Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is G aman er að sjá hvernig bílaáhuginn getur sam- einað fólk en víða um land má finna jafnt óformlega sem formlega bíla- klúbba af ýmsu tagi. Einn af virk- ari hópunum er Volvoklúbbur Ís- lands sem stofnaður var árið 2013. Ragnar Þór Reynisson er for- maður klúbbsins og átti hug- mndina að stofnuninni á sínum tíma. „Klúbburinn er ótengdur Brimborg en ég starfa þar sem sölustjóri Volvo-fólksbíla og vara- hluta. Þar varð ég mjög greinilega var við hve margir hafa brennandi áhuga á Volvo og halda tryggð við merkið. Sumir viðskiptavinirnir greindu stoltir frá því að þeir væru búnir að eiga þá marga um ævina og sumir hafa átt sinn Volvo frá upphafi.“ Umræður á Facebook og eftirminnilegir bíltúrar Tilgangur Volvoklúbbsins er að skapa vettvang fyrir fólk með áhuga á bílum sænska framleið- andans. Klúbburinn er öllum opinn – meira að segja þeim sem ekki aka um á Volvo. „Við héldum stofnfundinn í húsakynnum Brim- borgar og mættu fimmtíu manns. Eru viðburðir klúbbsins vel sóttir en að auki eiga sér stað líflegar umræður ífacebookhópnum okkar sem hefur á að skipa um 4.300 manns á öllum aldri, svo heldur klúbburinn úti heimasíðunni www.volvoklubbur.is.“ segir Ragn- ar og undirstrikar að starfsemi Volvoklúbbsins sé ekki bara bund- in við eldri módel. „Sumir halda að starfið snúist bara um gömlu bíl- ana en þvert á móti erum við opin fyrir öllu sem frá Volvo kemur.“ Fastir liðir í dagskrá Volvo- klúbbsins eru bíltúrar um Suður- landið og í Borgarnes en í ár bætt- ist við Reykjanesrúntur sem fór fram um síðustu helgi. „Þá fáum við iðulega að fljóta með Forn- bílaklúbbnum í þeirra bíltúr í ágústmánuði,“ útskýrir Ragnar og segir að alla jafna mæti í kringum 20-30 manns í þessa bíltúra. „Við höfum náð að skapa gott samfélag og gaman að sjá hvernig Volvo- eigendur eru stoltir af bílunum sín- um og áhugasamir um að sýna þá og sjá bíla annarra. Sænskir sjarmörar sem hægt er að stóla á Sú ímynd loddi lengi við Volvo- bíla að þeir þættu frekar óspenn- andi og afskaplega jarðbundnir: á öðrum enda skalans væru hrað- skreið og hávær tryllitæki frá Bandaríkjunum og Ítalíu, eða lúxu- skerrur frá Bretlandi og á hinum endanum væru öruggu, áreiðanlegu og lágstemmdu Volvóarnir. Ragnar segir að þessi ímynd hafi smám saman tekið breytingum og töfrar Volvo komið æ betur í ljós. „Vitaskuld er öryggið og traustið sérkenni Volvo en það er eiginleiki sem fólk lærir að meta. Er svo merkilegt að þegar fólk hefur upp- lifað það að eiga og búa með Volvo á annað borð þá heldur það tryggð við merkið, og kemur a.m.k. aftur til baka ef það skyldi slysast til að „halda fram hjá“ og skipta um stund yfir í bíl frá öðrum framleið- anda,“ segir hann glettinn. Bætir Ragnar við að stundum tengist tryggðin við merkið því ökumenn komust í hann krappann á bak við stýrið á Volvo. „Við heyr- um sögur af fólki sem lent hefur í árekstrum og veltum á miklum hraða um borð í Volvo en allir komist heilir út úr slysinu. Þannig atvik verða ósjaldan til þess að fólk sver að aka bara Volvo eft- irleiðis.