Fréttablaðið - 16.10.2021, Side 74

Fréttablaðið - 16.10.2021, Side 74
Golfhermir.is sérhæfir sig í sölu á golfhermum og hágæða vörum sem þeim fylgja. Nú er rétti tíminn til að skipuleggja herminn fyrir veturinn. Hjá Golfhermir.is er veitt ráðgjöf og boðið upp á búnað til að breyta bílskúrnum, hobbý-herberginu eða kjallaranum þannig að ekkert er eftir nema að slá fyrsta höggið. Golfhermir.is er með fullkomna sýningaraðstöðu í Akralind 8 í Kópavogi. Verið velkomin i heimsókn. Getum útvegað golfherma frá öllum helstu framleiðendum. Bókið skoðun í gegnum netfangið golfhermir@golfhermir.is. Einnig er hægt að skoða úrvalið af vörum á heimasíðunni golfhermir.is. Golfhermar til einkanota Verð frá 387.500 m.vsk Við erum á Facebook Akralind 8 | 2. hæð | 201 Kópavogur Á Íslandi er oft ekki veður til að fara í golf og fólk er líka svo tímabundið svo það gefst ekki alltaf tími til að taka níu eða átján holur. Þá er gott fyrir golfáhugamenn að geta gripið til alls kyns golfherma og golfleikja til að mæta golfþörfinni og full- komna tæknina. oddurfreyr@frettabladid.is Það þarf ekki endilega að taka dag- inn frá eða mæta á völlinn til að njóta smá golfs. Golfhermar geta líkt eftir upplifuninni á skemmti- legan og raunverulegan hátt en auk þeirra eru líka til ýmsar aðrar útgáfur af golfleikjum sem geta höfðað til golfáhugamanna. Innigolf verður sífellt vinsælla Innigolf er regnhlífarhugtak yfir allar gerðir af golfi sem er hægt að stunda innandyra. Undir það falla allar gerðir golfherma og ýmiss konar svæði sem gera fólki kleift að æfa ólíkar gerðir af golfsveiflum innandyra. Innigolf er hægt að setja upp hvar sem er nægilegt pláss og lík- lega er mínígolf vinsælasta útgáfan þar sem það tekur minnst pláss. Það er oft hægt að finna inni- golfaðstöðu á hótelum og öðrum ferðamannastöðum, skrifstofum, sportbörum og jafnvel líkams- ræktarstöðvum. Það er líka að verða sífellt vinsælla að setja upp innigolfaðstöðu á heimilum því golfhermatækni er alltaf að verða ódýrari, fullkomnari, aðgengilegri og skemmtilegri. Innigolf hentar bæði sem góð skemmtun fyrir óvana og sem góð þjálfun fyrir þá sem vilja fínpússa tæknina. Ótal stafræn form til Golf virkar líka vel í stafrænu formi og í gegnum árin hafa komið út ótal tölvuleikjaútgáfur af golfi sem eru misalvarlegar og leggja áherslur á ólíka þætti. Það eru til margir léttir og barnvænir leikir sem nýta reglur golfs, leikir sem leika sér með reglurnar og formið og brjóta það upp til gamans og líka leikir sem reyna að endur- skapa golf á sem raunverulegastan hátt. Fyrir þá sem vilja stafræna upp- lifun sem líkir eftir því að fara á völlinn eru leikir eins og PGA Tour 2K21 sniðugir, en leikurinn kom út seinasta haust og er talinn einn fullkomnasti golfleikur sem hefur komið út í langan tíma. Hann hefur fengið ágæta dóma og selst í yfir tveimur milljónum eintaka. Hann býður upp á mjög raunveru- lega upplifun af golfi og er líka með ólíkar erfiðleikastillingar sem gera hann aðgengilegan fyrir byrj- endur. Leikurinn inniheldur meðal annars fjölda raunverulegra golf- valla í Bandaríkjunum og raun- verulega atvinnumenn í golfi sem er hægt að spila sem eða gegn. Leikurinn er til fyrir PC, Mac, Nintendo Switch, Xbox og Play Station 4 og þeir sem hafa Play Station Plus-áskrift, sem er nauðsynleg til að spila PlayStation- leiki á netinu, geta fengið leikinn ókeypis núna í októbermánuði. Margar útgáfur til af golfi Svo eru líka til alls konar útgáfur af golfi þar sem reglunum er breytt á hina og þessa vegu. Það eru til of margar útgáfur af golfi og golf- tengdum leikjum til að telja upp hér og birtingarmyndir þeirra eru eins ólíkar og þær eru margar. Þetta getur verið allt frá því að vera bara örlítið frábrugðnar reglur fyrir einhvern afmarkaðan hluta af leiknum yfir í útgáfur sem eru svo ólíkar að þær verða að teljast annar leikur. Það eru líka til leikir sem nota reglur golfs en breyta leiknum á einhvern sérstakan hátt. Til dæmis „pitch and putt“ sem er leikið á brautum með mjög stuttar holur, harðhnotutrésgolf þar sem nútímatæknin er ekki nýtt og spilað er með viðarkylfum og líka strandgolf, snjógolf, garðagolf, götugolf og hraðagolf, svo nokkur dæmi séu tekin. Sumir leikir einblína bara á afmarkaðan hluta af golfi. Mínígolf snýst til dæmis um að pútta og „long drive“ snýst um að slá kúlunni sem lengst. Síðast en ekki síst eru líka til aðrir leikir sem eru byggðir á golfi en nota ekki kylfur og golfkúlur, eins og til dæmis frisbígolf. ■ Margar leiðir til að njóta golfs Alls kyns innigolf nýtur vaxandi vinsælda en undir það falla allar gerðir golfherma og ýmiss konar svæði sem gera fólki kleift að æfa ólíkar gerðir af golfsveiflum innandyra. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Fyrir þá sem vilja stafræna upplifun sem líkir eftir því að fara á völlinn eru leikir eins og PGA Tour 2K21 sniðugir. MYND/PLAYSTATION STORE Í harðhnotutrés- golfi er nútíma- tæknin ekki nýtt og viðarkylfur eru notaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 6 kynningarblað 16. október 2021 LAUGARDAGURgolfherMar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.