Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 92
Cybertruck, Roadster og
Sema trukkurinn fara í fram
leiðslu árið 2023. Smíðuð
verður sérstök Evrópuútgáfa
Cybertruck og von er á fyrstu
bílunum frá verksmiðjunni í
Berlín í lok þessa árs.
njall@frettabladid.is
Að sögn Elon Musk, forstjóra Tesla,
mun fjöldaframleiðsla hefjast á
Cybertruck pallbílnum árið 2023.
Áður hafði verið sagt að bíllinn
kæmi ekki í sölu fyrr en seint á
næsta ári en líklegt er talið að fram
leiðsla geti hafist á honum seint á
næsta ári. Þessar fréttir komu í kjöl
far hluthafafundar Tesla en þar var
einnig tilkynnt að Tesla Semi flutn
ingabíllinn og Tesla Roadster sport
bíllinn færu einnig í framleiðslu árið
2023.
Musk tilkynnti einnig að höfuð
stöðvar Tesla myndu f lytja frá
Kaliforníu til Austin í Texas á næst
unni. Að sögn Musk hefur árið í ár
einkennst af skorti á íhlutum, og þá
ekki aðeins tölvukubbum. „Mjög
líklegt er að við sjáum framleiðslu á
Cybertruck hefjast í lok árins 2022.
Vonandi getum við einnig hafið
framleiðslu á Semi og Roadster árið
2023 líka, og verðum laus við skort
á íhlutum árið 2023, en ég er von
góður um það,“ sagði Musk við þetta
tækifæri.
Þessar fréttir munu ekki hafa
áhrif á evrópska markaðinn þar
sem ólíklegt er talið að Cybertruck
fari á markað þar. Er það vegna
strangra Evrópureglna um öryggi
fótgangandi farþega, en Cyber
truck þykir ekki góðu í því tilliti.
Hvað það þýðir fyrir þá sem pantað
hafa Cybertruck í Evrópu og á
Íslandi á þó eftir að koma í ljós en
alls hefur meira en hálf milljón ein
taka verið pöntuð af bílnum. Áætlað
er að hann verði framleiddur í 250
300.000 eintökum á ári svo að taka
mun tíma að sinna þeim biðlista.
Að sögn Musk er þó verið að íhuga
að koma með minni útgáfu Cyber
truck á markað sem yrði seldur utan
Bandaríkjanna.
Fyrir Evrópumarkað Tesla eru
það ef laust góðar fréttir að fyrstu
bílarnir munu rúlla út af færiband
inu í nýrri verksmiðju Tesla í Berlín
í nóvember eða desember. Lét Elon
Musk hafa það eftir sér á hátíð sem
haldin var í verksmiðjunni um
síðustu helgi. „Það að byrja fram
leiðslu er auðveldi hlutinn, en að
ná fjöldaframleiðslu er sá erfiði.“
Hann áætlar að verksmiðjan geti
framleitt 510.000 bíla á viku og
meðal þeirra verði einnig Semi
f lutningabíllinn, en hann verður
einnig framleiddur í Berlín. ■
Cybertruck fer í framleiðslu 2023
Cybertruck pallbíllinn verður ekki framleiddur með þessu lagi fyrir Evrópumarkað vegna strangari árekstrarprófa
meðal annars, en brúnir hans þykja of hvassar fyrir fótgangandi vegfarendur og bíllinn líka of stór á markaðinn.
njall@frettabladid.is
MercedesBenz er um þessar mund
ir að prófa nýja jepplingsútgáfu EQE
sem áætlað er að fari á markað á
næsta ári. Nýlega náðust myndir af
bílnum við prófanir í Þýskalandi, en
bíllinn á meðal annars að keppa við
Tesla Model X.
