Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 10

Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 10
Hugur er nú sagður í starfs­ fólki Endurmenntunar Háskóla Íslands að búa til góðan og öruggan vinnustað, í kjölfar úttektar sem gerð var á starfsumhverfinu eftir að forstöðumaður stofnunar­ innar hvarf óvænt á braut. gar@frettabladid.is SKÓLAMÁL Mannauðssvið Háskóla Íslands hefur lokið úttekt á starfs­ umhverfi Endurmenntunar HÍ. Úttektin var gerð í tilefni óánægju hjá starfsliðinu. Niðurstöður henn­ ar fást ekki afhentar. „Þarna er f jallað um starfs­ umhverfi á einni einingu hjá okkur og okkur finnst ekki við hæfi að afhenda hana og getum í raun ekki fjallað sérstaklega um þau mál,“ segir Ragnhildur Ísaksdóttir, sviðs­ stjóri mannauðssviðs HÍ. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins er niðurstöðunum lýst sem „svartri skýrslu“ meðal þeirra sem fengið hafa aðgang að úttektinni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 6. ágúst síðastliðinn sagði Kristín Jónsdóttir Njarðvík, forstöðu­ maður Endurmenntunar Háskóla Íslands til 23 ára, starfi sínu óvænt lausu í lok júní, vegna ágreinings við mannauðsskrifstofu háskólans um leiðir til að rannsaka meinta óánægju starfsfólks stofnunarinnar. Ragnhildur segist ekki geta fjallað um inntak skýrslunnar í kjölfar brotthvarfs Kristínar heldur aðeins þá aðferðarfræði sem hafi veri beitt. Segir Ragnhildur úttektina hafa náð til ýmissa þátta í starfsemi Endurmenntunar. Hún hafi ekki snúist um einstaka starfsmenn eða stjórnendur, heldur vinnustaðinn í heild. „Markmiðið er að tryggja heilsu og öryggi á vinnustaðnum,“ lýsir hún tilgangi úttektarinnar. Að sögn Ragnhildar skiptist úttektin í fjóra meginþætti og fór hún fram með viðtölum við starfs­ menn. Í fyrsta lagi sé fjallað um almennt öryggi. Þar undir sé meðal annars skoðað álag, streitustjórnun, einelti og áreitni. Annar flokkur taki til starfsanda og starfsánægju. Þá sé f lokkur um stjórnun sem taki til verklags og verkferla. Að lokum sé litið til hreyfi­ og stoð­ kerfismála starfsmanna. Gerðar séu tillögur til úrbóta í hverjum flokki fyrir sig. Þær snúi bæði að Endur­ menntun og að háskólanum í heild. „Við erum auðvitað að gera þetta til að rýna til gagns og til þess að bæta starfsumhverfið okkar. Þetta er unnið með starfsfólki Endurmennt­ unar og það hefur fengið kynningu á niðurstöðunum,“ segir Ragnhildur, sem vill lítið tjá sig um viðbrögð starfsfólksins. „Ég finn að minnsta kosti mikinn hug hjá starfsmönn­ um Endurmenntunar um að taka höndum saman og búa til góðan og öruggan vinnustað.“ Er Kristín Jónsdóttir Njarðvík hvarf úr stóli forstöðumanns Endur­ menntunar til annarra starfa tók Guðbjörg við keflinu tímabundið. Starfið hefur síðan verið auglýst og Ragnhildur segir að borist hafi tutt­ ugu umsóknir sem nú sé verið að vinna úr. Það mál sé á borði stjórnar Endurmenntunar. ■ Úttekt á Endurmenntun háskólans ekki afhent Dómsmálaráðuneytið auglýsir laus til umsóknar tvö embætti héraðs- dómara. Annars vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur sem skipað verður í frá 3. janúar 2022. Hins vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðs- dómi Suðurlands sem skipað verður í frá 28. febrúar 2022. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 29. gr. laga nr. 50/2016. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 970/2020 er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um: 1) menntun og framhalds- menntun, 2) reynslu af dómstörfum, 3) reynslu af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 8) almenna og sérstaka starfshæfni, 9) andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum, 10) tvo fyrrverandi/núverandi samstarfsmenn/yfirmenn, sem og síma- númer þeirra eða netföng, sem geta veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda, sbr. 5. mgr. 5. gr. reglna nr. 970/2020 og 11) aðrar upplýsingar sem varpað geti ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skiptir fyrir störf héraðsdómara. