Fréttablaðið - 16.10.2021, Qupperneq 57
Greiðslumiðlun Íslands og dótturfélög, Motus, Faktoría, Pacta og Greiðslumiðlun, eru leiðandi á sviði
kröfustjórnunar (Credit Management Services) fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila.
Þjónusta samstæðunnar felst m.a. í greiðslulausnum, innheimtu, kröfukaupum og lánaumsýslu. Greiðslumiðlun
á og rekur Pei greiðslulausnina sem um 2.000 fyrirtæki nýta sér við sölu á vörum og þjónustu til einstaklinga.
Félagið á einnig hlut í, og er samstarfsaðili, Sportabler.
Við stöndum á traustum grunni en ætlum okkur enn stærri hluti og þurfum öuga og kraftmikla
einstaklinga með okkur í þá vegferð. Við bjóðum vinnu í skemmtilegu starfsumhver með metnaðar-
fullum samstarfsmönnum og faglega sterkum hópi þar sem tækifærin eru mikil.
Greiðslumiðlun Íslands
leitar að öflugu fólki
Markaðsstjóri
Við leitum að aðila með víðtæka þekkingu og reynslu af markaðs- og ímyndarmálum
og uppbyggingu vörumerkja til að vinna þvert á vörumerkin okkar. Markaðsstjóri stýrir
einnig fræðslu, samskiptum við fjölmiðla og viðburðum. Reynsla af stefnumótun og
stefnudrifinni markaðssetningu er nauðsynleg ásamt háskólamenntun sem nýtist í
starfi. Markaðsstjóri er ný staða og heyrir beint undir forstjóra.
Yfirmaður
greininga
og líkana
Með stóraukinni áherslu á gögn í ákvarðanatöku félagsins leitum við að metnaðarfullum
aðila með frumkvæði og reynslu til að leiða þá vegferð. Helstu verkefni felast í að leiða
líkanagerð og vöruþróun tengda henni, þróun á nýtingu upplýsinga til að bæta ferla í
ákvarðanatöku, m.a. við lánveitingar, og samvinnu við vöruhúsateymi félagsins. Við leitum
að aðila með framhaldsmenntun (M.Sc. eða Ph.D.) í stærðfræði eða verkfræði ásamt a.m.k.
fimm ára reynslu af áhættustýringu, gagnavinnslu og líkanagerð, sérfræðiþekkingu á R og
Python og framúrskarandi færni í miðlun flókinna upplýsinga á mannamáli.
Sérfræðingur
í áhættu- og
fjárstýringu
Við leitum að öflugum, sjálfstæðum og nákvæmum fjármálaverkfræðingi eða aðila
með sambærilega menntun til að sinna áhættustýringu á lánasöfnum félagsins,
fjárstýringu samstæðunnar og aðkomu að áætlanagerð og skýrslugjöf til stjórnenda.
Reynsla af sambærilegum störfum er kostur. Um er að ræða nýja stöðu á sviði Fjármála
og reksturs.
UX hönnuður
Við leitum að aðila með brennandi áhuga á vöruþróun þar sem notendaupplifun og
hönnun eru í hávegum höfð. UX hönnuður vinnur með vörustjórum og hugbúnaðardeild,
auk annarra hagaðila, að hönnun á vörum félagsins. Önnur verkefni eru samræming á
heildaryfirbragði á vörum félagsins og hönnun efnis fyrir innri og ytri samskipti. UX
hönnuður er ný staða á nýju sviði Vöruþróunar.
Vörustjóri
Við leitum að skipulögðum leiðtoga með frumkvæði og sterkan tæknilegan bakgrunn auk
reynslu og þekkingu af vörustýringu og þróun stafrænna lausna. Helstu verkefni felast í að
skilgreina vörusýn og vörustefnu félagsins, ábyrgð á vöruþróun og stuðningi og samskiptum
við innri og ytri hagaðila. Vörustjóri er ný staða á nýju sviði Vöruþróunar.
Viðskiptastjóri
lykilviðskiptavina
Viðskiptastjóri lykilviðskiptavina ber ábyrgð á að viðhalda og auka viðskipti við stærri fyrirtæki
og hjálpa þeim að skapa aukið virði með lausnum félagsins. Við leitum að reynslumiklum,
lausnamiðuðum og árangursdrifnum aðila með reynslu af sölu- og viðskiptastýringu í þróun
lykilviðskiptavina, greiningu nýrra tækifæra og greiningarverkefnum á innri ferlum hjá
viðskiptavinum.
Við leitum einnig að viðskiptastjóra minni og meðalstórra fyrirtækja.
Nánari upplýsingar um störfin er að finna á mannauðssíðu Motus www.motus.is og hjá Sigurbjörgu D. Hjaltadóttur
mannauðsstjóra í síma 440 7122, netfang sibba@motus.is.
Vinsamlegast sækið um á heimasíðu www.motus.is.
Umsóknarfrestur er til og með 29. október nk. Ráðið verður í störfin sem fyrst.