Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.5. 2021 Kraftaverkakrem fyrir viðkvæma og rauða húð. Hentar vel þeim sem eru t.d. með rósroða eða ójafnan húðlit. Meðhöndlar Verndar -SPF 50 Hylur Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Heimkaup.is og öll helstu apótek. Stundum er eins og það sé starfsmaður íþjálfun að stjórna umferðarljósunum íReykjavík. Þannig koma dagar þar sem maður lendir á rauðu ljósi alla Miklu- brautina. Alveg sama hvernig maður passar sig að aka á löglegum hraða og fylgja um- ferð eftir bestu getu. Það er náttúrlega einstaklega pirrandi því auðvitað gerist þetta helst þegar maður er að flýta sér og er orðinn of seinn á einhvern mikilvægan fund eða jafnvel, sem er vissu- lega enn mikilvægara, í golf. Það er heldur ekki gaman að þurfa alltaf að vera að stoppa og taka af stað aftur. Hlutir eru betri í flæði. Þegar þeir líða áfram áreynslulaust á jöfnum hraða þar til komið er á leiðarenda. Það er óskastaðan. En það er ekki eins og þetta sé bara umferð- in. Í gær var föstudagur en samt í raun líka mánudagur. Það var síðasti dagur fyrir helgi en líka fyrsti dagur eftir frí. Dagurinn á undan, uppstigningardagur, var í raun fimmtudagur en líka laugardagur (fyrri frí- dagur) og sunnudagur (seinni frídagur) og það þarf þá varla að taka það fram að mið- vikudagurinn var líka föstudagur. Svona þannig. Það eru þessir frídagar í miðri viku sem eru í raun ekki neitt. Jújú það er alltaf gott að fá frí en væri ekki hægt að gera þetta að einhverri samfellu þannig að við séum ekki alltaf að stoppa og taka af stað aftur. Til að gera þessa viku enn undarlegri þá var frí á mánudaginn í skólum. Þá var starfsdagur í öllum grunnskólum Reykjavík- ur og í gær var starfsdagur hjá sumum dag- mæðrum. Þetta getur varla verið óskastaða fyrir fólk sem á kannski tvö börn, eins og sex ára. Væri ekki sniðugra að hreinlega færa þessa fimmtudagsfrídaga okkar og óreglu- legu hátíðisdaga upp að helgi og búa þá eitt- hvað til úr þessu? Gefa fólki tækifæri á að eiga langa helgi og jafnvel gera þá eitthvað úr henni. Það er gert í sumum löndum, til dæmis Bretlandi. Þar heitir þetta því frum- lega nafni Bank Holiday. Við gætum örugg- lega fundið eitthvert betra nafn á þetta. Þetta kerfi okkar þýðir nefnilega líka að við töpum frídögum. Einföld stærðfræði seg- ir okkur að tveir af hverjum sjö frídögum verkalýðsins koma upp um helgi. Það sama á við um þjóðhátíðardaginn okkar 17. júní. Á þessu ári fáum við til dæmis bara níu frídaga í stað 12 árið 2019. Á næsta ári verða nýárs- dagur, 1. maí, aðfanga-, jóla- og gamlárs- dagur allir um helgi. Fimm tapaðir dagar! Væri ekki sniðugra að hafa þessa daga bara almennt mánu- daga? Við erum sennilega öll sammála um að mánudagar séu frekar óspennandi. Þannig myndum við fá gæða mánu-frídaga. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir sem reka fyrirtæki myndu styðja þetta. Það er betra að hafa fólk á fullu og fá svo góða helgi en að missa það í eins dags frí og fá það svo í vinnu í einn dag. Mér skilst að verkalýðshreyfingin hafi ekki tekið vel í þá hugmynd að færa 1. maí. Sem mér finnst merkilegt í ljósi þess að verkalýðurinn hefði líklega verið mjög til í þetta. En ég er nokkuð viss um að Jón Sig- urðsson og feðgarnir á himnum myndu ekk- ert vera að æsa sig yfir því þótt við reyndum að gera þessi frí aðeins notalegri. Lífið er nefnilega svo miklu betra í flæði. ’ Við erum sennilega öll sammála um að mánu- dagar séu frekar óspennandi. Þannig myndum við fá gæða mánu-frídaga. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Í flæðinu Fyrir nokkrum dögum skoruðunáttúruverndarsamtök ástjórnvöld að standa sig bet- ur í því að ná loftslagsmarkmiðum. Í yfirlýsingu þeirra var þó ekki vikið neitt að því sem skiptir einna mestu máli í því sambandi. Nýir orkugjafar kalla á orkuframleiðslu Til að ná raunverulegum árangri í að minnka losun og breyta hlutum þarf endurnýjanlega raforku og meiri háttar tækniþróun og ný- sköpun. Ekki bara landvernd- arverkefni – heldur loftslagsverk- efni. Og fjölga þannig stoðum verðmætasköpunar. Ég fagna því auðvitað að minnt sé á nauðsyn þess að draga meira úr losun gróður- húsalofttegunda. En til að ná þeim árangri sem þetta ákall snýst um