Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 56

Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 56
Sérfræðingur í reikningshaldi hjá leiðandi markaðstorgi Travelshift óskar eftir að ráða sérfræðing í reikningshaldi í fullt starf á skrifstofu sinni á Skólavörðustíg í Reykjavík. Starfsmaðurinn verður hluti af fjármálasviði félagsins og heyrir undir Fjármálastjóra. Dagleg ábyrgð felur í sér: • Bókun viðskipta í aðalbók félagsins • Afgreiðsla innkaupareikninga • Að halda reikningaskrá • Afstemmingar reikninga • Samskipti við söluaðila og viðskiptavini • Sérstök stjórnunarverkefni. Nauðsynleg hæfni: • Kunnátta í Microsoft Word og Excel • Frábær samskiptahæfni bæði á íslensku og ensku • Þekking á bókhaldshugtökum • Góð skipulags- og greiningarhæfni • Reynsla af Dynamics NAV eða svipuðu bókhaldskerfi • Hæfileiki í að samræma gögn úr mismunandi kerfum • Sterk skipulagshæfni • Hæfni til að vinna sjálfstætt og með teymi • Háskólagráða sem nýtist í starfi Guide to Iceland er íslenskt markaðstorg sem sameinar yfir 1500 íslenska ferðaþjónustuaðila. Við leggjum metnað í að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og að upplifun viðskiptavina sé ætíð höfð í fyrirrúmi. Guide to Iceland hefur hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Travel Agency frá World Travel Awards 4 ár í röð, frá 2018-2021. Við leitum nú að sérfræðingi í reikningshaldi til að ganga til liðs við okkur. Góð laun og fríðindi í boði. Umsókn sendist á jobs@travelshift.com. Umsóknarfrestur rennur út 31. október. Við leitum af öflugum einstaklingum til að ganga til liðs við okkur Verkstjóri viðgerðardeildar • Menntun og/eða reynsla á ábyrgðarsviði. • Víðtæka reynslu á sviði viðhalds bíla, véla og/eða tækja. • Jákvæðni og frumkvæði. • Reynsla af stjórnun, kostur. • Almenn tölvukunnátta, kostur. • Þekking á Microsoft Dynamic AX, kostur • Íslensku – og enskukunnátta, kostur. Íslenska Gámafélagið og Vélamiðstöðin leita af metnaðarfullum einstaklingum til að ganga til liðs við frábæran hóp starfsmanna hjá fyrirtækinu. Vélamiðstöðin er dótturfyrirtæki Íslenska Gámafélagsins og sér meðal annars um viðhald á öllum tækjabúnaði fyrirtækisins. Vélamiðstöðin er staðsett á höfuðstöðvum Íslenska gámafélagsins að Koparsléttu í Reykjavík. Leitast er eftir fagfólki með framúrskarandi þjónustulund sem mun sinna viðgerðum á bílum og tækjum. Hjá Íslenska Gámafélaginu og Vélamiðstöðinni starfa um 300 manns víða um land en fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir á sviði umhverfisþjónustu. Hjá fyrirtækinu er metnaðarfull mannauðsstefna sem lýsir vilja fyrirtækisins til að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem faglegt starf er unnið af jákvæðu, samstilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. Íslenska Gámafélagið og Vélamiðstöðin hafa jafnrétti að leiðarljósi og hvetur öll kyn til að sækja um starfið. Sótt er um á alfred.is. Helstu verkefni • Ábyrgð á daglegri starfsemi viðgerða. • Uppbygging viðhalds- og eftirlitsþjónustu Vélamiðstöðvarinnar. • Ábyrgð á viðhaldi tækja. • Samskipti og þjónusta við viðskiptavini Vélamiðstöðvarinnar. • Skipulagning og ábyrgð á ferlum er varða viðgerðarþjónustu. Rafvirki á verkstæði • Menntun og/eða reynsla við bílarafmagn • Rafiðnmenntun, kostur. • Hæfni til að leysa rafmagnsbilanir allar gerðir tækja og bíla. • Almenn tölvukunnátta, kostur. • Íslensku – og enskukunnátta, kostur. • Jákvæðni og frumkvæði. • Sjálfstæði í vinnubrögðum, metnaður og vandvirkni. Helstu verkefni • Daglegar viðgerðir á rafbúnaði tækja. • Viðhalds- og eftirlitsþjónusta á rafbúnaði. • Tölvuálestur fyrir bilanagreiningar bíla og tækja. • Samskipti og þjónusta við viðskiptavini. Bifvélavirki og/eða vélstjóri á verkstæði • Menntun og/eða reynslu við bílaviðgerðir. • Almenn tölvukunnátta, kostur. • Íslensku – og enskukunnátta, kostur. • Raftækni kunnátta, kostur. • Jákvæðni og frumkvæði. • Sjálfstæði í vinnubrögðum, metnaður og vandvirkni. Helstu verkefni • Viðhald og viðgerðir á tækjum af öllum stærðum og gerðum. Bílaviðgerðir á fólksbílum, vörubílum og eftirvögnum. • Samskipti og þjónusta við viðskiptavini. Skóla- og frístundasvið Leikskólastjóri - Hlíð Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Hlíð lausa til umsóknar. Hlíð er sex deilda leikskóli í grónu hverfi í Hlíðunum með tvær starfsstöðvar fyrir yngri og eldri börn við Engihlíð og Eskihlíð. Einkunnarorð skólans eru virðing – vinátta – vellíðan og áhersla lögð á að börnunum líði vel, séu félagslega fær og skilji mikil- vægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu. Námskrá leikskólans byggir á því að barnið læri í gegnum leikinn og að leikurinn sé óendanleg uppspretta nýrra möguleika, námstækifæra og gleði. Ein af fyrirmyndum í starfinu er Lína Langsokkur og lífsspeki hennar: „Er nokkuð í fargmöldunartöflunni sem útilokar það?“ Unnið er að innleiðingu menntastefnu Reykjavíkurborgar og áherslan á þessu skólaári er á læsi og félagsfærni. Í tengslum við það er unnið með vináttuverkefni Barnaheilla. Hlíð er heilsueflandi leikskóli og reglulega er farið með börnin í vettvangsferðir enda stutt í fallega útivistarsvæði. Gott samstarf er við foreldra og grenndarsamfélagið, m.a. íþróttafélagið Val. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf í Hlíð. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2022. Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2021. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála, sími 411 1111. Netfang: ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is Meginhlutverk leikskólastjóra er að: • Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar. • Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum. • Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn. • Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og umbótaáætlunum. • Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi. • Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leik- skólastigi. • Reynsla af stjórnun æskileg. • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sjálfstæði og frumkvæði. Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, „Látum draumana rætast“, þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.