Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 12
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á voðaverkinu. Um áttatíu prósent fullorðinna á Spáni eru fullbólusett. gar@frettabladid.is COVID -19 Lækkandi smittíðni meðal skólabarna á Spáni er að mati sérfræðinga vísbending um að hjarðónæmi gegn Covid-19 sé þar innan seilingar. Þetta kemur fram í spænska stórblaðinu El País. Þótt mánuður sé liðinn af skóla- árinu segir El País að smittíðnin haldi áfram að vera lág, jafnvel meðal óbólusettra barna. Óttast var að smitum kynni að fjölga þegar 5,2 milljónir barna undir tólf ára aldri myndu flykkj- ast í skólann. Þetta hafi ekki gerst á meðal þessa eina þjóðfélagshóps sem ekki sé bólusettur. Því séu sér- fræðingar nú bjartsýnir á að þjóðin hafi náð þetta mikilli vernd með því að nærri 80 prósent þjóðarinnar séu fullbólsett að því megi líkja við hjarðónæmi. Þrátt fyrir að ekki sé búist við því að sögn El País að veiran hverfi að fullu, telji sérfræðingar senn komið að því að nemendur eldri en sex ára þurfi ekki lengur að bera grímur. „Við erum í bestu sviðsmynd sem við gátum búist við fyrir mánuði,“ hefur El País eftir Quique Bassat, sem er faraldursfræðingur við ISGlobal-stofnunina í Barcelona. „Mjög hefur dregið úr samfélags- smitum og það ásamt sóttvarna- aðgerðum í skólum hefur reynst duga, jafnvel gegn af brigði sem er eins smitandi og delta,“ útskýrir Bassat stöðuna fyrir El País. Jesús Rodríguez Baño, yfirmaður smitsjúkdómadeilar Virgen de la Macarena spítalans í Sevilla, tekur í sama streng að sögn El País. „Ef við ætlum að finna skýringu á því hvers vegna staðan á faraldr- inum hefur batnað, einnig meðal þeirra sem eru óbólsettir, með delta- afbrigðið í umferð og okkur smám saman að snúa aftur til eðlilegs lífs, þá er eina trúlega skýringin sú að eitthvað á borð við hjarðónæmi sé þegar farið að virka,“ segir Jesús Rodríguez Baño. n Spánn á betri stað en óttast var og hjarðónæmi talið handan við hornið Spænskir skóladrengir heilsast að Covid-sið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Einstaklingur sprengdi sig við öryggishlið moskunnar sem gerði næstu árásarmönnum auðvelt að komast inn í moskuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY LANDSBANKINN. IS Samfélags- styrkir Landsbankans Árið 2021 veitir Landsbankinn 15 milljónir kr. í samfélags- styrki. Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2021. Styrkjunum er ætlað að styðja við fjölbreytt verkefni, meðal annars á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntamála og vísinda, forvarna- og æskulýðsstarfs og umhverfismála. Veittir eru styrkir í þremur þrepum: • • • Kynntu þér málið á landsbankinn.is 1.000.000 kr. 500.000 kr. 250.000 kr. Tæplega fimmtíu manns létust í sprengjuárás á mosku í borginni Kandahar í Afgan- istan í gær. Þetta er önnur vikan í röð sem slík árás á sér stað á bænastund sjíamús- lima í landinu, en talið er að fjórir einstaklingar hafi unnið saman að voðaverkinu. kristinnpall@frettabladid.is AFGANISTAN Aðra vikuna í röð átti sér stað sprengjuárás í Afganistan þar sem tugir manna létust við föstudagsbænastund í mosku þar í landi. Árásin átti sér stað sama dag og hópur ISIS á Khorasan svæð- inu, ISIS-K, lýsti yfir að hann bæri ábyrgð á sambærilegri árás í borg- inni Kunduz, þar sem að minnsta kosti fimmtíu manns létu lífið í síðustu viku. Hafiz Sayeed, leiðtogi menningar- og upplýsingaráðuneytis talíbana í Kandahar, sagði í samtali við fjöl- miðla í gær að að minnsta kosti 47 hefðu látist í árásinni og sjötíu væru særðir, en það gæti fjölgað í þeim hópi á næstu dögum. Sjónvarvottar lýstu í samtali við fréttastofu AFP að líklegast hefðu þrír eða fjórir menn verið að verki í gær. Sjálfsmorðssprenging við öryggishlið moskunnar gerði víga- mönnum kleift að komast inn í moskuna, þar sem þeir sprengdu sjálfa sig einnig. Annar sjónarvott- ur taldi sig hafa heyrt sprengingu þar trúariðkendur þvoðu sér fyrir bænastund. Árásin átti sér stað í moskunni Bibi Fatima, sem er f jölmenn- asta moska sjíamúslima í Kunduz sem er næstfjölmennasta borgin í Afganistan á eftir Kabúl. Yfirleitt eru um fimm hundruð samankomnir á bænastundum sem þessum. Stjórnvöld í Afganistan lýstu því yfir eftir árásina í Kunduz í síðustu viku að einstaklingarnir sem væru ábyrgir fyrir árásinni yrðu látnir svara til saka, en innanríkisráð- herra Afganistan, Sayed Khosti, lýsti yfir vonbrigðum sínum með árásina og boðaði komu sérsveitar á svæðið til að rannsaka málið betur. n Mannskæðar árásir halda áfram kristinnpall@frettabladid.is NOREGUR Á blaðamannafundi lögreglunnar í Kongsberg í gær var fullyrt að líklegast hefðu and- leg veikindi orðið til þess að Espen Andersen Brathen réðst á og banaði fimm einstaklingum í Kongsberg síðastliðið miðvikudagsk völd. Hann hefði útskýrt fyrir lögreglu í smáatriðum hvað hann hefði gert, en lögreglan telur sig vita fyrir víst að hann glími við andleg veikindi. Hann var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald og um leið f luttur inn á heilbrigðisstofnun, eftir að hafa gengist undir geðheilsumat. Lögreglan var ekki tilbúin að til að úrskurða hvort árásin f lokkaðist sem hryðjuverk. n Andleg veikindi að baki árásar Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs minntist hinna látnu í gær. 12 Fréttir 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.