Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is S potify-streymistekjur írsku söngkonunnar Enyu af hinu vinsæla lagi hennar „Orinoco Flow“ í endur- hljóðblandaðri útgáfu nægja til að kaupa fimmtán splunkunýja Skoda Enyaq-bíla, samkvæmt lauslegum útreikningi bílablaðamanns. En af hverju ætti Enya að vilja kaupa sér Skoda og hvað þá fimmtán slíka? Vissulega býr söngkonan í kastala á Írlandi með nægt rými undir Skoda- safnið sitt en ástæðan væri þá frek- ar sú að bíllinn heitir sama nafni og söngkonan. Aðeins hefur einu litlu q-i verið skeytt við í endann, líkt og tékkneskir framleiðendur bílsins eru svo gjarnir að gera við bifreiðar sínar. Nægir þar að nefna Skoda Karoq og Skoda Kodiaq sem dæmi. drægni Enyaq er 536 kílómetrar, sem er vel rúmlega leiðin til höf- uðstaðar Norðurlands og hægt er að stilla bílinn í B-gír til að fá meiri mótstöðu í aksturinn og þar með meiri hleðslu inn á batteríið. Því miður hafði blaðamaður ekki tíma í Akureyrarferð að þessu sinni. Snotur og lögulegur Þegar maður gengur í kringum bílinn og virðir hann fyrir sér úr fjarlægð er hann í senn snotur og lögulegur en á sama tíma frekar venjulegur, sem þarf alls ekki að vera ókostur. Grillið á bílnum er bara til sýnis, enda er engin vél undir húddinu. Uppspretta lífs Írska orðið Enya þýðir upp- spretta lífs (e. source of life) og vís- ar samkvæmt gögnum frá Skoda í þá nýsköpunarástríðu sem liggur að baki hönnun hins alrafmagnaða sportjeppa. Einnig má segja að raf- magnið sjálft sé uppspretta lífs því hjarta mannsins er nú einu sinni rafmagnað. Og fyrst maður er farinn að tala um hina dularfullu Enyu og seiðandi tónsmíðar hennar þá leið mér oft undir stýri sem ég svifi um í tón- heimi söngdívunnar, svo stimamjúk- ur og hljóðlátur var Skódinn í akstri. Lengi var talað um að rafbílar yrðu ekki almenningseign hér á landi fyrr en rúmgóðir fjölskyldu- bílar drægju í það minnsta til Akur- eyrar á einni hleðslu. Uppgefin Lögun bílsins miðar að því að loftmótstaðan sé sem minnst. Gott pláss er í skottinu og ýmsar praktískar lausnir er þar að finna til að skorða og skipuleggja. Praktískur Tékki með írsku ívafi Rafbíllinn Skoda Enyaq er stimamjúkur og hljóð- látur í akstri, auk þess að vera rúmgóður og með góða drægni. Hann hakar við flest boxin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.