Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Síða 15
að eiga erfiða tíma, heldur hluti af því að þroskast,“ segir Sigurbjörg og nefnir að fyrri heimildamynd hennar, Fellum grímuna, hafi einmitt fjallað um þetta. „Hugsjón mín með þeirri mynd var einmitt þetta. Strákurinn minn var þá í tíunda bekk og mig langaði að sýna honum þetta flotta fólk sem sagði frá því hvað það var að glíma við. Lífið er bara alls konar. Við verðum að hafa upplýsta umræðu um að það sé ekki alltaf gaman.“ Börnin með í myndinni Með nýju heimildarmyndinni, Þöglum tárum, vonast Sigurbjörg til að sjá breytingar í sam- félaginu. „Myndin er í rauninni þríþætt. Einn hluti snýr að hinum þögla hópi aðstandenda. Síðan er talað við fólk sem reynt hefur að svipta sig lífi og að síðustu er fjallað um hvar hjálp sé að finna. Ég var ekki með neitt af þessu á hreinu þegar þetta dundi yfir okkur. Það er svo mikil- vægt að myndin sýni báða hópana og fólk viti hvert það á að leita eftir hjálp. Ef ég get forðað einni fjölskyldu frá því sem við höfum farið í gegnum er það þess virði að hafa gert þessa mynd,“ segir Sigurbjörg og segir það hafa komið sér á óvart hversu tilbúið fólk var til að opna sig. „Það hefur verið það mikil þöggun og tabú í kringum þetta að ég upplifði að fólki fannst gott að leggja þessu lið og geta mögulega hjálpað öðrum,“ segir Sigurbjörg, en börn hennar þrjú eru með í myndinni. „Ég bauð þeim að vera með og þau þáðu það. Það var svo fallegt að þau sögðust vilja vera með því það gæti hjálpað öðrum. Svo enginn þyrfti að lenda í svona.“ Hvernig var fyrir þig að horfa á börnin þín svara erfiðum spurningum? „Í myndinni eru þrettán viðmælendur og ég fékk Þóru Karítas vinkonu mína til að taka við- töl við börnin mín. Ég treysti mér ekki í það og fannst líka rétt að annar gerði það. En mér fannst erfitt að hlusta á það sem þau sögðu og fór að gráta fyrst þegar ég sá myndina.“ Spennuhlaðnar minningar Sigurbjörg ræddi einnig við fólk sem lifði af sjálfsvígstilraunir, fólk með langvarandi sjálfs- vígshugsanir og fólk sem hafði skaðað sjálft sig. „Það sem var sammerkt með mörgum er tenging við áföll. Áfallasaga leiðir oft til veik- inda, líkamlegra eða andlegra,“ segir Sigur- björg og bætir við að henni innan handar við gerð myndarinnar hafi verið Ragnar Jónsson, lögreglufulltrúi til þrjátíu og eins árs. „Það er merkilegt að við höfum misst svo marga lögreglumenn en hvergi er eins mikið af sjálfsvígum og í þeirri stétt. Það er kannski ekki svo skrítið því þarna eru menn að verða fyrir áföllum í starfi; sjá og upplifa alls kyns hluti. Við erum ekki gerð úr grjóti,“ segir hún. „Þessi vinur minn, Ragnar, er búinn að missa sautján vinnufélega úr sjálfsvígum. Á þrjátíu og einu ári,“ segir hún og segir rann- sóknir sýna fram á að álag og streita valdi lík- amlegum og andlegum sjúkdómum. Sigurbjörg segir að heilinn starfi þannig að áföll séu geymd á öðrum stað en venjulegar minningar. „Allt sem þú manst eins og það hafi gerst í gær er spennuhlaðið. Það þarf að vinna með þessar vondu minningar og hreinsa upp spennu hjá fólki sem er alltaf að verða fyrir áföllum. Það þarf að kenna þetta meira því þá væri hægt að koma í veg fyrir marga andlega og líkamlega sjúkdóma sem spretta út frá taugakerfinu,“ segir Sigurbjörg sem vinnur einmitt við það að losa fólk undan þeirri spennu sem áföllin skapa. „Árangurinn af því er svo mikill. Fólk getur orðið fárveikt ef ekkert er að gert. Svo erum við missterk. Sumir ná að bera harm sinn í hljóði og verða svo líkamlega veikir en aðrir fara í kulnun, örmagnast eða þróa með sér andleg veikindi. Einkennin út frá taugakerfinu versna með tímanum. Svo allt í einu er eins og það slökkvi bara á sér. Þá getur tekið langan tíma að ná orkunni upp aftur og oft er fólk í kulnun í mörg ár.