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) ferilskrá, 2) afrit af próf- skírteinum, 3) afrit dóma í munnlega fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 4) afrit af stefnu og greinar- gerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 5) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 6) útgefin fræðirit og ljósrit af tímarits- greinum umsækjanda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 7) Önnur gögn sem varpa ljósi á fag- lega færni umsækjanda til starfa sem héraðsdómari. Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 1. nóvember nk. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskipt- um er áskilið að umsóknir og fylgigögn berist dómsmálaráðuneytinu á minnislykli eða með rafrænum hætti á netfangið starf@dmr.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Dómsmálaráðuneytinu, 15. október 2021. Tvö embætti héraðsdómara laus til umsóknar Á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ sem hefur mikla starfsemi með höndum. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI gar@frettabladid.is ÍSRAEL Tekist hefur að endurlífga tvö þúsund ára gamlan döðlutrjá­ stofn í Ísrael. Að því er CBS­frétta­ stofan bandaríska greinir frá hefur níu ára gamalt tré á samyrkjubúinu Ketura nú borið ávöxt. „Við erum að tala um endurlífgun á meira en tvö þúsund ára döðlu­ fræjum, sem eru úr Júdea­eyði­ mörkinni og frá Masada, og eru hluti af vísindatilraun,“ hefur CBS eftir Söruh Sallon, stjórnanda og stofnanda rannsóknaseturs á sviði náttúrulyfja í Jerúsalem. Trénu, sem gefið hefur verið nafn­ ið Judith og óx upp í níu ár í gróður­ húsi, var nýlega umplantað. Judith fetar þar með í fótspor trjánna Metúsalems, Adams, Jónasar og Hönnu. Síðastnefnda trénu var plantað 2019. Hanna gaf af sér um hundrað döðlur í fyrra og um sex hundruð döðlur á þessu ári. „Mig langaði að sjá hvernig lækn­ ingajurtir í Ísrael voru og til hvers þær voru notaðar,“ segir Sallon við CBS. Hún hafi komist að því að margar tegundanna voru horfnar. „Við vissum hverjar þær voru því minnst er á þær í Biblíunni. Biblí­ an er handbók okkar um fornar tegundir.“ Daðlan frá Júdeu var ein þessara horfnu tegunda. Hennar er getið í Biblíunni sem einnar af sjö teg­ undum í hinu forna Ísrael. Sallon segir döðlutré nútímans í Ísrael vera tegundir sem fluttar hafi verið inn eftir stofnun ríkisins á sjötta ára­ tug síðustu aldar. „En þau eru ekki upprunalega tegundin sem hér óx,“ ítrekar Sallon. ■ Döðlufræ frá biblíutímabilinu bera ávöxt að nýju á samyrkjubúi í Ísrael Margar tegundir eru af döðlutrjám. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Döðlutréið í Ketura hefur gefið af sér sjö hundruð döðlur á tveggja ára tímabili. Þetta er unnið með starfsfólki Endur- menntunar og það hefur fengið kynningu á niðurstöðunum. Ragnhildur Ísaksdóttir, sviðsstjóri mannauðssviðs HÍ arib@frettabladid.is BRETLAND David Amess, þing­ maður Íhaldsf lokksins, lést eftir að hafa verið stunginn margsinnis á fundi í kirkju í bænum Leigh­on­ Sea í gær. Amess var fluttur á sjúkra­ hús með þyrlu þar sem hann lést. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum og lögðu vopnaðir lög­ reglumenn hald á hnífinn. Ekkert hefur verið gefið upp um ástæður árásarinnar. Amess hafði verið þingmaður frá árinu 1983, hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn. Þetta er í annað skiptið á fimm árum sem breskur þingmaður er myrtur. Jo Cox, þingmaður Verka­ mannaf lokksins, var myrt árið 2016. ■ Þingmaður stunginn til bana Amess hefði orðið sjötugur í vor. 10 Fréttir 16. október 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.