“ Töfrar Volvo koma æ betur í ljós Töluvert líf er í face- bookhópi áhugafólks um Volvo og stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir ánægjulegum bíl- túrum fyrir félaga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnar Þór Reynisson segir fólk iðulega halda tryggð við Volvo. Ljósmynd/Volvoklúbburinn Fallegur fornbíll skoðaður í bíltúr Volvoklúbbsins um Reykjanesið. Ljósmynd/Volvoklúbburinn Hópurinn heimsótti Slökkviminjasafnið í Reykjanesbæ um helgina. Ljósmynd/Volvoklúbburinn Bílaflotanum var stillt upp fyrir framan Garðskagavita. Ljósmynd/Volvoklúbburinn Ekki var leiðinlegt um að litast á bílastæði Slökkviminjasafnsins. Halda mætti að sænski bílsmið- urinn Volvo og hinn franski Re- nault hefðu svarist í fóstbræðralag varðandi bílhraða á vegunum. Volvo tilkynnti á dögunum að fyrirtækið myndi girða fyrir há- markshraða allra nýrra bíla sinna þann veg að þeir kæmust aldrei hraðar en 180 km/klst. Í kjölfarið koma svo Frans- ararnir og skýra nú frá því að hin sömu hraðamörk verði innbyggð í drifrás allra nýrra Renault og Dacia. Hvenær það kemur ná- kvæmlega til framkvæmda liggur ekki nánar fyrir. Allt er þetta gert í þágu aukins öryggis á vegunum en 18.800 manns létu lífið í Evrópuumferð- inni árið 2020. Er það 4.000 færri en 2019. Nemur fækkunin einu dauðsfalli á hverja milljón íbúa sem er fjarri markmiðum ESB um að helminga dauðaslys frá 2010 til 2020, en fækkunin varð aðeins 36%. Að sögn umferðaryfirvalda hefði útkoman verið verri ef ekki hefðu komið til takmarkanir ýmiss konar vegna kórónuveirufaraldursins. Öruggust var umferðin í Svíþjóð árið 2020, eða 18 dauðsföll á hverja milljón íbúa. agas@mbl.is Rafbíllinn Renault Spring er lipur rafbíll en með lágan hámarksraða. Renault lækkar hraðann Þjófnaður á hvarfakútum undan bílum er mikið vandamál í Bret- landi. Nú hefur Toyota snúið vörn í sókn og gerir ræningjunum erf- iðara fyrir, en þeir hafa aldrei verið eins stórtækir og í fyrra. Japanski bílsmiðurinn hefur ákveðið að brúka rúmlega milljón sterlingspunda til að verjast kúta- stuldi undan eldri bílum. Toyota hefur fengið til liðs við sig lög- regluna, öryggisfyrirtækið Smartwater og bíleigendafélagið AA. Í samstarfinu munu þau dreifa í fyrstu atrennu 50.000 kippum af útbúnaði til að merkja yfir 100.000 kúta í Lexus- og Toyota-bílum. Eðalmálmar í gömlum kútum Þjófar leggjast á hvarfakúta vegna verðmætra málma sem í þeim er að finna og gegna því hlutverki að hreinsa útblástur og minnka þannig mengun. Þessa málma má endurvinna ólöglega eða selja í hagnaðarskyni. Í nýrri bílum eru kútarnir annarrar hönn- unar og ekki eins áhugaverðir fyr- ir þjófa. Verðmætastir eru hvarfakútar tvinnbíla og eru þeir því eftirsóttir hjá skipulegri glæpastarfsemi. Þar á meðal eru bílar eins og Auris og Prius. Öryggismerkingarnar sem nú standa fyrir dyrum eru ósýni- legar en hægt er að rekja þær hafi bíl með þeim búnaði verið stolið. Þar með eru þeir líka ber- skjaldaðir sem versla með og hafa milligöngu um illa fengna kúta í glæpakeðjunni. „Þjófnaður á hvarfakútum er stóralvarlegt mál og veldur miklu tilfinningaróti og fjárhagslegu tjóni hjá eigendum,“ sagði Rob Gi- les, þjónustustjóri hjá Toyota í Bretlandi, við bílaritið Autocar. agas@mbl.is Hvarfakútaþjófum gert erfiðara fyrir Ljósmynd/Wikipedia Verðmæti er að finna í hvarfakútum og getað freistað þjófa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.