Fréttablaðið - 16.10.2021, Qupperneq 32
Við erum
með pakk-
aða dag-
skrá en
samt sem
áður ætlast
vinnuveit-
andinn til
þess að þú
sitjir á
skrif-
stofunni í
átta tíma.
Sigríður
En það er
staðreynd
að þegar
horft er til
þróunar
starfa í
framtíð-
inni þá
eiga um
það bil 50
prósent
eftir að
hverfa, 30
prósent
eftir að
þróast, og
20 prósent
eftir að
vera eins.
Alda
Þær Alda Sigurðardóttir og
Sigríður Sandholt vinna
saman að nýju fyrirtæki,
Fræðslu, sem þær segja
stofnað til að bregðast við
ákalli stjórnenda, í ljósi þeirra
miklu breytinga sem nú
ganga yfir á vinnumarkaði.
Alda Sigurðardóttir hefur undanfarinn áratug starfað við stjórnenda-þjálfun fyrir einstakl-inga og fyrirtæki í gegn-
um fyrirtæki sitt Vendum. Byggir
hún nýtt fyrirtæki á þeirri reynslu
ásamt því að sækja í reynslubanka
Sigríðar Sandholt, framkvæmda-
stjóra. Sigríður býr að áralangri
reynslu af stjórnun úr f lugiðnaði
og þekkir vel áskorunina sem felst
í því að taka ábyrgð á eigin starfs-
þróun, sem þeim stöllum er tíðrætt
um þegar við setjumst niður og
ræðum þróun starfa í heimsfaraldri
og fjórðu iðnbyltingunni.
„Með tilliti til Covid held ég
að mörg fyrirtæki og sérstaklega
stjórnendur hafi þurft að líta inn á
við,“ segir Sigríður. „Allt þetta fýs-
íska samband sem þeir voru vanir
að eiga við starfsfólk sitt breyttist á
örskotsstundu. Stjórnendur þurftu
að hugsa hlutina upp á nýtt með til-
komu fjarvinnu og skilgreina hvað
það er sem þeir eru að leitast eftir frá
starfsfólki.“
Öllum hent heim á einu bretti
Sigríður bendir á að breytingarnar
hafi jafnvel kallað á aukin samskipti
og traust hafi skipt miklu máli.
„Þegar fólk er ekki á sama staðnum
skiptir miklu að treysta og vera í
góðum og miklum samskiptum við
fólkið sitt.“ Hún segir mörg fyrir-
tæki hafa gert þetta mjög vel, haldið
svokallaða „tékk-inn“-fundi og jafn-
vel talað meira saman en þörf hafi
verið á. „Því í rauninni var öllum
bara hent heim á einu bretti og ég
held að því hafi fylgt gríðarlega
mikill lærdómur fyrir stjórnendur
sem hreinlega þekktu ekki þetta
starfsumhverfi,“ segir Sigríður og
Alda bætir við:
„Þetta er samt ekkert nýtt, fjar-
vinna er búin að vera til staðar
lengi og sjálf hef ég unnið með
fjölda fólks rafrænt síðustu tíu ár
víða um heim. Bæði tækni- og hug-
búnaðurinn er gamall og mörg
fyrirtæki hafa lengi haft fólk í fjar-
vinnu. Það hefur bara ekki verið
allur massinn – það er stóra breyt-
ingin. Ég vinn mest hér á landi og
hef oft boðið fólki að hitta mig raf-
rænt en nánast allir velja augliti til
auglitis. Ég skil það vel því það er
ekkert sem toppar þessa mannlegu
tengingu. Við erum félagsverur og
tengslin og traustið sem skapast
þegar þú hittir manneskju gerist
ekki eins hratt rafrænt. En engu að
síður er hægt að ná gífurlega mikl-
um árangri með þeirri leið,“ segir
Alda og er sannfærð um að blandað
umhverfi sé framtíðin.
„Rétt fyrir Covid kom upp óveður
hér í bænum svo ég fékk viðskipta-
vini til að hitta mig rafrænt. Þannig
náði ég að ala upp nokkra stjórn-
endur í þessum rafræna heimi og
þeir sendu mér skilaboð þegar
Covid skall á og þökkuðu mér fyrir
að kynna sig fyrir Zoom – því þeir
voru þá stjörnurnar á sínum vinnu-
stað þegar Covid-ið kom,“ segir hún
og hlær.
Breytum hraðast þegar við
höfum ekki val
„Tæknin er mjög einföld en þegar
við ætlum að hafa áhrif á hegðun
fólks til frambúðar eru tvær hvata-
leiðir, annars vegar viljum við sjá
ávinning í framtíðarsýninni eða þá
að það er einhver stór verkur eins og
Covid var og við bara verðum. Við
breytum hegðun hraðast þegar við
höfum ekkert val,“ segir Alda.
Þær eru sammála um að ýmsar
breytingar séu komnar til að vera og
stjórnendur muni svolítið flokka til
framtíðar hvað eigi heima rafrænt
og hvað ekki. „Skilvirkir upplýs-
ingafundir sem ekki þarfnast mik-
illar umræðu verða þá áfram teknir
á netinu,“ segir Alda.
„Ég held að hybrid-módelið sé
komið til að vera. Við viljum flest
mannleg samskipti, hittast við
kaffivélina og fá hugmyndir,“ segir
Sigríður og í ljós kemur að hún lauk
námi í verkefnastjórnun í vor og
vann lokaverkefni um fjarvinnu.
