Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.5. 2021 F yrir hálfri öld eða svo starfaði bréfrit- ari sem leikhúsritari í Iðnó og hefur síðan talið sér þetta embætti til tekna, ekki þó í beinum skilningi orðsins. Leikfélagið í Iðnó var ekki með neitt umfram í sinni buddu og þurfti að halda vel á sínu. En svo vitnað sé skáhallt í Einstein og án ábyrgðar þá er allt afstætt og einnig þetta. Fyrir nýkvæntan og nýinnritaðan laganema var það sannkölluð guðsgjöf frá Sveini leikhússtjóra og Guðmundi framkvæmdastjóra að bjóða hálfsdags vinnu í tvö ár á spennandi vinnustað. Stenst fjölbreyttan samanburð Ekki verður af sanngirni sagt, að starfsferillinn næstu 50 árin, sem þá var á huldu, hafi reynst fá- tæklegur eða tilbreytingarlítill, en þó stendur starf leikhúsritarans fyrir sínu í endurminningunni. Og má halda því fram, að á þeim tímapunkti hafi „emb- ættið“ verið dálítið stökk upp metorðastigann. Víða hafði þó verið komið við áður, eins og fá dæmi sýna: Útburður fyrir Morgunblaðið. Sendill hjá Óskari í Sunnubúð og svo hjá Guðna Ólafssyni apótekara, sumarstrákur í sveit í Svartárdal, útleggjari steypu í gangstéttir borgarinnar allmörg sumur, verkamaður við stíflumannvirki á Búrfelli, þáttargerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu við Skúlagötu í allmörg ár og jólasveinn með Katli Larsen, skólabróður úr leiklist- arskóla Ævars R. Kvarans, einkum þó í kringum jól, eins og Ketill benti á. Vinir Ketils héldu því reyndar fram að hann hafi verið í dularklæðum 11 mánuði ársins. Um þennan seinast talda starfa gilti um þá bréfritara eins og um skátana: „Eitt sinn jólasveinn, alltaf jólasveinn.“ Þráhyggjudraumur En eins og fyrr sagði þá fylgdi embættistitli leik- húsritara eftirsóknarverð virðing og jafnvel dálítið söguleg fyrir þann fyrsta sem bar hann hér. Og hann kitlaði ekki síst fyrir ungan mann, sem hafði fengið bakteríuna og ekki gefið drauminn algjörlega frá sér, þegar þarna var komið sögu. En þótt óþarft sé að flíka því, þá var starf ritarans á fámennri skrifstofu í suður-viðhengi við Iðnó, með hina öflugu leiðtoga Svein og Guðmund, að nokkru í ætt við snúningana forðum hjá Óskari og Guðna apó- tekara. Sveinn hafði leikstýrt okkur MR-ingum í Bubba kóngi á Herranótt, þar sem bréfritari var foringi leikhópsins og aðalleikari. Enn hefur enginn úr- skurðað um hvernig leikhúsritarinn stóð sig í starf- anum, en menn gætu, ef þeir vildu, bent á að ekki var ráðinn nýr leikhúsritari til L.R. næstu áratug- ina! En Sveinn leikhússtjóri mun hafa gert því skóna, að ráðningin hefði síðar haft áhrif, sem enginn hefði getað séð fyrir, og sumir hafi ekki komið auga á enn. Bréfritari hefði alls ekki viljað missa af veru sinni í Iðnó. Það var eilífðar undrunarefni hvernig leikhóp- urinn, og aðrir þeir sem réðu mestu um það hvort sýning gerði sig, frá mynd, ljósi og öðrum töfra- brögðum sem átti ekki að vera hægt að galdra fram við svo frumstæðar aðstæður. Bréfritari tók ungur að lesa leikrit, sem er ekki eins aðgengilegt og annar listrænn texti. Enda kem- ur mörgum á óvart hversu knappt leikrit virðist á bók. Enda þá margt ósagt af leikstjóra og flytj- endum og öðrum þeim sem koma að sýningunni. Íja, föðursystir, gaf 15 ára frænda sínum rit Jóhanns Sigurjónssonar leikskálds, sem komið höfðu út rúm- um tveimur áratugum fyrr. Önnur kona, Hillary Clinton, gaf sama, löngu síðar, þríleikinn Mourning Becomes Electra, númeraðan og áritaðan af Eugene O’Neill árið 1931. Heimur opnast fyrir augunum