Fréttablaðið - 16.10.2021, Page 19
Plástur
Laugardalsvöllur er í næstefsta
flokki, eða þriðja af fjórum, í
flokkunarkerfi UEFA en leikir í
Þjóðadeild og undankeppnum
EM og HM eiga að fara fram á
leikvöllum í fjórða flokki.
Samkvæmt einni skýrslunni væri
hægt að gera ýmsa bragarbót
á aðstöðunni til að uppfylla
lágmarkskröfur í fjórða flokki.
Slíkt myndi kosta allt að milljarð
króna. Það var þó hvorki talið
leysa eitt né neitt.
ÍSÍ með þungar áhyggjur
Á 74. íþróttaþingi ÍSÍ var ályktun
um þjóðarleikvanga og aðstöðu
fyrir landsliðsfólk Íslands sam-
þykkt. Þar var lýst yfir þungum
áhyggjum af aðstöðuleysi
landsliða í flestum íþróttagrein-
um. „Flest sérsambönd innan
ÍSÍ vantar varanlega aðstöðu
til æfinga og keppni fyrir öll sín
landslið og afreksíþróttafólk.
Fullyrða má að aðstöðuleysið
sé farið að hamla framþróun
innan íþróttahreyfingarinnar.“
Sagan í hverju horni
Laugardalsvöllur var vígður
þann 17. júní 1959 en fyrsti
landsleikurinn var þó leikinn
á vellinum þann 8. júlí 1957.
Völlurinn tekur 9.800 manns í
sæti og voru síðustu endur-
bætur á stúkum gerðar 2007.
10 milljónir á ári
Haustið 2019 byrjaði KSÍ að
vera með æfingar fyrir yngri
landslið á virkum dögum í
staðinn fyrir að hafa æfingar
um helgar og seint á föstu-
dagskvöldum. Breytingin
felur í sér að tímaþörfin
fyrir landsliðsæfingar fyrir
yngri landslið verður um 250
klukkustundir í knatthúsi.
Áætlaður heildarkostnaður
fyrir veturinn 2019-2020 var
áætlaður rúmar níu milljónir
króna. Ekki er reiknað með
æfingalandsleikjum í knatt-
húsum í þessum tölum, en
nokkrir slíkir hafa farið fram
síðustu ár.
Fjórar færar leiðir
Leið A
Að núverandi völlur verði að
mestu leyti óbreyttur, en
ráðist verði í lágmarksendur-
bætur og -lagfæringar.
Leið B
Að Laugardalsvöllur verði
endurbættur svo hann upp-
fylli kröfur og staðla Knatt-
spyrnusambands Evrópu
(EUFA) og Alþjóða knatt-
spyrnusambandsins (FIFA).
Leið C
Að byggður verði nýr 15.000
manna leikvangur, með
opnanlegu þaki eða án þaks.
Leið D
Að byggður verði fjölnota-
leikvangur með 17.500
sætum, með opnanlegu þaki
eða án þaks.
áætlað er að viðburðir aðrir en fót-
boltaleikir myndu skapa 23 prósent
af tekjum leikvangsins. Heildar-
tekjur fjölnota leikvangs eru þar
áætlaðar 522 milljónir króna á ári.
Ljóst er að eitthvað þarf að gera
í Laugardal. Samkvæmt verkfræði-
stofunni Mannviti, sem er hluti af
teymi AFL, er völlurinn á undan-
þágu og þarf sérstakan viðbúnað
vegna keppnisleikja á alþjóðlegum
mótum.
Sú undanþága er að sjálfsögðu
ekki eilíf og því raunveruleg hætta
á að íslensku landsliðin muni þurfa
að spila heimaleiki annars staðar en
í Laugardal, fyrr en síðar. n
LAUGARDAGUR 16. október 2021 Íþróttir 19FRÉTTABLAÐIÐ