Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 46
Við hjá Landsvirkjun leitumst við að vera fyrirmynd í ráðdeild og
vistvænum rekstri, sem og að bæta okkar starfsumhverfi. Því leitum við
að verkefnisstjóra í deild nærsamfélags og græns reksturs. Deildin er
á sviði Samfélags og umhverfis og styður við önnur svið fyrirtækisins í
sameiginlegri vegferð að kolefnishlutleysi, grænum rekstri, samfélagslega
ábyrgri starfsemi og virku samstarfi og samtali í nærsamfélögum.
Helstu verkefni verkefnisstjóra:
– Ber ábyrgð á þróun, innleiðingu og eftirfylgni græns reksturs
á starfsstöðvum Landsvirkjunar
– Hefur frumkvæði í miðlun árangurs af grænum rekstri fyrirtækisins
– Hefur frumkvæði að úrbótum og gerir tillögur um bætt verklag
sem tengist grænum rekstri
– Styður við samskipti fyrirtækisins í nærsamfélögum aflstöðva vegna
umhverfis- og samfélagsmála
Menntun, reynsla og eiginleikar:
– Framhaldsmenntun í umhverfisfræðum, umhverfisstjórnun,
umhverfisverkfræði eða öðru námi sem nýtist í starfi
– Reynsla eða þekking á innleiðingu græns rekstur, t.d. grænna skrefa
– Jákvætt viðhorf og framúrskarandi samskiptaeiginleikar
– Metnaður til að vera hluti af sterkri liðsheild
– Sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til og með 26. október
Sótt er um starfið hjá Hagvangi
hagvangur.is
Viltu koma okkur
á grænni grein?
Starf
Icepharma er í fararbroddi á íslenskum heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með
öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 100 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og
þjónustu. Við leggum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.
Sótt er um starfið á ráðningarvef Icepharma: www.icepharma.is / Um Icepharma / Atvinna
ICEPHARMA LEITAR AÐ METNAÐARFULLUM OG DRÍFANDI EINSTAKLINGI Í SPENNANDI STARF Á HEILBRIGÐISSVIÐI
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjörtur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðissviðs Icepharma, hjorturg@icepharma.is. Umsóknarfrestur er til og
með 25. október. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi sem lýsir hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Farið verður með allar umsóknir
sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga.
HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ:
• Þjónusta við viðskiptavini
• Samskipti við birgja og dagleg verkefni sem tengjast þeim
• Tilboðsgerð vegna útboða og verðfyrirspurna
• Umsjón með verkbeiðnum vegna tækniþjónustu
• Umsjón með sendingum vegna erlendra viðgerða
HÆFNISKRÖFUR:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af vörustjórnun
• Greiningarhæfni og tölvulæsi
• Þekking á viðskiptakerfum eins og Ax
• Rík þjónustulund, fagmennska, skipulagshæfni og frumkvæði
• Jákvæðni og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
• Gott vald á íslensku og ensku, kunnátta í Norðurlandamáli er kostur
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Á HEILBRIGÐISSVIÐI
6 ATVINNUBLAÐIÐ 16. október 2021 LAUGARDAGUR