis á alþjóðlegu bílasýningunni í Sjanghæ í apríl er, eins og nafnið gefur til kynna, arftaki núverandi A6. Sá nýi verður hreinn rafbíll og hið eina sem þeir eiga sameig- inlegt eru stærðarmálin. Hann er 4,96 metrar á lengd, 1,96 á breidd og 1,44 á hæð. Rætt er um að drægi hans verði allt að 700 kíló- metrar. agas@mbl.is Ekki velja allir sér jeppa eða frí- stundafák (SUV) en þróunarbíllinn Audi A6 e-tron veitir leiftursýn, gefur forsmekk, á rafbíl í stærð- arhópnum A6/A7/A8. Hann er byggður upp af nýjum undirvagni fyrir rafbíla. Undirvagn sá (PPE) verður grunnur fyrir fjölda nýrra háþró- aðra bíla frá og með 2022. Hann er þróaður hjá Audi-fyrirtækinu en mun verða brúkaður undir skara framtíðarmódela Volkswa- gen-samsteypunnar. Býður hann að því er talið er upp á 800 volta fyrirkomulag sem býður upp á hraðhleðslu og mikið drægi. Undirvagn þessi er úr einingum Þróunarrafbíllinn Audi A6 e-tron. Leiftur inn í framtíðina Morgunblaðið/AFP Umferðin hefur skroppið saman í Bretlandi vegna veirufaraldursins. Bílum fækkar á vegunum Tölfræði ráðuneytisins sýnir enn fremur að í fyrra hafi verið ný- skráðir 179.000 afar sparneytnir bílar, þ.e. sem losa innan við 75 grömm af koldíoxíði á kílómetra. Nam skerf- ur þeirra af öllum nýskráningum 8,5%. Var þar um 125% aukningu frá 2019 að ræða. Þetta voru fyrst og fremst hreinir rafbílar. Fleiri fjölorkubílar, aðallega tvinnbílar með bensínvél og raf- mótor, voru nýskráðir í Bretlandi 2020 en árið áður, eða 338.000 á móti 295.000. Þetta þýðir að þessi bílaflokkur hefur stækkað um 87% á árinu á sama tíma og bílum með brunavélar eingöngu snarfækkaði. agas@mbl.is Samkvæmt tölfræði sem breska samgönguráðuneytið í London hef- ur birt hefur farartækjum í umferð- inni fækkað í fyrsta sinn frá árinu 1991. Samkvæmt gögnunum fækkaði skráðum bílum um 192.000 í fyrra vegna afskráningar bíla sem rekja má til kórónuveirufaraldursins. Í heild var tilkynnt um 421.000 bif- reiðar sem skyldu teknar af skrá. „Tölurnar eru enn ein vísbend- ingin um hve mikið faraldurinn hef- ur truflað bílasamgöngur. Menn voru fastir á heimilum sínum mán- uðum saman og notuðu tækifærið og tóku bílana af skrá til að spara sér bifreiðagjöld og trygginga- greiðslur,“ sagði Jack Cousens hjá bifreiðaeigendasamtökunum AA. 6 | MORGUNBLAÐIÐ Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta 544 5151tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Sérhæfð þjónusta fyrir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun og förum með bifreiðina í skoðun Þjónustuaðilar IB Selfossi „Flytjið ekki bensín í plastpokum,“ sagði neytendaöryggisstofnunin USCPSC í Bandaríkjunum á sam- félagsvefnum Twitter og það ekki að ástæðulausu. Maður nokkur sem hamstraði bensín varð fyrir því að eldur komst í tæri við farminn með þeim afleiðingum að stærðar bál hlaust af og fínasti Hummer-jeppi gjöreyðilagðist. Atvikið átti sér stað við Citgo- bensínstöðina í Homosassa í Flórída síðastliðinn miðvikudag. Kaupæði greip um sig á svæðinu vegna orð- róms um yfirvofandi bensínskort. Eigandi jeppans fyllti fjóra 20 lítra brúsa og setti í farangurshólfið. Hugsaði hann sér gott til glóð- arinnar og þóttist nú viss um að verða ekki uppiskroppa með bens- ín. Eigi liggur fyrir hvað olli því að eldur braust út rétt eftir að öku- maður var sestur inn í bílinn og byrjaði að rúlla af stað. Skyndilega stóð hann í ljósum logum. Maðurinn komst með naumindum út og slas- aðist en þó ekki lífshættulega. Af- þakkaði hann aðstoð læknis á vett- vangi, að sögn blaðsins Citrus County Chronicle. Eitthvað er bensínið talið viðriðið eldsvoðann en vefsetrið Reddit seg- ir ökumanninn hafa kveikt sér í síg- arettu er hann var að hefja akst- urinn. Bensíngufur hafi verið það þéttar að sprenging varð. agas@mbl.is Hummerinn brann til kaldra kola Ljósmynd/Citrus Co Tæpast verður þess- um bíl ekið framar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.