Fréttablaðið - 16.10.2021, Page 19

Fréttablaðið - 16.10.2021, Page 19
Plástur Laugardalsvöllur er í næstefsta flokki, eða þriðja af fjórum, í flokkunarkerfi UEFA en leikir í Þjóðadeild og undankeppnum EM og HM eiga að fara fram á leikvöllum í fjórða flokki. Samkvæmt einni skýrslunni væri hægt að gera ýmsa bragarbót á aðstöðunni til að uppfylla lágmarkskröfur í fjórða flokki. Slíkt myndi kosta allt að milljarð króna. Það var þó hvorki talið leysa eitt né neitt. ÍSÍ með þungar áhyggjur Á 74. íþróttaþingi ÍSÍ var ályktun um þjóðarleikvanga og aðstöðu fyrir landsliðsfólk Íslands sam- þykkt. Þar var lýst yfir þungum áhyggjum af aðstöðuleysi landsliða í flestum íþróttagrein- um. „Flest sérsambönd innan ÍSÍ vantar varanlega aðstöðu til æfinga og keppni fyrir öll sín landslið og afreksíþróttafólk. Fullyrða má að aðstöðuleysið sé farið að hamla framþróun innan íþróttahreyfingarinnar.“ Sagan í hverju horni Laugardalsvöllur var vígður þann 17. júní 1959 en fyrsti landsleikurinn var þó leikinn á vellinum þann 8. júlí 1957. Völlurinn tekur 9.800 manns í sæti og voru síðustu endur- bætur á stúkum gerðar 2007. 10 milljónir á ári Haustið 2019 byrjaði KSÍ að vera með æfingar fyrir yngri landslið á virkum dögum í staðinn fyrir að hafa æfingar um helgar og seint á föstu- dagskvöldum. Breytingin felur í sér að tímaþörfin fyrir landsliðsæfingar fyrir yngri landslið verður um 250 klukkustundir í knatthúsi. Áætlaður heildarkostnaður fyrir veturinn 2019-2020 var áætlaður rúmar níu milljónir króna. Ekki er reiknað með æfingalandsleikjum í knatt- húsum í þessum tölum, en nokkrir slíkir hafa farið fram síðustu ár. Fjórar færar leiðir Leið A Að núverandi völlur verði að mestu leyti óbreyttur, en ráðist verði í lágmarksendur- bætur og -lagfæringar. Leið B Að Laugardalsvöllur verði endurbættur svo hann upp- fylli kröfur og staðla Knatt- spyrnusambands Evrópu (EUFA) og Alþjóða knatt- spyrnusambandsins (FIFA). Leið C Að byggður verði nýr 15.000 manna leikvangur, með opnanlegu þaki eða án þaks. Leið D Að byggður verði fjölnota- leikvangur með 17.500 sætum, með opnanlegu þaki eða án þaks. áætlað er að viðburðir aðrir en fót- boltaleikir myndu skapa 23 prósent af tekjum leikvangsins. Heildar- tekjur fjölnota leikvangs eru þar áætlaðar 522 milljónir króna á ári. Ljóst er að eitthvað þarf að gera í Laugardal. Samkvæmt verkfræði- stofunni Mannviti, sem er hluti af teymi AFL, er völlurinn á undan- þágu og þarf sérstakan viðbúnað vegna keppnisleikja á alþjóðlegum mótum. Sú undanþága er að sjálfsögðu ekki eilíf og því raunveruleg hætta á að íslensku landsliðin muni þurfa að spila heimaleiki annars staðar en í Laugardal, fyrr en síðar. n LAUGARDAGUR 16. október 2021 Íþróttir 19FRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.