Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 82
Merkisatburðir
Ég er vel komin að þessu en
maður er samt alltaf að
læra.
1612 Eldgos brýst út í Kötlu.
1793 Marie Antoinette Frakklandsdrottning og eigin-
kona Loðvíks XVI. er hálshöggvin í kjölfar frönsku
byltingarinnar.
1890 Landshöfðingi vígir fyrsta síma sem lagður er á
Íslandi, milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Í Fjall-
konunni er fyrirbærið kallað málþráður.
1902 Landakotsspítali er tekinn í notkun, hann var
reistur og rekinn af Sankti Jósefssystrum.
1923 Walt Disney stofnar fyrirtækið
Disney ásamt bróður sínum, Roy
O. Disney.
1946 Helstu sakborningar í Nürnberg-
réttarhöldunum eru líflátnir.
1995 Milljónagangan, mótmælaganga
þeldökkra Bandaríkjamanna til
Washington D.C., fer fram.
1997 Fyrsta litmyndin birtist á forsíðu
The New York Times.
Alexandra samdi tónlist og handrit verksins og fer jafnframt með hlutverk Vigdísar. MYND/JÓN RÚNAR HILMARSSON
Vigdís Finnbogadóttir fagnar sigri í forsetakosningum 1980 ásamt Ástríði dóttur sinni.
Ævi og störf Vigdísar Finnboga-
dóttur eru rakin í nýju frum-
sömdu óperunni Góðan daginn,
frú forseti.
arnartomas@frettabladid.is
Óperudagar standa nú yfir og næstu
helgi verður glæný ópera, Góðan daginn,
frú forseti, frumflutt í Grafarvogskirkju.
Um er að ræða frumsamda óperu í þrem-
ur þáttum sem segir frá ævi og störfum
Vigdísar Finnbogadóttur.
„Hugmyndin að óperunni kom til mín
fyrir sjö árum,“ segir Alexandra Cherny-
shova höfundur verksins, sem fer jafn-
framt með hlutverk Vigdísar í sýning-
unni. „Ég var nýbúin að frumsýna fyrstu
óperuna mína sem fékk góðar viðtökur
og það gaf mér styrk og trú á sjálfri mér
sem tónskáldi – að ég gæti samið óperu.“
Alexandra segir Vigdísi vera ótrúlega
manneskju þótt hún hafi ekki haft per-
sónuleg kynni af henni. „Ég þekkti til
hennar út frá viðtölum og hitti hana
stundum á frumsýningum því hún er
dugleg að sækja leikhús,“ segir Alex-
andra. „Ég var mikið að stúdera lífið
hennar og allt það sem leiddi til þess að
hún var kosin forseti Íslands. Þetta fór
á f lug hjá mér þegar ég heyrði að hún
hefði ekki einungis verið fyrsti kvenfor-
seti heims, heldur líka fyrsta einstæða
foreldri Íslands til að ættleiða barn.“
Valkyrjur jafnréttis
Sýningin er ansi veigamikil, en þar
kemur fram 22 manna hljómsveit undir
stjórn Garðars Cortes, 12 einsöngvarar,
karlakór og kvennakór. Sýningin skiptist
í þrjá þætti auk forleiks og eftirleiks.
„Forleikurinn hefst á því að fram
koma fimm baráttukonur “ segir Alex-
andra. „Þetta eru fimm íslenskar val-
kyrjur sem stíga fram ásamt Vigdísi og
kórunum tveimur og sýna boðskapinn
um samstöðu kvenna og karla. Að við
náum árangri ef við stöndum saman.“
Eftir forleikinn hefst óperan á því
þegar Vigdís er ung stúlka í þann mund
að ferma sig. „Ég vil ekki segja of mikið,
heldur er betra ef fólk komi og sjái sýn-
inguna!“ segir Alexandra og hlær.
Aðspurð segir Alexandra að það sé
skemmtilegt að halda utan um svona
stóra sýningu en hún er þeim ansi
kunnug.
„Ég stofnaði óperu Skagafjarðar 2006
þar sem við settum upp fimm óper-
ur, og þar fyrir utan hef ég sett tvær af
mínum eigin óperum upp. Þetta er því
áttunda stórvirkið sem ég set upp,“ segir
Alexandra. „Ég er vel komin að þessu en
maður er samt alltaf að læra.“
Samkvæmt Alexöndru fylgdu verkefn-
inu ýmsar áskoranir en hún er þakklát
því frábæra fólki sem hún hefur fengið
sér til liðs. „Allt fólkið í sýningunni er
ástríðufullt fyrir óperunni og vill heiðra
Vigdísi og láta sögu hennar heyrast í tón-
listinni. Ég ber mikla virðingu fyrir frú
Vigdísi Finnbogadóttur.“
Frumsýningin fer fram í Grafarvogs-
kirkju laugardaginn 23. október klukk-
an 20. Hægt er að nálgast miða á tix.is. ■
Frú forseti heiðruð með óperu
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir
síðan 1996
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
34 Tímamót 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐTÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 16. október 2021 LAUGARDAGUR