Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 40
Dæmi um það sem er innifalið í verðinu: Allir bílarnir koma með 105AH lithium rafhlöðum. Álfelgur, kælibox, boltahreinsir, premium sæti, fellanleg framrúða, USB tengi, kemur með ljósum og stefnuljósum, hlíf yfir golfsettið, einnig fylgir létt regnhlíf. Akralind 8 | 2. hæð | 201 Kópavogur Excar golfbílar til sölu Síðasti dagur til að panta bíl fyrir næsta sumar er 15. nóvember. Eigum ennþá nokkra bíla óselda sem koma um áramótin. Excar bílarnir hafa verið notaðir á Íslandi í mörg ár og reynst vel. Þeir koma mjög vel út búnir. Golfbílar Verð aðeins 1.350.00 0 m.vskVið erum á Facebook Kristín María Þorsteinsdóttir er mótastjóri hjá Golfsam- bandi Íslands. Hún hefur æft golf frá barnsaldri og þekkir golfheiminn því mjög vel. Árlega eru haldin í kringum 1.500 golfmót á landsvísu sem eru afar fjölbreytt. elin@frettabladid.is Kristín María segir að Golfsam- bandið haldi 18 Íslandsmót í golfi fyrir kylfinga á öllum aldri víðs vegar um landið. „Hluti af mínu starfi er að vinna að undirbúningi fyrir mótin svo þau fari fram við sem bestar aðstæður. Þar að auki erum ég og fleiri fulltrúar GSÍ á staðnum og sjáum um framkvæmd Íslandsmótanna með góðum stuðningi frá golfklúbbum þar sem mótin fara fram. Mótin eru fjölbreytt en eru öll til þess gerð að finna bestu kylfinga landsins hverju sinni,“ segir hún. Kristín er ein fárra kvenna, ungra kvenna, á Íslandi sem eru mótastjórar. Hún segir það mjög ánægjulegt hversu víðtækur áhugi á golfi sé á Íslandi. „Það er afar ánægjulegt að í ár er metfjöldi kylfinga, eða rúmlega 22.000. Mesta hlutfallslega fjölgunin í ár var hjá kylfingum á aldrinum 16-39 ára, en einnig hefur fjölgað í elsta aldurshópnum, 70 ára og eldri. Þetta sýnir fram á hvað íþróttin er aðgengileg fólki á öllum aldri, en hver og einn getur spilað golf á sínum forsendum hvort sem það er keppni, fyrir hreyfingu, félagsskap eða til að njóta náttúrunnar. Golf er ein af örfáum íþróttagreinum þar sem ömmur og afar geta leikið með barnabarni og allt þar á milli. Konur eru 33 prósent af félögum í golfhreyfingunni sem er með hærra hlutfalli í Evrópu en það er áhugavert að konur á Íslandi spila oftar golf en karlar. Það eru vissu- lega fleiri karlar í golfhreyfingunni en konum á öllum aldri sem stunda íþróttina fer fjölgandi. Konur og karlar geta auðvitað leikið golf saman enda getur hver og einn kylfingur valið sér teig við hæfi til að leika af. Því geta allir keppt við golfvöllinn út frá sinni getu og högglengd, óháð kyni,“ segir Kristín María. Hún segir að sér finnist mjög gaman að leika golf í golfhermum og framboðið af þeim hafi aukist til muna. „Margir golfklúbbar og einkaaðilar hafa bætt við golf- hermum sem bætir æfingaaðstöðu kylfinga yfir vetrartímann vissu- lega, bæði til æfinga og leiks. Það er frábær viðbót þar sem tímabilið hérlendis er stutt og margir enn með mikinn áhuga á golfi þegar líður á veturinn,“ segir hún og bætir við að það besta við golfið sé að allir geti verið með. „Sama hvort viðkomandi er barn, ungmenni, á miðjum aldri eða eldri borgari, þá er eitthvað í boði fyrir alla. Margir golfklúbbar bjóða upp á sérkjör fyrir ungmenni og eldri borgara, flestir klúbbar eru með námskeið hjá golfkennurum og geta leitt byrjendur í gegnum fyrstu skrefin í golfinu.“ Það eru 62 golfklúbbar víðs vegar um landið með 65 golfvelli, svo flestir ættu að komast í golf hvar sem viðkomandi er búsettur. Það er mikill kostur að geta sameinað hreyfingu, útivist, einbeitingu og félagsskap á golfvellinum. Hefur áhugi á golfi aukist með góðum árangri afreksfólks á þessu sviði? „Við höfum horft upp á frábæran árangur atvinnukylfinga síðustu ár, sérstaklega kvennamegin. Samhliða því hefur umfjöllun um kylfingana aukist og ekki ólík- legt að sýnilegar fyrirmyndir geti spilað þátt í því að kylfingum hefur fjölgað hérlendis. Þó eru margir þættir sem spila inn í fjölgunina en ég tel að góður árangur atvinnu- kylfinganna eigi einhvern þátt í því.“ Golf getur verið fyrir alla og upplagt fyrir ungt fólk, það er hægt að byrja með því að skrá sig á námskeið en hér á landi eru góðir þjálfarar og margir kröftugir að útskrifast úr PGA kennaraskól- anum. Fólk getur skráð sig á nám- skeið hvort sem um einstakling er að ræða eða heilan vinahóp. Eins er hægt að byrja að fara á æfingasvæði að slá, vippa og pútta eða að skrá sig einfaldlega í golfklúbb. Á heimasíðunni golf.is er flokkur sem heitir „Komdu í golf“ en þar má finna efni um atriði sem gott er að vita fyrir kylfinga sem eru að stíga sín fyrstu skref. n Allur aldur sameinast í golfi Kristín María Þorsteinsdóttir er mótastjóri hjá Golfsambandi Íslands, ein fárra kvenna í því starfi. MYND/GOLFSAM- BAND íSLANDS 4 kynningarblað 16. október 2021 LAUGARDAGURGolfhermAr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.