Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 12
Skúli Halldórsson sh@mbl.is E llingsen hefur umboð fyrir Zero-hjólin hér á landi og býður upp á fjórar gerðir. Zero 8 er þeirra léttast og Zero 10X það öflugasta. Til sam- anburðar má nefna að Zero 8 hefur yfir 350 vöttum að ráða, en Zero 10X hefur á að skipa heilum tvö þúsund vöttum og er þar með mun kraft- meira. Allar fjórar gerðirnar ná þeim 25 kílómetra hámarkshraða sem kveðið er á um í íslenskum lögum. En það þýðir ekki að krafturinn í Zero 10 fari til spillis. Hann lætur að minnsta kosti finna vel til sín um leið og farið er upp brekkur. Þar þarf hjólið ekk- ert að hægja á sér. Hröðunin er sömuleiðis feikimikil þegar tekið er af stað í þriðja gír. Fjörutíu mínútur á dag Enda skilst mér að skútan nái rúmlega 50 kílómetra hraða, ef inn- sigli í mótorunum er rofið. Ekki verður mælt með því. Ég veit í það minnsta ekki hvaða not ég hefði haft af auknum hámarkshraða. Alla jafna geng ég í vinnuna og tekur það rúm- an hálftíma. Á skútunni verður þessi rúmi hálftími að einungis tíu mín- útum. Ef heimleiðin er tekin með í reikn- inginn þá sparast með hjólinu rúm- lega fjörutíu mínútur á dag, 200 mín- útur á viku og 800 á mánuði, eða fjórum vinnuvikum. Samtals rúm- lega þrettán klukkustundir. Það er nú tími sem hægt er að nýta í annað. Og þó. Á göngunni gefst friður frá dagsins amstri og tími til að hlusta á eins og eitt gott hlaðvarp. Á meðan ég þeystist um á skútunni fannst mér aftur á móti viturlegast að sleppa heyrnartólunum. Mat ég líkurnar á að komast heill heim þannig að þær hlytu að vera í réttu hlutfalli við fjölda virkra skynfæra við aksturinn. Á móti kemur líka að nokkur áreynsla fylgir göngunni, sem er eitthvað sem fæst ekki með skút- unni, nema í þeim tilfellum þar sem þarf að hífa hana og toga yfir háa kanta og aðrar þær torfærur sem verða á vegi manns, þegar búið er í borg sem er hönnuð fyrir bíla en ekki fólk. Enginn hlunkur á veginum Hjólið er heldur ekki í neinni fjað- urvigt. Það vegur heil 35 kíló, eða á við eins og eitt ellefu ára barn í með- alþyngd. Ég veit það því ég gúglaði. Hvað sem því líður er skútan eng- inn hlunkur á veginum. Hún lætur vel að stjórn og fjöðrunin er hreint út sagt frábær. Öflugt gormafjöðr- unarkerfi á báðum dekkjum gerir það að verkum. Hægt er þannig að stytta sér leiðir yfir grasi vaxna hóla og hæðir án þess að finna mikið fyrir því. Hátt er undir lægsta punkti svo slóðar og malarstígar eru einnig fær- ir þeim sem þá þurfa að fara. Breidd dekkjanna beggja er tölu- verð og kemur í veg fyrir að skútan festist í misfellum eða á milli hellna í gangstéttum, sem er mikilvægt ör- yggisatriði. Þá er einnig hægt að kaupa sérstök utanvegadekk, negld eða ónegld, til að verjast vályndum veðuraðstæðum á vegum. Rafhlaðan er stór og gerir það að verkum að hjólið drífur sextíu kíló- metra áður en grípa þarf til hleðslu. Hjólið er ræst með sérstökum lykli, rétt eins og bíll, og verður ekki svo létt komið í gang án hans. Þó varð maður óneitanlega smeykur við að skilja það eftir fyrir utan verslanir á meðan skotist var inn, enda ekki erfitt fyrir útsmogna að teyma það á brott og úr augsýn. Skiptir þá þyngdin litlu máli. Ef ég myndi festa kaup á tæki sem þessu myndi ég því eflaust ekki sofa rótt án þess að koma fyrir á því ein- hvers konar staðsetningartæki, á borð við til að mynda AirTag frá Apple. Þrír gírar og tvær bremsur Baklýstur díóðuskjár á stýrinu sýnir hraða, ekna kílómetra, stöðu rafhlöðu og svo hraðastig eða gíra, sem eru þrjú. Gírarnir virka í raun ekki eins og á hjóli eða bíl, heldur stýra þeir hversu mikil hröðunin er og hversu miklum hraða þú nærð. Þannig er fyrir óreynda þægilegast að taka af stað í fyrsta gír áður en skipt er upp þegar meiri hraða er þörf. Reyndir ökumenn geta aftur á móti, ef þeir vilja, verið einungis í þriðja gír og þá stýrt hröðuninni af meiri næmni þegar ekki reynist þörf á fullum krafti. Inngjöfin er hægra megin á stýrinu og er formið ekki svo ólíkt afturbremsu á venjulegu hjóli. Utar hægra megin á stýrinu má svo finna frambremsuna. Vinstra megin er síðan afturbremsan. Sem sagt ólíkt því sem maður hefur vanist á reiðhjóli en þetta kemst fljótt í vana. Talandi um að komast í vana, þá komst tiltölulega fljótt í vana að beisla hjólið til ferða um borgina. Fyrstu ferðirnar er maður nokkuð óöruggur en smám saman kemur ör- yggið eftir því sem maður venst því að stýra hjólinu. Óhætt er að mæla með Zero 10X, en á sama tíma þarf að viðurkenna að verðmiðinn er nokkuð hár. Það sem helst ber að nefna, að bæta þurfi úr, er að lag- færa samgönguinnviði á höfuðborg- arsvæðinu fyrir allt annað en bíla. Rafskúturnar eru komnar til að vera. Tvö þúsund vött spara manni tíma Rafskútur hafa rutt sér hratt til rúms und- anfarin misseri, eftir að hafa átt góðu gengi að fagna í erlendum borgum og bæjum um nokkurt skeið. Blaða- maður fékk að reyna eitt það öflugasta sem í boði er á íslenska markaðnum. Hjólið ber heitið Zero 10X. Morgunblaðið/Sigurður Unnar Skútan geymir feikileg- an kraft undir niðri. Hröðunin á hjólinu kemur ökumanni skemmtilega á óvart. Frábær fjöðrun fjarlægir ýmiss konar hopp og skopp. 12 | MORGUNBLAÐIÐ » Framleiðandi: Zero » Gerð: 10X » Dekkjastærð: 10“ » Þyngd: 35 kg » Mótorar: 2x1000 W í fram- og afturhjóli » Rafhlaða: 19 Ah » Drægni: 60 km » Verð: 219.995 kr. Zero 10X Val er um að nýta báða mótorana eða bara annan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.