Bíllinn verður búinn nýjum MEA
undirvagni og verður bíllinn að
öllum líkindum öflugri heldur en
EQC sem er 402 hestöfl. Drægi nýs
EQE jepplings verður líka meira og
verður í kringum 600 km. Engar
dagsetningar eða frekari tækni
upplýsingar hafa verið gefnar upp
um nýja bílinn enn þá. ■
Njósnamyndir af
EQE jepplingnum
Njósnamyndin sýnir bíl sem er ekki
ólíkur EQC bílnum í útliti.
njall@frettabladid.is
Kawasaki mótorhjólaframleið
andinn ætlar sér greinilega að vera
í fararbroddi þegar kemur að raf
væðingu mótorhjóla. Í skjali um
framtíðaráætlanir Kawasaki kemur
fram að ætlunin er að öll framleiðsla
þeirra verði orðin rafvædd árið
2035.
Einnig hefur framleiðandinn
látið hafa eftir sér að tíu ný rafhjól
verði kynnt fyrir 2025. Hvaða hjól
það verða hefur ekki verið tilkynnt
ennþá en getgátur eru uppi um að
allavega tvö þeirra verði torfæru
hjól. Nær öruggt má telja að einhver
þeirra verði tvinnhjól, og þá bæði
búin bensínmótor og rafmótor.
Kawasaki sýndi tilraunarafhjól á
EICMA mótorhjólasýningunni 2019
en það vakti ekki mikla lukku þá,
enda þótti það kraftlaust miðað við
samkeppnina. Þrátt fyrir það hafa
komið upplýsingar síðan sem gefa
tilefni til þess að ætla að Kawasaki
sé full alvara, eins og sú staðreynd
að Kawasaki hefur þróað rafdrifið
mótorhjól með gírkassa. Ef laust
verður forvitnilegt að fylgjast með
fréttatilkynningum frá Kawasaki á
næstunni. ■
Kawasaki rafvæðist fyrir 2035
Tilraunahjól Kawasaki sem frumsýnt
var 2019 gefur innsýn í hugsanlegt
útlit rafhjóla þeirra í framtíðinni.
Ætlunin er að öll fram-
leiðslan verði orðin
rafvædd 2035 og að 10
ný rafhjól verði kynnt
fyrir 2025.
Musk tilkynnti einn-
ig að höfuðstöðvar
Tesla myndu flytja frá
Kaliforníu til Austin í
Texas.
Áætlað er að nýr EQE
jepplingur komi á
markað 2022.
Nýjustu fregnir herma að næsta rafvædda hjól Kawasaki verði blendingshjól
með rafmótor og bensínmótor byggt á Ninja 400 götuhjólinu.
INFLÚENSUBÓLUSETNINGAR
ERU HAFNAR HJÁ HEILSUGÆSLU
HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
FORGANGSHÓPAR TIL 31. OKTÓBER
Þau sem tilheyra þessum hópum eru velkomin á heilsugæsluna
sína virka daga milli kl. 8:30 og 15:30. Ekki þarf að panta tíma.
Munið eftir grímu og best er að vera í stuttermabol.
• Þau sem eru 60 ára eða eldri
• Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-,
nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og
aðra ónæmisbælandi sjúkdóma
• Barnshafandi konur
Þessir hópar fá bóluefnið frítt en greiða komugjald, 500 kr., nema
67 ára og eldri og öryrkjar. A.m.k. fjórtán dagar þurfa að líða á
milli bólusetningar gegn COVID-19 og inflúensubólusetningar.
ALLIR AÐRIR FRÁ 1. NÓVEMBER
Þá eru allir velkomnir í inflúensubólusetningu á heilsugæslunni
sinni, virka daga milli kl. 8:30 og 15:30, án tímapöntunar.
Þau sem eru yngri en 60 ára og tilheyra ekki forgangshópum
greiða bæði komugjald, 500 kr, og bóluefnið.
Nánari upplýsingar:
heilsugaeslan.is,
netspjall á heilsuvera.is
eða heilsugæslan þín.
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 16. október 2021 LAUGARDAGUR