Leikhópurinn í Iðnó var ekki fjölmennur, en þó fjöl- breyttur og öflugur og þar var um margt ríkuleg samkennd, þótt eðlilega gætti stundum togstreitu á milli manna, þegar á svo miku veltur um framtíð leikarans og annarra, hvernig leikritaval tekst til og hvernig það fellur að einstökum lykilpersónum húss- ins og stíl þeirra og hverjum hlotnast að leikstýra verkinu, sem getur skipt einstaklinga miklu máli. Þeim þótti auðvitað að „tækifærin“ sem þeir fengu eða misstu af, gætu ráðið úrslitum um listræna og fjarhagslega velferð. Og það var töluvert til í því. Ungur leikhúsritari, sem engu máli skipti um eitt né neitt, var ekki fyrir neinum. Enginn var því upp- tekinn af honum né hafði ástæðu til að hafa horn síðu hans. Honum mætti aðeins besta viðhorf og þægilegasta hlið listafólksins. Það var því óskastaða að vera í senn í innsta hring og á áhorfendabekk. Og það var svo sannarlega fengur í að kynnast leikhús- inu, sem maður var svo skotinn í, úr þessari aðstöðu. Ungur áhugamaður um veröld leiklistarinnar gat úr návígi, en þó um leið úr öruggri fjarlægð, sem engan truflaði, séð hvernig leikari tók að nálgast persónu sem honum hafði verið fengin af leikstjór- anum og leikhússtjóranum. Fróðlegt var að fylgjast með því af þessari nálægð og fá að grufla í því hvernig þetta ævintýri gerðist. Ætla mætti að þekktir leikarar séu uppteknir af persónu sinni og sjálfsagt eru þeir það, eins og aðrir. En góður leikari verður að vera mannþekkjari. Ekki aðeins að þekkja sig að minnsta kosti nægjanlega vel til að komast frá sjálfum sér og hleypa persónunni að sem hann hefur tekið að sér. Og sami eiginleiki skiptir einnig máli gagnvart öðrum persónum leiksins. Bregðist honum að draga mynd af þeim getur hann hæglega fipast illa við mótun sinnar persónu. Fikraði sig á milli sviða Bréfritari skrifaði síðar, bæði með vinum sínum og einn, leikrit sem sett voru á svið og sýnd í sjónvarpi á öllum Norðurlöndum og sum víðar. Þessi verk voru engin stórvirki en gengu nægjanlega vel til að skipta máli um heimilisbúskapinn þessi árin og gáfu um leið nokkra útrás fyrir þessa þörf. Þótt tiltölulega snemma hafi verið snúið burt af leið leikhússins þá var sú tilvera og þau lögmál sem þar gilda ekki endilega jafnlangt undan hinum nýja veruleika og ætla mátti. Mannþekkingu, sem þroskast hafði með fiktinu við leiklistina, mátti nýta vel í öðrum þætti í leik lífsins og þeim sem eftir fylgdu. Stjórnmálamanni, sem ekki hefur nasasjón eða styrk í þessum þætti, er hætt við að fóta sig illa á hinu hála svelli. Og í stjórnmálunum er með sama hætti hollt að vera fær um að gera upp hvað er leikur og hver er veruleikinn og hvar mörkin á milli liggja. Og óteljandi sinnum sér sá, sem hefur vald á báð- um sviðum, langt á undan öðrum, hvenær atburðir eru settir á svið eða skammtaðir af tilverunni sjálfri. Hann er því færari og sneggri að bregðast við en hinir sem aldrei hafa fótað sig á fjölum leikhússins eða fengið sambærilega reynslu. Sá, sem þar er heima, getur á svipstundu „breytt lýsingunni,“ svo að sá sem ætlaði að tryggja sér alla athygli, án þess að eiga það skilið, stendur óvænt í óþægilegum skugga. Sá getur spriklað og jafnvel æpt, en ef sviðs- ljósið er ekki þar, er það sem afkáralegt sjálfsmark. Gagnast báðum Og sá sem kann til verka úr leikhúsinu og er jafn- framt orðinn bærilega leikinn á öðru sviði, sem lýtur Ólík svið, en lögmál- unum svipar saman Reykjavíkurbréf14.05.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.