Fréttablaðið - 16.10.2021, Page 60
Ert þú snjall penni og glærusmiður
sem brennur fyrir málefnum atvinnulífsins?
Hefur þú brennandi áhuga á íslensku atvinnulífi og vilt hafa áhrif?
Við leitum að öflugum einstaklingi sem býr yfir mikilli færni í textagerð og framsetningu og
samþættingu efnis. Einstaklingi sem á auðvelt með að vinna með fólki og getur sett fram
vandað efni á lifandi máta. Starfið heyrir undir miðlunarstjóra Samtaka atvinnulífsins.
Í starfinu felst m.a.
• Almenn ritstjórn og skrif um fjölbreytt
málefni
• Úrvinnsla, framsetning og miðlun efnis
þ.á.m. gerð glærukynninga
• Reglubundin samskipti við fjölmiðla
• Þátttaka í stefnumörkun og mál efna starfi
samtakanna
Umsóknarfrestur er til og með
20. október n.k.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar. Gagnlegt er að fá dæmi
um ritstörf og/eða framsetningu á efni sem
lýsir hæfni til að gegna starfinu.
Sótt er um starfið á
alfred.is/vinnustadir/atvinnulifid
Nánari upplýsingar um starfið fást hjá Védísi Hervöru
Árnadóttur, miðlunarstjóra Samtaka atvinnulífsins -
vedis@sa.is
Hæfnikröfur
• Framúrskarandi íslenskukunnátta, færni
í texta gerð og miðlun efnis
• Framúrskarandi færni í gerð
glærukynninga
• Brennandi áhugi og þekking á mál efnum
íslensks atvinnulífs
• Sjálfstæði í vinnu brögðum, skipulags-
hæfileikar og geta til að halda utan um
marga þræði eru mikilvægir eiginleikar
• Lagni í mannlegum samskiptum
• Teymishugsun, jákvæðni, frumkvæði
og þjónustumiðuð nálgun
• Tæknileg nálgun og færni
• Háskólagráða sem nýtist í starfi
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.
RÁÐGJÖF RÁÐNINGAR RANNSÓKNIR
Að gera betur í dag en í gær
er drifkraftur nýrra hugsana
og betri árangurs.
Starfsmenn eru lykill
að árangri allra fyrirtækja.
Rannsóknir auka þekkingu
og gera ákvarðanir markvissari