Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 73
Ef þú kemur í greiningu til mín og ég segi þér að þig vanti styrk á einum stað og liðleika annars staðar til þess að geta golfað leng- ur og slegið lengra þá hlýtur það að vera góð gulrót í þjálfuninni. Bjarni Már Ólafsson Í Golfstöðinni í Glæsibæ er glæsileg aðstaða þar sem finna má bæði Trackman og Puttview púttherma. Þar er hægt að æfa, leika sér og fá hreyfigreiningu og sjúkra- þjálfun til að bæta sveifluna. Í splunkunýju stúdíói Golf­ stöðvarinnar í Glæsibæ er boðið upp á hreyfigreiningu og sjúkra­ þjálfun sérsniðna að golfurum, en það er eina golfhermastúdíóið sem býður upp á slíka þjónustu hér á landi. Í stöðinni er glæsileg aðstaða þar sem finna má bæði Trackman og Puttview púttherma þar sem hópar og einstaklingar geta æft sveifluna eða spilað golf á hinum ýmsu golfvöllum heims. „Golfstöðin var opnuð í Glæsibæ í lok sumars. Stöðin er sameign og samstarfsverkefni mitt og Freys bróður míns, en síðasta hálfa árið höfum við verið að taka hús­ næðið algerlega í gegn og koma aðstöðunni upp,“ segir Bjarni Már Ólafsson. „Þetta gerðum við með þrotlausri hjálp bræðra okkar, sem allir búa í nágrenninu. Við erum með tvo Trackman 4 golfherma og einn Puttview pútthermi.“ Pútthermirinn spennandi viðbót „Það eru nokkur atriði sem við í Golfstöðinni erum sérstaklega stoltir af. Í fyrsta lagi er stað­ setningin okkar mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og í öðru lagi er aðstaðan mjög notaleg og býður upp fullkomið næði, því það er hægt að loka alveg að sér í herm­ inum ef maður vill vera út af fyrir sig,“ segir Bjarni. „Svo er það pútthermirinn okkar frá Puttview, sem okkur finnst gríðarlega spennandi viðbót við innigolfiðkun. Það er alveg tilvalið að sinna stutta spilinu samhliða æfingum í hefðbundnu golfherm­ unum,“ segir Bjarni. „Þar geturðu æft þig að lesa brot í landslagi, fengið sjónrænar leiðbeiningar um það hvernig er best að pútta og svo það sem best er, það er alveg hægt að gleyma sér í leikjum og æfingum í þessari græju. Við ætlum að hafa púttherminn opinn og ókeypis þeim sem koma í Golf­ stöðina á næstu vikum til kynn­ ingar.“ Bjóða hreyfigreiningar og sjúkraþjálfun „Golfstöðin er fyrsta golfherma­ aðstaðan sem býður upp á þjónustu sjúkraþjálfara og um leið fyrsta sjúkraþjálfunaraðstaðan sem býður upp á golfherma,“ segir Bjarni. „Ég hef starfað sem sjúkra­ og einkaþjálfari í líkamsræktar­ stöðinni Hreyfingu í sex ár og í Golfstöðinni er ég með herbergi þar sem ég mun bjóða upp á bæði hreyfigreiningu og sjúkraþjálfun fyrir golfara. Hreyfigreiningin byggir á kerfi TPI (Titleist Performance Institute) sem gengur út á það að skima hreyf­ ingar líkamans og finna út hvort eitthvað vanti upp á hreyfistjórn eða liðleika hjá fólki með tilliti til þess að þau geti sveiflað golfkylfu með góðu móti,“ segir Bjarni. „Þetta eru fimmtán mælingar sem taka til hreyfanleika í öxlum, mjöðmum og baki, svo dæmi séu tekin. Fólk getur komið til mín í hreyfi­ greiningu og fengið niðurstöður úr henni á klukkutíma. Ég mun svo annað hvort bjóða fólki upp á æfingaplan sem ég set saman sjálfur til þess að vinna á veik­ leikunum eða bjóða þeim að koma til mín í einkaþjálfun í Hreyfingu, þar sem unnið verður í þessum þáttum,“ segir Bjarni. „Ef þátttaka verður góð sé ég alveg fyrir mér að mynda litla æfingahópa með fólki sem er að vinna í svipuðum hlutum. Mig langar að hjálpa fólki að finna tilgang með hreyfingu og líkamsrækt. Ef þú kemur í greiningu til mín og ég segi þér að þig vanti styrk á einum stað og liðleika annars staðar til þess að geta golfað lengur og slegið lengra þá hlýtur það að vera góð gulrót í þjálfuninni,“ útskýrir Bjarni. Opið lengi og hentar hópum „Golfhermarnir okkar eru opnir öllum frá 6.00­24.00 alla daga vikunnar í sjálfsafgreiðslufyrir­ komulagi. Þú bókar á netinu og færð tölvupóst og sms með kóða sem þú svo notar til þess að komast inn þegar þú átt bókaðan tíma,“ segir Bjarni. „Við gefum líka góð verð í fastabókanir, en það er best að senda okkur tölvupóst með fyrirspurn um slíkt. Að sama skapi leigjum við allt rýmið til fyrirtækja eða hópa,“ segir Bjarni. „Vinnustaðaferðir, afmæli, „reunion“, vísindaferðir og alls konar hópar hafa skemmt sér mjög vel hjá okkur, enda geta allir notið sín í Golfstöðinni, hvort sem það er í púttherminum eða í Trackman­hermunum.“ ■ Golfstöðin er í austurbyggingu Glæsibæjar, beint fyrir ofan Ölver sportbar. Hægt er að hafa sam- band við Golfstöðina í gegnum netfangið golfstodin@golf- stodin. is. Golfhermar og sjúkraþjálfari undir sama þaki Bjarni Már Ólafsson hefur starfað sem sjúkra- og einkaþjálfari árum saman og ætlar að bjóða upp á bæði hreyfigrein- ingu og sjúkraþjálfun fyrir golfara í Golfstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Pútthermirinn frá Puttview er gríðarlega spennandi viðbót við innigolfiðkun og næstu vikur verður hægt að prófa hann ókeypis. Allir geta notið sín í Golf- stöðinni, hvort sem það er í púttherminum eða í Trackman- hermunum. Í púttherminum er hægt að æfa sig að lesa brot í landslagi og fá sjónrænar leið- beiningar um hvernig er best að pútta. kynningarblað 5LAUGARDAGUR 16. október 2021 Golfhermar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.