„Viðmælendur mínir voru sam-
mála um að framleiðni og skilvirkni
starfsmanna minnkaði ekki með
fjarvinnu. Annað hvort stóð hún í
stað eða jókst.“
Lífsgæði starfsmanna jukust
Sigríður bendir á að aukið frelsi hafi
að vissu leyti aukið lífsgæði starfs-
manna. „Höfum við ekki f lest öll
verið föst í umferðinni á morgnana
með börnin í bílnum? Við erum
með pakkaða dagskrá en samt sem
áður ætlast vinnuveitandinn til þess
að þú sitjir á skrifstofunni í átta
tíma. Allt þetta púsluspil í daglegu
amstri fólks breyttist, en margir
áttu það til að sitja jafnvel of lengi
við tölvuna heima. Yfirmenn voru
farnir að hvetja fólk til að standa
upp og hreyfa sig og það eru ofsalega
góðir stjórnunarhættir, að huga að
vellíðan fólksins þíns. Þetta snýst
um sveigjanleika sem skiptir svo
miklu máli og þar er traustið stóra
málið.“
Alda bendir á að áberandi hafi
verið að þeim sem leið verst hafi
verið fólkið sem var sent heim án
þess að geta unnið heima, vegna
eðlis starfs þeirra. „Það segir tölu-
vert um okkur sem manneskjur, að
fólkinu sem leið verst var það sem
var sent heim á launum en fékk ekki
að vinna. Við viljum gera gagn. Það
var það sem maður sá í Covid, að
fólk lagði rosalega mikið á sig því
það vildi sanna sig og standa sig,“
segir hún og viðurkennir að þar hafi
ótti um starfsöryggi líklega einnig
komið til.
Starfið mitt er að hverfa
Hún bendir á að þegar viðvarandi
ástandi er umbylt veki það mikið
óöryggi hjá starfsfólki.
„Ég skil það alveg, sérstaklega
hjá starfsfólki sem veit að starf þess
mun hverfa. Eðlilega kemur þessi
ótti hjá fólki sem er komið vel yfir
miðjan aldur og er ekkert endilega
að fara að skipta um starfsvettvang.
En góðu fréttirnar eru þær að ég
hef unnið með fólki sem er akkúrat
á þessum stað, fólk á besta aldri, en
hefur tekið ábyrgð á sinni starfs-
þróun. Þau hafa þá hugsað; „Starfið
mitt er að hverfa, hvað get ég gert?“
Mannshugurinn á það til að fara
í hamfarahugarfar og meirihluti
þjóðarinnar hugsar: „Hvað er það
versta sem getur gerst?“ í stað þess
að hugsa: „Hvað er það besta sem
getur gerst?“
„Þarna snýst þetta um ábyrgð
einstaklingsins á sinni þróun. Við
höfum auðvitað mismunandi tæki-
færi, mismunandi menntun og svo
framvegis. En það er staðreynd að
þegar horft er til þróunar starfa í
framtíðinni þá eiga um það bil 50
prósent eftir að hverfa, 30 prósent
eftir að þróast, og 20 prósent eftir að
vera eins.
Sannað að allir geti lært
Svo ef starfið þitt er ekki að fara að
hverfa þá er það allavega að fara að
breytast. Í stað þess að vera fórnar-
lamb breytinganna er því mikilvægt
að eiga þátt í að skapa þær og vaxa
í gegnum þær. Þarna eru við komin
að viðhorfinu og það er það sem
við höfum sjálf vald yfir,“ segir Alda
og bætir við: „Það er vísindalega
sannað að það geta allir lært, þó það
hægist aðeins á með aldrinum þá er
hæfnin ávallt til staðar. Eldri starfs-
menn meta oft meira að fá tækifæri
til að læra sem hefur bein áhrif á
starfsánægju,“ segir hún.
Þær benda á að nú, þegar komið
sé að fjórðu iðnbyltingunni, sé
nauðsynlegt að viðhalda sér með
því að læra eitthvað nýtt.
„Ef þú ætlar ekki að læra og þróa
þig ertu svolítið að stimpla þig út.
Fólki líður vanalega ekkert vel í
breytingum og það er eðlileg til-
finning. En þá er mikilvægt að vera
meðvitaður um að það er eðlilegt að
líða illa tímabundið, ef maður veit
að það á eftir að skila manni árangri
seinna. Samkvæmt fullorðins-
kennslufræði er örlærdómur eða
„micro learning,“ að skila miklu. Við
erum ekki að tala um að allir þurfi
að fara í háskólanám heldur snýst
þetta um að gera eitthvað smá á
hverjum degi til að slípa hæfni þína
og hugarfar,“ segir Alda.
„Stóra málið er að byrja að læra
og finna fókus. Spyrja hvað það er
sem gleður mig og nærir og hvar
liggja hæfileikar mínir? Ég er ekki
að segja að allir muni ná hámarks-
árangri alltaf, en þannig ertu alla-
vega að færast í þá átt sem þér líður
best með og líkur á árangri aukast,“
segir Alda að lokum. n
Ef starf þitt hverfur ekki mun það breytast
Þær Sigríður
og Alda segja
stjórnendur
hafa þurft að
líta inn á við í
heimsfaraldri.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
32 Helgin 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