þurfum við að verða óháð jarð- efnaeldsneyti, eins og segir í nýrri Orkustefnu. Til að verða óháð jarðefnaelds- neyti þurfum við nýja græna orku- gjafa á borð við rafeldsneyti og fleira. Og til að framleiða þessa orkugjafa þurfum við að framleiða meira af grænni orku. Þau sem kjósa að líta fram hjá þessu hafa ekki svörin sem duga. Mögulega okkar stærsta tækifæri Ótal fjárfestingarverkefni eru á teikniborðinu sem snúast um að ná árangri í loftslagsmálum. Þar má nefna fjölnýtingu orkustrauma (með tilheyrandi orkusparnaði), föngun kolefnis, förgun kolefnis, og framleiðslu á rafeldsneyti. Þessi verkefni gætu skapað mjög mikil verðmæti fyrir íslenskt þjóðarbú: störf, umsvif, gjaldeyris- tekjur og skatttekjur. Árangurinn í loftslagsmálum sem þau gætu tryggt okkur fæli í sér ómetanlega landkynningu. Að ógleymdum ávinningnum fyrir loftslagið, sem er ein stærsta áskorun mannkyns. Við eigum að vera stórhuga og horfa bjartsýn til þess möguleika að þessi verkefni gætu verið eitt stærsta tækifæri Íslands til nýrrar verðmætasköpunar á allra næstu árum. Ef þessi viðleitni á að geta blómstrað megum við ekki kæfa hana í fæðingu með sköttum og skrifræði. Við eigum þvert á móti að greiða götu hennar með ein- földu regluverki og jafnvel styrkj- um og ívilnunum. Skref í þá átt hafa þegar verið stigin með verk- efninu „Græni dregillinn“, nýjum áherslum og auknum fjárheimild- um Orkusjóðs, og nýjum lögum um ívilnanir til grænna fjárfestinga. Auk þess hef ég nýlega hafið frum- athugun á því hvort raunhæft sé að ganga lengra, með því að verja a.m.k. hluta af tekjum ríkissjóðs af losunarkvótum til að styðja við fjárfestingarverkefni sem þjóna loftslagsmarkmiðum okkar. Hugum að orkunni Ef við ætlum að tryggja að bæði núverandi og nýir notendur grænnar orku geti fengið hana á samkeppnishæfu verði þurfum við að huga miklu betur að framboðs- hlið orkunnar og sjá til þess að hér verði framleidd meiri orka. Það ætti að öllu jöfnu að stuðla að lægra verði, þó að auðvitað komi samkeppnin þar líka við sögu. Orkan verður auðvitað ekki framleidd til þess eins að skapa of- framboð. Við þurfum eins og áður segir á mikilli nýrri orku að halda ef við ætlum að ná markmiðum nýrrar Orkustefnu um að verða óháð jarðefnaeldsneyti innan 30 ára og helst fyrr. Við þurfum að horfast í augu við að ónýttir orkukostir á Íslandi eru misjafnlega hag- kvæmir, og taka mið af því við okk- ar uppbyggingu. Því miður hefur hagkvæmni orku- kosta nánast horf- ið út úr ferli rammaáætlunar, því að þetta grundvallaratriði hefur fallið í skuggann af flóknari spurningum um þjóðhagslega hagkvæmni – spurningum sem ekki er hægt að svara þegar ekki er vitað hver muni kaupa orkuna. Þetta ferli þarf augljóslega að laga og ég hef áður sagt að svo virðist sem skyn- samlegt væri að stíga skref til baka og huga betur að kostnaðar- verði nýrra orkukosta, eins og gert var á fyrstu árum rammaáætlunar. Það er eiginlega sérstakt rann- sóknarefni hvernig sá þáttur gat nánast horfið út úr ferlinu. Vindorkan er síðan annar og mjög þýðingarmikill kapítuli, en hún hefur á fáum árum orðið sífellt ódýrari og er núna farin að veita okkar hefðbundnu orkulindum, vatnsafli og jarðvarma, mjög harða samkeppni. Þar eru tækifæri sem við eigum að nýta. Loks höfum við nú þegar gert gangskör að því að greina tækifæri til að lækka flutningskostnað raf- orku. Þær tillögur voru unnar hratt en þó faglega, og birtust í frumvarpi mínu til nýrra raf- orkulaga sem miðar ótvírætt að því að lækka flutningskostnað, með breyttum forsendum um út- reikning á gjaldskrám, eða nánar tiltekið tekjumörkum. Stóra myndin er sú að markmið heimsbyggðarinnar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fellur mjög vel að styrkleikum Ís- lands og samræmist bæði um- hverfislegum og efnahagslegum hagsmunum þjóðarinnar. Tækifær- in banka á dyrnar hjá okkur hvert á fætur öðru en til að nýta þau þurfum við að horfa fast og ein- beitt á aðalatriði málsins, ekki fram hjá þeim. Orka – lykillinn að árangri í loftslagsmálum Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’ Ef þessi viðleitni á að geta blómstrað megum við ekki kæfa hana í fæðingu með sköttum og skrifræði.“ Viðskipti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.