“ Sigurbjörg telur afar mikilvægt að vinna úr áfalli sem fólk verður fyrir þegar ástvinur sviptir sig lífi. „Elsti strákurinn minn, og hann segir frá því í myndinni, vildi ekki fara í kirkjugarðinn í mörg ár því hann var svo ofboðslega reiður. En svo þegar hann fór að vinna úr áfallinu fór honum að líða betur. Það verða allir að fá að fara þessa leið á sínum hraða en það er mikil- vægt að vinna úr sorginni.“ Eins og það hafi gerst í gær Nú nefndir þú að eina hjálpin sem þér bauðst í byrjun hefði verið frá presti. Myndir þú vilja sjá einhverja verkferla fara í gang hjá heilbrigðiskerfinu? „Já, ég myndi vilja sjá það. Þegar maður lendir í svona áfalli er eins og orkan hafi verið soguð úr manni. Maður á fullt í fangi með að halda utan um börnin og veit ekkert hvert maður á að leita. Þótt það væri ekki nema ein- hver sem fengi málið manns upp á borð og gæti boðið manni upp á einhvers konar áfalla- hjálp eða eitthvert ferli sem væri sett í gang. Maður þarf að finna út úr þessu öllu sjálfur.“ Nú eru liðin sex ár. Hvernig hefur ykkur tekist að vinna úr áfall- inu? „Það líður öllum bet- ur í dag. Það eru sex ár síðan en samt alltaf eins og það hafi gerst í gær. Þetta er alltaf í huganum, en þetta er sár sem við höfum þurft að læra að umgangast og við erum að því. Ég hef sem betur fer verkfæri til að vinna með vegna reynslu minnar í vinnunni. Ég er mjög þakklát fyrir það. En þetta er rosaleg vinna og það þarf mikið að ræða þessi mál,“ segir Sig- urbjörg og segir alla í fjölskyldunni hafa leitað sér hjálpar hjá ráðgjöfum og sálfræðingum. „Sársaukinn er svo skrítinn í svona málum. Sorgin ferðast með manni,“ segir Sigurbjörg og nefnir að við alls kyns viðburði barnanna, eins og íþróttamót, fermingar eða afmæli, fylgi alltaf sú sorg að pabbinn skuli ekki vera til staðar. „Við reynum að gera eitthvað skemmtilegt á afmælinu hans og rifjum þá upp gamlar minn- ingar og borðum uppáhaldsmatinn hans. Það er svo nauðsynlegt að halda í það góða og skemmtilega og það hefur gert okkur öllum gott.“ Fyrsta myndin um sjálfsvíg Nú þegar frumsýning myndarinnar er á næsta leiti er ekki laust við spenning hjá Sigur- björgu, en myndin er sýnd 19. maí klukkan 21.00 í Sjónvarpi Símans. „Ég ákvað að gera þessa mynd fyrir nokkr- um árum en treysti mér ekki til að leggja af stað fyrr en síðasta haust,“ segir Sigurbjörg og vonast eftir að myndin nái sjónum sem flestra. „Ég er spennt en líka kvíðin. Ég er með þessari mynd af veikum mætti að reyna að hjálpa út frá því sem ég kann og því sem ég lenti í. Þetta er alla vega byrjunin því það er ekki til nein svona forvarnarmynd um sjálfs- víg. Í myndinni sér fólk að það er ekki eitt, því þetta er einmanalegt ferðalag. Sjálfsvíg á ekki að vera tabú,“ segir Sigurbjörg og segir gerð myndarinnar vissulega hafa reynt á sig. „Þetta er kvikan mín; börnin mín. Þetta er það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum í líf- inu.“ „Í myndinni sér fólk að það er ekki eitt, því þetta er einmanalegt ferða- lag. Sjálfsvíg á ekki að vera tabú,“ segir Sigurbjörg og segir gerð mynd- arinnar vissulega hafa reynt á sig. Morgunblaðið/Ásdís ’ Ef barnið þitt kemur til þín með sár er hægt að ná í plástur. Ég stóð algjörlega varn- arlaus og átti engin ráð. Ég gat ekki sagt að allt yrði í lagi. Eina sem ég gat var að halda á loft góðum minningum og vera til staðar, halda utan um þau og reyna að koma þeim til manns. 16.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.