Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2021, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 16.10.2021, Qupperneq 4
Íslensk erfðagreining hefur raðgreint DNA-sýni úr 500 þúsund dönskum sjúklingum og blóðgjöfum. Um er að ræða einstakt samstarf og munu niðurstöður rannsóknarinnar nýtast allri heimsbyggðinni. birnadrofn@frettabladid.is VÍSINDI „Við vonumst til þess að niðurstöðurnar sýni okkur hvers vegna einstaklingar veikjast af ákveðnum sjúkdómum, hvers vegna sumir bregðast við meðferð en aðrir ekki og hvers vegna ákveðnar auka- verkanir komi til vegna til dæmis lyfjagjafar, þetta verður svo til þess að við getum veitt sjúklingum betri þjónustu,“ segir Sisse Rye Ostrowski, prófessor og yfirmaður klínískrar ónæmisfræðideildar Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Íslensk erfðagreining hefur rað- greint DNA-sýni úr 500 þúsund Dönum í samstarfi við Sisse og fleiri danska fræðimenn, með það að markmiði að öðlast frekari þekk- ingu á hinum ýmsu sjúkdómum og hvernig megi meðhöndla þá. Um er að ræða víðtækasta vísindasamstarf þjóðanna á milli og segir Sisse sam- starfið einstakt. „Um er að ræða sýni úr um 330 þúsund dönskum sjúklingum og 120 þúsund heilbrigðum blóðgjöf- um,“ útskýrir Sisse, en hún starfar einnig fyrir danska blóðbankann. „Þar sem við erum að skoða sýni bæði heilbrigðra einstaklinga og sjúklinga fáum við mjög skýra mynd,“ bætir hún við. Niðurstöður rannsóknarinnar segir Sisse koma til með að bæta þjónustu við sjúklinga og veita þeim einstaklingsmiðaða heilbrigðis- þjónustu. Samstarfið hófst fyrir nokkrum árum og segja bæði Sisse og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, það ganga einkar vel. „Þetta samstarf við Danina er mikið gleðiefni og það er tryllings- lega gaman að vinna með þessu fólki,“ segir Kári. „Samvinnan á rætur sínar að rekja í því að við höfum ákveðna tæknigetu, þekkingu og reynslu í mannerfðafræði sem er ekki til staðar í Danmörku svo þau leita til okkar. En þau eiga hins vegar þessa góðu heilbrigðisskrá og koma með klínískt efni inn og saman gerum við vísindarannsókn,“ segir Kári og vísar til dönsku DNA-sýnanna. Í þeim heilbrigðisskrám sem Kári vísar til eru hin ýmsu sýni danskra sjúklinga geymd. Sisse segir að allir sjúklingar sem eigi sýni sem notuð séu í rannsókninni hafi verið látnir vita að sýni þeirra yrðu notuð í rannsóknarskyni. Sjúklingarnir hafi fengið sent bréf þar sem þeim var boðið að draga sýni sitt úr rann- sókninni. Einungis hálft prósent valdi þann kost. Rannsóknirnar á dönsku sýnun- um snúa að hjartasjúkdómum, geð- sjúkdómum, hrörnunarsjúkdómum og ófrjósemi, svo fátt eitt sé nefnt. Aðspurð segja bæði Sisse og Kári að niðurstöðurnar muni geta nýst allri heimsbyggðinni. „Þær niðurstöður verða hráefni sem þeir geta notað sem vilja búa til nýjar aðferðir til þess að greina og lækna,“ segir Kári. „Á næstu árum gætum við farið að sjá niðurstöðurnar notaðar í heil- brigðiskerfinu,“ segir Sisse. Þá segir Kári að með raðgreiningu slíks fjölda DNA-sýna megi koma í veg fyrir ákveðna sjúkdóma hjá ákveðnum einstaklingum. Í ljós geti komið stökkbreytingar sem valdi mikilli hættu á ákveðnum sjúkdómum. Hann segir f jölda DNA-sýna úr Íslendingum hafa verið rað- greindan, í ljós hafi komið slíkar stökkbreytingar hjá 4-5 prósentum þeirra. Hér á landi sé þó ekki leyfi- legt að greina einstaklingum frá því ef stökkbreyting finnst. Í Danmörku sé skylda að greina einstaklingum frá verðir stökk- brey tingar vart . „Við gætum minnkað þjáningu, komið í veg fyrir ótímabæran dauða og minnkað kostnað heilbrigðiskerfisins svo þetta er dapurlegt,“ segir Kári. n Íslensk erfðagreining rannsakar DNA-sýni úr hálfri milljón Dana Kári Stefánsson og Sisse Rye Ostrowski segja samstarfið ganga vel, þau rannsaka hina ýmsu sjúkdóma með raðgrein- ingu DNA-sýna 500 þúsund Dana. FRÉTTABLAÐIÐ/BDJ 480.0 00 KR . VSK v erð­ hækk un um áram ótin* UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK­BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • JEEP.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10­18 • LAUGARDAGA 12­16 *Verð á Compass og Renegade hækkar um áramótin vegna VSK hækkana. **Bjóðum upp á 35”­40” breytingapakka fyrir Wrangler. JEEP WRANGLER RUBICON VERÐ FRÁ 9.899.000 KR.** JEEP COMPASS VERÐ FRÁ 6.699.000 KR.* TRYGGÐU ÞÉR JEEP Á LÆGRA VERÐI ALVÖRU JEPPI. ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. Nú er tilvalið að tryggja sér alvöru jeppa með alvöru fjórhjóladrifi í forsölu. Áætlað er að bílarnir verði tilbúnir til afhendingar í desember. n Tölur vikunnar n Þrjú í fréttum 5 voru myrt í árás í Kongsberg í Noregi á miðvikudag. 43 prósent unglinga í 8. til 10. bekk sofa aðeins 7 klukkustundir eða minna á nóttu. 20.000 rjúpur má veiða í haust samkvæmt ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar. 40 milljónir króna lagði ASÍ í auglýsingaherferð í aðdraganda kosninganna. 12 kærur hafa borist Alþingi vegna kosninganna. Friðrik krónprins Danmerkur kom til landsins í vikunni. Með honum er tíu manna sendi- nefnd. Tilgangur heimsóknarinnar er að ræða sam- starfsmöguleika Dan merk ur og Íslands á sviði sjálf bærra lausna í orkumálum. Sóley Kristjánsdóttir íbúi í Neðra-Breiðholti „Þetta var svo illa kynnt og Gunnhildur var í raun að búa til kynningarefni fyrir borgina,“ segir Sóley, sem býr í Stekkja- hverfi. Hún nýtur sólarinnar í garði sínum nánast frá morgni til kvölds. Íbúar í Neðra-Breiðholti eru ugg- andi yfir því að borgaryfirvöld ætli sér að byggja fjögurra til sjö hæða byggingar í Mjóddinni. Um 96 pró- sent íbúa skrifuðu undir mótmæli gegn fyrirætlunum borgarinnar. Gústi Jr. refur fékk sér lögmann í vikunni og er mögulega fyrsti refur í heiminum til að gera slíkt. Matvælastofnun ásamt fleirum hefur hvatt umráðamann Gústa til að afhenda hann, en óheimilt er að halda villt dýr hér á landi. Til skoðunar er sameiginlegt forræði með Húsdýragarðinum. n 4 Fréttir 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.